Morgunblaðið - 28.09.2012, Page 33
vík, voru þau ánægð þar og fékk
Valgeir þar góða umönnun.
Með Valgeiri er farinn drengur
góður. Hann umgekkst mann-
fólkið af virðingu og varúð þess
sem þekkir alvöru lífsins en móð-
ur sína missti hann á barnsaldri.
Elsku Anna og fjölskyldan
ykkar Valgeirs, ég samhryggist
ykkur innilega.
Valdimar Harðarson.
Valgeir var meðalmaður á
hæð, eilítið þéttvaxinn, liðugur,
greindur og minnugur. Hann var
góðmenni sem unni umhverfi sínu
og samfélagi þar sem hann starf-
aði á Djúpavogi sín bestu ár. Ekki
síður var honum annt um sveitina
sem ól hann, Norðfjörð, og sveit-
ina sem fóstraði hann, Skriðdal.
Það var ungum manni mikil
upplifun að fara níu ára gamall á
Djúpavog og dvelja þar næstu
þrjú sumur í Sjólyst hjá Olgu og
Sigfinni bróður Valgeirs, en aldr-
ei fjarri hinum bróðurnum. Þann-
ig spannar minningin um Valgeir
full 50 ár. Þar sást að Valgeir var
allt í öllu á staðnum, þó ekki
læknir, prestur eða kaupfélags-
stjóri. Stundum var hann í ferð-
um með Heimi lækni og síðar
þegar læknaskortur var á lands-
byggðinni réð hann lækna sem
urðu vinir hans og áhrifavaldar.
Miklar annir og ábyrgð settu
mark sitt á heilsu Valgeirs. Hann
var án efa með ómeðhöndlaðan
háþrýsting eins og fleiri ættmenn
hans. Um fimmtugt tók hann sér
leyfi frá störfum og hóf vistina á
heilsuhæli NLFÍ að ráði læknis.
Þar voru örlög ráðin og þar rætt-
ist draumur sem hann hafði
dreymt fyrr á árinu. Þar tókust
kynni með Önnu og Valgeiri. Þá
eignaðist hann fjölskyldu og fjög-
ur börn á einu bretti. Hjónaband
þeirra var alúðlegt í tæp 38 ár.
Anna vandi Valgeir af ýmsum
ósiðum, eins og að bölva. Þau
ferðuðust víða um suðurlönd. Val-
geir eignaðist marga kunningja í
þeim ferðum, og ekki síður eftir
að þau fluttu frá Djúpavogi til
Reykjavíkur. Þá vandi Valgeir
komur sínar í sundlaugina í
Breiðholti. Öllum þótti Valgeir
viðræðugóður og skemmtinn fé-
lagi, sem lagði gott til.
Um flest vorum við frændur
sammála og sáttir. Þó urðu aldrei
aðrar sættir með okkur um fram-
sóknarmenn en að vera ósáttir.
Hann studdi sinn flokk í gegnum
alla erfiðleika fyrr og síðar en
hann taldi að ekki hefði verið rétt
talið í kosningunum 1978 þegar
Alþýðubandalagið fékk fleiri at-
kvæði en hans flokkur í Austur-
landskjördæmi. Urðu þá miklir
fáleikar með þeim sveitungum
Valgeiri og Lúðvík.
Valgeirs verður minnst um
margt en þó helst að hann var
fyrsti sjúklingurinn sem var
skorinn í opinni hjartaaðgerð á
Landspítalanum. Þá var hann 62
ára gamall. Eins og hann fékk
nýtt líf með Önnu þá öðlaðist
hann enn eitt líf eftir vel heppn-
aða aðgerð. Eftir aðgerðina var
hann kallaður Valgeir I.
Þau systkin frá Hátúni voru
sextán sem upp komust, systkin,
hálfsystkin og hálfsystir þeirra.
Kært var með og kátt er þau hitt-
ust. Valgeir hét eftir hálfbróður
sínum og Gunnlaugi félaga hans
sem fórust í róðri frá Helgustöð-
um í Reyðarfirði, eftir að slys
hafði orðið í námunni. Þeir bræð-
ur frá Hátúni höfðu yndi af spil-
um, bridge og l’hombre. Þeir voru
leiknir en Valgeir þótti áhættu-
djarfur í 10 Coupe í l’hombre.
