Morgunblaðið - 28.09.2012, Síða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
✝ Karl Stef-ánsson fæddist
21. desember 1930 í
Stóra-Dunhaga í
Hörgárdal. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 19. sept-
ember 2012.
Foreldrar Karls
voru Stefán Árna-
son, f. 6. september
1900, d. 8. apríl
1959, og Sigrún Árnadóttir, f. 23.
júlí 1902, d. 15. nóvember 1984.
Karl átti tvo bræður, Arnstein og
Lárus, sem lést 1955.
Karl kvæntist hinn 4. júlí 1964
Þóru Hermannsdóttur, f. 15. maí
1937, d. 30. mars 2011. Foreldrar
Þóru voru Hermann Val-
geirsson, f. 16. október 1912, d.
15. apríl 1990, og Þuríður Pét-
Rósa, f. 18. september 1974. Son-
ur hennar er Jón Snævar Bjarna-
son, f. 28. september 2006.
Karl ólst upp í Stóra-Dunhaga
í Hörgárdal. Hann tók gagn-
fræðapróf á Akureyri og síðan
stúdentspróf frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1953.
Karl útskrifaðist frá Háskóla Ís-
lands með próf í stærðfræði, auk
kennslu- og uppeldisfræði. Karl
hóf störf við Gagnfræðaskóla
Akureyrar haustið 1960. Karl
var lengst af kennari í stærð-
fræði við Gagnfræðaskólann og
Iðnskólann á Akureyri, þar sem
hann var yfirkennari síðustu ár
skólans. Frá stofnun Verk-
menntaskólans á Akureyri
kenndi Karl stærðfræði við skól-
ann eða þar til hann lét af störf-
um á sextugasta og áttunda ald-
ursári.
Karl verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag, 28. sept-
ember 2012, og hefst athöfnin kl.
13.30.
ursdóttir, f. 4. jan-
úar 1912, d. 2. júní
1983. Karl og Þóra
bjuggu lengst af í
Þingvallastræti 24 á
Akureyri. Börn
Þóru og Karls eru:
1) Stefán Lárus
Karlsson, f. 5. febr-
úar 1965, kvæntur
Elisabeth Jóhönnu
Zitterbart og eru
börn þeirra Karl, f.
18. apríl 1995, Astrid María, f. 7.
maí 1997, Bergur Þór og Bene-
dikt, f. 19. ágúst 1999. 2) Her-
mann Þór, f. 15. apríl 1966, hann
var kvæntur Sólveigu Ólafs-
dóttur sem lést 13. febrúar 2007
og er dóttir þeirra Sigurlína
Margrét, f. 1. febrúar 2000. 3)
Snorri, f. 12. janúar 1968, kvænt-
ur Ragnheiði Árnadóttur. 4)
Pabbi minn var kletturinn í
lífi mínu, alltaf boðinn og búinn
til að hjálpa og veita ráðgjöf en
á sama tíma svo lítillátur sjálfur
og gerði ekki kröfu um eitt eða
neitt. Þau mamma reyndu aldrei
að hafa áhrif á ákvarðanir mínar
heldur sýndu mér traust og
stuðning við það sem ég hef tek-
ið mér fyrir hendur í lífinu. Fyr-
ir mig er það ómetanlegt.
Hann var ótrúlega þolinmóð-
ur við yngsta soninn sem fékk
spiladellu sex ára og notaði
hvert tækifæri til að fá hann til
að spila. Aðallega spiluðum við
kasínu, rommý og fleiri slík spil,
og er ég viss um að þarna var
lagður grunnur að stærðfræði-
áhuganum, og átti ég það ekki
langt að sækja.
