Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 45
Með náminu við Tækniskólann
starfaði Skarphéðinn lengst af við
það að gera upp mótora hjá véla-
verkstæðinu Kistufelli, eða í þrjú
sumur og einn vetur.
Að námi loknu hóf Skarphéðinn
starf hjá Varmaverki í Hafnarfirði
sem þá sá um hönnun vélbúnaðar
fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Fyr-
irtækið sameinaðist Fjarhitun, árið
2005 og varð þá að 60 manna verk-
fræðistofu sem svo aftur sameinaðist
VST og fleiri fyrirtækjum undir
heitinu verkfræðistofan Verkís.
Þar starfar Skarphéðinn á jarð-
varmasviði og hefur einkum unnið
við framkvæmdaeftirlit.
Skarphéðinn æfði ólympískar lyft-
ingar hjá Guðmundi Sigurðssyni í
Ármanni í nokkur ár, varð Íslands-
meistari í snöru og jafnhendingu ár-
ið 2000 og jafnframt kjörinn lyft-
ingamaður ársins það ár af ÍSÍ.
Stöðugt í ljósmyndaleiðangrum
Áhugamál Skarphéðins snúast um
landið, ljósmyndun og veiðar: „Ég er
nú bara útivistarmaður sem er á kafi
í veiði og ljósmyndun. Þegar ég tala
um veiði á ég við hvort tveggja,
stangveiði og skotveiði. Ég byrjaði
að fara polli með pabba í veiðiferðir
og þetta þróaðist svo yfir í veiðidellu.
Við feðgarnir fórum síðast á hrein-
dýraveiði nú fyrir skömmu og náðum
í einn tarf.
Ég get nú ekki sagt að ég sé laus
við veiðidelluna en eftir að ég fékk
áhuga á ljósmyndun hefur ljósmynd-
unin stöðugt verið að vinna á.“
Hvenær fékkstu fyrst áhuga á
ljósmyndun?
„Ætli ég miði ekki við árið 2007.
Þá festi ég kaup á minni fyrstu al-
vöru ljósmyndavél og síðan hef ég
verið að taka landslagsmyndir. Ég
reyni að komast út úr bænum minnst
aðra hverja helgi og fer reyndar oft-
ar ef taldar eru með stuttar ferðir.“
Þú hefur tekið þátt í fjölda ljós-
myndakeppna?
„Já já. Ég gerði það á tímabili,
bæði einstaklingskeppnum og liða-
keppnum og gekk bara oft vel. En
hef dregið úr því í seinni tíð.
Ég hef heldur ekki verið neitt sér-
staklega duglegur að halda sýn-
ingar. Ég var að vísu með einkasýn-
ingu á Skriðuklaustri í fyrra sumar
og hef tekið þátt í tveimur samsýn-
ingum en þar með er það upp talið.
Ég held hins vegar úti vefsíðunni
Skarpi.is. Svo hef farið með erlenda
ljósmyndara í skiplagðar dagsferðir
um landið og það er töluverð eft-
irspurn eftir því. Ég sel líka töluvert
af myndum til Bretlands og Þýska-
lands í kjölfarið á gosunum í Eyja-
fjallajökli og á Fimmvörðuhálsi.“
Fjölskylda
Sonur Skarphéðins er Ísar Logi
Skarphéðinsson, f. 3.12. 2003. Móðir
hans er Áslaug Kristinsdóttir.
Systur Skarphéðins eru Ingunn
Anna Þráinsdóttir, f. 24.9. 1971,
grafískur hönnuður hjá Héraðs-
prenti en maður hennar er Ingvar
Ríkharðsson prentari og eiga þau
tvær dætur; Hanna Gyða Þráins-
dóttir, f. 28.7. 1973, bókari og prent-
smiður hjá Héraðsprenti og á hún
tvö börn.
Foreldrar Skarphéðins eru Þráinn
Skarphéðinsson, f. 25.9. 1937, prent-
ari og framkvæmdastjóri Héraðs-
prents, og Gunnhildur Ingv-
arsdóttir, f. 12.1. 1953, prentsmiður
hjá Héraðsprenti.
