Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Ég hef þekkt Frey frá því að ég man eftir mér. Við vorum jafn- aldra og bjuggum hvor á móti öðrum á Tjarnarflötinni. Þegar við vorum guttar lékum við okkur saman næstum daglega. Það trúa því eflaust fæstir hvernig garð- urinn hjá Steinunni leit út á þess- um tíma, en við Freyr vorum þar í endalausum bílaleik með til- heyrandi vegaframkvæmdum og utanvegaakstri. Freyr átti tvo uppáhaldsfrændur sem þá voru í námi í útlöndum. Frá þeim fékk hann ýmislegt spennandi dót. Þeir höfðu greinilega góð áhrif á okkur því við ákváðum að læra það sem þeir lærðu. Það rættist, því Freyr varð véltæknifræðing- ur og ég vélaverkfræðingur. Eft- ir að við vorum búnir að hjóla um allar trissur á reiðhjólum kom ekki annað til greina en að fá sér skellinöðru og þar byrjaði Freyr á sínu viðgerðagrúski. Þá skemmdi ekki fyrir að eiga pabba sem er vélstjóri. Reyndar hefði Jón reynst okkur strákunum vel við að hjálpa okkur við reiðhjóla- viðgerðir. Fyrsti bíllinn hans Freys var BMW og var hann duglegur við að sannreyna að ökutækið upp- fyllti ýtrustu kröfur um hraða og stöðugleika. Síðan var keyptur jeppi og sett undir hann risavaxin 35’’ dekk. Fór ég með Frey í fyrstu jeppaferðina á honum og eftir það var Freyr bara alltaf á fjöllum. Á þessum tíma var mikið að gerast í jeppabreytingum á Ís- landi og Freyr kominn í fulla vinnu á þessu sviði. Það var ekki laust við að það örlaði á öfund þegar maður fylgdist með ævin- týralegum ferðum hans. Hann var fyrstur manna til að fara ak- andi yfir Grænlandsjökul, fór til Dubai til að kenna innfæddum að keyra og síðan fór hann á Suð- urskautslandið. Það gera fæstir sér grein fyrir þeim ótrúlegu af- rekum sem Freyr, Gísli og fé- lagar þeirra hafa unnið á Suður- skautslandinu. Hafa þeir staðið fyrir byltingu í ferðalögum á þessu harðbýlasta svæði jarðar- innar þannig að nú er hægt að ferðast þar um á mun öruggari og umhverfisvænni hátt en áður. Fáir hafa ferðast eins víða og Freyr hefur gert, yfirleitt við mjög krefjandi og hættulegar að- stæður. Þetta gerði hann áfalla- laust, enda vissi hann að ef maður ætlar að komast á áfangastað verður maður að vera með allan búnað í lagi og aka af öryggi. Þennan örlagaríka sunnudag við Lyklafell hafði engin breyting orðið á því. Af hverju bylta, sem í versta falli hefði átt að skilja eftir sig nokkra marbletti, hafði þess- ar hræðilegu afleiðingar virðist ekki vera svar við. Við sem þekktum Frey vitum öll hvers- lags öðlingsdrengur hann var. Einhvern veginn virðist sá ofnot- aði frasi „að það séu ekki til vandamál heldur bara verkefni“ hafa átt sérstaklega vel við hann og það sem hann tók sér fyrir hendur var leyst af miklu hugviti og þrautseigju. Stór ástæða þess að Freyr náði eins langt á sínu sviði og raunin varð er sú að á bak við hann stóðu stoltir foreldrar sem studdu hann með ráðum og dáð í því sem hann tók sér fyrir hend- ur. Þetta viðhorf hef ég reynt að Vilhjálmur Freyr Jónsson ✝ VilhjálmurFreyr Jónsson fæddist í Reykjavík 18. október 1965. Hann lést af slys- förum 20. ágúst 2012. Útför Freys fór