Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Vegna greinaskrifa í
Morgunblaðinu um
Þorláksbúð í Skálholti,
þar sem fram koma
villandi staðhæfingar,
skulu enn og aftur
áréttaðar staðreyndir
um téða byggingu.
Sagan
Fullyrt er:
Morgunblaðið 10.
september 2011. Úr
viðtali við sr. Kristján Björnsson:
„… það var ekki talið þjóna tilgangi
sínum að reisa húsið einhvers staðar
annars staðar. Þorláksbúð tengist
kirkjunni allt til 12. aldar og hefur
mikið sögulegt gildi fyrir Skálholts-
stað,“
Morgunblaðið 19. september 2011.
Úr grein eftir Árna Johnsen:
„… endurgerð Þorláksbúð verði lítill
gullmoli í ranni Skálholts og eina
byggingin sem tengist um 800 ára
sögu frá því að Þorlákur helgi Skál-
holtsbiskup reisti búðina á 12. öld,
hús sem í gegnum tíðina hefur ýmist
verið skrúðhús, geymsla, kirkja og
dómkirkja þegar þær stóru voru úr
leik.“
Morgunblaðið 23. september 2011.
Úr grein eftir Árna Johnsen: „Þor-
láksbúð er væntanlega byggð 120-
130 árum eftir að fyrsti Skálholts-
biskupinn var vígður 1056.“
Morgunblaðið 19. ágúst 2012. Úr
grein eftir Árna Johnsen: „… Þor-
láksbúðar er fyrst getið á 13. öld og
hún kemur og fer á víxl eins og sagt
er, …“ og „… Elstu heimildir um
hana eru frá 13. öld …“
Ofangreindar staðhæfingar eru
rangar.
Hvorki ritaðar heimildir né forn-
leifarannsóknir gefa minnstu vís-
bendingu um að saga Þorláksbúðar
sé eldri en frá þeim tíma er hún var
byggð eftir bruna Árnakirkju árið
1527 eða 1532 skv. öðrum heimildum.
En hvaða heimildir geta um Þorláks-
búð á 12. og 13. öld? Getur hugsast
að Kristján og Árni hafi aðgang að
upplýsingum, sem sagnfræðingum
og fornleifafræðingum hafa verið
ókunnar. Ef svo er væri augljóslega
fengur að því að fræðaheimurinn
fengi líka aðgang að þeim.
Í bók Harðar
Ágústssonar, Skálholt.
Kirkjur, segir: „Jón
Egilsson lýsir því í
stórum dráttum hvern-
ig staðið var að upp-
byggingu dómkirkj-
unnar eftir brunann.
Fyrsta verk Ögmundar
biskups Pálssonar var
að láta reisa bráða-
birgðaskýli yfir messu-
hald, búðina eða kap-
elluna eins og húsið
heitir í heimildum,
seinna kallað Þorláks-
búð. ... Rústir hennar voru grafnar
upp sumarið 1954. Hún hefur verið
torfhús með timburstafni, snúið ei-
lítið í norður frá vestri, um 14 m
löng að utanmáli og um 8 m á
breidd, en að innanmáli um 10,5 x
3,2 m. Frá því kirkjan var komin
upp var búðin notuð sem skemma til
loka 18. aldar …“ Jón þessi Egilsson
ritaði biskupaannála og ritar Hörð-
ur á öðrum stað í bókinni: „Vitn-
isburður Jóns verður að teljast
traustur.“
Sem fyrr segir voru rústir búð-
arinnar grafnar upp árið 1954 en ár-
ið 2009 var aftur gerð könnun á búð-
inni á vegum Fornleifastofnunar
Íslands. Helstu niðurstöður þeirrar
rannsóknar eru: „Könnunarskurðir
2009 staðfesta að grafið hefur verið
innan úr tóftinni, eins og helst varð
ráðið af dagbókarfærslum Hákonar
Christie (innskot: þátttakandi í
rannsókninni 1954). Þeir sýna einnig
að leifar eru af eldri veggjum innan
þeirra veggja sem nú má sjá á yf-
irborði, en þeir hafa að einhverju
leyti verið lagaðir til eftir rannsókn-
ina 1954. Hafi Þorláksbúð verið í
notkun í u.þ.b. 250 ár (frá ca 1530-
1784) er ekki óeðlilegt að búast við
fleiri en einni endurbyggingu. Grafir
eru um 0,4-0,6 m undir yfirborði,
bæði inni í búðinni og utan hennar.
Einnig má gera ráð fyrir að grafir
séu undir veggjum, slíkt kemur
fram af dagbókarfærslum Christies
og vitnar um notkun kirkjugarðsins
áður en búðin var reist. Við allar
hugsanlegar framkvæmdir á þess-
um stað má því búast við fornleifum
mjög nærri yfirborði.“
Allt tal um að Þorláksbúð „tengist
kirkjunni allt aftur til 12. aldar“ eða
að hennar sé „fyrst getið á 13. öld“
eða að Þorlákur helgi hafi „reist
búðina á 12. öld“, er einfaldlega ekki
rétt. Það eina sem tengir húsið við
Þorlák biskup helga, sem var á dög-
um meira en 300 árum fyrr, er að
það var nefnt eftir honum, Þorláks-
búð. Höfundi þessarar greinar er
hins vegar ekki kunnugt um heim-
ildir fyrir því hvernig þessi nafngift
kom til.
