Morgunblaðið - 28.09.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099
Jóhannes Kjarval listmálari málaði fjölda mál-
verka í Gálgahrauni þar sem hann notaði hraun-
myndanir sem fyrirmyndir. Í hrauninu má jafn-
vel enn finna ummerki um liststörf málarans.
Í skýrslunni um umhverfisáhrifin frá 2002
kemur fram að tillit hafi verið tekið til þeirra
svæða sem Kjarval málaði á þegar lega nýja veg-
arins var valin.
Hér að ofan má sjá eitt verka Kjarvals og
hraunmyndun sem hann notaði sem fyrirmynd.
Myndin var birt í umhverfisskýrslunni og Fram-
kvæmdafréttum Vegagerðarinnar í sumar.
Tóku tillit til fyrirmynda og minja um Kjarval
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Það gæti orðið allt frá fimm til tíu
sinnum dýrara að leggja Álftanes-
veg í stokk á um hálfs kílómetra
kafla en leggja nýjan veg um Garða-
hraun eins og til stendur. Þetta segir
Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri
hjá Vegagerðinni.
Umhverfissamtökin Hraunavinir
hafa mótmælt því að nýi vegurinn
verði lagður í gegnum hraunið. Þau
leggja til að vegurinn verði áfram á
sama stað en verði lagður í stokk á
þeim kafla sem er næstur húsum í
Prýðishverfi.
Vegur til framtíðar
„Ég held að það sé vægt til orða
tekið að segja að það sé margfalt
dýrara. Þá ættu menn eftir að tengja
vegi og finna út hvernig menn ættu
að komast inn í stokkinn og út úr
honum,“ segir Jónas.
Skipulag varðandi landnýtingu og
umferðaröryggissjónarmið séu aðal-
ástæðurnar fyrir því að nauðsynlegt
sé að ráðast í að leggja nýjan veg.
„Það hafa verið slys og óhöpp á
núverandi vegi, sérstaklega á vet-
urna. Það eru margar tengingar við
hann og vegsýn er ekki góð.“
Hugsanlegt væri þó að laga þá
galla en stóra málið að sögn Jónasar
er að verið sé að leggja veg til fram-
tíðar. Samkvæmt framtíðaráætl-
unum Garðbæinga, sem komi fram í
aðalskipulagi, sé mikil byggð áform-
uð í Garðaholti.
„Þá þarf öruggar og greiðar sam-
göngur. Sameiginleg niðurstaða
Vegagerðarinnar og Garðbæinga á
sínum tíma var sú að hafa veginn þar
sem við bjóðum hann út í dag. Þar
með yrði byggðin öðrum megin og
friðaða hraunið hinum megin,“ segir
Jónas.
Í höndum framkvæmdaaðila
Hraunavinir hafa einnig haldið því
fram að forsendur umhverfismatsins
fyrir nýja veginn séu brostnar en
það er frá árinu 2002.
Að sögn Stefáns Thors, forstjóra
Skipulagsstofnunar, gera lög ráð
fyrir að ef framkvæmdaleyfi hafi
ekki verið gefið út þegar tíu ár eru
liðin þurfi að huga að því hvort for-
sendur hafi breyst og hvort ástæða
sé til að gera nýtt mat á umhverfis-
áhrifum.
Stofnunin hafi óskað eftir upplýs-
ingum frá Garðabæ um málið og
fengið þau svör að framkvæmdir
væru hafnar og leyfi veitt fyrir
ákveðnum áföngum. Það sé því al-
farið framkvæmdaaðila og sveitarfé-
lagsins að meta hvort ástæða sé til
að ráðast í nýtt umhverfismat.
„Skipulagsstofnun hefur enga að-
komu að þeirri ákvörðunartöku eða
vald til að skipa mönnum fyrir að
matið skuli endurtekið,“ segir hann.
Í umfjöllun Morgunblaðsins á
miðvikudag kom fram að hvorki
Vegagerðin né bæjaryfirvöld í
Garðabæ teldu að breytingar hefðu
orðið á forsendum frá því umhverf-
ismatið var unnið fyrir áratug.
Stokkur allt að tífalt dýrari
Alfarið í höndum Garðabæjar og framkvæmdaaðila hvort ástæða sé til að
endurskoða tíu ára gamalt mat á umhverfisáhrifum af nýjum Álftanesvegi
Jónas
Snæbjörnsson
Stefán
Thors
Sjónvarpsþátturinn Aðför að lög-
um, sem fjallaði um Guðmundar- og
Geirfinnsmálið og var sýndur í
tveimur hlutum í Sjónvarpinu árið
1997, hefur verið gefinn út á DVD.
Á disknum er að finna áður óbirt
viðtal við Sævar Ciesielski, aðal-
sakborninginn í málinu, en það var
tekið 1996. „Ég held mér sé óhætt
að segja að þetta sé eitt skýrasta og
heildstæðasta sjónvarpsviðtal sem
nokkurn tímann hefur verið tekið
við Sævar,“ segir Sigursteinn Más-
son, framleiðandi þáttanna.
Á sínum tíma var aðeins birtur
stuttur bútur úr viðtalinu. „Sævar
hafði verið ötull baráttumaður fyrir
endurupptöku málsins og verið
gríðarlega áberandi í fjölmiðlum.
Við töldum skyn-
samlegt að hafa
hann ekki of
áberandi í sjálf-
um þáttunum.
Nú þegar maður
fór aftur í gegn-
um efnið og við-
talið við Sævar
sá ég það í nýju
ljósi,“ segir Sig-
ursteinn. „Það
sem mér finnst athyglisvert er
hvernig hann fjallar um aðdrag-
anda málsins. Það voru engar
skýrslur eða upplýsingar um það af
hverju hann var bendlaður við mál-
ið. Það sama á við um hina sakborn-
ingana.“
Eitt skýrasta viðtalið
við Sævar Ciesielski
Þátturinn Aðför að lögum á DVD
DVD Hulstur Aðför
að lögum.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, krefst þess að
Hrólfur Ölvisson, framkvæmda-
stjóri flokksins, íhugi alvarlega að
láta af störfum fyrir Framsóknar-
flokkinn. Þetta sagði Höskuldur í yf-
irlýsingu sinni til fjölmiðla í gær.
Forsaga málsins er sú að í síðustu
viku tilkynnti Höskuldur að hann
hygðist bjóða sig fram í fyrsta sæti á
lista Framsóknarflokksins í Norð-
austurkjördæmi. Um helgina lýsti
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður flokksins, því yfir að hann
hygðist gera slíkt hið sama. Fram-
boð Sigmundar kom Höskuldi að
óvörum en hins vegar hefur Hrólfur
komið fram í fjölmiðlum og sagt að
hann hafi sjálfur látið Höskuld vita
um framboð Sigmundar á fimmtu-
dag fyrir viku.
Þessu hafnar Höskuldur alfarið í
yfirlýsingu sinni og segir jafnframt
að fáheyrt sé að starfsmaður flokks-
ins gangi fram með þessum hætti.
Jafnframt krefst Höskuldur þess að
Hrólfur íhugi stöðu sína sem fram-
kvæmdastjóri alvarlega. „Það skipt-
ir öllu að félagsmenn geti treyst því
að skrifstofa Framsóknarflokksins
starfi af heilindum fyrir alla flokks-
menn, ekki síst í væntanlegum próf-
kjörum fyrir komandi kosningar,“
segir í yfirlýsingunni. Höskuldur
segist ætla að halda ótrauður áfram
og hann sé þakklátur fyrir þann
mikla stuðning sem hann finni fyrir í
Norðausturkjördæmi.
Ekki náðist í Hrólf Ölvisson við
vinnslu fréttarinnar í gær.
Höskuldur Þór
Þórhallsson
Hrólfur
Ölvisson
Segir Hrólf
fara með
fleipur
Ætti að íhuga
stöðu sína alvarlega
Gjaldskrár Reykjavíkurborgar vegna þjónustu munu hækka um 5,6% á
næsta ári en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir 10,85% hækkunum að meðaltali.
Borgarráð staðfesti þessa breytingu á fundi sínum í gær. Í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg segir að við undirbúning fjárhagsáætlunar 2011 hafi
ákvörðun verið tekin um að hækka gjaldskrár með væntri verðbólgu en
auk þess um 5,35% á hverju árið frá 2011-2013 til að færa verðgildi þeirra
til þess sem var í upphafi árs 2008. Tveir fyrstu áfangarnir eru nú að baki
og í tilkynningunni segir að fallið verði frá þeim þriðja og gjaldskrár fyrir
þjónustu hækki um 5,6%. Í tilkynningunni segir að gjaldskrá þjónustu í
Reykjavík sé sú lægsta á landinu.
Gjaldskrár í Reykjavík hækka um 5,6%