Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Guðrún Sóley Gestsdóttir
gudrunsoley@mbl.is
Hópur þeirra lífeyrisþega sem
þurfa að þiggja sérstakar uppbót-
argreiðslur til að ná lágmarks-
framfærsluviðmiði fer sífellt
stækkandi. Í Morgunblaðinu í gær
er bent á mögulegar skýringar
fjölgunarinnar. Meðal annars voru
skertar lífeyrissjóðsgreiðslur
nefndar sem orsakaþáttur.
„Ég tel að skerðingar hjá lífeyr-
issjóðum hafi þarna óveruleg
áhrif,“ segir Gunnar Baldvinsson,
framkvæmdastjóri Almenna lífeyr-
issjóðsins. „Ég byggi það á því að
árið 2011 voru skerðingar óveru-
legar auk þess sem hafa verður í
huga að greiðslur lífeyrissjóðanna
hækka í hverjum einasta mánuði
með verðbólgu,“ segir Gunnar.
Fjölgun lífeyrisþega
skýringin
Hann segir aðra þætti hafa
veigameiri áhrif á aukna þörf fyrir
sérstakar uppbótargreiðslur.
„Líklega er fjölgun lífeyrisþega
stærsta skýringin. Eins og bent
hefur verið á eiga sumir sem eru
nú að hefja töku lífeyris óveruleg
lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum að
lokinni starfsævi, til dæmis konur
sem fóru á vinnumarkað um miðj-
an aldur,“ segir Gunnar. „Til við-
bótar má nefna einyrkja. Á tíma-
bili voru skattareglur þannig að
það borgaði sig hreinlega ekki fyr-
ir einyrkja að greiða í lífeyrissjóð
vegna tvískattlagningar. Ekki var
heldur eftirlit með að menn
greiddu í lífeyrissjóði, það var ekki
tekið upp fyrr en
árið 1998,“ segir
Gunnar.
Til viðbótar
greiddu ekki
margir nema af
hluta launa í líf-
eyrissjóð áður.
„Það er ekki
fyrr en um 1990
sem flestir fara
að greiða í líf-
eyrissjóði af heildartekjum,“ segir
Gunnar.
Lífeyrir vegi þyngra
Að hans mati á því tvennt
stærstan þátt í aukningunni; fjölg-
un lífeyrisþega og takmörkuð
áunnin lífeyrisréttindi sumra hópa.
„Einnig hefur verið bent á að
hugsanlega geti ein skýringin ver-
ið sú að árið 2011 var minni verð-
bólga og lægri vextir en árið 2010.
Það þýddi minni fjármagnstekjur
og ef til vill minni skerðingu þann-
ig að fleiri áttu rétt á sérstökum
uppbótargreiðslum,“ segir Gunnar.
„Í einhverjum tilvikum er fólk líka
búið með inneign í séreignasjóði,“
bætir hann við.
Að mati Gunnars er sennilegt að
hópurinn fari minnkandi á næstu
árum, þó að þróunin verði hæg.
„Sífellt fleiri fara á lífeyri sem
hafa greitt í lífeyrissjóði alla sína
starfsævi. Í framtíðinni verði líka
fleiri sem hafa greitt af heildar-
launum. Ég á því von á að lífeyr-
isgreiðslur vegi þyngra í framtíð-
inni sem gæti hjálpað til við að
minnka þörfina fyrir uppbótar-
greiðslur,“ segir Gunnar
Aukin uppbótar-
þörf ekki vegna
skerts lífeyris
Búist við fækkun uppbótarþega
Lífeyrisgreiðslur komi í stað uppbótar
Gunnar
Baldvinsson
Kristinn F. Árna-
son sendiherra
tekur í dag taka
við stöðu fram-
kvæmdastjóra
EFTA, líkt og
ákveðið var á
ráðherrafundi
EFTA sem hald-
inn var í Genf
hinn 14. nóvember 2011, að því er
segir í tilkynningu frá utanrík-
isráðuneytinu
Kristinn er fæddur árið 1954. Í
tilkynningunni kemur fram að
hann útskrifaðist með embættis-
próf í lögfræði frá Háskóla Íslands
og er með LL.M-gráðu í alþjóða-
viðskiptalögfræði. Hann hóf störf
fyrir íslensku utanríkisþjónustuna
árið 1985. Kristinn gegndi áður
m.a. stöðu sendiherra og fastafull-
trúa Íslands í Genf frá árinu 2005
til 1. september 2012, og stöðu
sendiherra Íslands í Osló í Noregi
frá 1999 til 2003.
Kristinn tekur við
stöðu framkvæmda-
stjóra EFTA
Viltu selja eða
kaupa fyrirtæki?
Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík,
GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665,
Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is
Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög-
giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er
með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem
rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef-
andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára-
hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum
fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting.
(magnus@firmaconsulting.is)
Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er
ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við
kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Ný sending af glæsilegum
sparikjólum og toppum.
Matreiðslunámskeið NLFR
Matreiðslunámskeiðið „Grænt og gómsætt hollustan
í fyrirrúmi“verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ í
Hveragerði kl. 13:00-16:00 laugardaginn 8. september
2012.
Kennari: Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari
Matreiddir verða í sýnikennslu girnilegir, hollir
grænmetis- og baunaréttir og gómsætur eftirréttur.
Sameiginlegt borðhald í lokin
Frítt verður í baðhús HNLFÍ fyrir þáttakendur
Skráning á nlfi@nlfi.is og í síma 552-8191 frá kl 10:00-
12:00
Verð kr. 4000.- fyrir félagsmenn NLFR
Takmarkaður fjöldi
Náttúrulækninga-
félag Reykjavíkur
Laugavegi 7
101 Reykjavík
Sími 552 8191
Peysa á 8.500 kr
Einn litur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Opið í dag kl. 10-16
Eddufelli 2, sími 557 1730
Lokað í dag
www.rita.is Ríta tískuverslun
Næg bílastæði
lifstykkjabudin.is
Ný sending
af brúðar
aðhaldsundirfötum
Langur laugardagur
allar vörur á 10% afslætti
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
LÉTTAR
HAUSTYFIRHAFNIR
Laugavegi 63 • S: 551 4422
FISLÉTTAR
STUTTAR DÚN
ÚLPUR
Kynningartilb
oð
kr. 29.900
Fullt verð kr.
33.900
Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22