Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovítsj sigraði í dómsmáli gegn öðrum rússneskum auð- jöfri og fyrrverandi læriföður sínum, Boris Bere- zovskí. Sá síðarnefndi sakaði Abramovítsj um að hafa þvingað sig til að selja hlutafé í rússneska olíu- fyrirtækinu Sibneft. Berezovskí, sem er 65 ára gamall, fór fram á þrjá milljarða punda í skaðabætur. Viðskiptadómstóll í London komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Berezovskí hefði verið afar ótrúverðugur í mál- flutningi sínum. Abramovítsj, sem er 45 ára gamall og á m.a. enska knattspyrnuliðið Chelsea, hefði hins vegar verið traustur og trúverðugur. Berezovskí segist vera hneykslaður á niðurstöð- Abramovítsj hafði betur  Þótti trúverðugri í málflutningi en Berezovskí í dómsmáli í Bretlandi unni og að dómarinn hafi endurskrifað sögu Rúss- lands. Berezovskí og Abramovítsj voru áður mestu mátar og sá síðarnefndi var á margan hátt skjól- stæðingur Berezovskís þegar hann steig sín fyrstu skref í hörðum heimi rússneskra viðskipta. Saman stofnuðu þeir í félagi við þriðja mann gas- og olíu- fyrirtækið Sibneft, sem Abramovítsj seldi ríkis- fyrirtækinu Gazprom árið 2005 fyrir milljarða dala. Berezovskí hefur verið í útlegð frá árinu 2001 og fengið pólitískt hæli í London til að forðast fjár- svikaákærur í Rússlandi. Stuðningsmenn Bere- zovskís segja ákærurnar af pólitískum rótum runn- ar vegna gagnrýni hans á Vladímír Pútín. AFP Vonsvikinn Berezovskí ræðir við fjölmiðlafólk. Á þriðja hundrað slökkviliðsmanna börðust í gær við skógarelda í grennd við Marbella á Costa del Sol á Spáni. Lík aldraðs manns fannst á svæðinu eftir að hús hans brann til kaldra kola nálægt bænum Ojén. Björgunarmenn leituðu að konu hans. Alls hafa um 5.000 manns þurft að flýja heimili sín á Costa del Sol vegna eldanna. Marbella er einkum þekkt fyrir að vera áfangastaður sterkefnaðs fólks sem kemur þangað á snekkj- um sínum eða gistir á lúxushótelum bæjarins. Costa del Sol-svæðið er mjög vinsæll áfangastaður ferða- manna. AFP Barist við elda nálægt Marbella Julian Assange, stofnandi Wiki- Leaks, býst við að þurfa að dvelja í sendiráði Ekvadors í Lond- on í allt að ár á meðan Bretar og Ekvadorar leysa deiluna sem upp kom þegar hinir síðarnefndu veittu Assange pólitískt hæli. Sænsk yfirvöld vilja að Assange verði framseldur til Svíþjóðar þar sem yfirheyra á hann vegna meintra kynferðisbrota. „Ég býst við að þessi mál muni leysast á næstu 6-12 mánuðum,“ sagði Ass- ange í viðtali við ekvadorska sjón- varpsstöð. Gæti þurft að vera í sendiráðinu í ár Julian Assange BRETLAND Skoskur skipstjóri, Andrew Leap- er, komst nýlega í Heimsmetabók Guinness vegna þess að hann fann flöskuskeyti sem hafði verið í sjón- um í 98 ár. Það hafði verið fimm ár- um lengur í sjónum en skeytið sem átti fyrra metið. Leaper fann skeytið undan strönd Hjaltlandseyja á bátnum Copious. Áhöfn sama báts fann flöskuskeytið sem átti fyrra metið. Flöskuskeytið sem skipstjórinn fann var á meðal 1.890 skeyta sem sett voru á flot til þess að hjálpa til við að finna út hafstraumana í kringum Skotland. Aðeins 315 af þeim hafa fundist. Fann 98 ára gamalt flöskuskeyti SKOTLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.