Morgunblaðið - 01.09.2012, Page 29

Morgunblaðið - 01.09.2012, Page 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovítsj sigraði í dómsmáli gegn öðrum rússneskum auð- jöfri og fyrrverandi læriföður sínum, Boris Bere- zovskí. Sá síðarnefndi sakaði Abramovítsj um að hafa þvingað sig til að selja hlutafé í rússneska olíu- fyrirtækinu Sibneft. Berezovskí, sem er 65 ára gamall, fór fram á þrjá milljarða punda í skaðabætur. Viðskiptadómstóll í London komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að Berezovskí hefði verið afar ótrúverðugur í mál- flutningi sínum. Abramovítsj, sem er 45 ára gamall og á m.a. enska knattspyrnuliðið Chelsea, hefði hins vegar verið traustur og trúverðugur. Berezovskí segist vera hneykslaður á niðurstöð- Abramovítsj hafði betur  Þótti trúverðugri í málflutningi en Berezovskí í dómsmáli í Bretlandi unni og að dómarinn hafi endurskrifað sögu Rúss- lands. Berezovskí og Abramovítsj voru áður mestu mátar og sá síðarnefndi var á margan hátt skjól- stæðingur Berezovskís þegar hann steig sín fyrstu skref í hörðum heimi rússneskra viðskipta. Saman stofnuðu þeir í félagi við þriðja mann gas- og olíu- fyrirtækið Sibneft, sem Abramovítsj seldi ríkis- fyrirtækinu Gazprom árið 2005 fyrir milljarða dala. Berezovskí hefur verið í útlegð frá árinu 2001 og fengið pólitískt hæli í London til að forðast fjár- svikaákærur í Rússlandi. Stuðningsmenn Bere- zovskís segja ákærurnar af pólitískum rótum runn- ar vegna gagnrýni hans á Vladímír Pútín. AFP Vonsvikinn Berezovskí ræðir við fjölmiðlafólk. Á þriðja hundrað slökkviliðsmanna börðust í gær við skógarelda í grennd við Marbella á Costa del Sol á Spáni. Lík aldraðs manns fannst á svæðinu eftir að hús hans brann til kaldra kola nálægt bænum Ojén. Björgunarmenn leituðu að konu hans. Alls hafa um 5.000 manns þurft að flýja heimili sín á Costa del Sol vegna eldanna. Marbella er einkum þekkt fyrir að vera áfangastaður sterkefnaðs fólks sem kemur þangað á snekkj- um sínum eða gistir á lúxushótelum bæjarins. Costa del Sol-svæðið er mjög vinsæll áfangastaður ferða- manna. AFP Barist við elda nálægt Marbella Julian Assange, stofnandi Wiki- Leaks, býst við að þurfa að dvelja í sendiráði Ekvadors í Lond- on í allt að ár á meðan Bretar og Ekvadorar leysa deiluna sem upp kom þegar hinir síðarnefndu veittu Assange pólitískt hæli. Sænsk yfirvöld vilja að Assange verði framseldur til Svíþjóðar þar sem yfirheyra á hann vegna meintra kynferðisbrota. „Ég býst við að þessi mál muni leysast á næstu 6-12 mánuðum,“ sagði Ass- ange í viðtali við ekvadorska sjón- varpsstöð. Gæti þurft að vera í sendiráðinu í ár Julian Assange BRETLAND Skoskur skipstjóri, Andrew Leap- er, komst nýlega í Heimsmetabók Guinness vegna þess að hann fann flöskuskeyti sem hafði verið í sjón- um í 98 ár. Það hafði verið fimm ár- um lengur í sjónum en skeytið sem átti fyrra metið. Leaper fann skeytið undan strönd Hjaltlandseyja á bátnum Copious. Áhöfn sama báts fann flöskuskeytið sem átti fyrra metið. Flöskuskeytið sem skipstjórinn fann var á meðal 1.890 skeyta sem sett voru á flot til þess að hjálpa til við að finna út hafstraumana í kringum Skotland. Aðeins 315 af þeim hafa fundist. Fann 98 ára gamalt flöskuskeyti SKOTLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.