Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 „Nei, ungfrú góð. Þú færð ekki meira. Ég geri öllum jafnt,“ sagði sumardrengur í Laxárdal í Árnessýslu hárri röddu þar sem hann var að gefa heimaalningum úr pela undir fjósveggn- um. Ég hafði komið honum að óvörum á leið minni frá ánni. Við tókum tal saman. Sagði ég við hann að lömbin væru vel alin hjá honum. Hann kvað já við, en sagði svo að sér þættu þau stund- um horuð í rigningu! Þessi áratuga gömlu orðaskipti okkar koma í huga mér þegar ég hugsa um samskipti Landsbankans við þá við- skiptavini sína sem urðu fórn- arlömb hinna miklu stórveld- isdrauma Sparisjóðsins í Keflavík sem kreisti úr þeim hvern blóð- dropa með gríðarlegum stofnfjár- aukningum. Landsbankinn kann ekki jafnræðisregluna sem hinn ungi sumardrengur hafði á hreinu, svo ég tali nú ekki um umhyggj- una. Neyðaróp að norðan Þegar Sparisjóðurinn í Keflavík féll urðu stofnfjáreigendurnir fyrir geysilegu fjárhagslegu áfalli. Flestir báru samt harm sinn í hljóði. Norðan úr Húnaþingi og af Ströndum bárust þó mikil harma- kvein. Margir stofnfjáreigenda þar voru úr hópi bænda sem áttu nú á hættu að missa jarðir sínar. Í heilu hreppunum gat orðið mjög alvarlegt ástand. Bændurnir áttu alla mína samúð. Við þetta sat um sinn. Svo var það á fyrrihluta ársins 2011 að hljótt virtist verða fyrir norðan. Eitt sinn um sumarið var ég að ræða fjármál mín við útibússtjóra Landsbankans hér í Ólafsvík. Sagði ég þá við hann að nú væri sennilega búið að lofa norð- anmönnum úrlausn. Yrði bankinn látinn afskrifa hjá þeim, svipað og þá var farið að gera í málum ann- arra fyrirtækja. Jafnframt sagðist ég finna á mér, rétt eins og gömlu hundarnir í sveitinni feigðina, að hér yrð- um við höfð útundan og engu skeytt hvað um okkur yrði. Stjór- inn leit á mig í for- undran og hakan seig dálítið. Desember 2011 Hinn 15. des. 2011 sendi Landsbankinn tilkynningu um að nú yrði farið að end- urgreiða eða fella nið- ur lán sem bankinn hafði veitt til stofnfjárkaupa í Sparisjóðnum í Keflavík. Var í tilkynningu þessari vísað til þess að forsendur hefðu verið ýmist rangar eða villandi og bæri því að fella lánin niður og endurgreiða þau sem eftir mati bankans féllu undir fordæmi Hæstaréttar frá 24. nóv. það ár. Nú fóru bréf að berast til þeirra sem tóku lán í Landsbankanum til að fjármagna hinar margumræddu stofnfjáraukningar. Var misjafnt hve mikið menn fengu endurgreitt og reyndar kom öll skilvísi í koll á fólki. Fljótt varð líka ljóst að þeir sem gripu til annarra ráða en að taka lán í Landsbankanum og lentu í þeirri villu að rembast við að greiða, lentu á köldum klaka, væri túlkun bankans fylgt. Þegar rætt er um þessi mál finnst mér rétt að minna á að nú eru öll þau viðskipti sem áður voru í Spari- sjóðnum í Keflavík og síðar SPKEF komin í Landsbankann. Að tala við steininn Útibússtjóri Landsbankans í Ólafsvík er vænsti piltur. Ekki þarf að kvarta undan honum. Hann er samviskusamur og hús- bóndahollur og er svo sannarlega látinn vinna fyrir kaupinu sínu. Það fengum við að reyna, olnboga- börnin þegar við fórum hvert af öðru til að ræða við hann um okk- ar hlutskipti. Útlistaði hann við okkur hvert og eitt hvernig bankinn