Úr frændgarði Skarphéðins Þráinssonar
Guðný Sigurveig Jónsdóttir
húsfr. í Miðhúsum
Sigurður Steindórsson
b. í Miðhúsum
Sigurborg Þorsteinsdóttir
húsfr. í Blöndugerði
Friðrik Jónsson
b. í Blöndugerði
Jóhanna Petrína Jónsdóttir
húsfr. í Fögruhlíð
Einar Eiríksson
b. á Þóroddsstöðum í Ölfusi
Magnea Árnadóttir
húsfr. á Þóroddsstöðum
Skarphéðinn
Þráinsson
Þráinn Skarphéðinsson
prentari og framkvæmdastj
Héraðsprents
Gunnhildur Ingvarsdóttir
prentsmiður í Héraðsprenti
Ingvar Friðriksson
f. í Steinholti
Anna Björg Sigurðardóttir
húsfr. í Steinholti
Jórunn Einarsdóttir
húsfr. í Rvík
Skarphéðinn Vermundsson
b. og verkam. í Rvík
Vermundur Ásgmundsson
b. í Fögruhlíð við Grensásveg
í Rvík
Á fjöllum Feðgarnir á Bláhnjúki.
ÍSLENDINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Jóhanna Eyrún Torfadóttirnæringarfræðingur hefur var-ið doktorsritgerð sína í lýð-
heilsuvísindum við læknadeild Há-
skóla Íslands, „Næring á
mismunandi æviskeiðum og tengsl
hennar við áhættu á krabbameini í
blöðruhálskirtli. Lýðgrunduð fer-
ilrannsókn á Íslandi“ (Dietary Ha-
bits across the Lifespan and Risk of
Prostate Cancer. A population-
based study in Iceland).
Rannsóknir gefa til kynna að um-
hverfisþættir í æsku skipti máli fyrir
meingerð blöðruhálskirtilskrabba-
meins (BHK). Tilgangur þessarar
rannsóknar var að rannsaka tengsl
næringar á mismunandi ævistigum
við áhættu á að greinast með BHK.
Gögn úr Reykjavíkurrannsókn
Hjartaverndar voru notuð, þar sem
8.894 karlmenn (fæddir á árunum
1907-1935) veittu upplýsingar um
búsetu frá fæðingu. Með samteng-
ingu við Krabbameinsskrá var karl-
mönnunum fylgt eftir með tilliti til
greiningar og dánarorsakar vegna
BHK, frá fyrstu komu í Reykjavík-
urrannsóknina á tímabilinu frá 1967
til 1987 til loka árs 2009.
Niðurstöður sýna að búseta í sveit
á unga aldri á fyrri hluta tuttugustu
aldar tengdist áhættu á að greinast
með langt gengið BHK. Ennfremur
sást tenging milli tíðrar neyslu á
mjólk á unglingsárum og reyktum
og söltuðum fiski við aukna áhættu á
langt gengnu BHK. Tíð neysla á
rúgbrauði á unglingsárum og reglu-
bundin neysla á lýsi á efri árum
tengdist minnkaðri áhættu á langt
gengnu BHK.
Jóhanna Eyrún lauk BS-gráðu í
matvælafræði frá Háskóla Íslands
árið 1998 og MS-gráðu í næringar-
fræði árið 2001, einnig frá HÍ. Jó-
hanna hefur starfað við rannsóknir á
Statens Serum Institut í Kaup-
mannahöfn, sem sérfræðingur á
matvælasviði Umhverfisstofnunar
og sem ráðgjafi skólamötuneyta hjá
Reykjavíkurborg. Samhliða dokt-
orsnáminu hefur hún sinnt stunda-
kennslu og handleiðslu meistara-
nema á heilbrigðisvísindasviði.
Jóhanna er dóttir hjónanna Guð-
rúnar Hildar Hafsteinsdóttur sér-
fræðings og Torfa Rúnars Krist-
jánssonar kerfisfræðings. Hún er
gift Rafni Steinþórssyni prentara og
eiga þau börnin Sigurð Darra, Kol-
brúnu Lenu og Hildi Bellu.
