Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Ég fæddist sem barn þitt um friðsæla nótt, er föðmuðust ótta og dagur. Við barm þinn ég teygaði þrautseigju- ’og þrótt. Já, þúsundir gjafa ég til þín hef sótt, svo efldist minn andlegi hagur. Þú réttir mér útsprungna eyrarrós tíðum og ilmbjörk og reyrstrá úr grænkandi hlíðum, og fagurlit smáblóm í fram rétta hönd þú færðir mér ætíð í kranz eða vönd. Svo kveð ég þig, júní! með klökkva í lund, er kvöldskuggar lengjast í hlíðum. Ég þakka þér sérhverja sólbjarta stund og söngvana’ og kliðinn, er vermdi mér lund á kyrrlátum kvöldum og blíðum. Ég minnist þín æ, er mér syrtir í sinni. Ég syrgi þig árlangt og geymi í minni. Mig verma þín áhrif, unz vorar á ný og vonglöð ég aftur á móti þér flý. (Erla Þorsteinsdóttir frá Teigi) Blessuð sé minning þín og takk fyrir samverustundirnar. Bára, Guðrún, Friðrik, Baldvin og Snorri. Elskuleg systir mín og frænka er dáin, sorgin er mikil en samt kemur þakklætið inn líka, þar sem hún hefur undanfarin ár glímt við hræðilegan sjúkdóm, Alzheimer. Við sem þekktum hana vitum að hún var allt of mikil pæja til að geta ekki notið lífsins til fullnustu. Kristín systir mín var yndis- leg kona, oft svolítið móðurleg við mig en það er 17 ára aldurs- munur á milli okkar enda vorum við iðulega spurðar hvort við værum mæðgur. Hún sagði mér ýmsar sögur frá fyrri tímum, man ég sérstaklega söguna þeg- ar hún og systur hennar sam- feðra fluttu á Bergstaðastræti 9 þar sem mamma okkar var að hefja búskap með föður mínum. Þær voru að flytja frá Kamp Knox og sagði Stína mér að hún hefði staðið fyrir utan 12 ára og horft á stóra fallega húsið og fundist hún vera að flytja í höll. Á Bergstaðastrætinu var fjörugt og fjölmennt, þar bjuggu um tíma elsta systir okkar Magga með sínum manni Ingva Kristín Jóhannesdóttir ✝ Kristín Jó-hannesdóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1944. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 17. ágúst 2012. Útför Kristínar fór fram frá Graf- arvogskirkju 28. ágúst 2012. Rúnari og tveimur börnum, þeim Svav- ari og Særúnu, Ragna systir með elsta son sinn Reyni og Hulda systir, svo bættust alsystkinin ég, Diddi og Maggi í hópinn. Eftir að Stína skildi við fyrri mann sinn var hún mikið hjá okkur í Sævið- arsundinu með dætur sínar Björgu og Svövu og mynduðust góð tengsl milli okkar enda pass- aði ég þær systur oft, sérstak- lega Svövu sem lést langt fyrir aldur fram og lét eftir sig eina dóttur, Kristínu Líf Abigail, sem Kristín og Gummi, seinni maður Kristínar, tóku að sér. Kristín og Gummi bjuggu á Álftanesinu en skildu fyrir sjö árum, þá fluttu þær Abigail í Grafarvoginn og bjuggu saman þar til veikindi Stínu ágerðust. Ég er svo þakk- lát fyrir hvað við höfum alltaf verið í miklu sambandi. Hún spurði iðulega um Helen Svövu mína sem var í miklu uppáhaldi hjá henni. Undanfarin tvö ár hafa sam- verustundirnar verið margar, í sumar hittumst við eða töluðum saman nánast daglega, stundum var hún ekki heima þegar ég kom, var farin til Bjargar, Bald- urs, Mikaels og Adams en þang- að fór hún nær daglega enda stutt að fara. Við fórum á kaffihús, í búðir eða bara rúntuðum um og feng- um okkur ís oft með Helen Svövu minni og var þá spjallað mikið um föt og make up, en Stína var mikið fyrir falleg föt, vildi sko ekki fara í það sem var of