Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 21

Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Rússlandi hyggjast herða viðurlögin við ölvunarakstri eftir að foráttudrukkinn ökumaður varð sjö manns að bana þegar hann ók bíl á ofsahraða á strætisvagna- biðstöð í Moskvu. Rússneskir fjöl- miðlar hafa eftir þingmanni stjórn- arflokksins Sameinaðs Rússlands að það sem af er árinu hafi 2.300 manns dáið í bílslysum sem urðu í Rússlandi vegna ölvunaraksturs. Fimm unglingar á heimili fyrir munaðarlaus og þroskaheft ung- menni létu lífið í slysinu í Moskvu á laugardaginn var, auk kennslukonu þeirra og eiginmanns hennar. Öku- maðurinn slasaðist lítillega og viðurkenndi að hafa setið að drykkju í tvo daga. „Maðurinn hlýt- ur að hafa verið dauðadrukkinn ef ekki meðvitundarlaus þegar þetta hörmulega slys varð,“ sagði tals- maður lögreglunnar í Moskvu. „Blóðsýnið úr honum bendir til þess að áfengið sem hann drakk sam- svari meira en tveimur flöskum af vodka.“ Hermt er að maðurinn hafi ekið bílnum á nær 200 km hraða á klukkustund. Hann á allt að níu ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Slysið vakti mikla umræðu í Rússlandi um hvernig fækka ætti banaslysum vegna ölvunaraksturs. Shamsal Saralíjev, þingmaður Sam- einaðs Rússlands, sagði að ölvunar- akstur væri miklu alvarlegra vandamál en hryðjuverkastarfsemi. „Í fyrra urðu drukknir ökumenn 2.103 að bana,“ hefur fréttavefurinn pravda.ru eftir honum. „Þetta er gríðarhá tala. Það sem af er árinu eru dauðsföllin orðin 2.300.“ Til samanburðar biðu 57 manns bana í hryðjuverkaárásum í Rúss- landi í fyrra, að sögn þingmannsins. Gengið of langt? Sameinað Rússland hyggst leggja til að lágmarkssektin fyrir ölvunarakstur verði hækkuð úr 5.000 rúblum (20.000 krónum) í 100.000 rúblur (400.000 krónur). Þingmenn flokksins vilja að viður- lögin við ölvunarakstri, sem leiðir til banaslyss, verði þau sömu og við manndrápum að yfirlögðu ráði, þannig að hámarksrefsingin verði 15 ára fangelsi í stað níu ára. Enn- fremur hefur komið fram tillaga um að ökumenn verði sviptir ökurétt- indum ævilangt, í stað tveggja ára, ef þeir verða staðnir að ölvunar- akstri tvisvar sinnum. Mannrétt- indahreyfingar og þingmenn stjórnarandstöðunnar óttast að gengið verði of langt í því að herða viðurlögin og segja að refsigleði dugi ekki til að leysa vandamálið. AFP Fangi Ölvaður maður festur við stól til að róa hann á lögreglustöð í Moskvu. Valda yfir 2.000 dauðsföllum á ári Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Supreme Deluxe svefnsófi Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 Extra þykk og góð springdýna Svefnbreidd 140x200 Rúmfatageymsla í sökkli kr. 169.800 Ertu að taka til … … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn Villibráðarhlaðborð Meðal rétta á villibráðarhlaðborði: Okkar vinsæla íslenska hreindýr, íslensk gæs kengúra og margt fl. • Villibráðarhlaðborð 7.900 kr. á mann. • Hlaðborð með gistingu og morgunverðarhlaðborði er aðeins 14.900 kr. á mann og miðast við tvo í herbergi. Gisting í einstaklingsherbergi er á 19.900 kr. Endilega bókið tímanlega í hlaðborðin hjá okkur á Hótel Hellissandi. Spennandi og freistandi kræsingar sem má ekki missa af. Eyfi mætir á svæðið og spilar fyrir gesti. www.hotelhellissandur.is Helgarnar 2.-3. og 9.-10. nóvember. Pantanir í síma 430 8600 Hótel Hellissandur - Klettsbúð 9 - 360 Hellissandur - Sími 430 8600 - hotelhellissandur@hotelhellissandur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.