Að halda því fram að vegna þess-
arar nafngiftar „tengist Þorláksbúð
kirkjunni allt aftur til 12. aldar“ er
hliðstætt því að segja að Gunn-
arsbraut í Reykjavík eigi tengsl aft-
ur á söguöld af því að hún er nefnd
eftir Gunnari á Hlíðarenda.
Húsið
Fullyrt er:
Morgunblaðið 23. september
2011. Úr grein eftir Árna Johnsen:
„Það hús sem búið er að byggja er
algjörlega teiknað upp á sentimetra
miðað við gömlu rústina, bæði
hleðslan og timburbyggingin.“
Engar leifar af timbri fundust í
rúst Þorláksbúðar né nokkur um-
merki um legu þess. Engar lýsingar
né teikningar eru til af uppbyggingu
hússins er dygðu til að endurgera
það á trúverðugan hátt. Það nægir
ekki til þó að sjá megi Þorláksbúð á
vatnslitamyndum af Skálholti úr
enskum Íslandsleiðöngrum frá 18.
Öld. Athygli vekur reyndar að útlit
nýrrar Þorláksbúðar er áberandi
frábrugðið því útliti, sem þó má
greina á þessum myndum. Miðað við
þessar forsendur væri mikið afrek
að teikna nýbygginguna á þann hátt,
sem að ofan er getið, „… upp á
sentimetra …“ enda fer það svo, að
stærðarmunur rústarinnar og ný-
byggingarnar hleypur á metrum en
ekki sentímetrum.
Breidd nýju Þorláksbúðar er
rúmlega 30% meiri en þeirrar
gömlu. Það er um 4,3 m í stað um 3,2
m. Við þetta raskast stærðarhlutföll
rýmisins verulega. Meðal bygging-
arefna, sem notuð voru í nýja Þor-
láksbúð eru bárujárn og stein-
steypa. Húsið getur því ekki nýst
sem tilgátuhús um gerð íslenska
torfbæjarins.
Fram hefur komið að fyrirmynd
nýju Þorláksbúðar sé sótt í skálann
á Keldum á Rangárvöllum. Sá skáli
er talinn vera frá því um 1200, sem
er um 300 árum áður en gamla Þor-
láksbúð var reist.
Að framansögðu er ljóst að um
tómt mál er að tala um nýja Þorláks-
búð sem endurgerð eða endurreisn
þeirrar gömlu.
Frá sögulegu sjónarmiði eða sem
tilgátuhús er gildi nýrrar Þorláks-
búðar ekkert. En húsið er að ýmsu
leyti snoturt og vel gert. Með því að
flytja það á stað þar sem það spillti
ekki útliti Skálholtskirkju og yf-
irbragði staðarins, mætti því vel
nýta það sem einhvers konar „gam-
alt íslenskt hús“ til að gleðja ferða-
menn, ekki síst útlenda.
Ranghermi í umfjöllun um Þorláksbúð
Eftir Ormar Þór
Guðmundsson »En hvaða heimildir
geta um Þorláksbúð
á 12. og 13. öld? Getur
hugsast að Kristján og
Árni hafi aðgang að
upplýsingum, sem sagn-
fræðingum og fornleifa-
fræðingum hafa verið
ókunnar.
Ormar Þór
Guðmundsson
Höfundur er arkitekt.
Úr Íslandsleiðangri Staneys 1789.
Þorláksbúð.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.isSunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415www.tonabudin.isSíðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340www.hljodfaerahusid.is
Fullkomin netverslun með
hljóðfæri og hljóðbúnað
Nýr og glæsilegur vefur
www.hljodfaerahusid.is
Þann 7.september gefur
Morgunblaðið út sérblað tileinkað
börnum og uppeldi.
Víða verður komið við í
uppeldi barna bæði í
tómstundum þroska og öllu
því sem viðkemur börnum.
SÉRBLAÐ
MEÐAL EFNIS:
Öryggi barna innan og utan heimilis.
Barnavagnar og kerrur.
Bækur fyrir börnin.
Þroskaleikföng.
Ungbarnasund.
Verðandi foreldrar.
Fatnaður á börn.
Gleraugu fyrir börn.
Þroski barna.
Góð ráð við uppeldi.
Námskeið fyrir börnin.
Tómstundir fyrir börnin.
Barnamatur.
Barnaljósmyndir..
Ásamt fullt af spennandi efni um börn.
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Pöntunartími auglýsinga:
er fyrir klukkan 16 mánudaginn
3. september
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 5691105
kata@mbl.is
– Meira fyrir lesendur