Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Maðurinn minn og vinkona voru reyndar farin að undirbúaóvænta afmælisveislu fyrir mig en ég var farin að veltafyrir mér að geyma afmælishaldið aðeins sökum anna, seg- ir Svanhvít Friðriksdóttir sem fagnar þrítugsafmæli í dag 1. sept- ember. „Síðan snerist mér hugur og fór að bjóða fólki í veislu og þá létu þau mig vita. Þau voru annars búin að ná á velflesta gestina svo það var auðvelt hjá mér að ná á restina,“ segir hún létt. Afmælinu nú verður fagnað í nokkrum áföngum. „Ég ætla að vera með smá boð fyrir vini á afmælisdaginn sjálfan og síðan bjóða fjöl- skyldunni sér,“ segir Svanhvít. „Mig langaði svona að hafa þetta að- eins nánara svo að geti spjallað við alla í góðu tómi, og boðið upp á veitingar og svona.“ Svanhvít hefur annars í nægu að snúast þessa dagana ásamt því að undirbúa afmæli. Auk þess að hafa nýhafið nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík eru börnin á heimilinu þrjú, þ.e. 8 ára, 4 ára og 9 mánaða og því nóg að gera. „En þetta er bara gaman. Ég fæ góða hjálp, bæði er maðurinn minn mjög duglegur að hjálpa til auk þess sem vinkona mín ætlar að lána okkur stærra húsnæði undir veisluna.“ Af fyrri afmælum nefnir hún að tvítugsafmælið hafi verið eftirminnilegt. „En þá hélt ég stóra veislu á stað niðri í bæ þangað sem öll fjölskyldan og vinirnir mættu.“ gunnhildur@mbl.is Svanhvít Friðriksdóttir er þrítug í dag Þrítug Svanhvít ætlar að fagna áfanganum með vinum og fjölskyldu. Stefnir í veislu í nokkrum áföngum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akranes Sölvi fæddist 12. júlí kl. 7.43. Hann vó 17 merkur og var 54 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Sóley Dögg Guðbjörnsdóttir og Viðar Freyr Við- arsson. Nýr borgari Brúðhjón María Rut Baldursdóttir og Eyþór Grétar Grétarsson giftu sig 21. júlí síðastliðinn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Brúðkaup S karphéðinn fæddist á Eg- ilsstöðum, klukkutíma eftir að móðir hans lenti þar með flugvél er for- eldrar hans voru að flytja austur. Þar stofnuðu þau prent- smiðjuna Héraðsprent sem þau hafa starfrækt síðan. Skarphéðinn var í Grunnskóla Eg- ilsstaða, lauk sveinsprófi í vélsmíði frá Verkmenntaskóla Austurlands 1995, stundaði nám við Tækniskóla Íslands og lauk þaðan prófum í vél- tæknifræði 2003. Véltæknifræðingur hjá Verkís Skarphéðinn var til sjós á tog- urum, vann við löndum og fisk- vinnslu hjá Karli Sveinssyni í Borg- arfirði eystra, vann í byggingavinnu og við ljósleiðaralagnir en var á samningi hjá Sölva Aðalbjarnarsyni á Egilsstöðum. Skarphéðinn Þráinsson, véltæknifr. og áhugaljósmyndari – 40 ára Sjálfsmynd Mynd sem Skarphéðinn tók af sjálfum sér í íshelli á Vatnajökli veturinn 2011. Fangar fiska, fugla og augnablik með linsunni Feðgarnir Skarphéðinn og sonur hans, Ísar Logi, í Hvammsvík í Hvalfirði. María Hjörvar söng og dans- aði fyrir ætt- ingjana sína til að safna pen- ingum fyrir Rauða kross Íslands. Hún safnaði 1.142 krónum. Söfnun Hörður Kristins- son, tæknifræð- ingur og fyrrver- andi landsliðs- maður í handbolta og kajakræðari, er sjötugur í dag, 1. september. Hann og kona hans Rut Rebekka Sigurjóns- dóttir fagna afmælinu með fjölskyldu og vinum. Árnað heilla 70 ára Skalli • Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 - 23 MJÓLKURÍS GAMLI ÍSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.