Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Afmælisvaka Akureyrar hefur nú staðið í rúma viku og nær hápunkti um helgina. Meðal fjölmargra við- burða í dag er afhjúpun á sér- stökum söguskiltum í gamla Inn- bænum, söguganga um Lystigarðinn kl. 11 og hátíðardag- skrá á Akureyrarvelli sem hefst kl. 14. Þar verður boðið upp á hátíð- lega dagskrá í tali og tónum, að- alræðumaður verður Akureyring- urinn Páll Skúlason, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Barna- skemmtun verður á Ráðhústorgi kl. 15 og afmælistónleikar með ak- ureyrsku hljómsveitunum Bara flokknum, 200.00 naglbítum, Skrið- jöklum og Hvanndalsbræðrum hefj- ast kl. 21. Dagskránni í kvöld lýkur með flugeldasýningu og ljósasýn- ingu á Menningarhúsinu Hofi og á Pollinum kl. 23.30. Morgunblaðið/Ómar 150 ára Afmælishátíð Akureyrar hefur nú staðið yfir í rúma viku. Hápunktur hátíðar- halda á Akureyri Nær allir gest- ir Viðeyjar í sumar segjast myndu mæla með Viðeyj- arferð við vini og ættingja og yfir 93 prósent gesta segjast vera mjög ánægð með þjónustu í eynni. Þetta kemur fram í könnunum sem lagð- ar voru fyrir úrtak gesta sem heim- sóttu Viðey í júní og júlí. Íslend- ingar eru fjölmennastir eða tæplega 40% gesta en Bandaríkja- menn eru um 13% þeirra sem komu í Viðey og Norðurlandabúar tæp- lega 10%. Yfir 14 þús. manns komu til Við- eyjar á fyrstu 7 mánuðum ársins. Viðeyjarferðir njóta vaxandi vinsælda Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness stendur fyrir fjörudegi á Álftanesi á morgun milli kl. 12:30 og 15 þar sem sandfjaran við Búð- arflöt og Hliðstanga verður skoðuð. Ker með sjó verða á staðnum og þar má safna saman því sem fólk finnur og boðið verður upp á aðstoð við greiningu á tegundum. Er gest- um bent á að hafa með sér ílát til að safna í, eða fötu og skóflu til að leika sér í sandinum. Skoða, safna og leika sér á fjörudegi STUTT Félag frjálslyndra jafnaðarmanna hefur opnað vefsíðu þar sem fyr- irhugað er að halda úti skrifum um málefni líðandi stundar. „Vefurinn verður málgagn sem talar inn á miðjuna og verður þess gætt að mál verði tekin fyrir á málefnalegum nótum“, eins og segir á síðunni ffj.is. Félagið var stofnað 1986 þegar Bandalag jafnaðarmanna hafði gengið til liðs við Alþýðuflokkinn en fékk síðar aðild að Samfylking- unni. Meðal þeirra sem skrifa á vef- síðuna eru Runólfur Ágústsson lög- maður, Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkur, Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþing- ismaður, Magnús Orri Schram al- þingismaður, Vilhjálmur Þor- steinsson athafnamaður og Andrés Jónsson almannatengill. „Málgagn sem talar inn á miðjuna“ Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Frá og með deginum í dag má veiða fjölmargar fuglategundir en þar má m.a. nefna fýl, dílaskarf, helsingja, stokkönd, hvítmáf og ritu. „Gæsaveiðatímabilið hófst hinn 20. ágúst. Í dag [laugardag] má svo byrja að skjóta endur. Svartfuglinn er líka að detta inn um þessar mund- ir en hann er venjulega ekki mikið skotinn í byrjun september,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skot- veiðifélags Íslands. Mánudaginn 20. ágúst rann upp sá dagur sem í huga flestra veiði- manna markar upphaf haustveið- innar en þá hófust gæsaveiðar að nýju og standa til 15. mars. Varp heiðagæsar og grágæsar virðist hafa gengið afar vel í ár og því má áfram reikna með sterkum veiðistofnum þessara fugla. Veiðimenn 12 þúsund „Það eru tæplega 12.000 manns sem borga veiðikortið sitt á hverju ári. Flestir veiðimenn skjóta fleiri en eina tegund. Af því eru langflestir að fara til rjúpna en ég tel að um 4- 6.000 manns stundi gæsaveiðar. Margir af þessum fuglum eru svo vargar og eru þ.a.l. ekki veiddir. Þeir eru bara skotnir í varnarskyni,“ segir Elvar. Að sögn Elvars und- irbúa margir skotveiðimenn sig sér- staklega fyrir veiðar á önd en hann telur öndina vinsælasta skotmarkið af þeim fuglum sem hefja má veiðar á í dag. „Núna er menn náttúrlega mikið að rekast á endur þar sem gæsin heldur sig. Andarungarnir eru orðnir fleygir og þetta er allt komið á flug. Svo þegar líða tekur á veturinn og öll gæs er farin úr land- inu er öndin mikið skotin niðri við sjó,“ segir hann. Veiðitímabilið sem nú stendur yfir leggst mjög vel í Elvar en aðspurður hvar vinsælustu skotsvæði landsins eru, segir hann: „Það er mjög vin- sælt að vera í nágrenni við Reykja- vík og í Skagafirði. Þegar kemur að svartfuglinum og rjúpunni fara menn gjarnan á Vestfirði eða á ýmis svæði á Norðurlandi,“ segir hann. Nýtt skotveiðitímabil hefst í dag  Hægt að veiða fjölmargar fuglategundir  Flestir veiðimenn skjóta fleiri en eina fuglategund  Reikna má með sterkum veiðistofnum gæsa í ár  Meirihluti veiðimanna skýtur rjúpu Morgunblaðið/Ingó Skotveiði Nýtt veiðitímabil er hafið. Snorri Rafnsson veiðimaður sést hér á veiðum ásamt hundinum Camo. Fjölmargar tegundir má veiða á því veiðitímabili sem stendur yfir frá 1. september til 15. mars. Eftirfarandi teg- undir má veiða á þessum tíma: Fýl, dílaskarf, topp- skarf, helsingja, stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd, dugg- önd, skúfönd, hávellu, top- pönd, hvítmáf, hettumáf og ritu. Óheimilt er að hleypa af skoti á landi nær fugla- björgum en 200 metra og á sjó nær en 500 metra. Aldrei má skjóta fugl í fugla- björgum og óheimilt er að veiða fugla í sárum. Þar sem eggja- eða ungataka súlu, dílaskarfs, toppskarfs, fýls, skúms, hvítmáfs, ritu, álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda telst til hefðbundinna hlunninda, má nýta þau hlunnindi eftirleiðis. Á ákveðnum svæðum sem eru friðuð samkvæmt lögum um náttúruvernd, eru allar veiðar bannaðar. Fjöldi teg- unda í boði SKOTVEIÐAR OG TEGUNDIR VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 | VITA.is Í þessari eftirminnilegu ferð VITA til fjölmennasta ríkis heims upplifir þú fjölmargar af helstu menningar- og náttúruperlum sem þessi forni menningarheimur hefur að bjóða. Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 60 85 7 08 /1 2 Ferðakynning! Héðinn Svarfdal Björnsson fararstjóri verður með kynningarfund á skrifstofu VITA, Suðurlandsbraut 2, þriðjudaginn 4. september kl. 17:30. Allir velkomnir Kína Gullni hringurinn 16. - 31. okt. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.