Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Athugasemd hefur borist frá Róbert
Wessman vegna fréttar Morgun-
blaðsins í gær þar sem fjallað var
meðal annars um þjóðþekkta fjár-
festa, sem voru
umsvifamiklir í
íslensku við-
skiptalífi fyrir
hrun bankakerf-
isins, en félög
þeim tengd hafa
á árinu tekið þátt
í fjárfestingarleið
Seðlabankans.
Fram kemur í
yfirlýsingu Ró-
berts, sem er birt hér að hluta til, að
„með rangfærslum Morgunblaðsins
[sé] gróflega vegið að mannorði
[hans].“ Athugasemd Róberts má
lesa í heild sinni á mbl.is.
„Á forsíðu Morgunblaðsins í [í
gær] er ég til umfjöllunar. Þar er
fullyrt að ég hafi fengið umtalsverð-
ar afskriftir hjá íslenskum fjármála-
stofnunum. Jafnframt er greint frá
því að íslenskir fjárfestar, og gefið
til kynna að ég eigi þar í hlut, eigi
umtalsverða fjármuni erlendis og
hafi flutt þá til landsins með afslætti
í gegnum fjárfestingaleið Seðla-
banks. Ýmsir fréttamiðlar hafa frá
því í [gær]morgun fjallað um málið
og vísað í umfjöllun Morgunblaðs-
ins.
Ég staðfesti hér með að ég hef
engar afskriftir fengið hjá íslensk-
um fjármálastofnunum. Jafnframt
hef ég ekki flutt fjármuni til lands-
ins eins og greint er frá í umfjöllun
blaðsins. Lyfjafyrirtækið Alvogen,
sem ég veiti forstöðu og tengd félög
hafa hinsvegar flutt fjármuni til Ís-
lands í gegnum fjárfestingaleið
Seðlabankans og hafa þeir fjármun-
ir verið nýttir til uppbyggingar fé-
lagsins á Íslandi. Í því samhengi má
benda á að frá því Alvogen hóf starf-
semi sína hér á landi hafa skapast
um 20 ný störf.“
Aths. rits.
Í yfirlýsingu frá Róbert Wessman
sem birt er hér að ofan er því haldið
fram að í frétt Morgunblaðsins í
gær, þar sem fjallað er um fjárfest-
ingarleið Seðlabankans, sé „fullyrt“
að Róbert hafi fengið „umtalsverðar
afskriftir hjá íslenskum fjármála-
stofnunum.“ Ekkert slíkt er fullyrt í
frétt Morgunblaðsins. Hins vegar er
bent á að eignarhaldsfélög í eigu
þjóðþekktra fjárfesta – Bakkavar-
arbræðra, Karls Wernerssonar og
Róberts Wessman – hafi það sem af
er ári komið með á þriðja milljarð
króna í gegnum fjárfestingarleiðina,
sem veitir fjárfestum tækifæri á að
kaupa krónur fyrir gjaldeyri með
20% afslætti. Sú staðreynd sýni að
ýmsir fjárfestar, sem flugu hátt á
árunum fyrir hrun bankakerfisins,
eigi fjármuni á erlendri grundu á
sama tíma og fjármálastofnanir hafi
þurft að afskrifa háar fjárhæðir hjá
félögum þeim tengdum.
Fjárfestingafélagið Salt Invest-
ment, sem er í eigu Róberts,
skuldaði yfir 20 milljarða króna í
árslok 2010 og eigið fé félagsins var
neikvætt um 14,6 milljarða. Halldór
Kristmannsson, framkvæmdastjóri
samskiptasviðs lyfjafyrirtækisins
Alvogen, sem Róbert Wessman fer
fyrir, sendi Morgunblaðinu athuga-
semdina frá Róbert sem birt er hér
að ofan. Aðspurður svaraði Halldór
því ekki hvort og þá hvernig sú
skuld yrði greitt að fullu til baka.
