Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Valdís Thor ÍLS Slæm afkoma hefur seinkað vinnu vegna óverðtryggðra lána. Stór hluti skýringar þess að eignir Íbúðalánasjóðs hafa rýrnað um þrjá milljarða er að eignir sem sjóðurinn yfirtók í fyrra, einkum á lands- byggðinni, reyndust ekki eins verð- mætar og áður var talið. Þær hafi upphaflega verið bókfærðar miðað við fasteignamat en nú hefur komið í ljós að markaðsvirði þeirra er undir fasteignamati, að sögn Sig- urðar Erlingssonar, forstjóra Íbúðalánasjóðs. „Þetta endurspeglar þá stað- reynd að um er að ræða í mörgum tilfellum eignir á erfiðum svæðum á landsbyggðinni og að þær eru margar í löku ástandi,“ segir Sig- urður. Tap Íbúðalánasjóðs í fyrra var 3,1 milljarður og segir Sigurður þörf á ríflega 14 milljarða fjár- framlagi frá ríkinu til að sjóðurinn uppfylli kröfur um eiginfjárhlut- fall. Sigurður segir að pólitískur þrýstingur sé á sjóðinn að bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán. »26 Íbúðirnar úti á landi verðminni en talið var L A U G A R D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  204. tölublað  100. árgangur  GETUR SUNGIÐ HEILU LÖGIN AFTUR Á BAK JAFNVÆGI Á LÍKAMA OG SÁL BÖRN OG FORELDRAR Í SVEPPAFRÆÐSLU Í HEIÐMÖRK SUNNUDAGSMOGGINN KÚALABBAR OG SLÍMSTAUTAR 10SKÚRKURINN Í ÁVAXTAKÖRFUNNI 51 Bráðnun Grænlandsjökuls er miklu hraðari en gert hefur verið ráð fyrir. „Eitt augljósasta dæmið um breytinguna er mikill fjöldi stöðuvatna, fljóta og áa, sem nú birtast á víð og dreif ofan á íshellunni miklu,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjalla- og jarðfræðingur. Haraldur, Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, og Skúli Mogensen athafnamaður fóru á Grænlandsjökul fyrir nokkrum dögum, flugu yfir ísbreiðuna á þyrlu, komu víða við og skoðuðu þá stórviðburði sem eru í gangi á jöklinum. Fjöldi ljós- mynda sem Ragnar tók í ferðinni og frásagnir þeirra eru birtar í Sunnudagsmogganum í dag. Haraldur segir að sennilega sé enginn staður á jörðu að breytast jafnhratt nú og Grænlandsjökull. Á þversprungnum ísnum hefur myndast fjöldi tjarna og stöðuvatna vegna hraðrar ísbráðnunar. Mörg þúsund vötn hafa myndast og talið er að nú sé að meðaltali eitt ísvatn á hverja 33 ferkílómetra á því svæði Grænlandsjökuls sem kannað hefur verið. „Hvaða áhrif getur bráðnun heimskautsjökla og hafíss haft á hafstrauma umhverf- is Ísland?“ spyr Haraldur í grein sinni. ,,Fylgjumst við nægi- lega vel með þessum breytingum, sem geta haft stórkostleg áhrif á efnahag okkar allra?“ Á myndinni má sjá Harald mæla hitastigið í skærbláu ísvatn- inu. Skúli Mogensen heldur í línu sem tryggir öryggi Haraldar við glerhálan vatnsbakkann. Vötn og stórfljót á íshellunni  Enginn staður er að breytast jafnhratt og Grænlandsjökull Morgunblaðið/RAX  Bráðnun getur haft „stórkost- leg áhrif á efnahag okkar allra“  Talið að eitt ísvatn sé að með- altali á hverja 33 ferkílómetra Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vísbendingar eru um að makríl- stofninn í Norðaustur-Atlantshafi sé stærri en haldið hefur verið fram. Guðmundur Óskarsson fiskifræðing- ur segir að Alþjóðahafrannsóknaráð- ið byggi stofnmatið að verulegu leyti á aflatölum. „Ef þær eru rangar, sem ýmislegt bendir til, færðu rangt stofnmat,“ segir Guðmundur. Í fæðugöngu norður og vestur á bóginn í sumar er áætlað að makríll í íslenskri lögsögu, alls um 1,5 millj- ónir tonna, hafi étið um eða yfir 3 milljónir tonna. Langmest étur hann af rauðátu og er svo komið að ljósáta er orðin áberandi í fæðu síldar, en rauðáta var áður efst á matseðli hennar. Fram kemur í samtali við Guðmund að ýmsir halda því fram að uppsjávarstofnar í NA-Atlantshafi séu orðnir of stórir fyrir vistkerfið. Auk átu er fiskmeti af ýmsum toga að finna í fæðu makríls þó að það sé í minna mæli. Hafrannsóknastofnun hefur einkum safnað fæðusýnum í flottroll fjær landi þar sem megin- stofn makríls heldur sig. Undanfarið hefur sýnum einnig verið safnað í afla minni báta, sem veiða makríl á svæðum þar sem oft er að finna seiði og ungfiska. „Eitthvað er það sem rekur makríllinn inn í hafnir landsins og þar er örugglega ekki mikið af átu fyrir hann,“ segir Guðmundur. MBarist um fæðuna í hafinu »24 Makrílstofn stærri en talið hefur verið  Áætlað að makríll hafi étið 3 milljónir tonna í lögsögunni í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.