Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.09.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012 Úthlutað var úr styrktarsjóð Hall- dórs Hansen í Sölvhóli í gær. Að þessu sinni fengu tvær ungar tón- listarkonur úthlutað úr sjóðnum, þær Elísabet Einarsdóttir söngkona og Jane Ade Sutarjo píanóleikari, en þær útskrifuðust báðar frá tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands síðast- liðið vor. Báðar hljóta þær 500.000 kr. í styrk. Halldór Hansen barnalæknir ánafnaði Listaháskóla Íslands tón- listarsafn sitt og arfleiddi skólann að öllum eigum sínum þegar hann lést árið 2003. Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn skólans, en einnig veitir sjóðurinn árlega styrki til tón- listarnema sem hafa náð fram- úrskarandi árangri á sínu sviði. Þetta var í áttunda sinn sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum. Elísabet Einarsdóttir hóf klass- ískt söngnám við Listaháskóla Ís- lands fyrir fjórum árum. Hluta af námstímanum dvaldi Elísabet í Míl- anó sem skiptinemi við Conservato- rio di Musica Giuseppe Verdi. Jane Ade Sutarjo flutti til Íslands frá Indónesíu haustið 2008. Hún lauk einleikaranámi á fiðlu vorið 2011 en hefur samhliða lagt stund á einleikaranám á píanó. Styrkveiting Elísabet Einarsdóttir og Jane Ade Sutarjo. Úthlutað úr styrkt- arsjóði  Tvær ungar tón- listarkonur fá styrk Ljósmynd/Óskar Hallgrímsson Á sunnudag verða haldnir tón- leikar í Laugardælakirkju við Selfoss í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá lokum einvígis ald- arinnar; skákeinvígis þeirra Boris Spasskys og Bobbys Fischers 1972, en Spassky gaf 21. skákina 1. september 1972. Á tónleikunum verður flutt tónverk eftir Guðlaug Kristin Óttarsson sem byggist á tón- kerfi Bachs og verður meðal annars flutt á skákborði, en einnig leika Dean Ferrell á kontrabassa og Einar Melax á hljóm- borð. Tónleikarnir hefjast kl. 18.00. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Skáklist Fischers minnst í Laugardælakirkju Bobby Fischer Hallveig Rúnarsdóttir sópr- ansöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari halda tónleika í Egilsstaðakirkju í dag kl. 16. Á þeim munu þau flytja tvo af helstu ljóðaflokkum sem hafa verið samdir fyrir konur, ann- ars vegar Stúlkan á heiðinni eftir Edvard Grieg og hins vegar Sumarnætur eftir Hec- tor Berlioz. Tónleikarnir eru hluti tónleikaraðar Hallveigar og Gerrits en þau eru þekkt fyrir flutning sinn á ljóðasöng. Hallveig hefur haldið fjölda ljóða- tónleika hér á landi sem erlendis og Gerrit er einn af okkar helstu ljóðameðleikurum. Tónlist Ljóðaflokkar fyrir konur Hallveig Rúnarsdóttir Þjóðlagasveitin Hrafnar held- ur útgáfutónleika í Gamla fjós- inu, Hvassafelli undir Eyja- fjöllum í kvöld kl. 21.30 en hljómsveitin sendi nýverið frá sér 12 laga breiðskífu sem nefnist Krunk. með Hröfnum sem kallast Krunk. Lögin eru flest hver erlend þjóðlög með textum eftir Hrafna. Hljómsveitina skipa þeir Georg Ólafsson, Hermann Ingi Hermannsson, Hlöðver Guðnason og Vignir Ólafsson en auk þeirra verða Helgi Hermannsson og Hilmar Sverrisson sérlegir aðstoðarhljóðfæra- leikarar á tónleikunum.. Tónlist Krunk Hrafna í Gamla fjósinu Hermann Ingi Hermannsson Árni Matthíasson arnim@mbl.is Helgi Gíslason myndhöggvari opnar sína tuttugustu einkasýningu í Gerðarsafni í dag kl. 15. Á sýning- unni sýnir Helgi höggmyndir unnar í brons og járn á síðustu þremur ár- um, en einnig sýnir hann teikningar. „Ég hef verið að vinna mikið með teikningar og verk unnin í gifs, lág- myndir, en tók upp þráðinn með bronsið aftur. Ég geri líka tilraunir með annað efni eins og króm og gal- vaníseringu og mála líka verk með bílalakki, til að ganga örlítið gegn þessari hefðinni örlítið, þessu efni sem krefst alltaf meiri og meiri ná- kvæmni,“ segir Helgi og bætir við að það sé eins og innbyggt í bronsið að það vilji að maður vinni það meira og meira „og þá reynir maður að ganga gegn því“. Eins og Helgi nefnir hefur hann aðallega unnið verk í gifs og einnig að teikningum á undanförnum ár- um, en spurður um hvort viðhorf hans til bronsins hafi eitthvað breyst svarar hann neitandi. „Þetta var nú aðallega af praktískum ástæðum, þetta er afskaplega dýrt efni að vinna með.