Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.09.2012, Qupperneq 2
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is „Nú er gengið þannig frá sölunni á Bergi-Hugin að skipin og aflaheimildirnar eru ekki seldar sérstaklega, heldur hlutafélagið og við viljum láta reyna á það fyrir dóm- stólum hvort forkaupsrétturinn eigi ekki við þegar hluta- félagið á nánast eingöngu bátana og kvótann, þannig að bæði verðmætin og skuldirnar í félaginu eru tilkomnar vegna þeirra,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðarfélag- inu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum. Bæjarráð Vestamannaeyja sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær og kallaði eftir forkaupsréttartilboði frá Síld- arvinnslunni og Bergi-Hugin þar sem söluverð og aðrir skilmálar yrðu tilgreindir. Verði ekki orðið við því muni bærinn undirbúa málsókn til að ógilda söluna og tryggja að hún verði stöðvuð þar til niðurstaða dómstóla liggur fyrir. Elliði bendir á að í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða segi að markið laganna sé að efla byggð í landinu, vernda fiskistofna og stuðla að öflugri atvinnustarfsemi. „Í tólftu greininni er kveðið á um að þegar skip eða aflaheimildir eru seldar burt úr sveitarfélaginu beri að tilkynna sveitar- félaginu það skriflega og sveitarfélagið hefur tök á að neyta forkaupsréttar. Þannig að vilji löggjafans er greini- lega alveg skýr,“ segir Elliði. Þetta sé gert til að draga úr óörygginu sem fylgir útgerð þar sem hægt sé „að leysa landfestar og sigla burt með atvinnuna“. Segir allar þessar tölur liggja fyrir Í fréttatilkynningu Vestmannaeyjabæjar segir að eftir kaup Síldarvinnslunnar hf. á Bergi-Hugin ehf. þurfi að kanna hvort aflaheimildir Samherja og tengdra félaga fari yfir lögbundið hámark. Gunnþór Ingvason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, vildi ekki ræða málið við Morg- unblaðið í gær. Samherji er stór hluthafi Síldarvinnsl- unnar. „Allar þessar tölur liggja fyrir og þær eru opnar fyrir öllum og það er hlutverk Fiskistofu að fylgjast með þessum hlutum, sem hún gerir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Við viljum að sjálfsögðu fara eftir lögum og reglum og gerum það hvað þetta varð- ar, þannig að ég hef ekkert annað að segja um þetta á þessu stigi málsins,“ bætir Þorsteinn Már við. Í fréttatilkynningu bæjarráðs Vestmannaeyja segir m.a. að fyrir liggi að félögin Samherji, Útgerðarfélag Ak- ureyringa, Síldarvinnslan hf. og ef til vill fleiri félög séu tengd eignarböndum. Því sé rétt að láta á það reyna hvort tengslin geri það að verkum að eignarhaldið sé komið yfir þau mörk sem sett eru í 13. gr. laga um stjórn fiskveiða. Miðað við upplýsingar frá Fiskistofu um úthlutað afla- mark eftir fyrirtækjum í upphafi fiskveiðiársins 2012/2013 fengu útgerðarfélögin Samherji, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Síldarvinnslan og Bergur-Huginn samtals úthlutað rúmum 19.698 tonnum af þorski eða því sem nemur um 12,5 prósentum af heildaraflanum í þorski. Samkvæmt ákvæðum 13. gr. laga um stjórn fiskveiða er hámarksafla- hlutdeild í þorski hinsvegar 12%. Þegar hefur komið fram að til standi að selja eitt skip í hagræðingarskyni, í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Bergi-Hugin. „Við erum stöðugt að kanna hámarkshlutdeildarmálin og það er eðlilegt ef fyrirtæki renna saman að þá sé skoð- að hvar þau standa, þetta er engin sérstök rannsókn, við tökum svona þessar stærstu útgerðir og gerum þetta með reglubundnum hætti,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofu- stjóri. Tilefni sé til að skoða hvaða staða sé nú komin upp. „Það verður skoðað,“ segir hann. Hóta lögsókn vegna kaupa á Bergi-Hugin  Skoða hvort Samherji sé kominn yfir hámarksaflahlutdeild Skip Bergey VE, annað tveggja skipa Bergs-Hugins. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Íslenskir leikvellir eru einsleitir og oftar en ekki alls ekki nógu ögrandi fyrir börnin. „Góður leikskólagarður hefur gildi fyrir námsgetu og heil- ann,“ segir Kristín Dýrfjörð, leik- skólakennari, fyrrverandi leik- skólastjóri og núverandi lektor við Háskólann á Akureyri, í viðtali í Sunnudagsmogganum um helgina. Hún er viss um að nú sé vakning gagnvart útileiksvæðum og op- inberu rými og sér mikil tækifæri í því að bæta leikskólagarðana. „Mér finnst að miðað við hve margt hefur þróast í leikskólunum hafi leikskólagarðarnir ekki þróast í takt við annað. Þetta er samt að ger- ast, þeir eru að byrja að breytast og fólk er að opna augun fyrir fjöl- breytileikanum,“ segir Kristín og segir að bættum görðum fylgi betri heilsa. „Rannsóknir sýna að börn sem leika sér mikið úti eru heilbrigðari en hin börnin. Þau eru minna veik, sjaldnar frá vegna veikinda í leik- skólanum sínum heldur en börn í sambærilegum leikskólum sem eru með minni útiveru. En garðurinn verður að vera þannig að börnin fái tækifæri til að klifra, hlaupa og hoppa. Ef þau fá þessi tækifæri til að reyna alhliða á líkamann þróa þau með sér betra jafnvægi og samhæf- ingu hreyfinga og sjón þeirra verður betri því þau hafa meira dýpt- arskyn,“ segir Kristín og útskýrir nánar. „Ef það er ekkert úti í garði sem er spennandi færðu börn sem væla yfir því að fara út. Ég vil að það sé eitthvað um að vera í garðinum, og þá er ég ekki að tala um skipulagða leiki starfsfólks heldur að það sé nóg af ögrandi verkefnum í garðinum. Það er mín ósk um leikskólagarða framtíðarinnar.“ Í viðtalinu í Sunnudagsmogganum ræðir hún ennfremur um þátt for- elda. „Við höfum rosalegar áhyggjur af því að börnin okkar slasist. Fólkið í leikskólanum vill ekki vera ábyrgt. Ef eitthvað kemur fyrir í svona garði er farið að tala um eftirlit, ábyrgð starfsfólksins og að það sé ekki nægjanlega vel á verði.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Eins Dæmigerður íslenskur leikvöllur. Þeim svipar gjarnan saman. Einsleitir íslenskir leikvellir  Ögrandi verkefni en ekki skipulagðir leikir  Bætt heilsa fylgir betri görðum Morgunblaðið/Inga Rún Fjör Leikvöllur í Berlín, þar eru engir tveir eins og áskoranirnar fjölmargar. Talsverðar breyt- ingar hafa verið kynntar á frétta- stofu Ríkis- útvarpsins um mánaðamótin. Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni, fréttamanni RÚV á Selfossi, er sagt upp en hann hef- ur starfað sem verktaki. Fækkað er um einn í morgunþáttum útvarpsins, Landinn verður látinn tengjast betur frétta- stofunni. Að sögn Páls Magnússonar út- varpsstjóra er fyrst og fremst um að ræða tilfæringar í hagræðingar- skyni. „Spegillinn verður nú frétta- tengdari og hann verður meira part- ur af kvöldfréttatíma útvarpsins,“ segir Páll. Spurður um Magnús Hlyn benti hann á að á Suðurlandi yrði eftir sem áður fréttamaður í Vestmannaeyjum áfram við störf og myndi hann geta sinnt öðrum hlut- um landshlutans. „Óðinn Jónsson fréttastjóri sagði mér bara í dag að nýtt rekstrarár væri að hefjast, það yrði hagræðing og ég látinn fjúka, það gerist núna á miðnætti,“ sagði Magnús Hlynur. „Ég skil ekki alveg hagræðinguna við að senda RÚV-bíl með frétta- mann og tökumann hingað austur til að ná í fréttir.“ kjon@mbl.is Hagrætt á fréttastofu RÚV  Magnús Hlynur á Selfossi missir starfið Páll Magnússon Hitametið fyrir ágúst féll ekki að þessu sinni, kuldakaflinn síðustu daga sá til þess. Nýliðinn ágústmán- uður er engu að síður meðal þeirra tíu hlýjustu sem vitað er um um land allt, að sögn Trausta Jónssonar veð- urfræðings. Úrkoma var í meðallagi í Reykja- vík, en annars víðast hvar talsvert undir meðallagi. Sumarið, þ.e. júní til ágúst, var einnig mjög hlýtt, sér- staklega suðvestanlands. Þar telst tímabilið meðal þeirra fimm hlýjustu frá upphafi mælinga, að sögn Trausta. Ágústmánuður fer fyrst og fremst í annála fyrir þá sök að 19 daga í röð mæld- ust 20 stig eða meira á landinu. Tuttugu stiga syrpan hófst í júlí og stóð yfir í 23 daga samfleytt. Litlu munaði að metið yrði lengra því 20. ágúst fór hitinn í 19,9 stig – á Brúsastöðum í Vatnsdal . sisi@mbl.is Hitametið féll ekki vegna kuldakafla Trausti Jónsson Kári Eyþórsson MPNLP • Er sjálfstraustið í ólagi? • Viltu betri líðan? • Skilja þig fáir? • Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? • Gengur öðrum betur í lífinu en þér? • Gengur illa að klára verkefni? • Er erfitt að höndla gagnrýni? Með breyttu hugarfari getur þú öðlast það líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. NLP er öflugasta sjálfstyrking sem völ er á. Námskeið í NLP tækni verður haldið 21. - 23. sept. og 28. - 30. sept. 2012. www.karieythors.is; karieythors@gmail.com: 894-1492 „Hugurinn ber þig alla leið“ © Kári NLP Pracitioner

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.