Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is U ngt berja- og sveppa- áhugafólk dreifði úr sér um Heiðmörk á miðvikudaginn og naut leiðsagnar reynds sveppafræðings um hvaða sveppi má tína til átu. Var ferðin hluti af barnastarfi Ferðafélags Íslands sem kallast Allir út en innan þess er haldið úti fjölbreyttu starfi allt árið um kring. Brynhildur Ólafsdóttir heldur utan um starfið en að þessu sinni slóst Eiríkur Jensson, líffræð- ingur og kennari við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti, í hópinn og fræddi krakkana um sveppi. Svampur eða harmonikka „Við fáum alltaf einhvern sér- fræðing til að koma með okkur í svona ferðir. Börnin voru ótrúlega áhugasöm og eru fljót að læra nöfn og hvaða sveppir séu ætir. Sveppa- fræðingurinn var umsetinn og dundi á honum spurningaflóð allan tímann. Nokkrir eitursveppir urðu á vegi okkar en byrjendum er kennt að tína þá sveppi sem eru svamplaga undir hattinum. Krökkunum var sagt að munurinn lægi í svampi og harm- onikku, það er að segja að ef þanirnar væru eins og harmonikka væri ekki öruggt að borða þá. Það fundust furusveppir, kúalabbar og slím- stautur sem var reyndar með þönum en hlaut vottun frá sveppafræð- ingnum. Við hjónin fórum með börn- Sveppafræðingur umsetinn í Heiðmörk Rúmlega 100 börn og foreldrar mættu í sveppa- og berjamó í Heiðmörk í vikunni. Eiríkur Jensson, líf fræðingur og kennari, slóst í hópinn sem sveppafræðingur og kenndi krökkunum hvaða sveppi mætti tína og borða. Áhuginn leyndi sér ekki en spurningaflóð dundi á Eiríki allan tímann. Í ferðinni fundust furusveppir, kúa- labbi og slímstautur auk einstaka eitursvepps sem þekkja má á „harmonikkunni“. Góður fundur Krakkarnir voru áhugasamir og skemmtu sér vel í ferðinni. Af stað Eiríkur Jensson og Brynhildur Ólafsdóttir leiddu hópinn. Margir Íslendingar þekkja og hafa jafnvel nýtt sér vefsíðuna tripadvis- or.com til að lesa umsagnir fólks um hótel, veitingastaði og aðra þjónustu víða um heim. Á síðunni má líka finna margt forvitnilegt ut- an þess, t.d. 10 undarlegast hönnuð hótel heims. Meðal þeirra má nefna hótel sem er að hluta til innréttað í flugvél og annað í lest. Á Nýja- Sjálandi er einnig til Hobbita-hótel þar sem gestum gefst kostur á að búa eins og hobbitar í fríinu sínu. Tilvalið fyrir þá sem kjósa nýstár- lega gistingu á ferðalögum. Vefsíðan www.tripadvisor.com Óvenjulegt Flugvélahótelið í Kostaríku, flugvélin er frá árinu 1965. Gist í flugvél eða lest Í Flatey á Breiðafirði þrífst sérstakt samfélag og sér stað í sérstakri símaskrá eyjarinnar sem gefin er út árlega. Nú kemur hún í tíunda sinn og af því tilefnis sem sérstök afmæl- isútgáfa. Í símaskránni 2012 eru nefndir sex hundruð Flateyingar, Inneyingar, vel- unnarar Flateyjar og aðrir er tengjast húsum í Flatey, Hvallátrum, Skál- eyjum, Svefneyjum og Sviðnum. Þeim hefur fjölgað ár frá ári og hafa aldrei verið fleiri. Því til viðbótar er svo í skránni er að finna ýmislegan fróðleik og skemmtan. Í bókinni, sem er gormuð í stærðinni A4, er auk símanúmeratals kort af Flatey með nöfnum húsa og staðsetningu, greint er frá félögum og nefndum Flat- eyinga, heilræði gefin til Flateyinga og gesta í Flatey, upplýsingar er þar að finna um félagsmál Flateyinga, ágrip af sögu húsa í Flatey ásamt mynd af hverju húsi, gefin er mynd- ræn lýsing af listaverkum Baltasars í Flateyjarkirkju og þeirri sögu sem þau segja, aukinheldur sem Guð- mundar á Myllustöðum lýsir kirkjunni og rekur sögu hennar. Einnig er í ritinu leiðsögn með myndum um Flatey frá bryggju inn að Lundabergi, sagt er frá öryggis- málum og fjallað um slysaáætlun, brunaáætlun, ágang sjávar og stíga- gerð. Greint er frá samfélagssamn- ingi Flateyinga og Eyjaþingi og þar er Eyjalíf á Breiðafirði Flateyjarbók hin nýja Ljósmynd/www.mats.is Friðsælt Flatey á Breiðafirði á stilltum sólríkum sumardegi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Brúsastaðarafstöð í Þing- vallasveit verður viðfangs- efni fræðslugöngu þjóð- garðsins á Þingvöllum í samstarfi við Upplit, menningarklasa uppsveita Árnessýslu, og Brúar- smiðjuna. Verður gangan farin í dag, laugardaginn 1. september, og gengið upp með Öxará að rafstöðinni sem Jón Guðmundsson, bóndi á Brúsastöðum, byggði árið 1932 í þeim til- gangi að raflýsa Hótel Val- höll, en Jón var jafnframt eigandi Valhallar á þessum tíma. Um leiðsögn í göngunni sér Margrét Svein- björnsdóttir, menningarmiðlari frá Heiðarbæ og eigandi Brúarsmiðjunnar. Lagt verður upp í gönguna kl. 13.00 frá bílastæðinu við Langastíg, skammt vestan við þjóðgarðshliðið og austan við Öxará. Ráðlegt er að vera í góðum göngu- skóm og hafa hressingu meðferðis. Gert er ráð fyrir að gangan taki þrjá til fjóra klukkutíma. Endilega… Brúsastaðarafstöð Byggð árið 1932 í þeim til- gangi að raflýsa Hótel Valhöll. …sækið fræðslugöngu gítar skóli ólafs gauks www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook Kennsla í öllum flokkum, 11 vikna námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna, yngri sem eldri, hefst 24. sept. 2012. Byrjendanámskeiðið „LÉTT OG LEIKANDI“ hefur slegið í gegn, enda auðvelt og skemmtilegt! Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á meðan birgðir endast! Fullt verð á námskeiði 54.900. Einkatímar 66.900. Sérstakir átta vikna tímar fyrir 7-9 ára 44.900. Innifalið: AFAR VANDAÐ NÁMSEFNI Í HVERJUM TÍMA og GEISLADISKAR MEÐ UNDIRLEIK TIL HEIMAÆFINGA. Þarf ekki að koma með gítar í tímana, eru á staðnum. Sérnámskeið: DJASSGÍTAR, KLASSÍKUR GÍTAR, SPÆNSKUR GÍTAR, LEIKSKÓLAGÍTAR, PARTÝGÍTAR, RAFBASSI, HLJÓMBORÐ, HARMÓNÍKA, TÓNSMÍÐ, RAFTÓNLIST. Þeir sem innritast fyrir 14. sept. fá afslátt af kennslugjaldinu. Kennarar: Hallvarður Ásgeirsson Herzog, Jón Páll Bjarnason, Kristinn Freyr Kristinsson, Annamaria Lopa og Carl Möller. Sendum sjálfsnámskeiðið „LEIKUR AÐ LÆRA Á GÍTAR“ 2 geisladiskar og bók, hvert á land sem er! Frístundakort Reykjavíkurborgar í gildi. Gítargaman! Innritun hefst 3. sept. og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588-3730, sendið tölvupóst INFO@gitarskoliolafsgauks.com eða komið við í skólanum Síðumúla 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.