fram frá Bústaða- kirkju 29. ágúst 2012. hafa í uppeldi minna barna. Kæru Steinunn, Jón, Gísli, Kristjana og börn, missir ykk- ar og okkar allra er mikill, en svo lengi sem við lifum mun minningin um hann lifa með okkur. Jóhann Björgvinsson. Meira: mbl.is/ minningar Það var í sex ára bekk sem ég kynntist Freysa. Það kom þannig til að þar sem ég þótti sérstak- lega ódæll í bekknum var mér plantað við hlið hans í von um að þessi rólegi drengur gæti haft góð áhrif á mig. Við urðum fljótt bestu vinir enda áhugamálin þau sömu. Við vorum t.d. ekki gamlir þegar við breyttum sláttuvélinni heima hjá mér í vélknúinn kassa- bíl og rúntuðum á henni um hverfið. Síðar komu skellinöðrur og að því loknu var gamall fólks- vagn rifinn í tætlur til þess að öðl- ast framhaldslíf sem torfæru- tæki. Freyr átti svo eftir að leggja það fyrir sig að breyta bíl- um, sem kom mér ekki á óvart. Þótt við færum hvor í sína áttina þegar kom að því að velja sér framtíðarstarf þá áttum við sam- eiginleg áhugamál, fórum saman í fjallaferðir og brösuðum margt. Það kom mér ekki á óvart þegar ég frétti að hann ætlaði að ferðast yfir þveran Grænlandsjökul á jeppa. Hann lauk því með stæl og suðurskautið lá flatt líka. Hann var sannur ævintýramaður. Síðastliðið ár lét Freysi svo gamlan draum rætast og ákvað að læra að fljúga auk þess að vera driffjöður í hópi okkar félaga sem keyptum gamla flugvél til upp- gerðar. Að sjálfsögðu átti hún að vera á stórum dekkjum, að jep- pasið. Ég var harla ánægður með að hann skyldi velja mig sem flugkennara sinn enda kom á daginn að þarna hafði ég góðan og áhugasaman nemanda. Þar kom í ljós að flugið hafði gagn- tekið hann. Flugvélar, sem og fræðin kringum þær, reyndust honum ekki erfiður hjalli og hann lauk einkaflugmannsprófi með glæsibrag á vori liðnu. Allt lék í höndum Freys. Undanfarið ár eyddum við því talsverðum tíma saman. Hefði ég viljað að þær stundir yrðu fleiri. Upp úr stendur ferðalag okkar á lítilli flugvél um Hornstrandir nú í lok júlí. Freyr var góður dreng- ur með sérstaka ástríðu fyrir verkefnum sem aðrir álitu óleys- anleg. „Maður á aldrei að missa af góðu basli“ gat hann átt til að segja þegar verkefnin litu út fyrir okkur hinum sem ókleift fjall. Ætíð var hægt að leita til hans og með bros á vör kom hann oftar en ekki með snjallar úrlausnir á flóknustu vandamálum. Þessir eiginleikar standa upp úr þegar við minnumst Freysa. Jafnaðar- geð og virkur jafnt á hug og hönd. Aldrei heyrði ég hann álasa nokkrum manni öll þessi ár sem ég þekkti hann. Ég vil enda fá- tækleg minningarorð með því að kveðja góðan félaga og vin, sem allt of fljótt var kallaður burt. Ég votta Kristjönu og börnun- um innilega samúð, sem og for- eldrum, bróður og öllum aðstand- endum. Þeirra er framtíðin með minningu um góðan dreng. Jóhannes Örn Jóhannesson. Í mars 1991 bauð Grétar Sölvason mér í ferð með Sam- farafélaginu. Fara átti í fyrsta skipti á jeppum yfir Hofsjökul frá norðri til suðurs á nokkrum Toyota og einum Cherokee. Inn að jökli sat ég við hlið Grétars en hálfa leið upp jökulinn að norðan var ég skyndilega gerður að „co-pilot“ hjá Freysa í fremsta bíl. Við Freysi rýndum til skiptis á Loran-C og A4-stíla- bók með handskrifuðum hnitum sem safnað hafði verið frá Orku- stofnun. Í spássíu stóð sums stað- ar: „Hætta sprungusvæði, keyrið varlega.