Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 49

Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Fólk ætti að hafa augun opin fyrir næsta ári og það væri gaman að fá þá íslenska áhorfendur,“ segir Hrafnhildur Gissurardóttir en fjöl- þjóðleg 30 manna listasýning undir hennar stjórnar verður opnuð í Tékklandi í dag. Níu ungir íslenskir listamenn eru þar á meðal þátttak- enda en sýningin kallast Zinkovy Arts Festival og fer fram í æv- intýralega kast- alanum Zinkovy sem er í einka- eigu, skammt frá Prag í Tékklandi. „Við höfum skapað ævintýri inn í ævintýri getum við sagt. Kastalinn er auðvit- að einstakur og verkin eru ýmist sköpuð sérstaklega inn í rýmið eða þá að innsetningar og verk hafa ver- ið aðlöguð því og breytt. Stór hópur listamannanna hefur verið að vinna hér undanfarið á staðnum og einstök stemning myndast. Enda býðst bæði að gista í rýminu sem unnið er í eða að vera með kertaljós uppi á sér- stöku herbergi,“ segir Hrafnhildur. Efnafólk sem á kastalann Eigendur kastalans, sem vilja ekki láta nafns síns getið, rákust á Hrafnhildi þar sem hún var í Amst- el-41-galleríinu í miðborg Amst- erdam. Þar hefur hún síðastliðið ár stýrt sýningahaldi en hún útskrif- aðist með BA-gráðu í myndlist frá Gerrit Rietveld-háskólanum árið 2009. Eigendur kastalans hrifust af því sem var í gangi í galleríinu. „Þau komu á opnun þar sem góð- ur hópur listamanna var að sýna og vinaleg stemning á staðnum. Þau voru hrifin af myndlistinni og spurðu hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað í svipuðum dúr hjá þeim. Meðan þau dvöldu í Amsterdam fór ég á tvo fundi með þeim en við höf- um verið í níu mánuði að skipuleggja sýninguna í Zinkovy. Þetta hefur verið mjög persónulegt samstarf og um daginn elduðum við fyrir þau kvöldverð í kastalanum og bárum hann fram með kertaljósum í kapell- unni.“ Einn elsti kastali Bæheims Hrafnhildur segir rými kastalans vitaskuld stórfenglegt og stærra og viðmeira en listamennirnir hafi nokkru sinni áður fengist við að skapa í. „Þetta er svo sértakt því rýmið á það gamla og sérstaka sögu að það er ögrun að leyfa listaverk- unum að eiga sína sögu líka. Kast- alinn er einn sá elsti í Bæheimi og hefur gengið í gegnum ýmislegt. Fyrstu sögurnar af honum tengjast ungum prinsi sem var til vandræða og var sendur til að dvelja í kast- alanum því hann stendur svolítið af- skekkt. Þá átti bílaframleiðandi Skoda kastalann um tíma og meira að segja leifar af íbúðinni hans eru þarna enn. Sú saga er líka mögnuð því þegar kommúnistarnir tóku við völdum var bílaframleiðandi Skoda drepinn og í kastalanum hreiðruðuð þeir fyrrnefndu um sig og skiptu kastalanum upp í margar litlar íbúð- ir.“ Kastalinn var allur endurgerður fyrir fimm árum sem var mikið verk enda hafði honum lítið verið haldið við. Undirbúningur fyrir árið 2015 Ráðgert er að listahátíðin verði að árlegum viðburði og hafi verið sett upp á hverju ári þegar Prag verður menningarborg Evrópu árið 2015 og skipi þá stóran sess. Á næsta ári er stefnt að því að sýningin verði örlítið fyrr á dagskrá, þegar meiri umferð ferðamanna er um Evrópu, en núna mun sýningin standa yfir þangað til í lok september. Sýningin er opin frá 12-17 á daginn sem Hrafnhildur seg- ir að sé hæfilegt, því mikil orka fari í að halda sumum verkunum lifandi og gangandi yfir allan daginn. „Þá væri auðvitað bara meiriháttar að fá Íslendinga næsta sumar en það er bæði hægt að panta herbergi á gisti- heimilum hér í nágrenninu og tjalda.