Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Narsarsuaq 10.
ágúst 2012
Vel má vera að fólk
sem kemur til Græn-
lands af suðlægum
slóðum, úr borg-
armenningu Evrópu,
Bandaríkjanna og
Kanada, jafnvel Danir
og aðrir Norð-
urlandamenn – þessu
fólki kann að þykja
Grænland skammt á veg komið í
„þróun“ þjóðfélagsins, þ.e.a.s. að
þjóðmenning Grænlendinga sé enn
frumstæð og þjóðfélagsþróunin eftir
því.
Þessi afstaða er vitaskuld rétt,
þegar gengið er út frá þeim viðtekna
skilningi, sem lagður er í svo merk-
ingarþrungin orð sem „frumstæður“
og „þróaður“. Merking þessara orða
í hugarheimi okkar Vesturlandabúa
er algerlega bundin skilningi marg-
frægra grískra heimspekinga,
skálda og rithöfunda, sem uppi voru
fyrir þúsundum ára. Þeir ákváðu að
gera skýran stigsmun á borg-
armenningu (sivilisasjón) og utan-
borgarmenningu, barbarismanum,
„bablaramenningunni“, sem svo
nefndist, því að sveitamenn á þess-
um tíma kunnu ekki fágaða hástétt-
argrísku borgarbúanna, en böbluðu
eitthvert hrognamál til þess að gera
sig skiljanlega, þegar þeir voru að
selja afurðir sínar (mannamatinn) á
markaðstorgum borganna, svo að
fína fólkið dræpist ekki úr hungri.
Fyrirlitning á þeim sem yrkja jörð-
ina og gera ætan mat úr erfiði sínu,
og veiðimönnum, sem fella dýr og
veiða fisk til að seðja hungur „hins
vitra manns“, er
snemma til komin og
lífseigara fordómafyr-
irbæri en flest það sem
siðfágaðir borgarbúar
hafa heimskað sig á,
gera sjálfa sig að fávit-
um um þá staðreynd,
að þeir eiga líf sitt und-
ir náttúrunni, gróðri
jarðar, ávöxtum, korni í
hið daglega brauð, fiski
og kjöti og öðru sem
Móðir jörð leggur lífinu
til, þessar gjafir skaparans sem
langþróaðir smáborgarar „sivilisjón-
arinnar“ vita naumast að þeir eiga
allt sitt undir og þekkja ekki aðra
ávöxtun en hámörkun fégróðans.
Þess vegna held ég að við, sem
komum úr hinum þróuðu siðmenn-
ingarsamfélögum, ættum að hafa
varann á í mati okkar á þjóðfélögum,
sem ekki hafa nútímavæðst að fullu
eða eru enn á stigi fortíðar hvað
varðar framleiðsluhætti, bjargræði,
atvinnustarfsemi, skólamenntun,
vísindanám, fágaðan smekk í hús-
búnaði og klæðaburði og öðru sem
einkennir yfirborð borgaralegrar
siðmenningar. Í mati okkar á menn-
ingarstigi annarra þjóða (þeirra sem
eru okkur gerólíkar) ber okkur að
hyggja að því sem er undir yfirborð-
inu. Það gerum við best með því að
kynna okkur sögu þjóðanna, því
sagnfræðin er sú menntagrein sem
öðru fremur getur veitt okkur inn-
sýn í það sem er inntak orða á borð
við „frumstæður“, „þróaður“,
„menntaður“. Þessi orð hafa enga al-
gilda meiningu. Þýðing þeirra fer
eftir aðstæðum og samhengi hlut-
anna. – Ef við höfum þetta í huga, þá
er unun að því að kynnast lífsháttum
fólks sem er „öðruvísi“ en við.
Og nú er ég með hugann við
Grænland og Grænlendinga! Það er
vandalaust að verða hugfanginn af
landinu og afar áhugavert að kynn-
ast þjóðinni, sem þar býr, sögu
hennar og langmenningu. Sú þekk-
ing er undirstaða þess að skynja það
sem nútíminn birtir okkur á ferð um
landið og hvað það er sem framtíðin
ber í skauti sínu.
