Morgunblaðið - 09.08.2012, Page 26

Morgunblaðið - 09.08.2012, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012 ✝ Ólafur Bene-diktsson fædd- ist á Hrauni í Tré- kyllisvík á Ströndum 6. nóv- ember 1927. Hann lést þann 29. júlí 2012. Foreldrar hans voru Benedikt Sæ- mundsson, f. 7.5. 1882, d. 28.1. 1956, og Hallfríður Petr- ína Jónsdóttir, f. 20.8. 1887, d. 7.7. 1947. Systkini hans voru, Fanney Benediktsdóttir f. 10.5. 1911, d. 27.4. 1941, Sæmundur Benediktsson f. 14.6. 1912, d. 14.12. 1994, Guðmundur Bene- diktsson f. 31.7. 1914, d. 2.8. 2005, Jón Pétur Benediktsson f. 2.8. 1918, d. 13.3. 2012. Ólafur kvæntist þann 25.12. 1958 Sigrúnu Guðmundsdóttur, f. 12.11. 1931 frá Króki, Ása- hreppi í Rangárvallasýslu. For- eldrar Sigrúnar voru Guð- mundur Ólafsson f. 21.12. 1888, d. 2.5. 1989 og Guðrún Gísla- myndarlegu húsi á Hringbraut 104. Þar eignuðust þau dætur sínar Hallfríði og Guðrúnu. Ólafur vann þar við ýmis störf við sjóinn. Hann hafði réttindi sem síldarmatsmaður og var á síld 5 sumur. Síðar varð hann verkstjóri við málningardeild Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Jafnhliða því starfi sá hann um hönnun og málun nafna og ein- kennisstafa á skip. Hann var í Sjómannadagsráði Keflavíkur á sínum yngri árum. Árið 1972 fluttust þau búferlum til Reykja- víkur, þar sem Ólafur sinnti ýmsum störfum þar til hann hóf störf hjá Ísafoldarprentsmiðju og vann þar í 23 ár. Árið 1992 eignuðust þau land í Rangárþingi-ytra og settu síð- ar niður lítið hús og dunduðu sér við ræktun trjáa. Þar á fjöl- skyldan sælureit. Hann sat í stjórn félags Harmónikuunn- enda um árabil. Áhugamál Ólafs voru harm- onikkuleikur, bókalestur, fjöl- skyldan, heimilið sem var hon- um mjög kært ásamt ómældur áhugi á íþróttum fram á síðasta dag. Útför Ólafs fer fram frá Bústaðakirkju í dag, fimmtu- daginn 9. ágúst 2012 og hefst at- höfnin kl. 15. dóttir f. 13.12. 1889, d. 6.9. 1935. Börn Ólafs og Sigrúnar eru: 1) Hallfríður, f. 8.7. 1958. Maki Sig- urður Leifsson, f. 1955 og eiga þau þrjár dætur, Hildi, f. 1980 gift Henry B. Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. Ísak Daða 2003 og Ísabellu 2005. Unu Björk, f. 1983 og Sigrúnu Ýr, f. 1990. 2) Guð- rún, f. 3.3. 1963. Maki Ingi Ragnar Pálmarsson, f. 1956. Þau eiga tvo syni, Kára, f. 1992 og Dag, f. 2005. Þegar Ólafur var á fimmta ári flutti hann með fjölskyldu sinni í Eyjafjörð. Þar stundaði hann hefðbundna skólagöngu og fór fljótlega til sjós með bræðrum sínum frá Árskógssandi. Hann kynntist Sigrúnu, konu sinni á síld á Raufarhöfn. Árið 1958 hófu þau sambúð í Keflavík þar sem Ólafur hafði komið upp Með hlýhug og þakklæti í hjarta kveð ég þig, elsku Óli. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín, Sigrún. Elsku pabbi minn, það kom mér á óvart að þú skyldir fara þennan dag því aðeins þremur dögum fyrr fórst þú léttilega nið- ur og upp stigana á Landspítal- anum. Þú gerðir það til að sanna fyrir mér og mömmu hversu hress þú værir orðinn, enda varstu sendur heim daginn eftir. Þitt veikindastríð byrjaði með kransæðarstíflu 1975. Þá kom vel fram hve harður af þér og tillits- samur þú varst. Á aðfangadag komst þú sárkvalinn heim úr vinnunni en leitaðir ekki til lækn- is fyrr en jólin voru liðin. Þá keyrðir þú sjálfur til læknis og varst auðvitað lagður inn með það sama. Öll jólin notaðir þú gamalt ráð sem þú hafðir lært á sjónum, að skella í þig einum sterkum af og til ásamt verkja- töflum þegar kvalirnar voru óbærilegar. Það skal tekið fram að þú varst lítið fyrir áfengi. 