Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 ✝ Heiða BjörkHjaltadóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1977. Hún lést á heimili sínu 15. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar eru Margrét Sig- rún Skúladóttir, f. 25.10. 1953, og Hjalti Berg Hann- esson, f. 23.2. 1951. Systkini Heiðu sammæðra eru Yngvi Ómar Sig- hvatsson, f. 26.4. 1969, og Sig- hvatur Adam Sighvatsson, f. 1.6. 1970. Systkini Heiðu samfeðra eru Guðmundur Berg, f. 1985, Guðbjörg Berg, f. 1987, Jóhann- es Berg, f. 1990, Brynjar Berg, f. 1997, og Birta Kristrún Berg, f. 1998. Börn Heiðu eru Daníel Andri Val- týsson, f. 27.8. 1996, og Sara Mán- ey Vignisdóttir, f. 18.1. 2002. Heiða Björk ólst upp í Reykjavík og lauk grunnskóla- prófi frá Fellaskóla og hóf nám í Iðn- skólanum í Reykja- vík. Heiða Björk ólst upp hjá móður sinni og Birni Kristjánssyni sem gekk henni í föðurstað á unga aldri og voru þau mjög náin. Heiða Björk bjó á ýmsum stöðum í Reykjavík og nú síðast í Marklandi 16. Útför Heiðu Bjarkar fór fram frá Fella- og Hólakirkju 30. ágúst 2012. Elsku mamma, það er svo sárt að kveðja þig. Ég fékk ekki oft að hitta þig en ég elskaði þig svo mikið. Og þegar ég fékk að hitta þig þá voru það bara einar bestu stund- irnar mínar og það er svo sárt að hugsa um að þú valdir vitlaust líf til að lifa sem útilokaði mig og Söru of oft, því við vissum vel að þú elskaðir okkur ofur heitt … eins og við elskum þig. Núna um páskana gafstu mér litla bók, þar sem þú varst búin að merkja við hina og þessa texta sem þér fannst ég eiga að lesa, og þetta er einn af þeim sem höfðu mest áhrif á mig: Mig langar til að biðja þig bónar. Gerðu allt sem ég gat aldrei gert. Skoðaðu staði sem ég gat aldrei skoðað. Kynnstu hlutum sem eru ofar skilningi mínum. Þetta ætla ég að gera mamma mín og ég ætla að standa mig vel í skólanum til þess að geta opnað mér leið að góðri framtíð, svo ég hafi betri möguleika á geta skoðað og skilið heiminn. Og svo þessi texti úr bókinni: „Sonur minn“ segi ég með stolti þegar ég kynni þig. Ég get ekki lýst því hversu mikið mér þykir vænt um þig, elsku mamma mín, og þetta er svo óraunverulegt að ég get ekki trú- að að þú sért farin. Ég mun alltaf elska þig og aldr- ei gleyma þér og mun passa upp á Söru Máneyju. Þinn sonur, Daníel Andri. Elsku besta mamma mín. Ég sakna þín svo mikið og ég vildi að ég hefði fengið að hitta þig oftar. Pabbi segir að þú sért engill núna og fylgist með mér, en ég vil það ekki. Hann ætlar að gefa mér ilm- vatnið sem þú notaðir alltaf svo ég geti alltaf fundið mömmulyktina og það heitir Angel alveg eins og þú ert núna. Ég vona að þér finnist myndin falleg sem ég teiknaði og lét hjá þér í kistuna og steinninn okkar Daníels. Elska þig mamma. Þín dóttir, Sara Máney. Elsku Heiða mín, elsku greyið mitt. Þessi frétt er þyngri en tár- um taki, en það kom af því að það gerðist sem maður var búinn að óttast og kvíða lengi lengi. Samt kom þetta mér mjög á óvart. Það er svo stutt síðan þú hringdir í mig eftir að þú heyrðir að Daníel hefði komist inn í og ætl- að í framhaldsskóla og hversu Sara Máney blómstraði í skólan- um, hve falleg, einlæg og yndisleg þau bæði væru og hve stolt þú værir af þeim. Þú baðst um fyr- irgefningu og þakkaðir mér fyrir að hafa alltaf verið tilbúinn til að hjálpa þér og verið hreinskilinn við þig, sama hvað gekk á. Ég sé það núna að þig grunaði í hvað stefndi og þú varst að kveðja og vildir vera viss um að ég vissi að þú værir þakklát fyrir það sem gert hefur verið. Mánuði seinna varst þú öll vinan mín. Ég mun passa upp á börnin okkar sem aldrei fyrr og ég þakka þér svo heitt og innilega fyrir þau. Þau eru algjörir gimsteinar og svo yndislega góð og blíð. Daníel Andri er orðinn svo flottur, góður og fallegur og traustur strákur og algjört gull af manni. Hann hefur þroskast svo mikið núna upp á síðkastið og ég er svo stoltur af honum og ég veit að þú varst það líka. Sara Máney, litla sæta prins- essan okkar, er skemmtileg og fal- leg útgáfa af okkur báðum. Ynd- islega góð, hreinskilin, samviskusöm, heiðarleg og opin- ská – stundum skemmtilega of mikið, yndislegt og fallegt fiðrildi. Núna vill Sara Máney að ég kaupi handa sér ilmvatnið sem þú notaðir alltaf því það er „mömmu- lykt“, ilmvatnið Angel sem ég keypti fyrst fyrir þig 1999, og greyið passar vel upp á alla hluti sem þú gafst henni sem ilmvatnið hefur snert. Þetta gafst þú heiminum, Heiða mín, og enginn getur tekið það frá þér, þau eru tvö falleg blóm sem gera heiminn fallegri og betri. Það er langt síðan ég fyrirgaf þér Heiða mín og ég veit hvaða byrði þú barst innan í þér og að sektarkenndin var nokkuð sem þú gast aldrei unnið á. Mér þótti alltaf ofurvænt um þig og mun alltaf gera, elsku Heiða mín. Við áttum okkar góða tíma saman og hann er meira virði en allt annað og ég mun fylgja þér síðustu sporin sem sannur vinur sem ég var þér alltaf. Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar. Jesús gefðu mér eilíft ljós sem aldrei slökknar. (Höfundur ókunnur) Sigrún og Bjössi, ég votta ykk- ur mína innilegustu samúð og ef eitthvað er þá er ég til staðar. Hjalti minn, ég votta þér og börnum þínum mína innilegustu samúð. Yngvi Ómar og Sighvatur Adam, ég votta ykkur mína inni- legustu samúð. Vignir Ari Steingrímsson. Elsku Heiða mín, ég er núna að átta mig á því að þú ert farin og ég fæ aldrei að sjá þig eða heyra meir. Ég hugsa til þín og þinnar bar- áttu í lífinu. Hvernig atburðir og atvik snerust gegn þér og gerðu þér lífið svo erfitt elskan mín. Man ég samt vel eftir að þrátt fyrir allt varstu alltaf bjartsýn, það var ein- kenni þitt í mínum huga. Ég man líka að þegar þú fædd- ist þá var ég átta ára og ekki á Ís- landi, man hvað ég var spenntur að koma heim og sjá stelpuna. Þú varst svo falleg og áttir svo stóra drauma og alltaf með bjartsýnina að vopni voru draumsýnir byggð- ar og baráttunni haldið áfram. Þar til núna. Það verður ekki aftur snúið úr þessu kæra systir og það er svo óendanlega dapurt. Ég sakna þín og þess sem hefði getað orðið og hugsa til barnanna þinna með ást- úð og von í huga. Þinn bróðir, Yngvi Ómar Sighvatsson. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Elsku Heiða mín. Þakka þér fyrir Daníel Andra og Söru Mán- eyju. Við munum gæta þeirra og leiða hér eftir sem hingað til. Guð geymi þig. Ingibjörg Óskarsdóttir. Elsku Heiða mín, ég þakka þér fyrir góðar stundir og sendi fjöl- skyldu þinni og börnum innilegar samúðarkveðjur. Mér fannst þetta eiga vel við: Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Sigríður Ólöf. Elsku vinkona mig langar að kveðja þig með örfáum orðum. Enda þótt ævi þín hafi ekki ávallt verið dans á rósum kynntist ég fyrir röskum tuttugu árum óvenju glaðlegum og heillandi unglingi. Það var auðvelt að heillast af líf- legri framkomu þinni, smart klæðnaði og vinalegri framkomu. Þrátt fyrir að við ættum ekki alltaf samleið um ævina var ávallt kært á milli okkar og mikið gaman að hittast ýmist á förnum vegi eða yf- ir kaffibolla með sameginlegum vinum. Til þeirra stunda hugsa ég nú með hlýju og þakka fyrir hlátrasköll og góðar stundir. Þú varst á þinn einstaka hátt sannur vinur vina þinna og lést enga vitleysu yfir þá ganga. Ég fékk svo sannarlega að kynnast og njóta þess hversu trygglynd og réttsýn þú varst þegar að vinum þínum var vegið. Að sama skapi var erfitt að horfa upp á veikindi þín taka mikinn toll af lífi þínu þrátt fyrir hetjulega baráttu þína. Baráttu sem við vitum öll að var háð barna þinna vegna sem þú elskaðir svo heitt. Til fallegu barnanna þinna tveggja, Daníels og Söru, ásamt fjölskyldu sendi ég mína dýpstu samúð. Þú skilur eftir stórt skarð víða kæra vinkona og þín verður saknað sárt. Rósalind Guðmundsdóttir. Nú er komið að kveðjustund sem ég á erfitt með að sætta mig við elsku vinkona. Það sem ég er sáttust við er hversu margar ljúf- ar og góðar minningar ég á um þig í gegnum áralanga vináttu. Ég mun muna smitandi hlátur þinn á ljúfsáran hátt um ókomna tíð og ófáar skemmtilegar stundir. Þín verður sárt saknað úr vinahópi mínum enda vinátta okkar staðið í rösk tuttugu ár. Hugur minn er hjá ykkur að- standendum, sér í lagi Daníel Andra og Söru Máneyju. Megi guð vera með ykkur í þessari miklu sorg. Vináttu mína átt þú að eilífu. Ninja Björk Sigurðardóttir. Elsku vinkona, fréttin um and- lát þitt kom sem reiðarslag. Það hryggir mig innilega að þurfa að kveðja þig svo snemma en ég reyni að hugga mig við að nú ert þú á betri stað. Liðin eru um það bil 20 ár síðan við hittumst fyrst og man ég sér- staklega eftir því hve ótrúlega op- in, falleg og skemmtileg þú varst. Í gegnum árin hafa safnast saman margar minningar sem ég mun halda í. Þinn helsti kostur var í mínum huga að þú varst sannur vinur vina þinna. Alltaf skyldir þú standa með þeim ef að þeim var vegið. Einstaka frásagnargáfu hafðir þú einnig og gátum við velst um úr hlátri með tárin rennandi þegar þú fórst að segja frá uppá- tækjum þínum. Ég kveð þig með sorg í hjarta og sendi Daníel, Söru og fjöl- skyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Guð geymi þig elsku Heiða. Íris Anita Hafsteinsdóttir. Elsku besta vinkona okkar, nú sitjum við hérna saman tvær og langar til að kveðja þig með örfá- um orðum. Þetta reynist okkur erfitt að sitja hér og vera að skrifa kveðju- orð til þín sem fórst frá okkur svona langt fyrir aldur fram. Síð- an við fengum þessa sorglegu frétt um að þú værir farin frá okk- ur hefur hugur okkar flogið niður minningastræti um allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við áttum með þér á yngri árum þeg- ar við vorum saklausar og svolitlir kjánar á lífið, en aldrei hefði okkur grunað þá að lífið gæti reynst okk- ur jafnerfitt og raun ber vitni. En elsku Heiða okkar, við minnumst þín með bros á vör yfir öllum þeim broslegu stundum og þeim mikla húmor sem einkenndi okkur vinkonurnar. Takk fyrir að vera svona ynd- isleg og góð vinkona sem þú varst, þú varst svo sannarlega elskuð Heiða mín, minning þín verður perla í lífi okkar. Elsku Sigrún, Bjössi, Daniel Andri og Sara Máney, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að vernda og gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson) Kveðja, Jenný og Sakina. Heiða Björk Hjaltadóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SNORRI S. JÓNSSON, Sunnubraut 15, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, þriðjudaginn 28. ágúst. Jarðsett verður frá Akraneskirkju mánudaginn 3. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Kristbjörg H. Pétursdóttir, Kristján Björn Snorrason, Þóra Þrastardóttir, Guðný Snorradóttir, Árni Sörensen, Anna Jóna Snorradóttir, Jón Magnús Magnússon, Kristín Snorradóttir, Þorvaldur Einar Þorvaldsson, Helga Sigfríður Snorradóttir, Jón Hallfreð Engilbertsson, Þórunn Snorradóttir, Jón Ágúst Björnsson, Erla Bjargmundsdóttir, Gunnar Björnsson, Einar Pétur Bjargmundsson, Erla Signý Lúðvíksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku sonur okkar, bróðir og faðir, RÓBERT EMANÚEL GLAD, Ingólfsstræti 7b, 101 Reykjavík, andaðist á heimli sínu sunnudaginn 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. september kl. 15.00. Daniel Jóhannes Glad, Marianne Elisabeth Glad, Sam Daniel Glad, Clarence Edvin Glad, Barbro Elisabeth Glad, Anna Rakel Róbertsdóttir Glad, Ágúst Róbert Glad, Vigdís Marianne Glad, Ísak Emanúel Róbertsson Glad. ✝ Ástkær móðir okkar, KRISTÍN ÓSKARSDÓTTIR Dídí, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn 22. ágúst. Jarðsungið verður í Laugarneskirkju fimmtudaginn 6. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Ármannsdóttir, Björgvin Ármannsson, Hlynur Þór Ingólfsson, Óskar Ármannsson, Bjarnfreður Ármannsson, Ægir Örn Ármannsson, Anna Jóna Ármannsdóttir, Guðný Björk Ármannsdóttir, Þórleif Ármannsdóttir, Erla Dögg Ármannsdóttir, Sigurbergur Ármannsson. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LOFTUR ÓLAFSSON, Logafold 20, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 30. ágúst. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 7. september kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Hjálparstarf kirkjunnar njóta þess. Valgerður Gísladóttir, Ólafur Loftsson, Þórdís Ólafsdóttir, Hildur Loftsdóttir, Birgir Sigurðsson, Rúna Guðrún Loftsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, afabörn og langafabörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞRÁINN KRISTINSSON, fyrrverandi skipstjóri, Fagrahjalla 3, Kópavogi, lést fimmtudaginn 30. ágúst. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. september kl. 15.00. Björg Helgadóttir, Þorbjörg Þráinsdóttir, Magnús Ásgeirsson, Geir Þráinsson, Kristín Sigurðardóttir, Halldór Þráinsson, Steinunn Þ. Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.