Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Myndin af niðursveiflunni í laxveiði í sumar er dregin sífellt skýrari dráttum. Þegar rýnt er í vikutöl- urnar í veiðinni má sjá að víðast hvar komu fáir á land; 20 á fjórtán stangir í Norðurá, 16 á jafn margar stangir í Þverá og Kjarrá, 11 í Víði- dalsá, 14 í Laxá á Ásum. Smá kipp- ur hefur komið í Laxá í Dölum sem hefur verið afspyrnu róleg í sumar, þar veiddust 31. Laxá á Ásum gaf aðeins 14 á stangirnar tvær, eða einn lax á stöng á dag, en það hlýt- ur að teljast afar slakt á þeim bæn- um. Margir veiðihópanna upplifa að sjá varla lax á bakkanum; þannig fréttist af einu holli í Grímsá sem fékk þrjá á átta stangir og það hef- ur til að mynda ekki verið eins- dæmi í ám á Vesturlandi, þar sem einn til fjórir laxar hafa veiðst sam- anlagt á allar stangirnar. Veiðitölur eru einnig daprar í Að- aldalnum en 25 veiddust í Laxá í vikunni, á stangirnar 18. Veiðimað- ur sem var á Nesveiðum í fyrradag lét þó vel af sér og sagði að svo virtist sem veðrabreytingarnar í vikunni hefðu hreyft eitthvað við fiskinum. Var hann talsvert að sýna sig og var veiðimaðurinn kominn með þrjá ágæta laxa. Eins og venjulega eru nokkrir rígvænir að togast upp í Aðaldalnum og fékk ungur Laxmýringur, Vigfús Bjarni Jónsson, 100 cm og 20 punda lax í Brúarhyl í vikunni. Naut hann að- stoðar föður síns, hins góðkunna leiðsögumanns veiðimanna, Jóns Helga Vigfússonar, við löndunina. „Hefur verið ágætt“ Rangárnar halda dampi og fyrir utan Langá og Hofsá, þar sem veiddust 131 og 101 lax í vikunni, eru þær einu árnar sem gáfu yfir 100 laxa í vikunni. Í Ytri-Rangá veiddust 344 laxar í liðinni viku en 246 í Eystri-Rangá. Sú ytri er ekki langt á eftir veiðinni á sama tíma í fyrra en sú eystri um 1.000 löxum lakari miðað við sama tíma þá. Ein- ar Lúðvíkson, umsjónarmaður ár- innar, er þó þokkalega ánægður með ganginn á veiðinni í sumar. „Þetta hefur verið ágætt,“ segir hann en bætir við að veiðin hafi þó verið léleg í annarri viku ágústmán- aðar, og einnig frekar slök í þeirri þriðju, því þá var áin mjög skolug eftir rigningar. „Hún var svo orðin tær aftur um helgina og þá kom 70 laxa dagur og 40 á mánudaginn; veiðin hefur verið fín síðan. En þetta verður ekkert metsumar, áin fer væntanlega í um 3.000 laxa,“ segir Einar en hann hefur séð mun hærri tölur á síðustu árum. Hann segir að um 200.000 laxa- seiðum hafi verið sleppt í Eystri- Rangá í fyrra, eins og algengast hefur verið hjá þeim. „Að fá 3.000 laxa úr því er eins og í denn, áður en sleppingar voru auknar. Þetta eru um eins og hálfs prósents heimtur, og það eru betri heimtur en í fyrra.