Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 30
FRÉTTASKÝRING Gunnhildur Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is M arkmiðið hjá okkur er fyrst og fremst það að umgjörð svæðisins, þ.e. mannvirkin, svari kalli nútímans og að ekki verði farið út í aðgerðir sem ganga á gæði þess,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið umhverfis Jökulsárlón á Breiðamerkursandi sem auglýst hef- ur verið til umsagnar. Hefur skipulagsins verið að vænta um skeið enda þörfin fyrir það brýn. Jökulsárlón er einn fjölsóttasti áningarstaður ferðamanna, ís- lenskra sem erlendra, á leið um landið en undanfarin ár hafa um 250 þúsund manns heimsótt lónið ár hvert. Mikið skortir á að aðstaðan á staðnum sé í samræmi við fjöldann sem hann sækir, s.s. afmörkuð bíla- stæði, salernisaðstaða, aðstaða til upplýsingagjafar o.s.frv. Sem dæmi ber töluvert á utanvegaakstri á svæðinu sökum takmarkaðra veg- merkinga og sliti á fjölförnustu út- sýnisstöðunum þar sem merkingar eru af skornum skammti. Nýtt deili- skipulag er nauðsynlegur undanfari uppbyggingar á svæðinu. Forsenda framkvæmda Í meginatriðum miðar ný tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið að því að bæta afmörkun bílastæða og stýr- ingu umferðar við lónið, afmörkun byggingarreita og skilgreiningu heimilda fyrir þjónustubyggingar sem æskilegt þykir að verði byggðar á staðnum auk þess sem tillagan nær einnig yfir afmörkun gönguleiða og útsýnisstaði þar sem líklegt er talið að gripið verði til yfirborðsfrágangs til að forðast slit og skemmdir. Nær deiliskipulagið alls yfir 350 hektara lands umhverfis Jökulsá á Breiðamerkursandi, ósa hennar og útfall úr Jökulsáslóninu sjálfu auk fremsta hluta þess. Vestan árinnar er svæðið sem um ræðir þjóðlenda og hefur komið til tals að friða þann hluta og færa undir Vatnajök- ulsþjóðgarð. Austan við lónið er landið hins vegar í einkaeigu margra aðila, þar af hluti í eigu Sameigenda- félags Fells. Sameigendafélag Fells fer með yfirráð yfir um 80% af landinu aust- an Jökulsárlóns. Hefur félagið lengi óskað eftir nýju deiliskipulagi að sögn Jónasar Runólfssonar, eins fé- lagsmanna, og telur gerð þess löngu tímabæra. Dvelji lengur á staðnum „Nýtt deiliskipulag er aðgöngu- miðinn að því að ráðast í hlutina,“ segir Jónas. Að sögn hans bindur sameigendafélagið miklar vonir við að nýtt deiliskipulag geri að verkum að hægt sé að hefjast handa við að byggja upp aðstöðu og þjónustu á svæðinu. Hafa félagsmenn unnið að ým- iskonar hugmyndum um uppbygg- ingu og áætla að auglýsa eftir sam- starfsaðilum til að koma henni þeim í verk svo að hægt sé að taka á móti ferðamönnum og þjónusta þá. „Það eru ótal möguleikar og margt sem vantar,“ segir Jónas. „Það er ekki hægt að halda áfram að taka á móti fólki þarna eins og verið hefur, þegar varla er salernisaðstaða fyrir hendi,“ bætir hann við. „Þegar fólk er komið á staðinn hlýtur það að vera hagsmunamál að fá það til að dvelja lengur og verja þarna fé, það er það sem ferðamennska gengur út á alls staðar í heiminum,“ segir hann að lokum. Frestur til að skila inn at- hugasemdum við breytingartillögu að umræddu deiliskipulagi rennur út 15. október næstkomandi. Brýn þörf á uppbygg- ingu við Jökulsárlón Morgunblaðið/RAX Aðdráttarafl Jökulsárlón er afar tilkomumikið tilsýndar og skal engan undra aðdráttarafl þess. Brýn þörf er þó á endurbótum á aðstöðu á svæðinu. 