Morgunblaðið - 09.08.2012, Qupperneq 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2012
Norræna kóramótið Norbusang
hófst hér á landi í gær og stend-
ur það til 12. ágúst. Um hundrað
Norðurlandabúar á aldrinum 16-
25 ára taka þátt í mótinu en á því
verður m.a. flutt frumsamið verk
eftir hjónin Þóru Marteinsdóttur
og Gunnar Ben, á lokatónleikum
mótsins í Hörpu laugardaginn 11.
ágúst kl. 17. Á tónleikunum gefst
gestum kostur á að sjá og heyra
afrakstur vinnubúða mótsins. Í
dag og á morgun fara fram rokk-
vinnubúðir undir stjórn Eyþórs
Inga Jónssonar, organista og kór-
stjóra á Akureyri, og aðrar
vinnubúðir, Spuni og hreyfing,
sem Gísli Magnason, kórstjóri
Léttsveitar Reykjavíkur, stýrir en
Saga Sigurðardóttir dansari sér
um kóreógrafíu. Kóramót eru
haldin árlega á vegum Norbus-
ang en mótið í ár er það fyrsta
fyrir fyrrnefndan aldurshóp. Mót-
in eru haldin víða um Norð-
urlönd.
Dans Saga Sigurðardóttir dansari sér
um kóreógrafíu í vinnubúðum.
100 manns á kóra-
móti Norbusang
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
Hljómsveitin In Siren gaf nýverið
frá sér hljómplötuna In Between
Dreams en hún kom fyrst út á tón-
listarveitunni Gogoyoko hinn 12.
júní nú í sumar. Platan kemur út í
áþreifanlegu formi í þessari viku. Í
tilefni af útgáfu plötunnar spiluðu
strákarnir í In Siren á Gamla
Gauknum í gær.
Útgáfa hljómplötunnar hefur átt
sér langan aðdraganda. „Við byrj-
uðum að semja tónlistina fyrir plöt-
una árið 2008 og í kjölfarið árið
2009 byrjuðum að taka hana upp.
Það mætti segja að við hefðum ver-
ið að vinna við plötuna í skrefum
síðan þá,“ segir Kjartan. Meðlimir
hljómsveitarinnar eru allir í öðrum
verkefnum og svo hafi komið upp
ýmisleg mál í millitíðinni. „En við
kláruðum þetta loksins núna í vor,“
segir Kjartan Baldursson, gít-
arleikari In Siren.
Brottflutningar og vinnuslys
Áskoranir og óvæntar uppá-
komur í ferlinu við gerð plötunnar
voru meðal annars meiðsli og brott-
flutningar. „Bassaleikarinn slas-
aðist, hann skar framan af fingri,“
segir Kjartan en bassaleikari
hljómsveitarinnar Erling Orri
Baldursson er smiður jafnframt því
að spila með In
Siren og slysið
sem um ræðir
átti sér stað á
vinnustað Er-
lings. „Það tekur
að sjálfsögðu
sinn tíma að
gróa,“ segir Kjartan. Sjálfur flutt-
ist Kjartan til London borgar í nám
í hljóðupptöku og setti það sinn
sess í gerð plötunnar. Að lokum má
svo bæta við að nokkrir meðlimir
hljómsveitarinnar eru í öðrum
hljómsveitum. Til að mynda er
söngvari In Siren í hljómsveitinni
Árstíðum, en sú hljómsveit hefur
verið afar upptekin við tónleika-
ferðlög víðsvegar um Evrópu.
Einnig eru aðrir meðlimir hljóm-
sveitarinnar í öðrum sveitum, t.d.
Momentum og Plastic Gods.
„Þannig í raun hefur það verið
þannig að við höfum varla haft tíma
til þess að sinna þessu,“ segir
Kristján Einar Guðmundsson,
trommuleikari In Siren, en bætir
þó við að hljómsveitin sé fegin að
hafa lokið við þann áfanga að gefa
út plötuna.
Hljómsveitin In Siren var stofn-
uð árið 2007 en þó kom hún fram
undir nafninu Polymental. Einnig
gaf hljómsveitin út sex laga stutt-
skífu undir sama nafni en fljótlega
eftir það urðu ýmsar breytingar á
sveitinni. Við byrjuðum og spil-
uðum undir öðru nafni, Polymental,
og gáfum út sex laga plötu vorið
2008. Það urðu mannabreytingar í
hljómsveitinni og í kjölfarið af því
urðu ýmsar stefnubreytingar, og
við ákváðum að breyta um nafn,“
segir Kjartan.
Drög að plötu
Aðspurðir hvort hinar hljóm-
sveitirnar sem meðlimir In Siren
eru í hafi áhrif á tónlistina, tekur
Kjartan fyrir það en Kristján bætir
við að aðrir áhrifavaldar In siren
séu helst King Crimson, Yes, Pain
og Salvation, Flower Kings og
klassísk tónlist. Kristján segir hins-
vegar hljóm In Siren vera alveg
einstakan. „Þetta er algjörlega
nýtt,“ segir hann og lýsir tónlist In
Siren sem „framsæknu pönkrokki.“
Ekki eru margir tónleikar á dag-
skrá á næstunni hjá In Siren þar
sem meðlimir hljómsveitarinnar
verða ekki allir staddir á Íslandi,
en Kjartan segir þó að það „gæti
verið eitthvað meira í kringum jól,“
og bætir við að drög að næstu plötu
séu nú þegar í bígerð.
Tónleikahald Hljómsveitin In Siren hélt útgáfutónleika í gær vegna nýju plötunnar, In Between Dreams en næstu
tónleikar verða ekki haldnir fyrr en í kringum jól þegar meðlimir sveitarinnar eru allir staddir á Íslandi aftur.
„Þetta er algjörlega nýtt“
In Siren sendir frá sér hljómplötuna In Between Dreams
„Framsækið pönkrokk“ einkennir hljómsveitina
In Between
Dreams
EGILSHÖLL
VIP
12
12
12
12
12
L
L
16
L
L
L
ÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
L
12
12
DARK KNIGHT RISES kl. 4:30-5:30-6-8-9-10 -10:20 2D
DARK KNIGHT RISES VIP kl. 6 - 10 2D
MAGIC MIKE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D
DREAMHOUSE kl. 8 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:40 - 5:50 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:40 3D
UNDRALAND IBBA ísl.Tali kl. 3:40 2D
DARK KNIGHT RISES kl. 5:30-6-9-10 2D
MAGIC MIKE kl. 8 - 10:20 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 5:50 2D
12
12
16
AKUREYRI
Dark Knight Rises kl. 7 - 10:20 2D
LOL kl. 6 2D
Dream House kl. 8 - 10:20 2D
16
KEFLAVÍK
12
12
TOTAL RECALL kl. 8 2D
THE DARK KNIGHT RISES kl. 10:30 2D
DREAMHOUSE kl. 8 - 10 2D
TOTAL RECALL kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D
DARK KNIGHT RISES
kl. 3 - 5:50 - 6:10 - 8 - 9:20 - 10 - 11:10 2D
TED kl. 7:30 2D
MADAGASCAR 3 ísl.Tali kl. 3:20 - 5 2D
ÍSÖLD 4 ísl.Tali kl. 3 - 3:50 2D
VINNAN Á KVÖLDIN HEFUR ALDREI
VERIÐ JAFN SKEMMTILEG!
STÆRSTA MYND ÁRSINS
45. 000 GESTIR
Á 2 VIKUM
KVIKMYNDIR.IS
HOLLYWOOD REPORTER
SÉÐ OG HEYRT
MBL
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á