Morgunblaðið - 01.09.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2012
Afmælisvaka Akureyrar hefur nú
staðið í rúma viku og nær hápunkti
um helgina. Meðal fjölmargra við-
burða í dag er afhjúpun á sér-
stökum söguskiltum í gamla Inn-
bænum, söguganga um
Lystigarðinn kl. 11 og hátíðardag-
skrá á Akureyrarvelli sem hefst kl.
14. Þar verður boðið upp á hátíð-
lega dagskrá í tali og tónum, að-
alræðumaður verður Akureyring-
urinn Páll Skúlason, fyrrverandi
rektor Háskóla Íslands. Barna-
skemmtun verður á Ráðhústorgi kl.
15 og afmælistónleikar með ak-
ureyrsku hljómsveitunum Bara
flokknum, 200.00 naglbítum, Skrið-
jöklum og Hvanndalsbræðrum hefj-
ast kl. 21. Dagskránni í kvöld lýkur
með flugeldasýningu og ljósasýn-
ingu á Menningarhúsinu Hofi og á
Pollinum kl. 23.30.
Morgunblaðið/Ómar
150 ára Afmælishátíð Akureyrar
hefur nú staðið yfir í rúma viku.
Hápunktur hátíðar-
halda á Akureyri
Nær allir gest-
ir Viðeyjar í
sumar segjast
myndu mæla
með Viðeyj-
arferð við vini
og ættingja og
yfir 93 prósent
gesta segjast
vera mjög
ánægð með þjónustu í eynni. Þetta
kemur fram í könnunum sem lagð-
ar voru fyrir úrtak gesta sem heim-
sóttu Viðey í júní og júlí. Íslend-
ingar eru fjölmennastir eða
tæplega 40% gesta en Bandaríkja-
menn eru um 13% þeirra sem komu
í Viðey og Norðurlandabúar tæp-
lega 10%.
Yfir 14 þús. manns komu til Við-
eyjar á fyrstu 7 mánuðum ársins.
Viðeyjarferðir njóta
vaxandi vinsælda
Fugla- og náttúruverndarfélag
Álftaness stendur fyrir fjörudegi á
Álftanesi á morgun milli kl. 12:30
og 15 þar sem sandfjaran við Búð-
arflöt og Hliðstanga verður skoðuð.
Ker með sjó verða á staðnum og
þar má safna saman því sem fólk
finnur og boðið verður upp á aðstoð
við greiningu á tegundum. Er gest-
um bent á að hafa með sér ílát til að
safna í, eða fötu og skóflu til að
leika sér í sandinum.
Skoða, safna og
leika sér á fjörudegi
STUTT
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
hefur opnað vefsíðu þar sem fyr-
irhugað er að halda úti skrifum um
málefni líðandi stundar. „Vefurinn
verður málgagn sem talar inn á
miðjuna og verður þess gætt að mál
verði tekin fyrir á málefnalegum
nótum“, eins og segir á síðunni
ffj.is.
Félagið var stofnað 1986 þegar
Bandalag jafnaðarmanna hafði
gengið til liðs við Alþýðuflokkinn
en fékk síðar aðild að Samfylking-
unni. Meðal þeirra sem skrifa á vef-
síðuna eru Runólfur Ágústsson lög-
maður, Svanfríður Jónasdóttir,
bæjarstjóri Dalvíkur, Ágúst Ólafur
Ágústsson, fyrrverandi alþing-
ismaður, Magnús Orri Schram al-
þingismaður, Vilhjálmur Þor-
steinsson athafnamaður og Andrés
Jónsson almannatengill.
„Málgagn sem talar inn á miðjuna“
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Frá og með deginum í dag má veiða
fjölmargar fuglategundir en þar má
m.a. nefna fýl, dílaskarf, helsingja,
stokkönd, hvítmáf og ritu.
„Gæsaveiðatímabilið hófst hinn
20. ágúst. Í dag [laugardag] má svo
byrja að skjóta endur. Svartfuglinn
er líka að detta inn um þessar mund-
ir en hann er venjulega ekki mikið
skotinn í byrjun september,“ segir
Elvar Árni Lund, formaður Skot-
veiðifélags Íslands.