Þótti öðrum bræðrum nóg um.
Einnig hafði Valgeir ánægju af
veiðum í ám og vötnum.
Að leiðarlokum er ekki annað
en að vera þakklátur þeim er
næstir stóðu Valgeiri síðustu ár,
Önnu, börnunum og fjölskyldum
þeirra. Síðast en ekki síst starfs-
fólki Skógarbæjar sem annaðist
hann af alúð og hlýju. Verði Val-
geir guði falinn.
Megi minningin um Valgeir
heiðrast í hug þínum.
Vilhjálmur Bjarnason.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
✝ Svavar Bjarna-son fæddist í
Reykjavík hinn 26.
júlí 1943. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 20.
september 2012.
Foreldrar hans:
Ásta Jónasdóttir
fædd á Sauð-
árkróki 9. nóv-
ember 1911, d. 29.
apríl 2009, og
Bjarni Pálsson, fæddur á Þór-
oddsstöðum í Ólafsfirði 27. júlí
1906, d. 17. febrúar 1967. Svav-
ar var yngstur þriggja systk-
ina. Systkini hans: Svanhildur
Bjarnadóttir, f. 8. febrúar 1937,
d. 5. janúar 2002, lét hún eftir
sig fimm syni, og Jónas Bjarna-
son, f. 23. júní 1938, eiginkona
hans er Kristín G. Hjart-
ardóttir, f. 30. júlí 1943, eiga
þau einn son.
Árið 1967 kvæntist Svavar
Brynju Bærings Halldórs-
dóttur, f. 14. október 1944, for-
eldrar hennar: Árný Anna Jó-
hanna Bæringsdóttir, f. í
1995, Haukur Bæring, f. 15.
desember 1997, Árný Bærings,
f. 12. júní 2000 og Sóley Bær-
ings, f. 17. janúar 2008. 3) Árný
Anna ljósmóðir, f. 15. sept-
ember 1969, sambýlismaður
hennar er Snæbjörn Freyr Val-
bergsson, f. 25. maí 1973, börn:
Unnar Bæring, f. 21. september
1988, faðir hans er Sigurður Þ.
Unnsteinsson, f. 23. júlí 1965.
Ólafur, f. 13. desember 1999,
faðir hans er Hjalti Pálmason,
f. 28. janúar 1969. Magnús Bær-
ing, f. 2. júní 2009, Áshildur
Bærings, f. 10. mars 2011. 4)
Helgi Páll kerfisfræðingur, f.
16. mars 1974.
Svavar bjó alla ævi í Reykja-
vík. Hann var stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1963 og útskrifaðist sem
rafmagnstæknifræðingur frá
Oslo tekniske skole í Noregi ár-
ið 1968. Megnið af starfsævi
sinni vann hann hjá Pósti og
síma en eftir að hann fór á eft-
irlaun tók hann að sér ýmis við-
haldsverkefni fyrir einkafyr-
irtæki.
Útför Svavars fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 28.
september 2012, og hefst at-
höfnin kl. 15.
Tungu í Örlygs-
höfn 21. maí 1921,
d. 15. apríl 1992,
og Halldór Guð-
finnur Árnason
fæddur á Hesteyri í
Jökulfjörðum 14.
júlí 1916, d. 29. jan-
úar 1950. Svavar
og Brynja eign-
uðust fjögur börn,
þau eru: 1) Halldór
Guðfinnur verk-
fræðingur, f. 23. desember
1966, eiginkona hans er Ta-
tiana K. Dimitrova, f. 12. júlí
1969, börn: Brynja Björg, f. 28.
júní 1990, Ingibjörg Ásta, f. 16.
september 1994, móðir þeirra
er Hildur Svavarsdóttir, f. 19.
apríl 1965. Thereza Petkova, f.
7. október 1990, Samuil Petkov,
f. 1. ágúst 1995, faðir þeirra er
Borislav Petkov. Simeon Bær-
ing, f. 8. september 2007. 2)
Ásta sjúkraliði, f. 5. október
1968, eiginmaður hennar er
Þorsteinn Hauksson, f. 16.
október 1965, börn þeirra:
Svavar Bæring, f. 12. nóvember
Ástkær pabbi okkar er látinn.
