Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 1

Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 1
Morgunblaðið/Valdís Thor ÍLS Slæm afkoma hefur seinkað vinnu vegna óverðtryggðra lána. Stór hluti skýringar þess að eignir Íbúðalánasjóðs hafa rýrnað um þrjá milljarða er að eignir sem sjóðurinn yfirtók í fyrra, einkum á lands- byggðinni, reyndust ekki eins verð- mætar og áður var talið. Þær hafi upphaflega verið bókfærðar miðað við fasteignamat en nú hefur komið í ljós að markaðsvirði þeirra er undir fasteignamati, að sögn Sig- urðar Erlingssonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs. „Þetta endurspeglar þá stað- reynd að um er að ræða í mörgum tilfellum eignir á erfiðum svæðum á landsbyggðinni og að þær eru margar í löku ástandi,“ segir Sig- urður. Tap Íbúðalánasjóðs í fyrra var 3,1 milljarður og segir Sigurður þörf á ríflega 14 milljarða fjár- framlagi frá ríkinu til að sjóðurinn uppfylli kröfur um eiginfjárhlut- fall. Sigurður segir að pólitískur þrýstingur sé á sjóðinn að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán. »26 Íbúðirnar úti á landi verðminni en talið var L A U G A R D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  204. tölublað  100. árgangur  GETUR SUNGIÐ HEILU LÖGIN AFTUR Á BAK JAFNVÆGI Á LÍKAMA OG SÁL BÖRN OG FORELDRAR Í SVEPPAFRÆÐSLU Í HEIÐMÖRK SUNNUDAGSMOGGINN KÚALABBAR OG SLÍMSTAUTAR 10SKÚRKURINN Í ÁVAXTAKÖRFUNNI 51 Bráðnun Grænlandsjökuls er miklu hraðari en gert hefur verið ráð fyrir. „Eitt augljósasta dæmið um breytinguna er mikill fjöldi stöðuvatna, fljóta og áa, sem nú birtast á víð og dreif ofan á íshellunni miklu,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjalla- og jarðfræðingur. Haraldur, Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, og Skúli Mogensen athafnamaður fóru á Grænlandsjökul fyrir nokkrum dögum, flugu yfir ísbreiðuna á þyrlu, komu víða við og skoðuðu þá stórviðburði sem eru í gangi á jöklinum. Fjöldi ljós- mynda sem Ragnar tók í ferðinni og frásagnir þeirra eru birtar í Sunnudagsmogganum í dag. Haraldur segir að sennilega sé enginn staður á jörðu að breytast jafnhratt nú og Grænlandsjökull. Á þversprungnum ísnum hefur myndast fjöldi tjarna og stöðuvatna vegna hraðrar ísbráðnunar. Mörg þúsund vötn hafa myndast og talið er að nú sé að meðaltali eitt ísvatn á hverja 33 ferkílómetra á því svæði Grænlandsjökuls sem kannað hefur verið. „Hvaða áhrif getur bráðnun heimskautsjökla og hafíss haft á hafstrauma umhverf- is Ísland?“ spyr Haraldur í grein sinni. ,,Fylgjumst við nægi- lega vel með þessum breytingum, sem geta haft stórkostleg áhrif á efnahag okkar allra?“ Á myndinni má sjá Harald mæla hitastigið í skærbláu ísvatn- inu. Skúli Mogensen heldur í línu sem tryggir öryggi Haraldar við glerhálan vatnsbakkann. Vötn og stórfljót á íshellunni  Enginn staður er að breytast jafnhratt og Grænlandsjökull Morgunblaðið/RAX  Bráðnun getur haft „stórkost- leg áhrif á efnahag okkar allra“  Talið að eitt ísvatn sé að með- altali á hverja 33 ferkílómetra Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vísbendingar eru um að makríl- stofninn í Norðaustur-Atlantshafi sé stærri en haldið hefur verið fram. Guðmundur Óskarsson fiskifræðing- ur segir að Alþjóðahafrannsóknaráð- ið byggi stofnmatið að verulegu leyti á aflatölum. „Ef þær eru rangar, sem ýmislegt bendir til, færðu rangt stofnmat,“ segir Guðmundur. Í fæðugöngu norður og vestur á bóginn í sumar er áætlað að makríll í íslenskri lögsögu, alls um 1,5 millj- ónir tonna, hafi étið um eða yfir 3 milljónir tonna. Langmest étur hann af rauðátu og er svo komið að ljósáta er orðin áberandi í fæðu síldar, en rauðáta var áður efst á matseðli hennar. Fram kemur í samtali við Guðmund að ýmsir halda því fram að uppsjávarstofnar í NA-Atlantshafi séu orðnir of stórir fyrir vistkerfið. Auk átu er fiskmeti af ýmsum toga að finna í fæðu makríls þó að það sé í minna mæli. Hafrannsóknastofnun hefur einkum safnað fæðusýnum í flottroll fjær landi þar sem megin- stofn makríls heldur sig. Undanfarið hefur sýnum einnig verið safnað í afla minni báta, sem veiða makríl á svæðum þar sem oft er að finna seiði og ungfiska. „Eitthvað er það sem rekur makríllinn inn í hafnir landsins og þar er örugglega ekki mikið af átu fyrir hann,“ segir Guðmundur. MBarist um fæðuna í hafinu »24 Makrílstofn stærri en talið hefur verið  Áætlað að makríll hafi étið 3 milljónir tonna í lögsögunni í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.