Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Í kvöld verður haldið svokallað „Oldskool Hardcore“ kvöld á Þýska barnum, en þá er spiluð danstónlist frá árunum 1990 til 1993, en einnig fær að hljóma jungle og drum ’n’ bass frá árunum 1994-1998. Maggi Lego og Þórhallur Skúla- son ríða á vaðið, en þeir voru meðal helstu brautryðjenda í íslenskri danstónlist á sínum tíma. Dj Frímann spilaði mikið á ólög- legum uppákomum á þessum tíma þar sem spiluð var danstónlist, en hann kemur fram með Bjössa Brunahana. Þeir Maggi, Þórhallur, Frímann og Bjössi leika aðallega hardcore, en Reynir Pálsson, einn liðsmanna Skýjum ofar og einn stofnenda breakbeat.is, leikur jungle og drum and bass, en sú tónlist tók við af hardcore-inu. Goðsögn Þórhallur Skúlason og Sigurbjörn Þorgrímsson heitinn skipuðu Hardcore-sveitina Ajax. Oldskool Hardcore kvöld Það hefur verið einkar at-hyglisvert að fylgjast með„gengi“ rússneskukvennasöngsveitarinnar (svo ég vitni nú í Með allt á hreinu) að undanförnu og hafa lætin í kring- um hana varla farið framhjá nokkr- um manni. Hér er tekist á um grundvallargildi, þann rétt að tala frá hjartanu um eitthvað sem maður er ósammála og nota til þess aðferð- ir eftir eigin höfði. „Frelsi“ Þegar gengið er svo rösklega gegn því sem hingað til hefur verið talið boðlegt verður ávallt úlfaþytur, þannig er heimssagan og viðbrögðin koma ekki á óvart. Íhaldsmenn fussa og sveia yfir ræfla- rokkurunum líkt og þeir hafa alltaf gert, hvort sem árið er 1968, 1977 eða 2012, á meðan þeir sem hallari eru undir sósíalísk viðhorf fagna sem mest þeir mega yfir tiltæki Bono sjálfur í „God Part II“. Og kannski er of langt seilst að ætla að bera saman starfsemi Pussy Riot í Rússlandi og þjóðernisbaráttu þá sem Runrig hefur unnið að í gegn- um tíðina. Það yrði þó forvitnilegt að sjá hvernig breskt réttarkerfi myndi bregðast við ef ungsveitin Haggis Riot færi að vera með uppi- stand í helgustu véum Bretadrottn- ingar. Tónlistin gerir yður frjálsan … Reuters Eltingaleikur Rússneskur lögreglumaður eltist við eina af stuðningskonum pönksveitarinnar Pussy Riot. sveitarinnar. Sveitarinnar já, því að Pussy Riot er rokkhljómsveit, pönk- hljómsveit svo við gerumst ná- kvæm, og það er í gegnum þá ver- und sem meðlimir hafa viðhaft mótmæli sín. Við könnumst vel við notkun tónlistar til að koma á breyt- ingum og vekja fólk til umhugsunar um brýn samfélagsmál í popp- heimum, sjá Dylan, U2, Sex Pistols o.s.frv. Og þar á undan alþýðu- söngvar frá Woody Guthrie og álíka. Og enn aftar er hægt að fara, þegar hirðfífl og farandskáld potuðu í valdhafa með kímnigáfu að vopni. Ég fór að hugsa um þessa hluti þegar ég var staddur inni í O2- verslun hér í Edinborg, af öllum stöðum. Skyndilega brast á með lagi af nýjustu plötu PJ Harvey, Let England Shake, og ég varð – eins og venjulega – hissa og gjörsamlega gagntekinn af kraftinum í þessari plötu. Undir lögunum kraumar ein- hver orka sem erfitt er að henda reiður á, eins og Harvey hafi náð að fanga eitthvað ógurlegt í lagasmíð- unum sem eru, augljóslega og líka ekki eins augljóslega, gagnrýni á England og einhvers konar ljúfsár hugleiðing um stöðu þess, eðli og eigindir, innbyggða galla og ljót- leika. Hugur minn beindist því um- svifalaust til Skotlands í framhald- inu, því hér eru ungir sem aldnir að velta fyrir sér mögulegu sjálfstæði af miklum móð – sjálfstæði frá Eng- landi þá fyrst og fremst sem er „að- al“ í því sem kallað er Stóra- Bretland. Undiraldan er tilfinnanleg og birtist m.a. í plötubúðunum þar sem búið er að setja skoska tónlist í öndvegi. Runrig og ámóta sveitir standa þar stoltar í eigin rekkum. Hversu mikla rullu getur tónlist spilað þegar samfélög eru að oln- boga sig í átt að einhverju sem væri hægt að kalla „frelsi“? Ekki var hún í forgrunni hérlendis. En hefur reynst beitt vopn í Rússlandi greini- lega. Yfirvöld þar eru, greinilega, hrædd. Björk átti þá kröftuga inn- komu í baráttu Grænlendinga og Færeyinga með laginu sínu „De- clare Independence“. Í Skotlandi er tónlistin að miklum hluta samofin þjóðarímyndinni og gæti reynst mönnum vel. Ég sé samt ekki mið- aldra meðlimi Runrig fyrir mér á bak við lás og slá. Eða hvað? Haggis Riot! „I don’t believe that rock n’ roll / Can really change the world“ söng »Ég sé samt ekki mið-aldra meðlimi Runrig fyrir mér á bak við lás og slá. Eða hvað?  Pönkpíurnar í Pussy Riot hafa vakið heimsathygli að undanförnu  En er það svo að rokktónlist geti komið á ein- hverju sem hægt er að kalla umbætur? TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is 56.000 MANNS! ÍSL TEXTI LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 2 VIKUR Á TOPPNUM Í USA THE EXPENDABLES 2 Sýnd kl. 6 - 8 - 10:10 (Power) ÁVAXTAKARFAN Sýnd kl. 2 - 4 - 6 PARANORMAN3D Sýnd kl. 1:50 - 4 INTOUCHABLES Sýnd kl. 3:50 - 5:50 - 8 - 10:20 THE WATCH Sýnd kl. 10:20 BRAVE:HINHUGRAKKA Sýnd kl. 2 -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU POWE RSÝN ING KL. 10 :10 ÍSL TAL 16 7 12 12 L ÍSL TAL L ÍSL TAL MEÐ ÍSLENSKU TALI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 3D SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%*AÐEINS SUNNUDAG.GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÁVAXTAKARFAN KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5.40 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 THE EXP. 2 LÚXUS KL. 1 - 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 16 THE WATCH KL. 8 - 10.20 / TOTAL RECALL KL. 8 -10.35 PARANORMAN 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILB.) - 3.30 - 5.40 BRAVE: HIN HUGRAKKA 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L BRAVE: HIN HUGRAKKA 3D KL. 5.45 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L TED KL. 8 12 SPIDER-MAN 3D KL. 10.20 10 ÁVAXTAKARFAN KL. 3.30 (TILBOÐ) - 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 5.40* - 8 - 10.20 16 PARANORMAN 3D KL. 3 (TILBOÐ) 7 THE WATCH KL. 8 -10.20 12 / ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3(TILB.) TO ROME WITH LOVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 L INTOUCHABLES KL. 3 (TILBOÐ) - 5.30 - 8 - 10.30 L ÁVAXTAKARFAN KL. 2 (TILB) - 4 - 6 L THE EXPENDABLES 2 KL. 6 - 8 - 10 16 PARANORMAN 3D KL. 2 (TILB.) / ÍSÖLD 4 3D KL. 4 L THE WATCH KL. 8 - 10 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.