Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Svipaðar aðstæður hafa komiðupp áður. Ríkisstjórnin varpar
sprengju inn í ferðageirann með
því að ákveða að margfalda virð-
isaukaskatt á greinina.
Ferðaþjónustanbendir á að
greinin þoli ekki
slíka hækkun. Hún
lætur reikna út
hver áhrifin verða
og niðurstaðan er
skýr; greinin stend-
ur alls ekki undir
boðaðri hækkun.
Ennfremur er líklegt að afleið-ingarnar verði færri ferða-
menn og minni tekjur í ríkissjóð.
Ástæðan er sú, sem ríkisstjórnin
virðist ekki hafa áttað sig á, að
ferðamenn hafa val um fleiri
áfangastaði en Ísland.
Fjármálaráðherra bregst viðmeð því að skipa nefnd, með-
al annars með fulltrúum hags-
munaaðila, til að ræða boðaða
skatta.
Ráðherra biður einnig umskýrslu sérfræðinga um áhrif
boðaðra skattahækkana.
Hefði ekki verið ráð að ræðavið hagsmunaaðila áður en
ákveðið var að hækka skattana?
Og hefði ekki verið hyggilegtað fá útreikninga sérfræðing-
anna frekar áður en eftir að allt
var sett í uppnám?
Loks má spyrja: Er líklegt íljósi reynslunnar að rík-
isstjórnin hætti við hækkunina eða
eru þessar aðgerðir nú aðeins til
að slá á óánægjuraddirnar og
vinna tíma?
Oddný
Harðardóttir
Kunnuglegt stef
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 31.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 rigning
Bolungarvík 10 súld
Akureyri 13 skýjað
Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað
Vestmannaeyjar 12 alskýjað
Nuuk 10 skýjað
Þórshöfn 11 skúrir
Ósló 17 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 heiðskírt
Stokkhólmur 15 skúrir
Helsinki 15 alskýjað
Lúxemborg 11 skúrir
Brussel 16 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 skýjað
London 17 heiðskírt
París 17 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Hamborg 17 skýjað
Berlín 17 skýjað
Vín 14 skúrir
Moskva 12 heiðskírt
Algarve 27 léttskýjað
Madríd 27 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 27 heiðskírt
Winnipeg 25 léttskýjað
Montreal 21 alskýjað
New York 27 heiðskírt
Chicago 28 léttskýjað
Orlando 28 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
1. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:12 20:44
ÍSAFJÖRÐUR 6:10 20:56
SIGLUFJÖRÐUR 5:53 20:39
DJÚPIVOGUR 5:40 20:15
Rangt farið með nafn
Í Merkum Íslendingum þann 17.
ágúst sl. var sagt að Helga Sigurð-
ardóttir hefði barist fyrir stofnun
Húsmæðraskólans. Hið rétta er að
hún stofnaði Húsmæðrakennara-
skóla Íslands sem var fyrst til húsa í
Háskóla Íslands á Sæmundargötu 2,
101 Reykjavík.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
56
96
8
10
/1
1
* Innifalið: Flug með Icelandair ásamt flugvallarsköttum, gisting í tvíbýli á Hótel Absalon í 3 nætur með morgunverði, akstur til/frá flugvelli og á hótel
ásamt öllum öðrum akstri, skoðunarferð um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, 1 aðgöngumiði í Tívolí , „julefrokost“ á Apropos og sigling um síkin
með Jazzbandi Michael Böving.
KAUPMANNAHÖFN
AÐVENTUFERÐ
FYRIR ELDRI BORGARA
Verð: 108.600 kr.* á mann í tvíbýli
(aukagjald fyrir einbýli: 11.300 kr.).
Við munum komast í sannkallaða danska
jólastemningu í aðventuferð eldri borgara til
Kaupmannahafnar 25.–28. nóvember. Ice-
landair skipuleggur ferðina í samvinnu við Lands-
samband eldri borgara, Emil Guðmundsson
og Hótelbókanir í Kaupmannahöfn. Þetta
verða fjórir indælir dagar þar sem við skoðum
okkur um í borginni og upplifum eitt og
annað skemmtilegt undir fararstjórn
Emils Guðmundssonar.
+ Bókanir: www.icelandair.is/hopar
(númer hópsins er 1426)
Nánari upplýsingar hjá :
50 50 406 I hopar@icelandair.is
Það sem af er ári
hefur lögreglan á
höfuðborgar-
svæðinu lagt hald
á 4.611 kannabis-
plöntur. Árið
2009 var lagt
hald á flestar
kannabisplöntur
en þá var 10.731
planta gerð upptæk, að því er fram
kemur í upplýsingum frá embætt-
inu.
Þessum málum hefur fækkað
jafnt og þétt síðan þá en þess má
geta að hver ræktun, sem lagt hefur
verið hald á, er mun minni nú en áð-
ur var sökum þyngri refsinga fyrir
stærri ræktanir.
Brot er varða fíkniefnafram-
leiðslu sjöfaldast frá 2008 Þegar tek-
inn var saman heildarfjöldi brota
sem varða framleiðslu fíkniefna í
heimahúsi tvöfaldaðist fjöldinn á
milli 2008 og 2009. Á milli 2008-2010
höfðu brotin nær fjórfaldast.
Þegar skoðuð er fíkniefnafram-
leiðsla í heild sinni, þar sem kanna-
bisræktun er veigamesti þátturinn,
kemur í ljós að meðalaldur framleið-
enda var hærri fyrir hrun en eftir
það. Árin 2006-2008 var meðalald-
urinn 35 ár en á árunum 2009-2011
var hann 32 ár. Yngra fólk hefur
verið að koma að framleiðslu eftir
hrun, allt niður í 17 ára ungmenni.
90% framleiðenda eru karlar.
Ef litið er á fyrstu átta mánuði ár-
anna 2010-2012 hefur fjöldi brota
verið um það bil sjöfaldur á miðað
við hversu mörg þau voru árið 2008
eða allt að tíu brot á mánuði. Fjöldi
brota hefur því haldist svipaður síð-
ustu tvö ár.
Sjöfalt algengara að
lögregla stöðvi fram-
leiðslu fíkniefna
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is