Pabbi hafði mikinn áhuga á
stangveiði og var góður veiði-
maður. Ég var ungur farinn að
fylgja honum á bökkum Hörgár
og síðar líka Skjálfandafljóts, og
ég man líka að hann fór í veiði-
ferðir austur í Vopnafjörð og
kom klyfjaður heim. Fyrst lék
ég mér á bökkunum meðan
pabbi var að veiða en fljótlega
fékk ég stöng í hendurnar. Fyr-
ir neðan Stóra-Dunhaga veiddi
ég mína fyrstu bleikju, á pínu-
litla veiðistöng, og þurfti hjálp
hans við að landa henni því
stöngin sveigðist nánast í hring.
Í náminu var gott að eiga
pabba sem var kennari. Alltaf
gat ég leitað til hans og fengið
hjálp við nánast allar náms-
greininar. Stærðfræði var auð-
vitað sérsvið pabba en hann var
líka mikil hjálparhella í tungu-
málum og öðrum raungreinum.
Pabbi hafði mikinn áhuga á bók-
um og á heimilinu var stórt
bókasafn. Ég var kornungur
þegar hann byrjaði að lesa sög-
ur og ævintýri fyrir okkur
bræðurna. Í mestu uppáhaldi
voru gömlu strákabækurnar
hans, eins og Stikilsberja-Finn-
ur, Tumi litli og Percival Keene.
Pabbi fylgdist ætíð vel með
öllu, lífi okkar barnanna og
barnabarna. Núna síðustu tvö
sumur töluðum við mikið um
gamla tíma. Hann sagði mér frá
afa og ömmu í Stóra-Dunhaga,
æsku sinni, námi á Akureyri og
Reykjavík og ýmsu öðru tengdu
fjölskyldunni. Þetta var bæði
skemmtilegt og fræðandi og fyr-
ir mig dýrmætar stundir.
Pabbi, nú hefur þú kvatt okk-
ur í þessu lífi og er ég þér þakk-
látur fyrir allar samverustund-
irnar okkar og þann stuðning
sem þú veittir mér alla tíð.
Þinn sonur,
Snorri.
Elsku pabbi minn er fallinn
frá. Mikil sorg og söknuður hvíl-
ir í hjarta mínu en einnig þakk-
læti fyrir að hafa átt svona ynd-
islegan pabba. Pabbi var alltaf
traustur, þolinmóður og skiln-
ingsríkur en hann var líka
ákveðinn og hafði aga á okkur
systkinunum. Þegar ég var lítil
var hann alltaf til í að spila við
mig og sérstaklega á fimmtu-
dagskvöldum þegar ekkert sjón-
varp var. Hann var líka mjög
duglegur að lesa fyrir mig á
kvöldin og hann var búinn að
lesa bækurnar um Jón Odd og
Jón Bjarna svo oft fyrir mig að
hann kunni þær utan að. Á
heimili okkar var það yfirleitt
mamma sem sá um matseldina
en ef hún var ekki heima eldaði
pabbi handa okkur og tókst það
yfirleitt ágætlega nema hann
gat aldrei gert góða kakósúpu
og kartöflustöppu og þegar við
systkinin rifjum upp gamla tíma
munum við öll eftir því hvað
þetta var bragðvont hjá honum
en hann sagði að það væri bara
bull og vitleysa í okkur.
Hinn 28. september fyrir ná-
kvæmlega sex árum eignaðist ég
son minn Jón Snævar. Hann var
yngsta barnabarn pabba og al-
veg frá því að hann fæddist
bundust þeir sterkum böndum.
Pabbi var alltaf duglegur að
passa fyrir mig og svo natinn og
umhyggjusamur við Jón Snæv-
ar. Ég man að á tímabili þegar
Jón Snævar var um tíu mánaða
var hann svo mikil mannafæla
að enginn gat verið með hann
nema ég eða pabbi og mamma.
Hjá afa fékk Jón Snævar alltaf
hunangcheerios og tvær kexkök-
ur og síðan spjölluðu þeir um
heima og geima og horfðu sam-
an á Bangsímon og Bubbi bygg-
ir. Pabbi hefur alla tíð tekið þátt
í gleði minni og sorgum, haft
óbilandi trú á mér og hvatt mig
áfram, hlustað á mig og veitt
mér ráðleggingar þegar ég
þurfti á því að halda og alltaf
verið til staðar fyrir mig. Við
Jón Snævar eigum eftir að
sakna hans svo óendanlega mik-
ið og það eina sem við getum
gert til að minnka söknuðinn er
að hugsa um að nú er hann hjá
mömmu og þau saman á ný.
Einnig sagði Jón Snævar að afi
væri ekkert dáinn því að við lifð-
um að eilífu, fyrst hér á jörðinni
og svo uppi í himninum, og því
trúum við að afi og amma hafi
það gott og vaki yfir okkur uppi
í himninum.
Minning þín er ljós í lífi okk-
ar.
Rósa.
„Það besta sem manneskja
getur skilið eftir á jörðinni er
bros á andlitum þeirra sem
minnast hennar.“
Elsku afi. Við söknum þín
voða mikið og okkur finnst leið-
inlegt að þú hafir þurft að
kveðja okkur. Það er eins og svo
mikið hafi farið til spillis, allar
sögurnar og fróðleikur sem þú
áttir eftir að segja okkur frá.
Það var gott að þú varst alltaf
tilbúinn að hjálpa okkur. Þú
æfðir skák með Bensa og gerðir
hann mjög góðan, hjálpaðir okk-
ur við ómögulega stærðfræði og
varst alveg frábær fyrirmynd.
Við verðum að segja að heima
hjá ykkur ömmu var eins og
okkar annað heimili. Við vorum
alltaf velkomin og gátum gist
þegar við þurftum og vildum.
Það er skemmtilegt að hitta
fólk sem þekkti þig frá því að þú
varst kennari. Margir hverjir
kunna stórkostlegar sögur sem
sýna hversu einstakur maður þú
varst og munt alltaf vera í hjört-
um þeirra sem þekktu þig. Það
hefði verið gaman að hafa þig
hér lengur en við megum ekki
vera eigingjörn, amma þarf líka
á þér að halda og nú ertu kom-
inn til hennar. Nú getið þið
fylgst með okkur í fjarlægð og
dáðst að brosunum sem þið
skilduð eftir á andlitum okkar.
Sofðu vært, elsku afi okkar.
Astrid María, Karl, Bene-
dikt og Bergur Þór.
Þegar fréttir berast af að ná-
inn ættingi eða vinur sé að
kveðja fara gjarnan miklar til-
finningar af stað og maður lítur
yfir farinn veg. Þannig var það
hjá mér þegar ég fékk þær upp-
lýsingar að Kalli föðurbróðir
minn ætti stutt eftir. Ég varð
döpur en samt glöð fyrir hans
hönd en fyrst og fremst fann ég
fyrir þakklæti. Þakklæti fyrir að
hafa átt Kalla sem frænda. Kalli
var ekki sá sem var mest áber-
andi eða hafði sig í frammi en
hann var hins vegar sá sem var
til staðar og hafði hag fólksins
síns í huga. Það var alltaf til-
hlökkun að fara í heimsókn í
Þingvallastrætið og ennþá finnst
mér notalegt að keyra þar fram
hjá. Eins var skemmtilegt þegar
Kalli og fjölskylda komu á Bron-
kónum í sveitina og er óhætt að
segja að oft hafi verið glatt á
hjalla þegar guttarnir þrír og
litla frænkan mættu með for-
eldrum sínum. Þá var Kalli fljót-
ur að láta sig hverfa úr húsinu
þar sem mamma og Þóra voru,
hann fór annaðhvort með pabba
í fjárhúsin eða labbaði upp á tún
því sennilegt er að honum hafi
þótt gott að koma á æskuslóð-