Stuttur aðdragandi var að andlát-
inu og áfallið mikið. Með örfáum
orðum viljum við minnast elsku
pabba sem okkur þótti svo óend-
anlega vænt um. Í gegnum æsku
okkar og uppvaxtarár var hann
ávallt til staðar fyrir okkur,
studdi okkur með öllum ráðum og
var okkur dýrmæt fyrirmynd.
Pabbi var mjög verklaginn og
æskuheimili okkar á Vesturbergi
7 byggði hann frá grunni og gerði
allt sjálfur sem gera þurfti við á
heimilinu. Ber allt heimili pabba
og mömmu góðu handbragði
hans vitni. Alltaf var gott að geta
hringt í pabba og fengið ráðlegg-
ingar um verklegar framkvæmd-
ir og oftar en ekki var hann innan
skamms mættur á svæðið, búinn
að kaupa það sem til þurfti og
hafði hafist handa. Pabbi hafði
með eindæmum gott jafnaðargeð
og munum við vart eftir að hafa
séð hann reiðan. Ef við vorum
með læti og hávaða á okkar yngri
árum þá sussaði hann ekki á okk-
ur, heldur hækkaði bara í útvarp-
inu. Hann var mjög fréttaþyrstur
og vildi helst heyra fréttir á öllum
miðlum. Oft var það svo að hann
fylgdist með fréttum í bæði sjón-
varpi og útvarpi á meðan hann las
blöðin. Einnig var hann áhuga-
samur um stjórnmál og hafði þar
sterkar skoðanir.
Þegar við vorum lítil vann
pabbi mjög mikið og gjarnan úti á
landi. Eftir að hann hætti því og
fór að vera meira heima var eins
og maður kynntist pabba á nýjan
hátt. Hann elskaði barnabörnin
sín heitt og naut sín í afahlutverk-
inu. Væntumþykja hans var líka
endurgoldin. Pabbi var mann-
blendinn og hafði einstaklega
gaman af því þegar fjölskyldan
öll kom saman og skein stoltið úr
augum hans þegar hann horfði
yfir hópinn sinn. Eftir að við flutt-
um að heiman var heimili pabba
og mömmu sem fyrr griðastaður
okkar allra. Ávallt var gott að
koma til þeirra og spjalla saman
og þar áttum við alltaf vísan
stuðning. Andrúmsloftið á heim-
ilinu var notalegt og alltaf tóku
pabbi og mamma jafn hlýlega á
móti okkur. Þegar við fórum það-
an stóðu þau ávallt í dyragættinni
og veifuðu í kveðjuskyni.
Pabbi var með undirliggjandi
sjúkdóm sem hafði greinst fyrir
um tveimur áratugum. Þrátt fyr-
ir það hafði hann að mestu leyti
verið heilsuhraustur þann tíma. Í
vor lét pabbi gamlan draum ræt-
ast og tók vélhjólapróf. Hann átti
gott sumar og naut þess að hjóla
til fjölskyldumeðlima og kíkja inn
í spjall og kaffisopa. Enginn átti
því von á að svo stutt væri eftir af
hans ævi. Í sorg okkar erum við
þó þakklát fyrir það að pabbi
þurfti hvorki að þjást né verða
lasburða. Að verða upp á aðra
kominn hefði reynst honum
þungbært. Pabbi var ekki orðinn
gamall maður og langt frá því
saddur lífdaga. Hann hafði mörg
járn í eldinum og var sífellt að
fást við eitthvað. Áfallið fyrir fjöl-
skylduna við að missa hann svo
óvænt er því mikið. Mamma okk-
ar horfir á eftir lífsförunaut sín-
um og biðjum við Guð að gefa
henni styrk til að takast á við það.
Með djúpri sorg kveðjum við
pabba okkar og munum ávallt
minnast hans með mikilli ást og
virðingu.
Þín börn,
Halldór Guðfinnur, Ásta,
Árný Anna og Helgi Páll.
Frá því ég kynntist tengda-
pabba, Svavari, hefur hann ávallt
verið hlýr og vingjarnlegur.
Hann og tengdamamma tóku
mér strax sem einum af fjölskyld-
unni og komu fram við börnin
mín, Terry og Samma, þá 10 og 5
ára, eins og þau væru þeirra eigin
barnabörn. Í gegnum árin kynnt-
ist ég tengdapabba betur og bet-
ur. Hann var alltaf skapgóður,
lífsglaður, jákvæður og hugul-
samur og ég bar mikla virðingu
fyrir honum.