“ Skyggnið var sirka einn metri, bílarnir keyrðu í halarófu, stuðarar stóðu þéttar saman en í London eða New York. Hábung- an var tilkynnt í talstöð, þar var stoppað, allir hlupu út og tóku einn sopa af koníaki. Þá kynntist ég Freysa. Hann var rólegur, einbeittur, glettinn en umfram allt vel undirbúinn og þekkti bíl, tæki og leiðina út og inn. Jöklagráni lullaði dágóða stund í fyrsta gír. En svo rofaði til og Suðurlandið birtist baðað sól, við höfðum komist klakklaust yfir Hofsjökul í blindhríð. Vilhjálmur Freyr var lista- maður í smíði og hönnun sem hann mældi fyrst í AutoCad og breytti svo. Hann hafði þyngdar- miðju lága, klippti frekar úr brettum en að hækka upp. Dekk- in stækkuðu, drifhlutföllin lækk- uðu, þegar íslenskir jöklar höfðu verið lagðir var haldið á Græn- land og svo suðurskaut, Freysa héldu engin bönd. Ef tunglferðir Íslendinga eru á jökla þá var Freysi margfaldur Neil Arms- trong jöklaferða á bíl. Á jöklum hefur fennt í förin, en þar sem sést breyttur jeppi fer minnisvarði um Vilhjálm Frey. Fjölskyldu og vinum hans votta ég mína innilegustu samúð. Sveinn. Vilhjálmur Freyr Jónsson var í hópi stúdenta í fyrstu vorbraut- skráningu Fjölbrautaskólans í Garðabæ árið 1985. Okkur starfs- fólkinu þótti mjög vænt um þenn- an góða hóp ungmenna sem vildu taka þátt í að byggja upp nýjan skóla. Þetta var einstaklega góð- ur tími. Ég gekk inn í hóp áhuga- samra starfsmanna og nemenda haustið 1983. Skólinn hafði ekki enn verið formlega stofnaður, nemendahópurinn var lítill en í vexti. Leitast var við að halda úti námsframboði sambærilegu við aðra skóla svo að nemendur misstu ekki af neinu en nytu meiri athygli en ella í fámenninu. Síðasta haust Vilhjálms Freys í skólanum voru aðeins fjórir nem- endur eftir í stærðfræðihópnum og við gátum farið í kynnisferðir út í bæ í einum litlum fólksbíl. Kynnin urðu mikil og góð. Vilhjálmur Freyr er minnis- stæður nemandi vegna hins góða og glaðlega viðmóts sem hann sýndi. Hlutverk kennara er að leiðbeina og fræða um fjölmarga þætti. Vonandi hefur Vilhjálmi Frey gagnast kennslan í deildun og heildun og jafnvel nútíma al- gebru í tæknináminu síðar, en þá þegar var sýnt hvert hugur hans stefndi, bílar og tækni voru hon- um ofarlega í huga. En mér er minnisstætt hve glaður hann varð er ég benti honum á atriða- orðaskrá í kennslubókinni þegar hann spurði um skýringar á hug- taki. Þessi óvænta miðlun hefur vonandi komið honum að góðu gagni í grúskinu í handbókum og leiðarvísum um þau fjölmörgu tæki sem hann fór höndum um og náði snilldartökum á. Það er sárt að sjá á eftir ung- um manni í blóma lífsins frá konu, börnum og foreldrum, sárara en orð fá lýst. Þá er gott að minnast alls þess sem hann kom til leiðar af vandvirkni, hug- kvæmni og umhyggju og skildi eftir sig af hugmyndum, þekk- ingu og góðum minningum. Megi það veita ástvinum