uppfyllti allar réttlætiskröfur og að lög- fræðideild bankans væri öll á einu máli um alla túlkun. Við vorum eitthvað að vitna til jafnræðis og svo hitt, að í tilkynningunni frá 15. des. hefði bankinn játað og tekið í raun á sig ákvarðanir og upplýs- ingar frá stjórn Sparisjóðsins í Keflavík. Sagði hann við mig að ég væri á algjörum villigötum í þessu máli. Þá kom líka í ljós að útibús- stjórinn er hinn liprasti teiknari. Dró hann fram blað og teiknaði fyrir okkur öll, hvert um sig. Hérna væri gamli bankinn en hin- um megin við strikið væri nýi bankinn o.s.frv. Ég er nú svo tor- næmur á margt að ég varð engu nær. Strikið á blaðinu minnti mig bara á þegar ég var ellefu ára gamall að fylgjast með víglínunni í Kóreustríðinu árið 1950, og birt var í blöðum. Reyndi ég að bregða á það ráð að biðja útibússtjórann að panta fyrir mig viðtalstíma hjá lög- fræðideildinni. Hann harðneitaði því og sagði að deildin hefði ann- að við tíma sinn að gera. Herrarnir í Hrokagerði Ein er sú eign gamla bankans sem flutt hefur verið affallalítið til nýja bankans. Það er við- urnefnið Hrokagerði sem Björn Pálsson á Löngumýri gaf bank- anum. Það liggur við að sagt sé við okkur að okkur komi mál þetta ekki við. Við sem útundan erum í endurgreiðslunum brugðum því á það ráð að koma saman og velja okkur þrjá menn til að annast í fyrstu samskiptin við bankann. Þessir fulltrúar okkar hafa fengið samtöl við upplýsingafulltrúann um framvindu mála. Lögfræðideildin sendi líka tvo fulltrúa sína á fund sem deildin boðaði hér í Ólafsvík með fulltrú- um okkar. Ekkert kom þar fram annað en það að enn væru þeir að úrskurða og fáein mál væru eftir. Sögðu þeir reyndar að bankinn teldi sig jafnvel hafa teygt sig lengra en þyrfti. Fundurinn virð- ist mér hafa verið boðaður til að tefja og drepa málum á dreif. Allt gert til að fari sem hljóðast. Við gefumst ekki upp Loks barst enn bréf. Það var „úrskurður“ í mínu tilfelli. Ekki er skrifað undir bréfið og hef ég ekki hugmynd um hvaða aðili inn- an bankans kveður upp „dóminn“. Forráðamenn bankans verða líka sjálfir að finna út hvaða Gregory var þarna að verki og gerir bæði bankanum og viðtak- anda þá óvirðingu að senda bréf um mikilvægt mál óundirritað í gluggapósti, eins og ekkert sé. Þykir mér rétt að birta þetta ótrúlega bréf með þessari grein. „Ég svara ekki þessari grein. Hún er óstimpluð“ sagði Alli Vill, (Alli fiskimaður), þegar honum þótti hæfa í rökræðum. Ég held að ég taki þetta ráð hins látna vinar míns, líti á bréfið sem ónýtt plagg, og við höldum áfram með málið Er ekki verið að biðja um nýtt Ísland? Landsbankinn gefur úr lófa Eftir Helga Kristjánsson »Reyndi ég að bregða á það ráð að biðja útibússtjórann að panta fyrir mig viðtalstíma hjá lögfræðideildinni. Hann harðneitaði því og sagði að deildin hefði annað við tíma sinn að gera. Helgi Kristjánsson Höfundur er eldri borgari í Ólafsvík. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST. SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FRÁ REDKEN. Finndu það sem hentar þínu hári. Takmarkað magn, tilboð á meðan birgðir endast. SÖLUSTAÐIR REDKEN BEAUTY BAR FAGFÓLK HJÁ DÚDDA HÖFUÐLAUSNIR MEDULLA MENSÝ N-HÁRSTOFA PAPILLA SALON REYKJAVÍK SALON VEH SCALA SENTER Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 har@har.is REDKEN Iceland á KAUPTU 2 + 1 FRÍTT Redken vörur Redken sjampó Norræna Atlantssamstarfið (NORA) vill efla samstarf á Norður-Atlants- svæðinu. Ein leiðanna að þessu markmiði er veiting styrkja tvisvar á ári til sam- starfsverkefna með þátttöku að lág- marki tveggja af fjórum aðildarlöndum NORA (Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og sjávarbyggðum Noregs). NORA óskar því eftir verkefnahug- myndum og styrkumsóknum með um- sóknarfrest þann 1. október 2012. NORA hefur nú kynnt nýja fimm ára skipulagsáætlun sem finna má á heimasíðunni, www.nora.fo, þar sem bent er á meginviðfangsefni á svæðinu og hvar áherslur liggja varðandi verk- efnastuðning á tímabilinu 2012–2016: – Að styrkja sterku hliðarnar enn frekar með stuðningi við sjálfbæra þróun efnahagslega mikilvægustu at- vinnugreina svæðisins. Það verður gert með því að styrkja nýsköpunarverk- efni á sviði sjávarútvegs og auðlinda hafsins. Það geta til að mynda verið verkefni sem snerta aukaafurðir og vannýttar auðlindir. – Að skapa ný tækifæri og efla fjöl- breytni svæðisbundinna hagkerfa með því að styðja þróun nýrra atvinnutæki- færa, framleiðslu, framleiðsluaðferða og markaðssetningar, t.d. verkefni í ferðaþjónustu, landbúnaði eða verkefni sem varða endurnýjanlegra orkugjafa. – Að sigrast á fjarlægðum, sem er eitt stærsta viðfangsefni á NORA- svæðinu og því verður mætt með því að styrkja verkefni á sviði fjarskipta, samgangna og flutninga og athafna- miðaðra greininga. Verkefnin geta t.d. varðað þróun upplýsingatækni sem henta sérstökum aðstæðum á Norður- Atlantssvæðinu eða eru til þess fallin að fjölga störfum í fámennum byggðar- lögum eða á jaðarsvæðum. Auk þessa hefur NORA áhuga á að efla samstarf við nágranna norðurslóða til vesturs. Þess vegna vill NORA gjarnan styrkja verkefni þar sem um samstarf NORA-landanna við Kanada og skosku eyjarnar er að ræða. NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og mest til þriggja ára. Skilyrði er að þátttaka sé frá a.m.k. tveimur NORA-löndum. Á heimasíðu NORA, www.nora.fo er að finna leiðbeiningar um umsóknar- ferilinn undir valtakkanum „Guide til projektstøtte“. Þá er umsækjendum velkomið að leita til skrifstofu NORA um nánari upplýsingar og ráðgjöf. Tengiliður á Íslandi er: Sigríður K. Þorgrímsdóttir Byggðastofnun S. 455 5400 Sigga@byggdastofnun.is Umsóknareyðublaðið er að finna á heimasíðu NORA og senda á umsókn- ina rafrænt (á word-formi) til NORA og sömuleiðis útprentaða og undirritaða umsókn með pósti. Fylgigögn, eins og verklýsing og annað ítarefni, sendist rafrænt (á word, excel eða pdf-formi). Norræna Atlantssamstarfið (NORA) er verkefnasamstarf milli Færeyja, Grænlands, Íslands og strandhéraða Noregs og heyrir undir norrænu ráðherranefndina, sem fjármagnar starfsemina ásamt fjárframlagi þátttökulandanna. NORDISK ATLANTSAMARBEJDE Bryggjubakki 12 · Box 259 · FO-110 Tórshavn Tel: +298 30 69 90 · nora@nora.fo NORA styrkir samstarf á Norður- Atlantssvæðinu VER KEFN AST UÐN INGU R Nordisk Atlantsamarbejde www.birkiaska.is Bodyflex Strong Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.