„Það eru umtalsverðar eignir að
baki lánum sem Glitnir banki veitti
félögum í eigu Róberts,“ segir í
svari sem barst frá honum í tölvu-
pósti. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins varð töluverður hluti
eignanna sem að baki lánunum
stóðu lítils virði í kjölfar falls bank-
anna.
Í yfirlýsingu Róberts kemur einn-
ig fram að hann „hafi ekki flutt fjár-
muni til landsins eins og greint er
frá í umfjöllun blaðsins.“ Í frétt
Morgunblaðsins er því ekki haldið
fram að Róbert hafi persónulega
flutt fjármuni til landsins heldur
sagt að eignarhaldsfélagið Aztiq
Pharma, sem samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er í eigu Róberts
og fleiri aðila, hafi komið með 220
milljónir í gegnum fjárfestingarleið
Seðlabankans.
Athugasemd frá Róbert Wessman
Róbert
Wessman.
Önnur álfyrirtæki á Íslandi virðast
ekki ætla að fara sömu leið og Rio
Tinto Alcan í Straumsvík, sem til-
kynnti í fyrradag uppsagnir 13
starfsmanna vegna erfiðs rekstrar
á árinu, en Ágúst Hafberg, upplýs-
ingafulltrúi Norðuráls, segir að
ekki sé að vænta uppsagna hjá fyr-
irtækinu. Í samtali við mbl.is sagði
hann framleiðsluna ganga vel. „Við
finnum fyrir verðlækkunum en
engar mannabreytingar eru í kort-
unum hjá okkur.“
Erna Indriðadóttir, fram-
kvæmdastjóri samfélags- og upp-
lýsingamála hjá Alcoa, tók í svip-
aðan streng og sagði engin áform
um uppsagnir. Á fyrstu sex mán-
uðum ársins var um 250 milljóna
króna tap af rekstri Alcoa og því
ljóst að sveiflukennt álverð hefur
að einhverju marki haft sitt að
segja fyrir afkomu fyrirtækisins.
Frá því í marsmánuði á þessu ári
hefur álverð farið heldur lækkandi,
ef undan er skilin um 20% hækkun
frá 15. ágúst til 14. september, og
er það mat sérfræðinga að verðið
muni lækka eitthvað á ný á næstu
misserum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Álframleiðsla Ekki eru nein áform um uppsagnir hjá Norðuráli né hjá Al-
coa Fjarðaáli. Þrettán manns var sagt upp í fyrradag hjá Rio Tinto Alcan.
Engar uppsagnir
BÍLARAF
BÍLAVERKSTÆÐI
Bílaraf
www.bilaraf.is
Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is
Allar almennar
bílaviðgerðir
Tímapantanir í síma 564 0400
Gott verð, góð þjónusta!
Startarar og alternatorar
í miklu úrvali
V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is
Múlalundur - fyrir betri framtíð
40 litir af mismunandi efnum
sem hægt er að framleiða úr
eftir óskum. Einnig er hægt
að velja mismunandi fjölda af
ísoðnum vösum og skávösum.
Áletrum eftir óskum
Kínverski seðlabankinn hefur að
undanförnu reynt að stemma stigu
við hækkandi lántökukostnaði með
því að dæla fjármagni sem nemur
tugmilljörðum Bandaríkjadala inn
á fjármálamarkaði.
Á síðustu þremur dögum nemur
innspýting seðlabankans á pen-
ingamarkaði, í gegnum endurhverf
viðskipti, um 58 milljörðum dala, en
bankinn hefur aldrei í sögunni grip-
ið til jafn umfangsmikilla aðgerða í
þessum efnum.
Aðgerðir Kínverska seðlabank-
ans höfðu strax mikil áhrif á lána-
markaði og lækkuðu helstu vextir
um prósentustig – úr 4,75% í 3,75%.
Hagvöxtur í Kína hefur ekki
mælst minni í þrjú ár.
Milljarða dala innspýting í Kína
AFP
Kína Hagvöxtur hefur ekki mælst minni í þrjú ár og því kom það ekki á
óvart að seðlabankinn reyndi að stemma stigu við hækkandi vöxtum.