Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Okkar sérfræðingar segja að ef við höldum okkur við það sem lagt hefur verið upp með þá sé ekki meiri hætta af þessari starfsemi hér en meðalstóru dekkjaverkstæði til dæmis,“ segir Einar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri endurvinnslufyr- irtækisins Hringrásar í Klettagörð- um við Sundahöfn. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi á föstudag fyrir viku að beina þeim tilmælum til heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar að heimila ekki fyrirtækinu að geyma eða með- höndla dekk á starfssvæði sínu. Eru þau tilmæli sögð í samræmi við efni áhættumats sem slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins lét vinna á starfseminni eftir íkveikju í dekkjum þar í júlí í fyrra. Eldsvoð- inn þá var annar stóri dekkjabrun- inn hjá fyrirtækinu á átta árum en árið 2004 þurfti fjöldi manns að flýja heimili sín þegar eitraðan reyk lagði yfir íbúðabyggð í nágreninu. Ekki gert ráð fyrir íkveikju Einar segir hins vegar að áhættu- matið sé úrelt þar sem það miðist við aðstæður hjá fyrirtækinu fyrir brun- ann í fyrra. Síðan sé búið að verja hátt í tvö hundruð milljónum króna í að bæta öryggi, forvarnir og búnað. „Bruninn var mikil vonbrigði fyrir okkur því við vorum búin að ráðast í miklar fjárfestingar og fram- kvæmdir á svæðinu til að lágmarka áhættu. Það sem okkur láðist að gera var að horfa til þess að það gæti verið kveikt í. Það er svo það sem gerðist,“ segir hann. Í kjölfar íkveikjunnar er búið að bæta eftirlit með svæðinu og lýsa það frekar upp svo eitthvað sé nefnt. Hvað varðar eldvarnirnar þá segir Einar að búið sé að skipta lagernum upp í fjögur hólf sem hvert um sig tekur um hundrað rúmmetra af hjól- börðum. Ef eldur komi upp komi hólfaskiptingin í veg fyrir að hann læsi sig í alla stæðuna eins og gerð- ist í fyrra. Þá hefur verið dregið mjög úr þeim dekkjalager sem er á svæðinu á hverjum tíma. Starfsleyfi fyr- irtækisins gerði ráð fyrir að það mætti hafa 1.000 rúmmetra af dekkjum á svæðinu en samkvæmt bráðabrigðaleyfi sem það hefur starfað eftir í kjölfar eldsvoðans er leyfilegt magn 300 rúmmetrar. Að sögn Einars er magnið af dekkjum á svæðinu nú innan við þau mörk sem bráðabrigðastarfsleyfið kveður á um. Það sé meðal annars því að þakka að vinnslan á dekkj- unum gangi nú hraðar með afkasta- meiri tækjum sem hafi verið fengin eftir brunann. Vélarnar tæta dekkin niður í gúmmíkurl og málm sem svo eru sett í gám og seld úr landi. „Við afköstum margfalt á við það sem við gerðum áður. Aðalforvörnin felst í þessu örugga og góða flæði sem er á efninu í dag. Efnið er unnið jafnóðum og selt sem gjaldeyr- isskapandi útflutningsvara á erlend- an markað,“ segir hann. Bættar aðstæður frá bruna  Framkvæmdastjóri Hringrásar segir hættuna nú álíka og er í meðalstóru dekkjaverkstæði  Hafa varið um 200 milljónum í bætt öryggi, forvarnir og tækjabúnað frá brunanum í fyrra Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Júlíus Umbætur Hér má sjá eitt eldvarnarhólfanna fjögurra sem sett voru upp eftir brunann í fyrra. Þau eiga að koma í veg fyrir að eldur geti kviknað í öllum dekkjabirgðunum. Þá reyndust stórvirkar vinnuvélar á borð við þessar vel í slökkvistarfinu í fyrra til að færa til efni og slökkva í því. Förgun dekkja » Skv. upplýsingum frá Úr- vinnslusjóði bárust 4.122 tonn af hjólbörðum til endurvinnslu á árinu 2011. » Fjöldi fyrirtækja tekur við dekkjum en Hringrás er lang- stærst þeirra. Það tók við yfir 2.000 tonnum á síðasta ári. » Hringrás tekur á móti og vinnur 150-300 tonn á mánuði. » Þegar eldurinn kviknaði í fyrra voru um 900 rúmmetrar af dekkjum á vinnusvæðinu í Klettagörðum en starfsleyfið heimilaði 1.000 rúmmetra. » Nú er magnið á svæðinu undir þeim 300 rúmmetrum sem bráðabrigðastarfsleyfi kveður á um. Íkveikja Tugir slökkviliðsmanna glímdu við eldinn í dekkjunum á lóð Hringrásar í fyrra og tók slökkvistarfið fleiri klukkustundir. Mun minna er af dekkjum á svæðinu í dag og má aðeins stafla þeim upp í þriggja metra hæð. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Ævintýri Múmínsnáða www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Gleymdu þér í töfraheimi Múmíndals … Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið um Hringrás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.