Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Í svona tilvikum eru öryggismálin ávallt í fyrirrúmi og komi upp ein- hver vafi þá bíða menn,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa- hafna, en brottför skemmti- ferðaskipsins Caribbean Princess tafðist talsvert þar sem skipið komst ekki úr Sundahöfn í fyrrakvöld sök- um slæmra veðurskilyrða. Þegar verst lék voru suðaustan 17-18 m/s. Við slíkar aðstæður tekur skip af þessari stærðargráðu á sig mikinn vind sem m.a. gerir að verkum að þyngd þess margfaldast svo um munar. Caribbean Princess er engin smásmíði, 290 metra langt og um 113.000 brúttótonn, og getur það tekið um 3.600 farþega. Skipið var statt hér við land í annað skipti á þessu sumri. Tveir dráttarbátar voru sendir Til stóð í upphafi að skemmti- ferðaskipið legði úr höfn í Reykjavík síðastliðið fimmtudagskvöld um klukkan 23. Þær áætlanir stóðust hins vegar ekki þar sem ekki tókst að koma skipinu vandræðalaust frá landi fyrr en um klukkan hálfeitt í gær en þá hafði vind lægt talsvert. Áður en skipið sigldi áfallalaust úr höfn í gær höfðu tveir dráttarbátar á vegum Faxaflóahafna reynt að hjálpa því af stað á fimmtudags- kvöldið. Fengnir voru til verksins dráttarbátarnir Magni og Jötunn en að auki beitti áhöfn skemmti- ferðaskipsins öflugum bógskrúfum þess í von um að koma gríðarstóru skipinu á hreyfingu. Allt kom þó fyr- ir ekki og var því ákveðið að bíða þangað til veðrinu slotaði. „Magni og Jötunn eru samtals með dráttargetu upp á 60 tonn en þegar menn eru að eiga við skip af þessari stærðargráðu, með þetta mikla vindfang, þá eru engir sénsar teknir,“ segir Gísli. Hann bætti við að útgerð skipsins hefði tekið atvik- inu af mikilli ró enda bersýnilega gert sér grein fyrir erfiðum að- stæðum og ekki viljað taka neina óþarfa áhættu. Að sögn Gísla hefur ekki komið til tals að fjárfesta í öflugri drátt- arbátum. „Í neyðartilvikum hafa menn tækin,“ segir hann og vísar til varðskipa og togara sem búa yfir miklum togkrafti. Komur gríðarstórra skemmti- ferða- og flutningaskipa hingað til lands hafa færst mjög í aukana að undanförnu og er vert að minnast komu risans Celebrity Eclipse en það skip er 122.000 brúttótonn og 317 metra langt. Í ljósi þess að siglingum í norður- höfum fylgir ávallt ákveðin hætta á slæmu veðri og hve mörg gríð- arstór skip eru tekin að venja komur sínar hingað til lands er mikilvægt að Íslendingar ráði yfir nauðsynlegum björg- unar- og öryggistækjum á borð við hið nýja varð- skip Landhelgisgæsl- unnar en þess má geta að Faxaflóahafnir eiga von á skemmti- ferðaskipum út sept- embermánuð. Karabísk prinsessa í klandri  Gríðarstórt skemmtiferðaskip komst ekki úr höfn í Reykjavík sökum veðurs  Dráttarbátar veittu aðstoð en fengu lítt við ráðið  Gæslan segist vera vel í stakk búin til að takast á við risaskip í vanda Morgunblaðið/Sigurgeir S. Frjáls Skemmtiferðaskipið Caribbean Princess lenti í vandræðum með að komast úr höfn í Reykjavík og þrátt fyrir aðstoð dráttarbáta fór skipið hvergi fyrr en vind tók að lægja skömmu eftir hádegi í gær. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að komi upp aðstæður þar sem nauðsynlegt sé að draga skip, á borð við stóru skemmti- ferðaskipin sem sigla hér við land, eigi varðskipið Þór að ráða við verkið. En Þór er með 120 tonna dráttargetu samanborið við um 56 tonna dráttargetu eldri skipa Gæslunnar. „Dráttarbúnaðurinn á Þór er öflugur og ýmsar aðferðir mögu- legar við að koma honum um borð í skip sem er í vanda statt,“ segir Ásgrímur Lárus og bendir á að Landhelgisgæslan æfi reglu- lega slíkar aðgerðir, nú síðast með norska varðskipinu Harstad í nýliðnum mánuði. Ásgrímur Lárus bendir jafn- framt á að í kjölfar fyrri atvika, t.a.m. strands flutningaskips- ins Wilson Muuga, hafi siglingaleiðum verið breytt og skipum gert að sigla fjær ströndum til að veita björg- unarmönnum aukinn tíma til að bregðast við. 120 tonna dráttargeta VARÐSKIPIÐ ÞÓR yfir áhuga á því byggja upp ýmis- konar þjónustu á Grímsstöðum. Í lok júní ákvað rík- isstjórnin að skipa samráðshóp