irnar. Þegar ég fór í framhalds-
skóla kenndi Kalli mér tvo
stærðfræðiáfanga. Þar kynntist
ég honum á annan hátt en sem
föðurbróður. Hann fór fram á að
við lærðum hjá honum, var ekki
að hanga yfir hlutunum og þá
skipti engu máli hvort frænka
hans átti í hlut eða einhver ann-
ar. Á seinni áfanganum hafði ég
lítinn áhuga enda var stúdents-
prófið rétt handan við hornið en
þegar frændi rétti mér skyndi-
próf með einkunninni 4,2 veit ég
ekki hvoru okkar þótti það verra
og ákvað ég að gera hvorki mér
né honum þessi ósköp aftur og
fara að læra. Það kunni hann að
meta. Alla tíð hefur verið mikill
kærleikur á milli pabba og Kalla
og hefur verið fallegt að fylgjast
með þeim bræðrum fullorðnast
en eiga samt svona náið bræðra-
samband, það er ekki öllum gef-
ið. Óhætt er að segja að lík-
aminn hafi gefið sig langt á
undan höfðinu og þegar Kalli
slasaði sig núna seinni part sum-
ars fór hratt að halla undan fæti
og eins og ég sagði áður varð ég
döpur en samt glöð fyrir hans
hönd af því að ég held að til-
hugsunin um að vera fastur í
hjólastól hafi verið honum erfið.
Ég votta frændsystkinum mín-
um og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð, missir ykkar er
mikill. Ég þakka kærum frænda
fyrir ljúfa samfylgd.
Heiðrún Arnsteinsdóttir.
Einn af mínum bestu vinum,
og uppeldisbróðir, Karl Stefáns-
son frá Stóra-Dunhaga hefur
kvatt hinn skynjanlega heim.
Hinn 19. september síðastlið-
inn tók hann þá ákvörðun að
bregða sér milli bæja á vit konu
sinnar Þóru Hermannsdóttur
frá Lönguhlíð. Milli þeirra hjóna
var gott kærleiksband og saman
komu þau sér upp mannvæn-
legum barnahópi. Börnin eru
samnefnari þessara ágætu
hjóna.
Við Kalli, eins og ég hef alltaf
kallað hann, hittumst fyrst árið
sem Hekla gaus 1947. Þá gerðist
ég viðvaningur og kúasmali í
Stóra-Dunhaga í Hörgárdal, hjá
þeim indælishjónum, Sigrúnu
Árnadóttur og Stefáni Árnasyni.
Þau tóku mér opnum örmum,
vandalausum og voru mér sem
aðrir foreldrar frá því. Þau áttu
þrjá drengi, tvo fullorðna og svo
Kalla, sem þá var 16 ára. Addi
var elstur og tók við búi af föður
og móður bræðranna og er sá
eini eftirlifandi. Lalli dó mjög
ungur frá konu og fjórum börn-
um.
Eftir sumardvölina í Stóra-
Dunhaga, gossumarið, tókum
við inntökupróf í MA, ég 12 ára
og Kalli 16 ára og lukum stúd-
entsprófi saman í júní 1953.
Næstu tveimur vetrum eyddum
við saman á stúdentagörðunum
þegar við námum við HÍ.
Kalli fór svo norður aftur og
fór að kenna, sem varð hans
ævistarf og lauk hann því á til-
skildum tíma.
Eftir að ég kom heim frá sér-
námi, tókum við Kalli aftur upp
samskipti, sem héldust fram að
því að Kalli missti konu sína.
Þá var hann sjálfur orðinn
sjúklingur.
Það gerðist með þeim hætti
að í „skalla“ boltatíma, sem við
stunduðum saman í mörg ár,
sparkaði Kalli of hátt með
vinstri fætinum, náði ekki til
boltans, rann á gólfinu og datt á
bakið. Kalli hlaut við þetta sam-
fallsbrot á hryggjarlið og náði
aldrei bata eftir það. Hann var
eitilharður í skallaboltatímunum
og sendi oft eitraða bolta með
vinstri fætinum.