“ Íslensku þátttakendurnir í Bæ- heimi eru Þórdís Erla Zoëga, Krist- inn Guðmundsson, Hrund Atladótt- ir, Björk Viggósdóttir, Elva Ólafsdóttir, Hrafnhildur Helgadótt- ir, Inga María Brynjarsdóttir, Ýr Þrastardóttir og Sæmundur Þór Helgason. Aðrir listamenn eru með- al annars frá Tékklandi, Ítaliu, Aust- urríki og Þýskalandi. Íslenskt listafólk í einum elsta kastala Bæheims  Listasýning opnuð um helgina í Tékklandi en eigendur kastalans fengu íslenskan sýningarstjóra til liðs við sig Glæsilegur Zinkovy-kastali í Bæ- heimi er eitt viðamesti rými sem flestir listamennirnir hafa reynslu af því að skapa verk inn í. Hrafnhildur Gissurardóttir Spekúlerað Myndlistarmennirnir spá í sýninguna í kastalanum. Á morgun kl. 15 halda Rut Ingólfs- dóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð. Á efnisskrá tónleikanna verður Sónata nr. 1 í G-dúr eftir Johannes Brahms, Poeme élegiaque og Reve d’enfant eftir Eugene Ysafe og þáttur úr Kvartett um endalok tím- ans eftir Olivier Messiaen. Að tón- leikunum loknum munu Rut og Richard taka verkin upp og ljúka þar með upptökum fyrir þrjá geisladiska sem þau hafa unnið að undanfarin tvö ár. Fyrsti diskurinn, með verkum eftir Mozart og César Franck, kom út á síðasta ári, hinir koma út á næstu árum, en á þeim verða són- ötur Brahms fyrir fiðlu og píanó og stutt hugljúf verk eftir íslensk og erlend tónskáld. Eins og getið er hefjast tónleikarnir kl. 15. Miðasala verður við innganginn en frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Boðið verður upp á kaffi í hléinu. Tónleikar í Hlöðunni Kvoslæk í Fljótshlíð  Brahms, Ysaye og Messiaen Tónleikar Rut Ingólfsdóttir og Richard Simm í Hlöðunni. Sturtusett Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? NAPOLI hitastýrt sturtusett 26.900,- AGI-167-1B FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is WWW.OPERA.IS Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Opið hús í dag kl 13 - 16 Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 1.k Fös 14/9 kl. 20:00 3.k Fim 20/9 kl. 20:00 5.k Lau 8/9 kl. 20:00 2.k Lau 15/9 kl. 20:00 4.k Fös 21/9 kl. 20:00 6.k Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Gulleyjan (Stóra sviðið) Fös 14/9 kl. 19:00 frum Sun 16/9 kl. 16:00 3.k Sun 23/9 kl. 16:00 5.k Lau 15/9 kl. 19:00 2.k Lau 22/9 kl. 16:00 4.k Ævintýralegasta fjársjóðsleit allra tíma Rautt (Litla sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 frums Sun 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 22/9 kl. 20:00 2.k Mið 26/9 kl. 20:00 4.k Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar Á sama tíma að ári (Stóra sviðið) Fös 28/9 kl. 20:00 frums Lau 6/10 kl. 19:00 3.k Sun 7/10 kl. 20:00 5.k Lau 29/9 kl. 20:00 2.k Lau 6/10 kl. 22:00 4.k Hjartnæmur og bráðfyndinn gamanleikur Við sýnum tilfinningar Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Mið 5/9 kl. 15:00 Fors. Sun 16/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 14/10 kl. 14:00 11. sýn Fim 6/9 kl. 16:00 Fors. Sun 23/9 kl. 14:00 5.sýn Sun 14/10 kl. 17:00 12.sýn Fös 7/9 kl. 16:00 Aðalæf. Sun 23/9 kl. 17:00 6.sýn Sun 21/10 kl. 14:00 13.sýn Lau 8/9 kl. 14:00 Frums Sun 30/9 kl. 14:00 7.sýn Sun 21/10 kl. 17:00 14.sýn Lau 8/9 kl. 17:00 2.sýn Sun 7/10 kl. 14:00 9.sýn Sun 16/9 kl. 14:00 3.sýn Sun 7/10 kl. 17:00 10.sýn Frumsýning 8.september! Afmælisveislan (Kassinn) Lau 1/9 kl. 19:30 Fös 14/9 kl. 19:30 Fös 21/9 kl. 19:30 Fim 6/9 kl. 19:30 Lau 15/9 kl. 19:30 Lau 22/9 kl. 19:30 Fös 7/9 kl. 19:30 Sun 16/9 kl. 19:30 Þrenn Grímuverðlaun! Sýningum lýkur í september! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Lau 15/9 kl. 20:30 Frums Lau 22/9 kl. 20:30 5.sýn Fim 4/10 kl. 20:30 9.sýn Fim 20/9 kl. 20:30 2.sýn Fim 27/9 kl. 20:30 6.sýn Fös 5/10 kl. 20:30 10.sýn Fös 21/9 kl. 20:30 3.sýn Fös 28/9 kl. 20:30 7.sýn Lau 22/9 kl. 17:00 4.sýn Sun 30/9 kl. 20:30 8.sýn Ein vinsælasta sýning Þjóðleikhússins á síðari árum aftur á svið. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.