Vilhjálms Freys styrk á erfiðum tímum. Kristín Bjarnadóttir. Vilhjálmur Freyr Jónsson, eða Freysi eins og hann var alltaf kallaður, var mjög virkur félagi og lagði mikla vinnu í ferðafrels- isbaráttu Samtaka útivistar- félaga (SAMÚT). Þar kom Freysi fram fyrir hönd bæði Ferðaklúbbsins 4x4 og Jökla- rannsóknafélagsins auk þess sem hann var félagi í flestöllum úti- vistarfélögum Íslands. Freysi var þekktur að ósérhlífni í starfi og þekking hans á ferðamennsku og á hálendinu var gríðarleg. Ef ein- hver vandi var á höndum var allt- af gott að hringja í Freysa og biðja um hjálp, sama hve mikið lá á þá var alltaf rólegt yfir Freysa og svörin „ekkert mál, ég þarf bara að finna tíma“. Þekking sú sem hann aflaði sér á ferðum sín- um yfir Grænlandsjökul og suð- urskautið hafa nýst mörgum fé- lögum ómetanlega bæði í fyrirlestrum og við þróun á þeim ferðamáta sem tilkoma fjórhjóla- drifsbíla gaf okkur Íslendingum. Freysi var alltaf boðinn og búinn að aðstoða eða miðla af þeirri þekkingu sem hann bjó yfir, því er það þungt og erfitt að kveðja hann svo snögglega. Eitt af máltækjum Freysa var: Maður sleppir ekki góðu basli. Fyrir hönd SAMÚT þakka ég Freysa fyrir öll þau störf er hann innti af hendi fyrir okkur og fjöl- skyldu hans og vinum vil ég votta mína dýpstu samúð. Nafni Vilhjálms Freys Jóns- sonar verður lengi á lofti haldið fyrir allt það sem hann gaf ís- lensku útivistarfólki. Fyrir hönd Samtaka útivistar- félaga, Sveinbjörn Halldórsson formaður. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Elsku pabbi minn. Ég er svo glöð að ég ákvað að koma heim til Íslands, og að ég fékk að kveðja þig áður en þú ákvaðst að setja á þig fallegu vængina þína og venda á annan stað. Við áttum margar góðar stundir saman á Íslandi og í Noregi hjá okkur. Ég kveð þig elsku pabbi minn með grát í hjarta og þín verður sárt saknað. Anna Edda Svansdóttir. Elsku pabbi. Það er ótrúlegt hve íllvígur þessi sjúkdómur, krabbamein, er og það að fá að- eins þrjá mánuði með þér er óréttlátt. En þú þjáist ekki meir og ert kominn á betri stað. Ég sit hér og reyni að skrifa og veit Svanur Pálsson ✝ Svanur Pálssonfæddist á Siglufirði 22. ágúst 1942. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 21. ágúst síðastliðinn. Svanur var jarð- sunginn frá Bú- staðakirkju 28. ágúst 2012. vart hvar skal byrja, því það er svo ótalmargt sem um þig er hægt að segja. Oft vorum við feðgin ósam- mála en alltaf mættust við á miðri leið. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem föður og gat alltaf leitað til þín og stjúpu minnar Jónu ef ég þurfti. Ég á eftir að sakna þess að heyra í þér en ég veit þú fylgist með mér og barnabörnunum og barnabarnabörnunum þínum. Elska þig pabbi minn. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. (Ingibjörg Jónsdóttir) Þín dóttir, Gyða. Nú er afi farinn, á eftir að sakna hans mikið. Þó við hitt- umst ekki mjög oft þar sem ég bý í Danmörku þá er söknuður- inn mikill. Ég veit að hann er kominn á betri stað og hefur það gott. Hvíl í friði elsku afi minn. Þinn dóttursonur, Óskar. ✝ Hulda Sveins-son fæddist í Kaupmannahöfn 6. janúar 1920. Hún lést á heimili sínu í Sóltúni 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Axel Sveinsson, yf- irverkfræðingur hafnamála, f. 3. apríl 1896, d. 14. nóvember 1957, og Aðalbjörg Sigurbjörnsdóttir saumakona, f. 19. nóvember 1892, d. 6 apríl 1963. Hálfsystir Huldu var Sólveig hjúkrunarkona, f. 23. desember 1933, d. 2. janúar 2003, barn Guðrúnar Ólafíu Sigurðardóttur saumakonu, f. 14. október 1894, d. 14. júlí 1969. Önnur hálfsystk- ini Huldu eru, Hlíf Borghildur fyrrv. bankastarfsmaður, f. 5. október 1945, Bjarni Magnús tæknifræðingur, f. 18. mars 1947 og Hallgrímur verk- fræðingur, f. 15. júlí 1948, börn Oddnýjar Pétursdóttur hjúkr- unarkonu, f. 3. nóvember 1912, d. 27. september 1989. Að ósk Huldu hefur hún verið jarðsett í kyrrþey. Faðir okkar Huldu var við verkfræðinám í Kaupmannahöfn með nokkrum hléum því hann þurfti að vinna með námi. Þar kynntist hann Aðalbjörgu og þau eignuðust Huldu. Axel var 24 ára þegar hann eignast dótt- urina í Kaupmannahöfn en það liðu 28 ár þar til undirritaður fæddist svo í raun er kynslóðabil milli okkar hálfsystkinanna. Hulda fluttist til Íslands með móður sinni á fjórtánda ári og voru það mikil viðbrigði fyrir hana. Þetta var á kreppuárunum og vann Sigurbjörg fyrir þeim mæðgum með saumaskap í Reykjavík. Faðir Huldu og föð- urbræður, þeir Magnús Sveins- son, forstjóri olíufélagsins Nafta, og Kjartan Sveinsson þjóðskjalavörður, bjuggu þessi árin með foreldrum sínum á Ás- vallagötu 69. Hulda var heima- gangur þar. Þegar þeir bræður undirbjuggu veiðitúra sagði Hulda mér að Magnús hefði gjarnan sagt: „Eigum við ekki að taka telpuna með?“ Hulda lærði fluguveiði á laxi og silungi. Sagðist hún hafa haft mikla ánægju af þessum veiðiferðum. Hulda útskrifaðist sem læknakandidat í maí 1948 og eftir sérfræðinám í Bretlandi opnaði hún læknastofu í Reykja- vík með sérgrein í barnalækn- ingum. Hulda var áttunda kon- an, sem lauk læknanámi á Íslandi. Samband Huldu við föðurfjöl- skylduna slitnaði um þetta leyti. Undirritaður og Rannveig eig- inkona mín kynntumst Huldu löngu seinna eða árið 1989 og höfum verið í sambandi við hana síðan. Greinilegt var að hún kunni að meta það samband sem komst á við kynni okkar og eitt sinn sagði hún: „Mig langaði alltaf að eignast systur en svo eignaðist ég bróður.“ Síðustu árin átti Hulda við lé- lega líkamlega heilsu að stríða en andlega var hún hraust. Hún heyrði illa og var orðin dettin og brothætt. Sama sólarhring og hún lést, hinn 19. ágúst síðast- liðinn, fæddist lítil stúlka, frænka hennar í Danmörku, en það er sjöunda barnabarn okkar hjóna. Blessuð sé minning hennar. Hallgrímur Axelsson. Hulda Sveinsson ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, GERÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Sleitustöðum í Skagafirði. Ragnhildur Björk Sveinsdóttir, Eiríkur Oddur Georgsson, Þorgerður Hulda Frisch, Peter Frisch, Hugrún Ösp Reynisdóttir, Ólafur Kjartansson, Trausti Eiríksson, Helga Dagný Arnarsdóttir, Sverrir Ragnar og Lena Sóley.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.