“ Yfirskrift sýn- ingarinnar er Í húminu. Helgi segir að sá titill hafi orðið til á síðustu stundu, eins og hann orðar það, „því þetta er svona einhvers staðar á milli draums og veruleika, í húminu, hinu óræða þar sem hlutirnir geta gerst, hið ómögulega getur gerst,“ segir Helgi og bætir við að þegar verkin hafi verið komin upp á sýn- ingunni og hann kominn út úr svit- anum og verkinu þá loks hafi mynd- irnar öðlast sitt sjálfstæði og hann séð heildarmyndina og einhverskon- ar niðurstöðu af því sem áður var laust í reipunum. „Það er bráðnauð- synlegt að setja upp sýningu, ef maður vinnur verður maður að sýna. Annars situr maður bara uppi með allt saman og fær aldrei nið- urstöðu. Maður verður að reyna að ljúka einhverri ákveðinni hugsun sem maður er búinn að fullvinna og komast að einhverri niðurstöðu. Þá er hún í burtu og afgreidd, en ann- ars er hún að þvælast fyrir manni allt of lengi.“ Í húminu, hinu óræða, þar sem hið ómögulega getur gerst  Helgi Gíslason sýnir höggmyndir unnar í brons Morgunblaðið/Styrmir Kári Niðurstaða Helgi Gíslason myndhöggvari opnar sína tuttugustu einkasýningu í Gerðarsafni í dag. Magnús Eiríksson, sá stór-jöfur íslenskrar dæg-urtónlistar síðustu 40árin, sendir með reglu- legu millibil frá sér vandaðar plötur sem allar bera glögg merki höfund- arins. Hvort heldur er í eigin nafni, í félagi við aldavin sinn KK ellegar undir merkjum Mannakorna, þá allt hans efni sam- ið af áreynsluleysi og skrýtt hnyttn- um og oft flug- beittum ádeilutextum. Á nýjustu plötu tónskáldsins, sem nefnist Í blómabrekkunni og er með hljóm- sveit hans Mannakornum, er að finna 10 dæmigerð Magnúsarlög. Blúsað gítarpopp, kántrískotið hér og hvar, og ávallt þægilegt áheyrnar. Þá er hljóðfæraleikur framúrskarandi eins og við er að búast. Ellen Kristjáns- dóttir er með í för eins og á síðustu plötu, Von frá 2009, og ljær tveim lög- um hunangsrödd sína; að ósekju hefði mátt láta henni hljóðnemann eftir í fleiri lögum því hún er prýðilegt mót- vægi við söngraddir Magnúsar sjálfs og Pálma Gunnarssonar og kemst eins og alltaf óaðfinnanlega frá sínu. Eftir sinn gifturíka feril er Magnús sumpart yfir gagnrýni hafinn með plötuútgáfu sína; það er á vísan að róa þegar músík hans er annars vegar, hljómurinn slípaður eftir langan velt- ing í bransanum og tíma kúvendinga að baki. Þetta hjól er löngu fullgert og út af fyrir sig óþarft að hanna það upp á nýtt. Þeir sem kunna Magnús að meta fá akkúrat það sem þeir vænta, hinir fara bara annað. Lögin eru svo sem misjafnlega sterk eins og gengur en ekkert þeirra fer með afgerandi hætti niður fyrir meðallagið, og textarnir eru í heildina prýðilegir, ekki síst þegar Magnús kveður blúsrímur; skáldið er alla jafna í ham þegar svarti hundurinn gengur honum við hlið. Það er iðulega tregi í glettnum textunum, en góðu heilli er að sama skapi galsabroddur í blúsnum. „Brim“ er úrvalsgott lag enda þéttur blús, „Vals númer tvö“ er kántríblús og sleipur sem slíkur. „Meðan sumar framhjá fer“ nefnist svo eitt albesta lag plötunnar, haganlega samið og blessunarlega sungið af Ellen. Það er nánast ógerningur að ímynda sér aðra rödd syngja þetta lag en hennar, keik og viðkvæm í senn. Loks er loka- lagið, „Í Kirkjugarði“, hreint afbragð. Annað líður þægilega hjá og mun vafalaust gleðja fjölmarga aðdáendur Magnúsar og ekki að ósekju. Glettinn Magnúsarblús Morgunblaðið/Eggert Kátir Mannakornsfélagarnir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson. Í Blómabrekkunni bbbnn Breiðskífa Mannakorna, sem telur Magnús Eiríksson og Pálma Gunn- arsson. Ellen Kristjánsdóttir syngur í tveim lögum. Magnús semur lög og texta. Sena gefur út. JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Katalónski myndlistarmaðurinn Lluc Queralt Baiges opnar í dag kl. 16 myndlistarsýninguna „Íslend- ingar“ í Reykjavík Art Gallery að Skúlagötu 30. Baiges er listrænn ljósmyndari að mennt og er efnivið- urinn í sýningu hans Íslendingar um aldamótin 1900. Baiges vann verkin út frá gömlum ljósmyndum, veggspjöldum og bókum frá þeim tíma. Um sýninguna segir hann m.a. að með henni sé gerð tilraun til að endurspegla fortíðina í nútíð- inni. Baiges segist almennt í verk- um sínum sækja innblástur í fortíð- ina þó verkin séu í eðli sínu nútímaleg. Fortíðin endur- spegluð í nútíma Íslendingar Eitt verka Baiges.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.