sem nú fer yfir málið en ekki liggur fyr- ir hvenær hópur- inn mun ljúka vinnu sinni. Aðspurður hvort verið sé að leggja til að ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum svarar Ævar því játandi. „Málið er í þeim farvegi núna að sveitastjórnir á Norðausturlandi vilja kaupa jörðina af eigendum sem vilja selja og fram- leigja til Huang Nubo. Ég held að það Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Þetta er fólk sem vill skora á rík- isstjórn og Alþingi að standa að þessu máli með ábyrgum hætti. Ekki er um formlegan félagsskap að ræða heldur hóp fólks sem fór að tala saman um að kannski væri ástæða til að þrýsta á stjórnvöld til að skipta dálítið um far- veg í þessu máli,“ segir Ævar Kjart- ansson einn þeirra sem skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar þess efnis að Grímsstaðir á Fjöllum verði þjóðareign. Áskorunin birtist í Morgunblaðinu í gær en undir hana skrifar hópur fólks úr ólíkum áttum. Eins og áður hefur komið fram þá hefur Kínverjinn Huang Nubo lýst sé skoðun allra sem skrifa undir áskorunina að það væri farsælla fyrir Íslendinga að svæðið yrði þjóðar- eign.“ Ekki formlegur félagsskapur Ævar segist hvorki vita né vilja spá fyrir um hvort framhald verði á bar- áttu hópsins áðurnefnda, ekki séu uppi hugmyndir um að gera hópinn að formlegum félagsskap. „Fólkið sem skrifar undir kemur alls staðar að úr þjóðfélaginu, öllum flokkum, mörgum geirum samfélagsins og skorar á yf- irvöld að beita sér í málinu. Láti það ekki í hendur á sveitarfélögum og milliliðum fyrir norðan. Málið varðar alla þjóðina,“ segir Ævar sem alinn er upp á Grímsstöðum. Vilja Grímsstaði á Fjöllum í þjóðareign  Farsælla að þjóðin eigi en sveitarfélög á Norðausturlandi Ævar Kjartansson „Ég tek áskoruninni fagnandi fyrir mitt leyti. Mér finnst hún boða kannski ákveðin tímamót ef þarna er að birtast miklu dýpri og breiðari samstaða um að svæði af þessu tagi eigi að vera í þjóðareign og ef það er liður í þeirri hugsun að standa vörð um víð- ernið og náttúruna þá fagna ég því og ekki skal standa á mér,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, efna- hags- og viðskiptaráðherra, spurður út í undir- skriftasöfnun þess efnis að ríkið festi kaup á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum, en að sögn Steingríms koma slík kaup vel til greina. „Það sem mér finnst vera jákvætt í því sem er að gerast núna er það að sveitarfélögin ætla að kaupa jörðina og þar með er hún komin í opinbera eigu,“ segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra spurð út í fyrstu viðbrögð sín. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er einnig jákvæður og segir markvert hve breiður hópur standi að áskoruninni. En einnig þau rök hópsins að stjórn- völdum beri að standa vörð um jarðir sem nái inn á hálendið og teljist sögulega og menningarlega mik- ilvægar. Fagna undirskriftasöfnun Steingrímur J. Sigfússon Oddný Harðardóttir Ögmundur Jónasson Síðustu 18 árin hefur framleiðsla á aukaafurðum úr sjávarafla aukist gríðarlega hérlendis. Árið 1992 var heildarframleiðsla um 1.667 tonn, en var tæplega 48.000 tonn árið 2010. Á sama tíma hafa fiskistofnar og aflatölur minnkað í heiminum og dróst afli á þessu tímabili saman um tæplega 27%, að því er segir í til- kynningu frá Íslenska sjávarklas- anum. Þekktasta aukaafurðin hérlendis er lýsi en ýmislegt annað er fram- leitt; Atlantic Leather gerir leður úr fiskroði, Kerecis framleiðir krem og stoðefni úr fiskroði, Ice-west sem gerir niðursoðna, reykta þorsklifur og Norðurbragð framleiðir fiski- kraft. Auk þess hefur Haustak þurrkað fisk- hausa og bein og selt til Afríku. Sjávarklasinn bendir einnig á að dæmi séu um að íslenskir aukaafurðaframleið- endur anni ekki eftirspurn t.a.m. eftir þurrkuðum afurðum til Níger- íu og hreinlega skorti hráefni. Dæmi séu um að framleiðendur flytji inn hráefni frá útlöndum, vinni þau og selji út aftur. Jókst úr 1.667 tonnum í tæplega 48.000 tonn Uppkomin börn alkóhólista Loksins fáanleg aftur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.