Svo lokað sem Grænland var um
aldaraðir og mannlífið þar í föstum
þúsund ára skorðum, er landið nú
opið upp á gátt, á það er mænt úr
fégráðugum heimi alþjóðafjár-
magnsins í austri og vestri. Græn-
land er orðið vonarland þeirra sem
hyggjast græða á hugsanlegum olíu-
lindum og góðmálmanámum lands-
ins.
En spurningin er hvaða áhrif
þetta hefur á svo fámenna þjóð (inn-
an við 60 þúsund íbúa) sem varla er
við því búin að taka mikinn þátt í
þeim störfum sem þarna verða unn-
in. Ég get reyndar viðurkennt að ég
hef ekki fulla þekkingu til þess að
dæma um þetta mikilsverða atriði.
Vafalaust fylgja umsvifum olíu- og
námufyrirtækjanna ýmsar afleiddar
starfsgreinar, viðhalds- og þjónustu-
fyrirtæki, en ekki hvað síst bygg-
ingastarfsemi, sem iðnaðarmenn og
verkamenn á Grænlandi hafa
reynslu af. Um álit mitt á þessu er
auk þess vert að viðurkenna að út-
lendur ferðamaður eins og ég gerir
ekki betur en að sjá það sem greina
má á yfirborðinu. Tíminn verður að
skera úr um þá hamingju sem Græn-
lendingum er búin af ætluðum stór-
framkvæmdum auðhringa.
Ekki er neitt óeðlilegt við það, að
íslenskir ferðamenn komi til Græn-
lands í rómantískum hugleiðingum
um landnám Eiríks rauða og þá sögu
sem því fylgir. Hitt er annað að til-
vera Eiríksniðja á Grænlandi er
löngu liðin tíð og varla annað en við-
fangsefni fornleifafræðinga. Eins og
nú er komið er áhugavert fyrir Ís-
lendinga að koma til Grænlands til
þess að kynnast því sem er að gerast
á líðandi stund, grænlensku mannlífi
í nútímanum. Ekki fer milli mála að
veiðimannaþjóðfélagið er á und-
anhaldi. Borgarmenningin sækir á.
Eftirfarandi kveðskap er að finna
í gestabók á Hotel Narsarsuaq:
„For practical reasons“
We sailed with Eric the Red
To his promised land ahead.
His „White land“ (no mean land)
He named the „Green land“
„For practical reasons“, he said.
Grænlandsbréf
Eftir Ingvar
Gíslason
» Það er vandalaust
að verða hugfanginn
af landinu og afar
áhugavert að kynnast
þjóðinni, sem þar býr,
sögu hennar og lang-
menningu.
Ingvar Gíslason
Höfundur er fyrrverandi alþing-
ismaður og ráðherra.
REIKNAÐU DÆMIÐ TIL ENDA
FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG!
- 8 kr
FÍB Aðstoð
Opin allan sólarhringinn um land allt.
Start aðstoð - Eldsneyti - Dekkjaskipti - Dráttarbíll
LögfræðiráðgjöfTækniráðgjöf
Skoðunarstöðvar, smurstöðvar, verkstæði, hjólbarðaverkstæði,
veitingastaðir, 150.000 staðir innanlands og erlendis.
Afslættir
FÍB félagar fá - 8 kr. af eldsneyti!
Sparnaðurinn jafngildir 11.500 krónum miðað við 120 lítra á mánuði í eitt ár.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík s. 414 9999 fib@fib.is fib.is
Allt þetta innfalið og meira til! Ársaðild FÍB er aðeins kr. 6.180.-
Gerast FÍB félagi? Síminn er 414-9999 eða fib.is
%
Mädchen aus BerlinUniversität Berlin
NÝIBÆR - SKAFTÁRHREPPI
Til sölu jörðina Nýjabæ í Skaftárhreppi, landnúmer 163418. Jörðin
Nýibær er talin vera um 330 hektarar. Á jörðinni er 166,6 m2
íbúðarhús byggt 1979 ásamt 47,2 m2 bílskúr einnig byggður 1979.
Auk þess eru á jörðinni eldri útihús. Veiðiréttur í Skaftá. Jörðin
er staðsett á sérlega fallegum stað örstutt frá Kirkjubæjarklaustri.
Áhugaverð eign. Tilvísunarnúmer: 10-1845
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM sími 550-3000.