15 árum seinna þurftir þú svo að fara í hjartaaðgerð. Næsta áfall var 1999 þegar þú greindist með magakrabbamein og úr urðu tvær aðgerðir á stutt- um tíma. Þegar þetta kom upp var fjölskyldan að hjálpast að við að rífa gömlu eldhúsinnrétt- inguna og var ég sveitt við að bera frá þér svo öflugur varst þú. Eftir að þú misstir magann náðir þú aldrei fyrri styrk sem var töluvert erfitt að kyngja fyrir jafn duglegan mann og þú varst. Sem barn flutti fjölskylda þín oft, var það því forgangsverkefni hjá þér sem fullorðinn maður að koma þér upp heimili til að eiga öruggt skjól. Þess vegna byggðir þú þér hús í Keflavík þar sem Pétur bróðir þinn bjó. Á háaloft- inu hafðir þú vinnustofu þar sem þú hannaðir og skarst út stafi sem þú notaðir til að merkja báta. Þú og mamma voruð óþreyt- andi við að ferðast með okkur systur, þá var allur búnaðurinn Skódinn með toppgrind, A-tjald með engum himni, gastækið, dýnur og sængurnar okkar. Það var alveg sama hvað bilaði í Skódanum þú gast lagað það. Ég var bílveikur krakki og stóð alltaf fyrir aftan bílstjórasætið og hélt um hálsinn á þér til að sjá betur út. Karlremba var ekki til í þér, þú gekkst í öll störf á heimilinu. Þú og mamma skiptust alltaf á að keyra t.d. þegar þið fóruð austur, sem kemur sér vel fyrir mömmu núna. Í vor fengu þið mamma heimilishjálp, þú sagðir mér að þið hefðuð setið eins og fínt fólk á meðan konan þreif heimilið ykk- ar og voru þið afar þakklát. Okk- ar sameiginlega áhugamál voru tölur. Þú reiknaðir allt sem þú gast og ræddir við mig reiknis- aðferðir, það heillaði þig að við gátum fengið sömu niðurstöðuna með sitt hvorri aðferðinni. Síð- ustu árin gerðum við saman skattaskýrsluna ykkar og þó ótrúlegt sé áttum við mjög góðar stundir við þá iðju. Þú varst mjög músíkalskur og spilaðir eftir eyranu á harmón- ikku. Eins áttir þú auðvelt með að búa til vísur og gerðir þá oftar en ekki góðlátlegt grín að sjálfum þér. Gott dæmi er þessi vísa; Liggur hérna latur karl lítið borðar nema snarl horaður og hengir haus enda alveg listalaus. Þú varst ekki af baki dottinn, því þessa dagana biðuð þið eftir tilboði í flísalögn á gólfið í sum- arbústaðnum og sunnudaginn sem þú kvaddir okkur varstu að gera þig kláran í að horfa á hand- boltaleik. Þín elskandi dóttir, Hallfríður. Minningarnar hrannast upp í huga mér. Við fjölskyldan á ferðalögum um landið á rauða Skódanum. Ég standandi fyrir aftan bílstjórasætið með hand- leggina um hálsinn á þér meðan þú keyrðir. Þér virtist líka það. Bílrúðurnar opnar því við syst- urnar vorum bílveikar og allt fylltist af ryki frá þjóðveginum. Þetta var löngu fyrir tíma örygg- isbeltanna og höfuðpúðanna. Notalegar minningar af ykkur mömmu að æfa dansspor á gang- inum á Hringbrautinni fyrir dansskólann hjá Heiðari Ást- valds. Minningarbrot af þér áhyggjufullum á hlaupum með mig í fanginu upp á sjúkrahús í Keflavík þegar ég 5 ára klemmdi mig illa á fingri. Þegar ég svo byrjaði í skóla komstu heim úr slippnum í morgunkaffinu annan hvern dag til að setja mig af stað í skólann því mamma mætti snemma til vinnu þá daga. Oftast teiknaðir þú einhverja mynd sem ég svo litaði eða klippti út þegar þú varst farinn og ég beið eftir að fara af stað. Þegar þú varst með blýantinn bak við eyrað á háaloft- inu á Hringbrautinni að hanna og skera út stafi til að mála á skip og báta var ég oft að sýsla í kringum þig. Á æskuárum þínum þurfti fjöl- skylda þín oft að flytja. Þér var því mikið í mun að eignast þak yf- ir höfuðið og ekki vantaði kjark- inn þegar þú réðst einn í að byggja tveggja hæða hús. Sum- arið sem við fluttum til Reykja- víkur komstu færandi hendi með glansandi fínt hjól handa mér sem þú