Doktor
Doktor í lýðheilsuvísindum
Laugardagur
90 ára
Sigurður Pálsson
80 ára
Guðrún B. Frímannsdóttir
Katrín Georgsdóttir
75 ára
Hilmar Andrésson
Pétur Guðmundsson
70 ára
Arnar Jóhannsson
Edda Snorradóttir
Edward Obara
60 ára
Birgir Gr. Sigurpálsson
Bryndís Gunnarsdóttir
Guðmundur Guðbjartsson
50 ára
Bjarni Már Bjarnason
Bjarni Tómasson
Davíð Jón Ingibjartsson
Halla B. Þorkelsson
Helgi Þór Ólafsson
40 ára
Aðalsteinn Oddgeirsson
Ásdís Sigurrós Jesdóttir
Elín Þóra Ágústsdóttir
Gunnar Þór Jónsson
Hafdís Guðmundsdóttir
Helga I. Sigurbjarnadóttir
30 ára
Ágúst Fannberg Torfason
Ásgeir Úlfarsson
Róbert Magnússon
Stefán Þorvarðarson
Svanhvít Friðriksdóttir
Sunnudagur
90 ára
Árni Þórarinsson
Hjördís Soffía Jónsdóttir
Jón Marvin Guðmundsson
Kristbjörg Héðinsdóttir
80 ára
Alda Ingimarsdóttir
Anna Ólafsdóttir
Hulda Jóna Hávarðsdóttir
Solveig G. Sigurjónsdóttir
Valur Pálsson
75 ára
Guðrún Guðmundsdóttir
Kristmann Hjálmarsson
Sigrún Davíðsdóttir
Viðar Marmundsson
70 ára
Birna Soffía Karlsdóttir
Guðmundur Ingi Waage
Guðrún Friðriksdóttir
60 ára
Ásmundur Karl Ólafsson
Ingibjörg G. Kristinsdóttir
Klara Sólveig Jónsdóttir
Kristján G. Guðmundsson
50 ára
Ari Sigurðsson
Berglind Grétarsdóttir
Björgvin Árnason
Helga Halldórsdóttir
Hjördís Stefánsdóttir
40 ára
Anna María Bogadóttir
Björn Stefánsson
Emma Ásudóttir Árnadóttir
Helena Óladóttir
30 ára
Atli Már Sveinsson
Einar Páll Einarsson
Jón Kristinn Helgason
Sigrún Birna Blomsterberg
Valtýr Sigurðsson
Til hamingju með daginn
30 ára Úlfar ólst upp á
Þingeyri en er nú búsett-
ur í Kópavogi og starfar
við smíðar.
Maki: Sigríður Guðrún
Guðjónsdóttir, f. 1982,
grunnskólakennari.
Sonur: Sófus Oddur, f.
2009.
Foreldrar: Sunna Mjöll
Sigurðardóttir, f. 1960,
matráðskona við leik-
skóla, og Sófus Oddur
Guðmundsson, f. 1957, d.
2002, smiður.
Úlfar Már
Sófusson
30 ára Steinar Þór var b.
í Odda í Bjarnarfirði en
starfar nú hjá BYKO .
Maki: Dagbjört Hildur
Torfadóttir, f. 1979.
Börn: Guðjón Örn, f.
2000, og Anna Theodóra,
f. 2005. Fósturbörn: Mán-
ey Dís, f. 2000, og Sóldís
Eva, f. 2006.
Foreldrar: Baldur Sig-
urðsson, f. 1934, d. 2008,
b. í Odda, og Erna Arn-
grímsdóttir, f. 1945, b. í
Odda í Barnarfirði.
Steinar Þór
Baldursson
30 ára Sölvi ólst upp í
Odda í Bjarnarfirði, hefur
starfað við pípulagnir en
er nú bústjóri í Odda.
Systkini: Árni Þór, f.
1964, fiskvinnslumaður
hjá Drangi; Hafdís, f.
1966, fiskvinnslu hjá
Drangi; Steinar Þór, f.
1982, starfsmaður BYKO.
Foreldrar: Baldur Sig-
urðsson, f. 1934, d. 2008,
b. í Odda, og Erna Arn-
grímsdóttir, f. 1945, b. í
Odda í Barnarfirði.
Sölvi Þór
Baldursson
ÞARFNAST ÞÚ MEIRI ORKU
TIL DAGLEGRA STARFA?
Betri heilsa borgar sig!
Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is
Orkulausnir, henta einstaklingum sem glíma við
orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda, svo
sem einstaklingum með vefjagigt og þeim sem
þurfa þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga.
Orkulausnir hefjast
4. september
8 vikna námskeið.
Þjálfun 2x í viku:
Þri og fim kl. 15:00.
Fræðsla um svefntruflanir, streitu, andlega
líðan og verki.
Einstaklingsviðtal við hjúkrunarfræðing.
Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari.
Verð kr. 16.900 pr. mán. (samtals 33.800
kr. fyrir 8 vikur).
•
•
•
•
•
•
•