kell- ingalegt, hún var alltaf vel til- höfð. Þegar ég sótti hana undir það síðasta og hún var ekki búin að mála sig og leit í spegilinn fékk hún sjokk og sagði „hvað er þetta, gleymdi ég að mála mig“ og tók upp púðurdósina og vara- litinn. Síðustu ferðina okkar á kaffi- hús fórum við ásamt Elsu mág- konu okkar fyrir þremur vikum, sátum úti í góða verðrinu og nut- um þess að vera saman. Alltaf spurði hún um Abigail sína sem var ljósið í lífi hennar, hún ljóm- aði alltaf þegar þær hittust. Kristín hafði áhyggjur af henni þar sem hún var ekki lengur með hana en róaðist fljótt þegar ég sagði að hún væri hjá Ásu fóst- urmömmu sinni. Nú ertu komin til Svövu þinn- ar, mömmu og Palla stjúpa. Elsku Stína okkar, við Helen Svava kveðjum þig með tárum en miklu þakklæti fyrir góðu stundirnar sem við áttum saman. Þín systir, Jónína. Þín frænka, Helen Svava. Í lífsins ferðalagi hafa leiðir foreldra minna og Ölfu og Omma verið samofnar með einstakri og dýrmætri vináttu alla tíð. Það eru því margar ljúfar minningar sem leita á hugann nú þegar Ommi kveður, minningar um hlýjan og Ormur Ólafsson ✝ Ormur Ólafs-son fæddist í Kaldrananesi í Mýrdal 10. apríl 1918. Hann lést á Hrafnistu 22. ágúst 2012. Ormur var jarð- sunginn frá Foss- vogskirkju 30. ágúst 2012. hjálpsaman mann gæddan sérstakri frásagnargáfu, fróð- an á mörgum svið- um, ómissandi hlekk fjölskyldu- og vina- banda í gleði og sorg. Í hugskoti mínu finnst mér eins og mamma bíði hans brosandi og Ommi sé tilbúinn með eina sögu eða tvær. Við fjölskyldan í Svíþjóð send- um innilegustu samúðarkveðjur til Ölfu og fjölskyldu með þakk- læti í hjarta fyrir allt það góða sem aldrei gleymist. Helga Elídóttir. Nú kveðjum við bróður okkar, Jóhann Örn, sem var elstur af níu systkinum. Andlát bróður okkar bar of fljótt að, að okkar mati. En hver erum við að dæma það? Jóhann bróðir okkar var liðtækur áhugaljósmyndari allt sitt líf og liggja eftir hann mann- lífsmyndir og skipamyndir, frá Siglufirði og víðar, í þúsundatali. Þessi áhugi Jóa bróður okkar kom sér vel þegar þeir félagar í Hafliða- félaginu fóru að leita að heimildum um Hafliða SI 2. Reyndist hann þeim haukur í horni, og lét hann þá fá myndir til eignar um Hafliða SI 2 og áhafnir. Jóhann byrjaði ungur á sjó eða stuttu eftir fermingu, á Elliða SI 1. Jóhann var á Elliða SI 1 alveg þar til hann fórst hinn 10. febrúar 1962. Síðan var hann á ýmsum öðrum skipum eins og flutningaskipinu Haferninum, Hafliða SI 2, Hafnarnesi SI og mörgum fleiri. Jóhann flutti með fjölskyldu sína frá Siglufirði ára- mótin 1972/73 á Akranes og stund- aði þar sjóinn hjá ýmsum aðilum en lengst af hjá HB, sem síðar varð HB Grandi. Jóhann starfaði mikið að kjara- og öryggismálum sjó- manna. Hann var stjórnarmaður Jóhann Örn Matthíasson ✝ Jóhann ÖrnMatthíasson fæddist á Ak- ureyri 2. sept- ember 1945. Hann lést 20. ágúst 2012. Útför Jóhanns fór fram frá Akra- neskirkju 29. ágúst 2012. og formaður sjó- mannadeildar Verkalýðsfélags Akraness í áratugi. Honum var mjög umhugað um rétt- indi sjómanna og verkafólks og öll al- menn mannréttindi. Þá er maður hitti Skagamenn á förn- um vegi könnuðust þeir flestir við Jóa bát. Það segir mikið til um um hvað líf hans snerist. Vér erum lagabrögðum beittir og byrðar vorar þyngdar meir, en auðmenn ganga gulli skreyttir og góssi saman raka þeir. Nú er tími til