Hann var mjög hjálpsamur við
alla í fjölskyldunni. Hann kom oft
heim til okkar og tók þátt í mörg-
um verkefnum: skipti um rúður
og hurðir í gamla húsinu okkar
ásamt Halldóri; festi gervihnatta-
diska uppi á þakinu, hjálpaði okk-
ur með að hirða lóðina; lánaði
okkur oft kerru og ýmis tæki.
Tengdapabbi og tengdamamma
hafa hjálpað okkur mikið á allan
hátt, hafa alltaf verið til staðar og
gefið okkur góð ráð. Alltaf þegar
einhvern vantaði hjálp og lét vita
af sér var tengdapabbi kominn á
staðinn og tilbúinn til verka. Ég
man aldrei eftir því að hann hafi
sagt nei við nokkurn mann.
Hann var áhugasamur um
margt og var oft að dunda sér við
lestur, fylgjast með fréttunum og
pólitík, gera við tæki og græjur.
Hann vildi alltaf læra eitthvað
nýtt, laga hluti og hjálpa fólki.
Hann elskaði Simma, yngsta
barn okkar Halldórs, af öllu
hjarta. Hann og tengdamamma
hafa passað Simma oft fyrir okk-
ur til styttri og lengri tíma þegar
við höfum þurft að skreppa út eða
fara til útlanda. Simmi hlakkaði
alltaf til að fara heim til afa og
ömmu, knúsa þau fast og leika við
þau. Afi var uppáhalds maðurinn
í lífi hans. Svavar var ástríkur og
gefandi gagnvart öllum sínum
barnabörnum.
Tengdapabbi elskaði að spjalla
við mig, spyrja mig um það
hvernig gengi hjá okkur, hvað
væri að frétta og svo segja mér
sögur af gömlum og liðnum við-
burðum, sem aðrir í fjölskyldunni
þekktu en ekki ég. Ég hafði mjög
gaman af að hlusta á þessar sög-
ur. Þannig endurlifði hann sínar
minningar, sagði frá þeim á líf-
legan og skemmtilegan hátt og ég
mun varðveita þessar spjall-
stundir okkar í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Tengdapabbi var traustur,
áreiðanlegur, heiðarlegur, já-
kvæður, sanngjarn, hugulsamur,
elskulegur, hógvær, rausnarleg-
ur og elskandi fjölskyldumaður
sem allir í fjölskyldunni elskuðu.
Hann og tengdamamma saman
sem ein eining voru kjarni fjöl-
skyldunnar. Í kringum hann
söfnuðumst við í öllum fjölskyldu-
viðburðum og hátíðum. Ég og
börnin mín höfum alltaf upplifað
gleði og hamingju á þessum fjöl-
skyldusamkomum.
Öll fjölskyldan er núna í sorg
vegna fráfalls Svavars. Hann var
eini pabbinn sem ég átti. Ég sagði
aldrei við hann beint hversu vænt
mér þætti um hann, en ég verð að
vona að hann hafi vitað það allan
tímann. Ég er þakklát fyrir öll ár-
in sem ég þekkti hann. Söknuður-
inn hellist yfir mig eins og ískald-
ur, öflugur, miskunnarlaus
íslenskur foss. Góður maður er
farinn frá okkur, en ástin varir að
eilífu. Tengdapabbi Svavar var,
er og verður fyrirmynd okkar
allra.
Tatiana Dimitrova.
Ég er gífurlega þakklát fyrir
að hafa kynnst afa mínum, bæði
sem afa og sem manneskju. Ég
bjó við þann lúxus að vera nógu
gömul til að geta farið í heimsókn
til afa og ömmu til að spjalla við
þau um daginn og veginn, þrasa
við afa um pólitík eða rifja upp
hvernig þau kynntust.
Ég held reyndar að það sé
mjög mikilvægt, ef maður er svo
heppinn að alast upp með afa og
ömmu á lífi, að kynnast þeim.
Tala við þau um þeirra skoðanir,
væntingar og minningar. Áður en
það er of seint.