hafðir gert upp í leyni fyrir mér. Þetta eru allt dýrmæt minningarbrot sem ég hef oft ylj- að mér við með þakklæti í huga. Þú hafðir þann skemmtilega sið að þegar þú óskaðir mér til ham- ingju með afmælið mitt þá sagð- irðu mér hvernig veðrið var og hvað þú hefðir gert daginn sem ég fæddist. Síðustu árin minnti ég þig á þetta í gríni ef þú gleymdir að segja mér hvernig veðrið hefði verið. Það var mikil músík í þér og þú spilaðir á hnappaharmónikku eftir eyranu. Sast og hlustaðir og pikkaðir upp tóna og prufaðir þig áfram þangað til lagið var smoll- ið. Þegar við Ingi giftum okkur varst þú yndislegur þegar þú snerist hringinn í kringum mig til að laga brúðarkjólinn áður en þú leiddir mig inn kirkjugólfið. Þú hafðir mikla staðfestu og þegar þú ákvaðst að hætta einhverju sem ekki gerði þér gott var það bara ein ákvörðun. Mikil samvinna var um verkin á heimilinu og þegar mamma hóf nám þá 49 ára varst þú hennar aðalstuðningsmaður. Íþrótta- áhugi þinn var mikill og fórum við oft saman á völlinn í gamla daga til að sjá fótbolta. Þú hafðir spilað fótbolta með Reyni á Ár- skógssandi þegar þú varst ungur. Sunnudagsmorguninn sem þú kvaddir þetta líf varstu kominn á fætur til að sjá fyrsta handbolta- leik Íslendinga á Ólympíuleikun- um þegar kallið kom. Frændræk- inn varstu og talaðir í síma við þrjá bræðrasyni þína daginn fyr- ir andlátið. Takk elsku pabbi fyrir að vera til staðar fyrir okkur fjölskyld- una og gefa mér af tíma þínum og visku. Ég læt hér fylgja með orð Kahlil Gibran. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þín dóttir, Guðrún. Elsku afi er farinn. Mér finnst það óraunverulegt, mér líður frekar eins og hann sé enn á spít- alanum. Mér líður betur að hugsa til þess að Pétur, bróðir afa, taki á móti honum. Enda voru þeir bræður mjög tengdir og afa hrakaði mikið eftir andlát hans, fyrr á þessu ári. Mér finnst eins og þeir fylgist að um hið eilífa líf. Það er ekki langt síðan afi var að hugsa um Pétur og veita honum félagsskap. Fara með honum í bankann, til læknis og kaupa fyr- ir hann inneign á gsm. Frá upp- hafi var mikill samgangur við afa og ömmu enda yndislegt hjá þeim að vera. Við systur vorum hugmyndaríkar og létum okkur ekki leiðast hjá þeim. Ég veit að afi var ekki mikið fyrir læti og umstang en ég fann aldrei fyrir að það pirraði hann neitt þó ég og Una systir værum búnar að rífa alla skó út úr forstofuskápnum og setja upp skóbúð, eða þegar við tæmdum skartgripaboxið hennar ömmu og skreyttum okk- ur með öllum herlegheitunum og lékum prinsessur. Honum þótti gaman að spila á harmonikkuna fyrir okkur. Þeg- ar við vorum minni spilaði hann oft fyrir okkur og á jólum döns- uðum við í kringum jólatréð við hans undirleik. Afi sá alla tíð til þess að við hefðum nóg af blöðum til að teikna á enda miklir lista- menn á ferð. Á þeim árum sem hann starfaði í Ísafoldarprent- smiðjunni bar hann í okkur syst- urnar skurðafganga og annan pappír sem tiltækur var. Þegar foreldrar mínir byggðu æsku- heimili okkar fannst afa ekki hægt að hafa húsið ómerkt. Því tók hann sig til og málaði listi- lega, og af sinni alkunnu ná- kvæmni, heimilisfangið á spjald. Þessi húsmerking stóð lengi vel á húsinu og er mér mjög minnis- stæð. Við fjölskyldan ferðuðumst oft með ömmu og afa, stundum í tjaldvagninum þeirra eða í sum- arhús, og áttum við margar góð- ar útilegustundir saman. Afi var klár karl og hafði mjög gaman af tölum og því að reikna út og bera saman vörur og verð. Hann hefði verið frábær starfsmaður hjá samkeppnisstofnun. Hvern jóla- dag buðu amma og afi okkur í hangikjötsveislu og þá var afi al- veg í essinu sínu með tvær gerðir af hangikjöti á borðinu. Svo áttu allir að bragða á báðum og giska á hvaðan það væri og segja hvort væri nú betra. Það var algjör synd að afi var magalaus því hon- um þótti þjóðlegur matur mjög góður. Það var nú ekki mikið sem afi kvartaði yfir þrátt fyrir að vera oft mjög slappur, annað en að geta ekki borðað nóg eða finna ekki almennilega bragð af matn- um. Takk elsku afi fyrir þinn tíma hér hjá okkur. Minning þín mun lifa með okkur. Elsku amma. Megi Guð veita þér styrk á þessum erfiðu tímum. Hildur. Sigrún yngri systir mín hringdi í mig og færði mér fregn- ir af andláti afa. Ég var þá stödd á Spáni, langt í burtu frá allt og öllum og mér fannst þetta óraun- verulegt. Fyrr í sumar ákvað ég að drífa mig heim í tíu daga og smella kossum á fólkið mitt. Ég er óum- ræðanlega þakklát fyrir að hafa náð að eyða tíma með afa mínum. Ég tók strax eftir að hann var hægari, en engu að síður var lundin létt. Mamma hafði samt á tilfinningunni að ekki væri allt með feldu, svo hún dreif hann upp á sjúkrahús í rannsókn skömmu eftir að ég kom. Síðastliðna daga hef ég dvalið uppi í sveit í faðmi fjölskyldu minnar og ömmu. Við höfum átt góðar og nánar stundir, rætt lífið og tilveruna, rifjað upp og borið saman minningar okkar og upp- lifanir. Ég sé afa fyrir mér inni- lega glaðan, léttan og ljómandi og ég finn huggun í því. Einhvern veginn finnst mér hann vera hjá okkur, eins og samvera okkar bergmáli návist hans, hann er svo sterkur hluti af okkur og fjöl- skylduheildinni. Afi var annálaður nákvæmis- maður, en slíkt var þó ekki uppi á teningnum þegar kom að því að smyrja brauð. Aftur á móti brut- ust erfðirnar fram í mér í þessum efnum. Við systurnar vorum mik- ið hjá ömmu og afa í Gautlandinu og oft varð ég eftir hjá þeim þeg- ar foreldrar mínir fóru í útrétt- ingar. Það kom því í hlut afa að smyrja ofan í mig og yfirleitt varð úr miðjusett smjörklípa. Ég man að hann hafði lúmskt gaman af þessu, af smápeðinu sem tók til við að leiðbeina honum um smurbrauðsgerð og sá til þess að smjörið breiddist út á alla kanta. Eins man ég vel eftir afa inni í eldhúsi að borða fisk. Eitt sinn rann ég á lyktina og taldi að um saltfisk væri að ræða, en á þess- um árum var saltfiskur og hamsatólg í miklu uppáhaldi. Ég stakk nefinu inn um eldhúsgætt- ina og lyktin varð öllu stækari, en þar sem ég var sannfærð um að hér væri saltfiskur á ferð bað ég um að fá á disk. Afi var efins um málið og þráspurði mig en ég var alveg harðákveðin. Saltfiskurinn reyndist vera sigin skata og mál- tíðin varð að þolraun fyrir unga bragðlauka. En ég þrælaði þessu í mig undir glettnu augnaráði afa míns sem vitaskuld sá í gegnum mig en kunni að meta þrautseigj- una. Ég hafði trú á að hann stæði þetta af sér. Þegar ég kvaddi var hann á spítalanum og hafði verið fastandi í að verða tvo sóla- hringa. Engu að síður var brodd- ur í honum og glettni. Þegar hjúkrunarfræðingurinn kom og bað hann um að setjast upp, var svarið beinskeytt en jafnframt kerskið: „Þegar þú hefur gert það sem ég bað um.“ Hún spurði hvað það væri, þá sagðist hann hafa beðið um samloku og kaffi. Ég hló og mér var létt að heyra að í honum var skerpa. Afi hefur alltaf haft sérstakan húmor, oft ekki gott að greina á milli gam- ans og alvöru. Ég kvaddi Óla afa minn með knúsi og kossum, sagði að ég elskaði hann. Mér fannst sem hann skildi hversu mikla kær- leika hann á í mér. Það er mér mikilvægt að okkar síðasta stund var á þessa vegu. Una. Ólafur Benediktsson ✝ Heidi JaegerGröndal fædd- ist árið 1922 í Berl- ín. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir þann 22. júlí sl. Heidi var dóttir hjónanna Dr. Wer- ner Jaegers og Dóru Dammholts. Dr. Werner var prófessor í grískum fornbókmenntum við Berl- ínarháskóla og seinna Harvard háskóla. Heidi fluttist með föður sínum, og Ruth Jaeger seinni konu föður síns til Bandaríkj- anna árið 1936. Heidi var næst- yngst fjögurra systkina. Elstur var Erhard Jaeger. Þá kom Otto Jaeger, þá Heidi og síðast hálf- systir Terese. Þau eru nú öll lát- in. Heidi tók kenn- arapróf frá Wheelock College. Hún var kvænt Benedikt Gröndal fyrrverandi for- sætisráðherra og sendiherra. Heidi og Bene- dikt varð þriggja barna auðið. Þau eru Jón sem er sér- kennari, Tómas sem kenndi fjölmiðlafræði í Gautaborg en dó fyrir 12 árum og Einar sem er háskólakennari í austurlenskum lækningum í San Diego í Bandaríkjunum. Hún á þrjú barnabörn. Þau eru Haukur Geir, Heiða og Benedikt og fimm langömmubörn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. Merkiskonan Heiða Gröndal hefir lokið lífshlaupi sínu með sóma. Ævi hennar var að mörgu leyti óvenjuleg. Hún var fædd Heidi Jaeger í Þýzkalandi, flutti síðan með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna þar sem faðir hennar, Werner Jaeger, varð pró- fessor við Harvard háskólann. Hún var vinnandi í bókasafninu og þar kynntist hún verðandi eigin- manni sínum, Benedikt Gröndal, sem stundaði nám við skólann. Síðan giftust þau og fluttu til Ís- lands skömmu eftir seinna stríðið. Það má ímynda sér erfiðleik- ana, sem urðu á vegi þessarar ungu, erlendu konu frá vel stæðu menningarheimili, þegar hún hóf búskap sinn í kjallara við Blöndu- hlíðina í ókunnugu smáríki þar sem íbúarnir töluðu framandi tungumál. Hún og Benedikt höfðu lítil efni, en hann starfaði sem blaðamaður. Stór fjölskylda hans tók hinni bandarísku tengdadótt- ur afar vel og var allt gert til að hjálpa ungu hjónunum. Heiða stóð við bakið á eigin- manni sínum, þegar hann klifraði upp stiga stjórnmálanna og náði þar góðum árangri. Þau klifruðu líka upp úr kjallaranum við Blönduhlíð og komust í betra og stærra húsnæði, enda veitti ekki af, því þau eignuðust þrjá mann- vænlega syni. Á nokkrum árum náði hún tökum á íslenzkunni, enda var hún mjög klár í kollinum og vel menntuð. Hún var mjög blátt áfram og laus við alla sýndarmennsku. Samskipti hennar við fólk það, sem hún kynntist í gegnum stjórnmálabaráttu Benedikts, voru ávallt góð og hún var alltaf hrein og bein í allri sinni fram- komu. Tengdafjölskyldan var mjög ánægð með Heiðu og hún var þar hvers manns hugljúfi. Greinarhöfundur passaði oft elzta soninn, þegar hjónin þurftu að fara út á kvöldum. Þetta voru ánægjulegar stundir, því Heiða launaði honum með gómsætum smákökum á ameríska vísu og heimatilbúnum rjómaís. Benedikt og Heiða voru sann- kallað heimsfólk og ferðuðust mjög víða. Þau dvöldu erlendis í mörg ár á sendiherratíma Bene- dikts í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Oft komu þau til Flórída og eru minningarnar um þær heimsóknir dýrmætar. Hjónin voru náttúru- unnendur, sem dáðust mjög af flóru Sólarríkisins og sér í lagi fugladýrðinni þar. Nú, þegar komin er kveðju- stundin, minnumst við góðrar konu og skemmtilegrar, sem um- gekkst samferðamenn sína með virðingu og leysti af hendi hlut- verk sitt sem stoð og stytta eig- inmanns og móðir sona þeirra með sóma. Hún reyndist hinu nýja landi sínu góð dóttir. Við vottum öllum afkomendum hennar samúð okkar. Lifi minning Heiðu. Erla Ól. og Þórir S. Gröndal, Ragnheiður Gröndal og fjölskyldur þeirra. Heidi Jaeger Gröndal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.