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 S agt er að ekki séu til peningar fyr- ir nýju geislatæki á krabbameins- deild Landspítalans en á sama tíma á að eyða gífurlegri upphæð í ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögur stjórnlaganefndar Jó- hönnu Sigurðardóttir, nefndar sem skipuð var sama fólki og ekki nema 35,95 prósent þjóðarinnar kusu í ógildri stjórnlagaþings- kosningu. Flest atkvæði í ógildu kosningunni fékk Þorvaldur Gylfason en hann var með um 4 prósent fylgi á bak við sig. Umboðsleysi þess fólks var og er því algjört en þrátt fyrir það ætlar Jóhanna að eyða tíma og peningum al- mennings í ráðgefandi kosningu um tillögur nefndarinnar. Það er ekki nóg með það að kosningin muni kosta svipað og nýtt geisla- tæki á krabbameinsdeild spítalans, þar sem notast er við gömul og úr sér gengin tæki, heldur und- anskilur ríkisstjórnin kosningu um fullveldisákvæðið eða öllu heldur framsalsákvæðið. Á kjörseðlinum sem lagður verður fyrir kjósendur verður fyrst spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Síðan eru lagðar fimm aðrar spurn- ingar fyrir kjósandann er lúta að efnisþáttum stjórn- arskrárinnar. Það sem ekki er spurt um en yrði grund- vallarbreyting á stjórnarskránni er 111. gr. í tillögu stjórnlaganefndar Jóhönnu sem hljóðar svo: „Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til al- þjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.“ Hvers vegna kýs Jóhanna að spyrja kjós- endur ekki beint um þetta lykilákvæði? Ótt- ast hún að niðurstaðan yrði sú að ESB- viðræðunum yrði sjálfhætt? Ljóst er að meðan stjórnarskráin heimilar ekki framsal ríkisvalds verður ekki gengið inn í ESB. Enn bólar ekkert á gegnsæi í stjórnsýsl- unni sem átti að skapa traust og trúverð- ugleika. Það er ansi mikil móða á gluggum stjórnarráðsins og verður líkast til út þetta kjörtímabil. Það er skemmst að minnast for- sögu Icesave-málanna sem þjóðin í tvígang hafnaði, brota á jafnréttislögum, stöðu- leikasáttmálans sem hvarf, stólaleiksins sem reglulega er leikinn í stjórnarráðinu svo að sem flestir fái að spreyta sig í ráðherrastólunum, SpKef málsins, aðfar- arinnar að arðbærum sjávarútvegi, landsdómsmálsins, fjárlagahallans, atvinnuleysisins, kaupmáttarskerðing- arinnar, skatthækkananna á allt sem hreyfist og nú ný- lega á ferðaþjónustuna og svo margt fleira. Nú líður senn að lokum þessa kjörtímabils og spennandi verður að sjá hvaða einkunn kjósendur gefa ríkisstjórn Jó- hönnu og Steingríms. vilhjalmur@mbl.is Vilhjálmur Andri Kjartansson Kosið um gæluverkefni Jóhönnu Pistill Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Forsætisráð-herra hefurnú lýst þeim vilja sínum að láta endurskoða verklag við skipun í embætti hjá rík- inu. Ástæða mun vera sú að ráðherrar rík- isstjórnarinnar hafa í tvígang gerst brotlegir við jafnrétt- islög. Fyrra brotið framdi sami forsætisráðherra og nú vill endurskoða verklagið, en þess má geta að viðkomandi fer líka með jafnréttismál inn- an ríkisstjórnarinnar. Síðara brotið framdi innanrík- isráðherra, en sá fer með dómsmálin sem kunnugt er. Fleira gerir þessi mál at- hyglisverð, ekki síst yfirlýst afstaða flokka þessara ráð- herra og ráðherranna sjálfra. Sér í lagi þó yfirlýstur og ákaf- ur áhugi forsætisráðherra á málaflokknum í gegnum tíðina og það að Jóhanna Sigurð- ardóttir mælti sjálf fyrir lög- um um jafna stöðu karla og kvenna á Alþingi árið 2008. Allt setur þetta málið í sér- kennilegt ljós, en ekki verður það síður sérkennilegt þegar litið er á viðbrögð ráðherranna tveggja þegar úrskurðað var að þeir hefðu gerst brotlegir. Jóhanna Sigurðardóttir var síður en svo á þeim buxunum að játa sekt sína þegar kæru- nefnd jafnréttismála úrskurð- aði gegn henni. Í þingræðu vegna úrskurðarins gerði Jó- hanna lítið úr honum, gagn- rýndi úrskurðarnefndina og sagði að „um sérstakan úr- skurð“ væri að ræða. Við skip- un í embættið hefði verið byggt á „faglegu