Afi var alltaf hinn hjálplegasti
og sagði aldrei nei. Ég gat alltaf
leitað til hans með öll mín bíla-
vandræði. Hann bilanagreindi
gömlu Corolluna mína þegar hún
fór ekki í gang, lagaði læsinguna,
skipti um bremsur og lagaði hvað
það sem var að honum. Hann
spurði reglulega hvernig gengi
með bílinn og ef það var eitthvað
að var hann fljótur að renna sér
undir hann og laga það sem var
að.
Mér er sérstaklega minnis-
stætt atvik, sem mér fannst lýsa
hjálpsemi og hugulsemi afa vel.
Einu sinni sem oftar heyrði ég
einhver furðuleg hljóð í gömlu
Corollunni minni. Hvað gerir
maður þá? Ef ég hringdi ekki í
pabba, sem hringdi svo í afa í
svona aðstæðum, þá hringdi ég
beint í afa. Sem ég gerði.
Ég lýsti hljóðunum fyrir afa og
spurði hvað þetta gæti verið.
Hann nefndi þrjár mögulegar
skýringar, sem allar voru slæmar
og ein þeirra að vélin væri að gefa
sig. Afi spurði svo hvort ég vildi
ekki bara koma með bílinn til
hans svo hann gæti litið á hann.
Ég þáði það og keyrði svo upp í
Breiðholt með hjartað í buxunum
allan tímann – hrædd um að vélin
myndi springa á leiðinni.
Þegar ég kom til afa og ömmu
var tekið vel á móti mér eins og
alltaf, amma tilbúin með kaffi og
afi kominn í vinnugallann og
kominn undir bílinn. Pakkning
hafði losnað undir bílnum og var
að lemjast utan í grindina undir
bílnum. Afi var svo ekki lengi að
losa pakkninguna, fara upp í
Vöku, kaupa nýja og skipta um
hana. Þegar ég ætlaði svo að
keyra heim eftir þessa ljúfu
heimsókn tók ég eftir því að afi
hafði fyllt á tankinn.
Svona var afi. Hann var hjálp-
legur og liðlegur út í hið óend-
anlega og passaði vel upp á fjöl-
skylduna sína. Hann passaði upp
á að allt væri í lagi.
Afi var fjölskyldumaður í öll-
um skilningi orðsins. Hann átti
stóra fjölskyldu, marga afkom-
endur sem allir hafa verið tíðir
gestir í Vesturbergi, sá vel um
hana og öllum þótti vænt um
pabba, afa eða tengdapabba.
Hann var í fullri vinnu við að vera
afi og hafði gaman af því. Ég er
viss um að ég get talað fyrir öll
barnabörnin þegar ég segi að við
eigum bara góðar og fallegar
minningar um afa. Við söknum
hans öll.
Eins erfitt og það er að horfast
í augu við að afi sé farinn held ég
að hann hefði getað verið mjög
stoltur af sínu ævistarfi og arf-
leifð. Fáir geta skilið við heiminn
jafnsáttir við sitt og afi. Hversu
margir geta sagst hafa elskað
sömu konuna í hálfa öld, átt með
henni fjögur börn og 13 barna-
börn sem öll elskuðu hann og
nutu þess að vera með honum?
Ég vildi að minnsta kosti geta
skilið við heiminn eins og hann
gerði.
Brynja Björg Halldórsdóttir.
Æ, það er sárt elsku bróðir að
missa þig, 69 ára gamlan og á af-
mælisdegi afa okkar, Jónasar
læknis. Nú er ég einn eftir af
gömlu fjölskyldunni en fóstur-
systir, Svanfríður, býr í BNA.
Þótt við eigum fjölskyldur, sem
við elskum, er samt sem leggi að
mér óræðan kulda. Ég er líkast til
einmana. Þú elsku „litli bróðir“
ert farinn. Þú naust góðrar konu,
Brynju, og barnahamingju, fjög-
urra gjörvulegra barna og ellefu
barnabarna auk stjúpbarna.
Svavar vandi komur sínar til
mín og var það gott okkur báðum.
Við ræddum þjóðfélagsmál og
hvaðeina. Áður fyrr gátum við
nagast, en það risti grunnt og
skammt. Hann var róttækur en
ég ekki, en það breyttist. Hann
bakkaði ekkert fyrir „stóra bróð-
ur“, en við vildum ekki þjarka,
bræðurnir. Ég meðtók hans við-
horf sum og sér í lagi eftir hrun.
Eftir það hefur hnífurinn ekki
gengið á milli okkar. Vanalega
kom hann hlaðinn hugsunum,
sem hann vildi viðra við mig.