dirfsku og dáða. Vér dugum, – þiggjum ekki af náð, Látum bræður því réttlætið ráða, svo ríkislög vor verði skráð Till sigurs, eining öreiganna með alþýðunnar stolta nafn Þín jörð er óðal allra manna, en ekki fyrir gamm né hrafn Þeirra kyn skóp þér örbirgð og ótta en er þeir skuggar hverfa úr sýn einn vordag snemma á feigðarflótta mun fegurð lífsins verða þín. Sókn til frelsis er falin vorri fylkingu í dag unz Internationalinn er allra bræðralag. (Úr Internationalnum þýð.: Sveinbjörn Sigurjónsson) Kæri bróðir, þín verður sárt saknað og minning þín lifir. Elísabet, Hjördís, Pétur Bj., Halldóra, Matthildur, Stella María og Braghildur Matthíasbörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRS JÓNSSONAR ökukennara frá Ísafirði. Sasiprapha Udomsup, Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Einar Óskarsson, Einar Halldórsson, Gunnar Þorsteinn Halldórsson, Fríður María Halldórsdóttir, Þórður Marelsson, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs bróður okkar, frænda og vinar, STEINGRÍMS EGILSSONAR frá Mið-Grund, Skagafirði, til heimilis Ægisgötu 6, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun. Oddný Egilsdóttir, Gottskálk Egilsson, Lilja Egilsdóttir, frændfólk og vinir. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARTAR KRISTÍNAR JÓNU JÓNSDÓTTUR, Urðarvegi 52, Ísafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði fyrir góða umönnun. Gunnar Pétur Ólason, Guðmundur Bjarni Gunnarsson, Lára M. Lárusdóttir, Garðar Smári Gunnarsson, Hafdís A. Gunnarsdóttir, Kristín Guðrún Gunnarsdóttir, Elías Jónatansson, Brynjar Már Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR PÁLMARS JÓHANNESSONAR bónda á Egg í Hegranesi. Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk á heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Einnig viljum við þakka Helga Sigurðssyni og Kristjönu Sæberg Júlísdóttur sem og öðru starfsfólki Landspítalans við Hring- braut sem komu að umönnun hans. Sigurbjörg Valtýsdóttir, Valbjörg Pálmarsdóttir, Birgir Örn Hreinsson, Halldóra Björk Pálmarsdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Þórður Ingi Pálmarsson, Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, Jónína Pálmarsdóttir, Halldór Svanlaugsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, MARTIN LEONARD GRABOWSKI læknir, lést á Helsingborgs Lasarett, Svíþjóð, sunnudaginn 22. júlí. Útför hans verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 5. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á krabbameinsdeild Landspítala, Heimahlynningu og Parkinsonsamtökin eða önnur líknarfélög. Guðrún Rósa Sigurðardóttir, Eydís Anna Martinsdóttir, Hafdís María Martinsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, BIRNA INGIBJÖRG TOBÍASDÓTTIR, Rimasíðu 29g, Akureyri verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 5. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Gísli Karl Sigurðsson, Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Ottó Magnússon, Hulda Gísladóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, Logafold 162, áður Mosarima 6. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Foldabæjar fyrir góða umönnun. Björg Kristinsdóttir, Baldur Guðgeirsson, Kristín Líf Abigail, Mikael Geir og Adam Geir, Jónína Pálsdóttir og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.