verklagi“ sem væri „alþjóðlega við- urkennt“ og því verið „fylgt frá upphafi til enda“. Í sömu ræðu ítrekaði hún það sem hún hefði áður sagt, að hún hefði „hreina samvisku í þessu máli“ þar sem faglega hefði verið að því staðið. Í yfirlýsingum vegna máls- ins, bæði fyrir og eftir að hún hafði verið fundin sek, hélt Jóhanna því fram að hún hefði ekki brotið af sér og frá henni hefur aldrei komið við- urkenning á sök eða að hún hefði staðið ranglega að skip- uninni í embættið. Svipaða sögu er að segja um viðbrögð innanríkisráðherra, þó að hann hafi vissulega brugðist við af meiri yfirvegun og verði til að mynda tæplega dæmdur til greiðslu skaðabóta fyrir að veitast að þeim sem kvartaði, líkt og gerðist í til- viki Jóhönnu. Þegar viðbrögð ráð- herranna, sérstaklega Jó- hönnu Sigurðardóttur, eru höfð í huga verða orð hennar um að nú vilji hún breyta til af- ar ótrúverðug. Hafi ráðherr- arnir ekkert gert af sér, ráðn- ingarmálin öll í stakasta lagi og samviskan tandurhrein, verður ekki séð að forsætis- ráðherra geti talið rök standa til að breyta einu né neinu. Þar við bætist að rík- isstjórnin hefur þegar verið með ýmsar aðgerðir sem hafa átt að bæta verklag innan stjórnarráðsins, svo að vand- séð er að ein reglan enn hafi mikið að segja. Ríkisstjórnin hefur til að mynda sett sér siðareglur, hún rekur sér- stakan stjórnsýsluskóla fyrir starfsmenn stjórnarráðsins og hún hefur sett af stað alls kyns umbótanefndir um stjórn- arráðið og fleira, fyrir utan að hún á að starfa eftir lögum, þar með töldum jafnrétt- islögum. Ekkert af þessu hefur dugað og ráðherrarnir eru þeirrar skoðunar að þeir hafi ekki gert neitt af sér. Telur forsætisráð- herra að einhver trúi því að reglur um nýtt verklag hefðu eitthvað að segja eða að þær væru settar til einhvers ann- ars en að sýnast? Ef ráðherrar hafa hreina samvisku, hvers vegna þarf þá að setja fleiri reglur um störf þeirra?} Sýndarmennska Fjármálaráð-herra Þýska- lands, Wolfgang Schäuble, skrifaði grein í FT í vikunni þar sem hann fjallaði um nauð- syn þess að setja eitt fjármála- eftirlit yfir evrópska banka. Þetta er skref í átt að auknum samruna Evrópusambandsins sem nú er unnið að innan Brussel og meðal annars fjallað um í nýútkominni skýrslu frá æðstu stöðum þar í borg. Í grein sinni sagði Schäuble að um væri að ræða „stórt skref í átt að aukn- um samruna í Evr- ópu – raunverulega tilfærslu á fullveldi og umtalsverða styrkingu evr- ópskra stofnana“. Innan ESB er viðurkennt að unnið er að því að ganga lengra í samrunaátt og draga úr full- veldi aðildarríkjanna og þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum þar um. Hver er ástæðan fyrir því að báðir stjórnarflokkarnir hér á landi hafa ákveðið að láta eins og þetta eigi sér ekki stað og jafnvel að fullveldið mundi styrkjast við inngöngu í ESB? Fullveldisafsalið er ekki feimnismál í Evrópusambandinu eins og hér á landi} Tilfærsla á fullveldi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Gangi áætlanir um fjölgun ferðamanna hingað til lands á næstu árum eftir mun umferð ferðamanna að Jökulsárlóni síst minnka. Styður þessi staðreynd þá hugmynd að huga verði gaumgæfilega að frekari upp- byggingu ferðaþjónustu á svæð- inu, ef taka á á móti öllum þess- um fjölda svo vel sé. Er nýtt deiliskipulag mikilvægur hluti í þeirri vinnu. Í dag bjóða tvö fyrirtæki ferðamönnum upp á siglingar á lóninu, annars vegar á Zodiac- bátum og hins vegar svoköll- uðum hjólabátum. Er þar með upptalinn sú ferðaþjónustu- starfsemi sem rekin er við lónið. Stöðugt aðdráttarafl JÖKULSÁRLÓN SÍVINSÆLT Ógleymanlegt Ferðamenn á hálum ís.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.