Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Ástæður þess að þú ert svo gleyminn þessa dagana er að þú ert með of mörg járn í eldinum. Fátt jafnast á við lestur góðrar bók- ar þegar hvíldar skal njóta. 20. apríl - 20. maí  Naut Ástvinir þarfnast aðstoðar til þess að yfirvinna neikvæðni. Bættu skipulagið hins vegar svo þú náir betri árangri. Hver er sinnar gæfu smiður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að venjast tilhugsuninni um breytingu. Nú þarftu að taka bæði áhættu og þora að láta til skarar skríða. Væntingar ann- arra eru ekki þín skylda. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skyldi vera rangt að þrá metorð? Nei, ekki ef þú áttar þig á því að þau gera þig ekki hamingjusamari. Reyndu að sýna umburð- arlyndi þótt einhver komi illa fram við þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Manneskjan sem þú ert að bíða eftir er líka að bíða eftir þér! Þú þarft að brjótast út úr mynstrinu. Farðu út á meðal fólks. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hættu að mikla fyrir þér eigin vanda og farðu þangað sem straumarnir eru. Einn góðan veðurdag stendur þú uppi sem sig- urvegarinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Frelsi felst í því að gera það sem mann langar til. Hið sama má segja um bóklestur, skriftir, stefnumót og fundi. Hugsjónir þínar og réttlætiskennd eru sérlega sterk þessa dagana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er allt á ferð og flugi í kring um þig og þú ættir bara að láta það eftir þér að taka þátt í leiknum. Sinntu því sem sinna þarf. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er góður dagur til þess að bretta upp ermarnar, hjóla í verkefnin og sinna viðgerðum á heimavígstöðvum. Hafðu ekki áhyggjur af öðrum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gefstu ekki upp þótt móti blási því öll él birtir upp um síðir. Þú þarft að fara gætilega í ákvarðanatöku því þú veist að ekki verður aftur snúið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Fjölskylduleyndarmál geta komið upp á yfirborðið í dag. Munið að góð vinátta er gulli betri og hún er ekki einstefna. Hlát- urinn lengir lífið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Líðan þín byggist á því hvernig vinnan gengur. Ekki ögra makanum og gára vatnið bara af því að þér leiðist. Svaraðu bréfum og skilaboðum strax. Karlinn Laugaveginum réttiúr sér, þegar hann sá mig. Hann fór að tala um embætt- isveitingar ríkisstjórnarinnar – þær eru eftir öðru, sagði hann. Konur eiga ekki upp á pallborðið á þeim bæ. Og svo horfði hann upp eftir Skólavörðustígnum það- an sem hann var að koma: Kerling gaf mér kaffi og skellti í góm: „Karl minn,“ sagði ’ún, „elsku vinurinn besti! jafnréttislögin eru eins og blóm inni í stofu höfð til skrauts fyrir gesti“. Þingeyskar konur hafa getið sér gott orð og trauðla hægt að finna í öðrum héruðum fleiri kon- ur jafn vel skáldmæltar og þar. Mér finnst við hæfi að nefna Elínu Vigfúsdóttur á Laxamýri fyrst til sögunnar, – „Hugsað til Þuru í Garði“: Þura í Garði er gengin hjá, greind og skemmtin kona, hörpu löngu hætt að slá, hverfleikinn er svona. Hafði frægan gert sinn Garð, glaða slegið strengi. Þjóðkunn fyrir vísur varð og verður ennþá lengi. Kári Tryggvason skáld frá Víðikeri velur þessa stöku eftir Þuru í Garði í kver sitt „Vísuna, úr- valsstökur eftir 120 höfunda“: Varast skaltu viljann þinn, veik eru manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki í björtu. Og á fæðingardegi Huldu 6. ágúst stendur þetta erindi eftir hana í Skáldu Jóhannesar úr Kötlum: Eins og ljósálfasnekkjur, er liggja við strengi, liljur á vatninu hvítar blunda. Skuggarnir horfa um akur og engi augum svörtum úr fylgsnum lunda. Allt bíður – bíður í ró eftir brosi mánans í kyrrum skóg. Og eftir Guðfinnu frá Hömrum stendur í Skáldu 27. febrúar: Um vetrarsólhvörf rís hún við raðir fjalla sem risablóm sér vaggi á skuggans grein. Í dalnum geislar glitra um stund og falla sem gullin öx á snævarins hvítu rein. Og hér er að lokum staka eftir El- ínu Sigurðardóttur: Leið mig inn í löndin þín, leyfðu mér að heyra, kæra draumadísin mín, dularljóð í eyra. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Jafnréttislögin höfð til skrauts fyrir gesti G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ÞAÐ ER SAGT AÐ MAÐUR VERÐI GÁFAÐRI MEÐ ALDRINUM. ÉG HEF HEYRT ÞAÐ. VÁ, ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA ORÐINN ALGJÖR SNILLINGUR! HANN GETUR LÍKA HREYFT SIG MJÖG HRATT, MIÐAÐ VIÐ ALDUR. ÉG VERÐ AÐ VIÐURKENNA AÐ ÞEIR ERU EITT BESTA LEIKMANNAPARIÐ Í DAG! ÞETTA ER SKO Í SÍÐASTA SKIPTI SEM ÉG KLÆÐIST RAUÐU Í BARDAGA! ENGA TUNGU! Híalín og hlýjar hosur er það semkoma skal næstu daga. Víkverji neitar að leggja sumarfatnaðinum al- farið sem liggur nánast ónotaður inni í skáp. Ástæðan felst ekki í því að veðrið í sumar hafi ekki verið nógu gott til að brúka slíkan fatnað, heldur er það vegna þess að Víkverji er ein- staklega seinn í hugsun – með langan fattara eins og sagt er á góðri ís- lensku. x x x Í hitanum í sumar mætti hann oft tilvinnu í peysu prjónaðri úr angóra- ull og uppháum reimuðum bomsum við. Þá var nú gott að eiga glögga vinnufélaga sem komu með viðeig- andi athugasemdir og bentu á mót- sagnir Víkverja í klæðaburði í mið- jarðarhafshita sumarsins. Kipptu honum niður á heita jörðina. Að sjálf- sögðu lét Víkverji ekki á neinu bera, heldur hélt áfram að svitna í laumi og skvetti köldu vatni framan í sig. Maður skiptir ekki um fatagír bara eins og hendi sé veifað. x x x Þó verður að viðurkennast að Vík-verji á það til að vera ögn öf- ugsnúinn. Þrátt fyrir vætu- og vinda- samt veður síðustu daga, ætlar Víkverji að haga sér ennþá eins og það sé sumar. Strangt til tekið geng- ur haustið heldur ekki formlega í garð fyrr en fyrsta vetrardag sem er einhvern tíma í næsta mánuði. Í óra- fjarlægð frá deginum í dag, þeim fyrsta í septembermánuði. Mánuði uppskeru, berja, vænna dilka og vits- munalegs þroska skólabarna eftir frjálsræði sumarsins. x x x Sandalar, stuttur jakki, ermalausirbolir og þunnt híalín verða lepp- arnir sem prýða Víkverja næsta mánuðinn. Og þó, kannski verður gripið til föðurlandsins en einungis í ýtrustu neyð. Það væri kannski ekki svo vitlaust að notast við þetta sam- an. Lopapeysa, havaí-stuttbuxur með mjólkurhvítum leggjum og sandalar í stíl er það næsta sem mun sjást á ritstjórnarfundum. Víkverja er það stórlega til efs að hann yrði nokkuð sendur út í bæ þann daginn – líklega yrði erindunum sinnt í gegn- um fjarskiptabúnað. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. (Jóh. 6:35)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.