Mánudaginn 20. ágúst rann upp
sá dagur sem í huga flestra veiði-
manna markar upphaf haustveið-
innar en þá hófust gæsaveiðar að
nýju og standa til 15. mars. Varp
heiðagæsar og grágæsar virðist hafa
gengið afar vel í ár og því má áfram
reikna með sterkum veiðistofnum
þessara fugla.
Veiðimenn 12 þúsund
„Það eru tæplega 12.000 manns
sem borga veiðikortið sitt á hverju
ári. Flestir veiðimenn skjóta fleiri en
eina tegund. Af því eru langflestir að
fara til rjúpna en ég tel að um 4-
6.000 manns stundi gæsaveiðar.
Margir af þessum fuglum eru svo
vargar og eru þ.a.l. ekki veiddir.
Þeir eru bara skotnir í varnarskyni,“
segir Elvar. Að sögn Elvars und-
irbúa margir skotveiðimenn sig sér-
staklega fyrir veiðar á önd en hann
telur öndina vinsælasta skotmarkið
af þeim fuglum sem hefja má veiðar
á í dag. „Núna er menn náttúrlega
mikið að rekast á endur þar sem
gæsin heldur sig. Andarungarnir
eru orðnir fleygir og þetta er allt
komið á flug. Svo þegar líða tekur á
veturinn og öll gæs er farin úr land-
inu er öndin mikið skotin niðri við
sjó,“ segir hann.
Veiðitímabilið sem nú stendur yfir
leggst mjög vel í Elvar en aðspurður
hvar vinsælustu skotsvæði landsins
eru, segir hann: „Það er mjög vin-
sælt að vera í nágrenni við Reykja-
vík og í Skagafirði. Þegar kemur að
svartfuglinum og rjúpunni fara
menn gjarnan á Vestfirði eða á ýmis
svæði á Norðurlandi,“ segir hann.
Nýtt skotveiðitímabil hefst í dag
Hægt að veiða fjölmargar fuglategundir Flestir veiðimenn skjóta fleiri en eina fuglategund
Reikna má með sterkum veiðistofnum gæsa í ár Meirihluti veiðimanna skýtur rjúpu
Morgunblaðið/Ingó
Skotveiði Nýtt veiðitímabil er hafið. Snorri Rafnsson veiðimaður sést hér á veiðum ásamt hundinum Camo.
Fjölmargar tegundir má veiða
á því veiðitímabili sem
stendur yfir frá 1. september
til 15. mars. Eftirfarandi teg-
undir má veiða á þessum
tíma: Fýl, dílaskarf, topp-
skarf, helsingja, stokkönd,
urtönd, rauðhöfðaönd, dugg-
önd, skúfönd, hávellu, top-
pönd, hvítmáf, hettumáf og
ritu.
Óheimilt er að hleypa af
skoti á landi nær fugla-
björgum en 200 metra og á
sjó nær en 500 metra. Aldrei
má skjóta fugl í fugla-
björgum og óheimilt er að
veiða fugla í sárum. Þar sem
eggja- eða ungataka súlu,
dílaskarfs, toppskarfs, fýls,
skúms, hvítmáfs, ritu, álku,
langvíu, stuttnefju, teistu og
lunda telst til hefðbundinna
hlunninda, má nýta þau
hlunnindi eftirleiðis.
Á ákveðnum svæðum sem
eru friðuð samkvæmt lögum
um náttúruvernd, eru allar
veiðar bannaðar.
Fjöldi teg-
unda í boði
SKOTVEIÐAR OG TEGUNDIR
VITA er lífið
VITA | Suðurlandsbraut 2
Sími 570 4444 | VITA.is
Í þessari eftirminnilegu ferð VITA til fjölmennasta
ríkis heims upplifir þú fjölmargar af helstu menningar-
og náttúruperlum sem þessi forni menningarheimur
hefur að bjóða.
Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A
.IS
V
IT
60
85
7
08
/1
2
Ferðakynning!
Héðinn Svarfdal Björnsson fararstjóri verður með
kynningarfund á skrifstofu VITA, Suðurlandsbraut 2,
þriðjudaginn 4. september kl. 17:30.
Allir velkomnir
Kína
Gullni hringurinn
16. - 31. okt. 2012