“ Betri heimtur í Þverá og Affalli Einar er einnig umsjónarmaður sleppinga í nágrannaánum Þverá í Fljótshlíð og Affallinu og hann seg- ir að í báðum stefni einnig í betri heimtur nú en í fyrrasumar. Eins og aðrir veiðimenn og um- sjónarmenn veiðisvæða sem rætt er við veltir Einar fyrir sér hvað valdi þessu hruni í laxagöngum í sumar. Tilgáturnar eru til staðar en svörin ekki. „Það liggur fyrir að sjórinn er slakur, fæstir smálaxarnir koma feitir úr hafinu, í raun hefur smá- laxinn verið frekar grannur. Stór- laxinn er hinsvegar vel haldinn,“ segir hann og bætir við að mik- ilvægt sé að sérfræðingar nái að skýra hvað valdi þessum breyttu aðstæðum. Silungurinn betri en laxinn Á þessum tímum krapprar lægð- ar í laxveiðinni hafa silungs- veiðimenn látið vel af sér. Veiði- menn sem börðu eina Þistilfjarðarána af kappi á dög- unum við leit að laxi, með litlum ár- angri, fengu sér veiðileyfi á urr- iðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit á heimleiðinni og þar var allt annað uppi á teningnum. Þeir fengu all- nokkra góða silunga, og suma ríg- væna, og skemmtu sér konunglega við veiðarnar. Á heimasíðu leigu- taka svæðisins, SVFR, kemur fram að ágætis veiði hafi verið í Mý- vatnssveit í sumar, en veiðinni lýk- ur nú um helgina. Um 4.000 sil- ungar hafa veiðst og þykir það vera ágætir niðurstaða. Mun færri fiskar hafa veiðst í Laxárdal, neðar í ánni, en meðalþunginn þar þykir hins- vegar afar góður. „Þetta verður ekkert metsumar“  Endurheimtur í Eystri-Rangá eru um 1,5%  Einar Lúðvíksson segir smálaxinn hafa komið grannan úr hafinu  Yfir 100 laxa vika í Langá og Hofsá  Um 4000 urriðar veiddir í Mývatnssveitinni Morgunblaðið/Atli Vigfússon Lukkulegir Feðgarnir fra Laxamýri, Jón Helgi Vigfússon og Vigfús Bjarni, með 100 cm langan lax sem sonurinn veiddi í Brúarhyl í Laxá í Aðaldal. Aflahæstu árnar Staðan 29. ágúst 2012 Heimild: www.angling.is Veiðivatn Veiði 31. ágúst 2011Stangafj. 25. ágúst 2010 26. ágúst 2009 Ytri-Rangá og Hólsá 22 2.932 3.388 3.584 5.453 Eystri-Rangá 18 2.300 3.372 3.955 2.777 Selá í Vopnafirði 8 1.278 1.726 1.694 1.618 Miðfjarðará 10 1.207 1.915 2.724 2.784 Haffjarðará 6 1.006 1.360 1.660 1.375 Hofsá og Sunnudalsá 10 843 746 728 (7 stangir) 795 (7 stangir) Langá 12 833 1.626 1.523 1.530 Blanda 16 831 831 2.739 2.268 Norðurá 14 822 2.068 2.080 2.155 Elliðaárnar 4 761 1.127 1.100 836 Þverá - Kjarrá 14 645 1.670 3.333 2.163 Haukadalsá 5 391 521 895 777 Laxá í Aðaldal 18 379 925 1.164 818 Laxá í Kjós 10 375 803 930 918 Grímsá og Tunguá 8 361 1.055 1.523 965 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Gunnar Björnsson, Istanbúl Íslenska liðið í opnum flokki vann góðan 2,5-1,5 sigur í 4. umferð ólymp- íuskákmótsins á unglingasveit Tyrkja í gær. Þröstur Þórhallsson tefldi magnaða fórnarskák í 3. borði þar sem hann fyrst fórnaði drottningu fyrir hrók og síðan hrók og var um tíma heilli drottningu undir. Að mati Helga Ólafsson, liðsstjóra í opnum flokki, sem hefur teflt á 15 ólympíu- skákmótum, er þetta ein besta skák Íslendings á ólympíuskákmóti frá upphafi. Liðsstjóri Tyrkjanna, Gure- vich, sagði andstæðing Þrastar hafa fengið fína kennslustund í hvernig eigi að tefla. Teflt er í Istanbúl og fá heimamenn að stilla upp þremur liðum. Unglinga- sveitin er skipuð miklum efnum sem eru aðeins 13-16 ára. Íslenska liðið hefur 6 stig af 8 mögulegum, en veitt eru 2 stig fyrir sigur í viðureignum og 1 stig fyrir jafntefli, og er í 34. sæti af 156 þátt- tökuþjóðum. Fyrir mót var liðinu rað- að í sæti 51 í styrkleikaröð. Liðið er efst Norðurlanda. Umferðin í dag var einkar slæm fyrir Svía, sem töpuðu fyrir Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, og Dani sem töpuðu fyrir Kostaríka en frændþjóðir okk- ur voru miklum mun sig- urstranglegri fyr- irfram. Kvennaliðið tapaði í gær fyrir einni sterkustu skákþjóð heims, Ungverjum, 0,5- 3,5 og hefur 4 stig og er í 64. sæti af 125 þátttökuþjóðum en liðinu var fyrirfram raðað í 62. sæti. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir gerði gott jafntefli við hina sterku skákkonu Anitu Gara. Þröstur, sem er Íslandsmeistari í skák, hefur að öðrum ólöstuðum teflt best, og hefur fengið 3,5 vinning í 4 skákum og virðist vera í feiknaformi þessa dagana. Dagur Arngrímsson, sem er að tefla á sína fyrsta ólympíu- skákmóti hefur 1,5 vinninga eftir 2 skákir. Hannes Hlífar Stefánsson, Henrik Danielsen og Hjörvar Steinn Grétarsson fylla sveit Íslands. Sveit kvennaliðsins skipa auk Jóhönnu þær Lenka Ptácníková, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Tinna Kristín Finn- bogadóttir og Elsa María Krist- ínardóttir. Fjórar sveitir eru efstar og jafnar í opnum flokki með fullt hús stiga og kemur þar ekkert á óvart því það eru þær fjórar sveitar sem fyrirfram voru taldar sigurstranglegastar, þ.e. ól- ympíumeistarar Úkraínu, Ungverjar, Armenar og Rússar sem unnu Kín- verja í gær. Rússar hafa jafnframt fullt hús stiga í kvennaflokki og eru þar efstir ásamt Frökkum. Ýmislegt hefur vakið athygli á skákstað. Til dæmis vekur athygli hversu veik norska sveitin er, en eng- inn af 9 stórmeisturum Norðmanna tekur þátt og þar með talinn besti skákmaður heims, Magnus Carlsen. Þetta þykir sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að ólympíuskákmótið 2014 fer fram í Tromsö. Meðal annarra skákmanna sem vantar er heims- meistarinn Anand, sem ekki hefur teflt á ólympíuskákmóti síðan 2004. Aðrir af sterkustu skákmönnum heims láta sig ekki vanta en meðal keppenda hér eru Aronian, Kramnik, Caruana og Nakamura. Aðstæður á skákstað eru að flestu leyti til fyrirmyndar. Keppnishöllin er rétt hjá flugvellinum og hótelið sem keppendur búa í göngufæri frá skákstað. Umhverfið er hins vegar frekar fráhrindandi. Mögnuð sigurskák Þrastar Þórhallssonar  Íslendingar efst Norðurlanda  Var drottningu undir Þröstur Þórhallsson Verð á mann í tvíbýli: 89.900 kr. wowferdir.is Nánari upplýsingar á wowferdir.is og í síma 590 3000 Sérsniðin ferð til Berlínar fyrir eldri borgara. Fjölbreytt dagskrá undir íslenskri fararstjórn Lilju Hilmarsdóttur. Einstök ferð í alla staði. Innifalið er flug með sköttum, akstur til og frá flugvelli, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverðarhlaðborði. Heldri borgarar í Berlín 8.–12. október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.