Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 16
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Nýr golfvöllur í Brautarholti á Kjalarnesi var opnaður í síðustu viku. Mikill metnaður hefur verið lagður í lagningu vallarins sem þykir hinn glæsilegasti. Golf- klúbbur Brautarholts hefur verið stofnaður og stefnt er að því að hefja innritun í klúbbinn á næstu dögum. Mikil ásókn er á golfvelli höfuðborgarsvæðisins og nýi völl- urinn er því kærkomin viðbót. Til að byrja með voru 9 holur teknar í notkun en búið er að gera teikningar fyrir 18 holu völl á svæðinu. Þegar er hafin vinna að þremur holum til viðbótar en þær verða ekki teknar í notkun fyrr en á næsta ári. Á vellinum er golfhola sem fyrrverandi Íslandsmeistari telur„erfiðustu golfholu landsins“. 20 ára hugmynd Tekin var ákvörðun um lagningu vallarins árið 2009. Hugmyndir um golfvöll í Brautarholti eru að minnsta kosti 20 ára að sögn Gunn- ars Páls Pálssonar framkvæmda- stjóra. ,,Við höfum fengið mjög já- kvæðar móttökur á vellinum. Orðspor hans berst víða og við vilj- um hafa það þannig til að byrja með í stað þess að auglýsa hann sérstaklega,“ segir Gunnar. Að sögn Gunnars stendur völl- urinn við sjávarsíðuna og er umvaf- inn klettóttu landslagi. „Við höfum eiginlega fengið að heyra efsta stig lýsingarorða um völlinn, en maður kann ekki við það að hafa nein orð um hann sjálfur,“ segir Gunnar. Bandaríski golfarkitektinn Mich- ael Kelly sá um vettvangs- hönnun. Á heimasíðu GBR kem- ur fram að Kelly er heimsþekktur fyrir hönnun á lögun og flötum golfbrauta. Edwin Roald golfvallararkitekt sá um gerð grunnskipulags. Meðlimir verða fáir og umferð takmörkuð um völlinn Par vallarins er 68 högg. „Braut- irnar eru frekar stuttar. En ég held að völlurinn teljist erfiður þó hann sé stuttur. Þorsteinn Hallgrímsson, fyrrverandi Ís- landsmeistari í golfi, telur fyrstu holuna erfiðustu holu landsins. Brautin er 380 metrar af gulum teigum. Hún er þröng og flötin er á klettasyllu. Það er mjög tilkomu- mikil sjón,“ segir Gunnar. Búið er að reisa klúbbhús við vinna með því að því að vernda fugla- og náttúrulíf sem umlykur völlinn. Hugað að náttúrulífi „Við höfum vandað okkur við það að hafa flatirnar eins góðar og kostur er. Mikið landslag er í vell- inum. Við höfum lagt okkur fram við að lágmarka allt rask og nýtt landslagið sem hluta af hindrunum vallarins. Ef einhver vafi hefur leikið á því hvort rétt sé grafa ein- hvers staðar, þá höfum við alltaf látið náttúruna ráða för,“ segir Bjarni. Skráningar í golfklúbbinn fyrir næsta ár eru hafnar. Áhugasamir geta nálgast frekari upplýsingar um völlinn og Golfklúbb Brautarholts á veffanginu gbr.is. völlinn. Veitingasala er þó ekki haf- in enda hefst eiginleg starfsemi golfklúbbsins ekki fyrr en á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari er áætlað að vallargjald fyrir stakan golfhring verði um 11.000 kr. en árgjald verði 150 þús- und krónur. „Hugmyndin er að takmarka utanaðkomandi umferð á vellinum auk þess að hafa fáa með- limi. Hins vegar geta klúbb- meðlimir boðið öðrum golfurum með sér,“ segir Gunnar. Bjarni Pálsson er landeigandi á Brautarholti og einn aðila sem standa að framkvæmdinni. Hann segir að reynt verði að end- urheimta votlendi á svæðinu og Skartar erfiðustu golfholu landsins  Nýr golfvöllur opnaður við Brautarholt á Kjalarnesi Brautarholtsvöllur Hér má sjá teikn- ingu af vellinum miðað við 18 holu golf- völl. Enn sem komið er eru þó einungis níu holur í notkun. Unnið er að þremur til viðbótar sem notaðar verða að ári. Erfið golfhola 1. braut nýs golfvallar að Braut- arholti er erfiðasta braut landsins að mati fyrr- verandi Íslandsmeistara í golfi. Völlurinn er 67. völlurinn sem skráður er hjá GSÍ. Margir golf- vellir eru óskráðir á Íslandi. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold 1992–2012 N ína Tryggvadóttir N a yggvadó Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalista- manna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. mánudaginn 3. september, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Verkin verða sýnd laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Gallerí Fold 20 ára afmælisuppboð 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Brautarholt er þekkt stórbýli og kirkjustaður frá fornu fari. Þar má finna flesta þætti úr sögu þjóðar renna saman. Blómlegur landbún- aður hefur einkennt landsvæðið umhverfis völlinn frá fornu fari. Merkismenn eiga ættir sínar að rekja til Brautarholts. Má m.a. nefna að árið 1786 fæddist þar Bjarni Thorarensen, síðar amt- maður; þjóðskáld sem var braut- ryðjandi rómantísku stefnunnar ásamt Jónasi Hallgrímssyni (1807- 1845). Mörg þekktustu ljóð Bjarna eru ættjarðar- eða náttúruljóð, svo sem Íslands minni (Eldgamla Ísa- fold). Í manntali árið 1703 eru skráðir rúmlega 90 manns til heimilis á býlum nærri Brautarholti og 503 á Kjalarnesi öllu. Á sama tíma voru skráðir 604 í Seltjarnarneshreppi sem náði þá yfir Seltjarnarnes, Reykjavík og Kópavog. Golfskáli GBR er þar sem Borg stóð áður. Upp úr 1920 jókst mjólk- urframleiðsla á svæðinu samfellt til 1960 er dró verulega úr henni. Með bættum sam- göngum opn- aðist leið til að selja mjólk til Reykjavíkur. Í Braut- arholti var rekið eitt stærsta mjólkurbú landsins fram til 1960, er tekin var upp svínarækt ásamt grasmjöls- og síðar grasköggla- framleiðslu. Í dag hefur jörðinni verið skipt upp og er golfvöllur á túnum gömlu graskögglaverk- smiðjunnar, sem hætti starfsemi árið 2000 sökum óviðunandi sam- keppnisstöðu vegna innflutnings á niðurgreiddu fóðri að utan. Heimild – gbr.is. Stórbýli og merkismenn BRAUTARHOLT ER Á SÖGUSLÓÐUM Bjarni Thorarensen Með tilkomu Brautarholtsvallar hefur flóra golfvalla vaxið um- hverfis höfuðborgina. Nokkuð nei- kvæð umræða hefur verið vegna þeirra sem eru á biðlista um að komast að í golfklúbbunum. Nokk- uð hefur grynnkað á biðlistum undanfarin ár þrátt fyrir að skráð- um golfurum hafi fjölgað á hverju ári frá 2008. Að sögn Stefáns Garðarssonar, kynningarstjóra GSÍ, hafa fram- kvæmdir á nýjum golfholum og vinavallasamningar átt stóran þátt í því að tekist hefur að grynnka á biðlistum auk þess sem bætt skipulag í skráningu rástíma hefur haft mikið að segja. Eins virðist sem algengara sé að kylfingar leiki golf allan daginn í stað þess að leika eingöngu þegar vinnu lýkur. Enn má þó finna velli þar sem bið- listar eru langir. Til að mynda þurfa golfarar að bíða í mörg ár áður en þeir komast inn í golf- klúbbinn á Seltjarnarnesi, enda 500 manns á biðlista. Stöðugt er unnið að fram- kvæmdum á golfvöllum í og við höfuðborgina. Búið er bæta við níu holum á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík auk þess sem unnið er að nýjum holum á Keilisvelli í Hafnarfirði. Nýlega voru fjórar nýj- ar holur teknar í notkun á Grinda- víkurvelli sem er nú orðinn 18 hol- ur. „Við eigum heimsmet í fjölda golfhola á hvern einstakling. 67 golfvellir eru á skrá hjá Golf- sambandi Íslands og sífellt eru fleiri að bætast í hópinn,“ segir Stefán Garðarsson. Fleiri spila en færri bíða BIÐLISTAR ÞRÁTT FYRIR HEIMSMET Í FJÖLDA GOLFHOLA Golf fyrir alla Hvergi í veröldinni eru fleiri golfholur á hvern íbúa en á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.