Hann sagði mér margt. Fyrir
löngu minntist hann á veikindi
sín, sem voru í leyni, en hann fór
til læknis reglulega. En svo sagð-
ist hann ekki verða langlífur og sá
ég þá alvöruna. Oft ræddi hann
um íbúðarhúsið, sem þau hjónin
áttu. Hann vildi að það yrði
skuldlaust þegar hann færi. Svo
vel hugsaði hann til Brynju.
Svavar var ábyrgur svo af bar.
Hann var í fasi kvikur, stund-
um aðeins kýtinn, en ungæðisleg-
ur og unglegur. Meðalmaður á
hæð og ljóshærður. Til vinnu var
hann óhyskinn og seigur og kom
sér vel alls staðar. Eyðslusemi
átti hann ekki til. Síminn var hans
mál og þar byrjaði hann að starfa
og sótti svo til Osló í tæknifræði.
Brynju tók hann með og Halldór
sem kornabarn.
Þegar hann var 16 ára ókum
við norður á Vatnsnes til að heim-
sækja sveitabæi okkar. Hann var
á Skarði hjá Eggerti bónda. Þeg-
ar við komum þar var hús hans
nær hrunið og gamli maðurinn
bjó þar einn. Svo fagnaði hann
Svavari, að honum vöknaði um
augu og erfiður var viðskilnaður.
Sá ég gjörla hversu vel hann
hafði komið sér. Hann lýsti oft
þeim tíma, sem mótaði hann.
Heyskapur, hestar, kýr og
sauðfé. Þegar hann var sjö ára og
á Skarði og ég á Bergstöðum hóf-
um við að nota bréfdúfu, sem
flaug á milli okkar fram og til
baka með bréfskeyti, sem bundin
voru um fætur fuglsins. Var það
einsdæmi og falið djúpt í hug-
skoti okkar.
Sem börn áttum við í óttalegu
flandri. Faðir okkar yfirgaf okk-
ur í stríðslok og móðir okkar
barðist ein með okkur. Við áttum
heima á mörgum stöðum, en á
Hringbraut 134 fæddist Svavar.
Við vorum sæmilega sett um efni,
en flakk var erfitt varðandi vini,
sem sífellt þurfti að yfirgefa. – Í
þá tíð vorum við tveir mikið sam-
an. Aldrei stofnaði hann til vand-
ræða og átti sína vini og einn
þeirra náinn, en lést sem ungling-
ur.
Nú horfir fjölskyldan á eftir
honum með söknuði. Elsku vinir,
megið þið lifa í gleði, sem mun
birtast. Lífið heldur áfram þótt
eitt sinn skuli hver deyja. Börn
hans ásamt ellefu barnabörnum
eru nú hluti íslenskrar æsku, sem
horfir til framtíðar og mun njóta
þess lands, sem Svavar átti þátt í
að skapa.
Jónas Bjarnason.
Það er erfitt að kveðja elsku
frændann sinn. Svavar var alltaf í
miklu uppáhaldi hjá mér og mér
þótti ótrúlega vænt um þennan
góða mann. Hann var alltaf eins
og klettur í lífi mínu, ávallt vel-
viljaður, jákvæður og hjálpsam-
ur. Ég hef leitað til hans í rúm 40
ár með ótrúlegustu verkefni og
vandamál, og hann hefur leyst
þau öll á einstaklega vandaðan
hátt.
Við vorum alltaf með svipaðan
húmor, gátum hlegið saman að
vitleysunni hvor í öðrum og sáum
oft lífið í sama ljósi. Hann var
mikill gleðigjafi og ég hlakkaði
alltaf til að hitta hann í afmælum
og uppákomum í fjölskyldunni.
Hann var einstaklega fjölskyldu-
rækinn og elskaði sína nánustu
augljóslega mikið. Síðustu mán-
uðina rúntaði hann um göturnar á
vespunni sinni eins og unglingur
og kíkti reglulega á mig í kaffi við
þau tækifæri. Ég á eftir að sakna
fundanna okkar mikið og þess að
fá að faðma hann – ég hefði viljað
ná einu knúsi í lokin.
Ég samhryggist Brynju, börn-
unum þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum af öllu hjarta.
Sigurður Páll.
Svavar Bjarnason
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR