Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Hópur þeirra lífeyrisþega sem þurfa að þiggja sérstakar uppbót- argreiðslur til að ná lágmarks- framfærsluviðmiði fer sífellt stækkandi. Í Morgunblaðinu í gær er bent á mögulegar skýringar fjölgunarinnar. Meðal annars voru skertar lífeyrissjóðsgreiðslur nefndar sem orsakaþáttur. „Ég tel að skerðingar hjá lífeyr- issjóðum hafi þarna óveruleg áhrif,“ segir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyr- issjóðsins. „Ég byggi það á því að árið 2011 voru skerðingar óveru- legar auk þess sem hafa verður í huga að greiðslur lífeyrissjóðanna hækka í hverjum einasta mánuði með verðbólgu,“ segir Gunnar. Fjölgun lífeyrisþega skýringin Hann segir aðra þætti hafa veigameiri áhrif á aukna þörf fyrir sérstakar uppbótargreiðslur. „Líklega er fjölgun lífeyrisþega stærsta skýringin. Eins og bent hefur verið á eiga sumir sem eru nú að hefja töku lífeyris óveruleg lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum að lokinni starfsævi, til dæmis konur sem fóru á vinnumarkað um miðj- an aldur,“ segir Gunnar. „Til við- bótar má nefna einyrkja. Á tíma- bili voru skattareglur þannig að það borgaði sig hreinlega ekki fyr- ir einyrkja að greiða í lífeyrissjóð vegna tvískattlagningar. Ekki var heldur eftirlit með að menn greiddu í lífeyrissjóði, það var ekki tekið upp fyrr en árið 1998,“ segir Gunnar. Til viðbótar greiddu ekki margir nema af hluta launa í líf- eyrissjóð áður. „Það er ekki fyrr en um 1990 sem flestir fara að greiða í líf- eyrissjóði af heildartekjum,“ segir Gunnar. Lífeyrir vegi þyngra Að hans mati á því tvennt stærstan þátt í aukningunni; fjölg- un lífeyrisþega og takmörkuð áunnin lífeyrisréttindi sumra hópa. „Einnig hefur verið bent á að hugsanlega geti ein skýringin ver- ið sú að árið 2011 var minni verð- bólga og lægri vextir en árið 2010. Það þýddi minni fjármagnstekjur og ef til vill minni skerðingu þann- ig að fleiri áttu rétt á sérstökum uppbótargreiðslum,“ segir Gunnar. „Í einhverjum tilvikum er fólk líka búið með inneign í séreignasjóði,“ bætir hann við. Að mati Gunnars er sennilegt að hópurinn fari minnkandi á næstu árum, þó að þróunin verði hæg. „Sífellt fleiri fara á lífeyri sem hafa greitt í lífeyrissjóði alla sína starfsævi. Í framtíðinni verði líka fleiri sem hafa greitt af heildar- launum. Ég á því von á að lífeyr- isgreiðslur vegi þyngra í framtíð- inni sem gæti hjálpað til við að minnka þörfina fyrir uppbótar- greiðslur,“ segir Gunnar Aukin uppbótar- þörf ekki vegna skerts lífeyris  Búist við fækkun uppbótarþega  Lífeyrisgreiðslur komi í stað uppbótar Gunnar Baldvinsson Kristinn F. Árna- son sendiherra tekur í dag taka við stöðu fram- kvæmdastjóra EFTA, líkt og ákveðið var á ráðherrafundi EFTA sem hald- inn var í Genf hinn 14. nóvember 2011, að því er segir í tilkynningu frá utanrík- isráðuneytinu Kristinn er fæddur árið 1954. Í tilkynningunni kemur fram að hann útskrifaðist með embættis- próf í lögfræði frá Háskóla Íslands og er með LL.M-gráðu í alþjóða- viðskiptalögfræði. Hann hóf störf fyrir íslensku utanríkisþjónustuna árið 1985. Kristinn gegndi áður m.a. stöðu sendiherra og fastafull- trúa Íslands í Genf frá árinu 2005 til 1. september 2012, og stöðu sendiherra Íslands í Osló í Noregi frá 1999 til 2003. Kristinn tekur við stöðu framkvæmda- stjóra EFTA Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook Ný sending af glæsilegum sparikjólum og toppum. Matreiðslunámskeið NLFR Matreiðslunámskeiðið „Grænt og gómsætt hollustan í fyrirrúmi“verður haldið á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði kl. 13:00-16:00 laugardaginn 8. september 2012. Kennari: Þorkell Garðarsson matreiðslumeistari Matreiddir verða í sýnikennslu girnilegir, hollir grænmetis- og baunaréttir og gómsætur eftirréttur. Sameiginlegt borðhald í lokin Frítt verður í baðhús HNLFÍ fyrir þáttakendur Skráning á nlfi@nlfi.is og í síma 552-8191 frá kl 10:00- 12:00 Verð kr. 4000.- fyrir félagsmenn NLFR Takmarkaður fjöldi Náttúrulækninga- félag Reykjavíkur Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 552 8191 Peysa á 8.500 kr Einn litur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað í dag www.rita.is Ríta tískuverslun Næg bílastæði lifstykkjabudin.is Ný sending af brúðar aðhaldsundirfötum Langur laugardagur allar vörur á 10% afslætti Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 LÉTTAR HAUSTYFIRHAFNIR Laugavegi 63 • S: 551 4422 FISLÉTTAR STUTTAR DÚN ÚLPUR Kynningartilb oð kr. 29.900 Fullt verð kr. 33.900 Bíldshöfða 18 | Sími 567 1466 | Opið frá kl. 8–22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.