Kalli var eins og segir í
Carminu, þéttur á velli og þétt-
ur í lund. Hann var klókur á
nám. Kalli hefur ávallt verið
óvenjufriðsamur maður, en í MA
komst hann ekki hjá því að taka
þátt í bekkjahasar og einvígjum,
til að verja hendur sínar. Hin
mikla vígfimi Kalla og hin ákafa
tjáning í andliti og limaburði,
ollu því, að einvígi hans voru eft-
irlætisskemmtanir í stærðfræði-
deildinni.
Ég man ekki eftir að Kalli
hafi skipt skapi undir öðrum
kringumstæðum. Hið glaðlynda
bros Kalla smitaði út frá sér.
Hann var hæglætismaður, ljúfur
í umgengni og vinur vina sinna.
Ég á bágt með að trúa því að
hann hafi siglt í austur, en leið-
inn eftir konumissinn og getu-
leysi hryggjarins að halda hon-
um uppréttum olli honum
sárindum. Hann langaði ekki til
að halda áfram hérna megin.
Hann hlakkaði til að hitta Þóru
sína aftur. Ef einhver á skilið
orðtakið drengur góður, þá á
Kalli það. Það var honum með-
fætt, enda foreldrar hans
óvenjulegar sómamanneskjur.
Farðu í friði, kæri vinur. Vin-
átta þín var mér mikils virði.
Megi sá sem öllu ræður leiða
frið yfir börnin þín á þessari
sorgarstundu.
Eiríkur Páll Sveinsson.
Karl Stefánsson
✝ Inga Sig-urjónsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 15.
júlí 1929.
Móðir hennar
var Ingibjörg
Hjálmarsdóttir og
faðir hennar var
Sigurjón Sig-
urbjörnsson. Inga á
eina systur, Selmu
Sigurjónsdóttur, f.
2. ágúst 1930. Hennar maður er
Friðþjófur Björnsson. Inga gift-
ist Guðmundi Magnúsi Krist-
inssyni 5. september 1953.
Hann lést 24. maí 1998. Börn
þeirra eru Garðar Guðmunds-
son, f. 16. desember 1954. Kona
hans er Guðrún Helgadóttir, f.
8. ágúst 1955. Börn þeirra eru
Fífa, f. 3. ágúst 1976, Hugi, f. 4.
janúar 1982 og Arnar Helgi, f.
21. janúar 1992. Dóttir Ingu er
Sigrún Kristín Guðmunds-
dóttir, f. 21. júlí 1957. Sambýlis-
maður hennar er Torfi Ólafs-
son, f. 26. apríl 1951. Börn
Sigrúnar eru Guðmundur
Brynjar, f. 22. desember 1974
dætur hans eru Embla Líf, f. 11.
nóvember 2000, og Victoría
Ósk, f. 21. ágúst 2007. Magnús
Már, f. 30. maí 1981, Tinna
Björg, f. 24. júlí 1991 og Inga
Hrönn, f. 21. september 1995.
Dóttir hennar er
Ísabella Mist, f. 1.
ágúst 2012.
Inga bjó í Vest-
mannaeyjum til 19
ára aldurs, er hún
flutti til Reykjavík-
ur. Hún hóf þar
störf hjá Barna-
vinafélaginu Sum-
argjöf. Þar starfaði
hún þar til hún
eignaðist sitt fyrsta
barn. Hún var heimavinnandi
þar til börnin komust á legg. Þá
fór hún að starfa hjá skrifstofu
Mjólkursamsölunnar, sem hún
vann hjá í nokkur ár. Eig-
inmaður Ingu var alla tíð sjó-
maður og fór hann að sigla á
stærstu olíuskipum heims. Inga
sigldi með honum um öll heims-
ins höf um árabil. Á þeim árum
settust þau að í Kalundborg í
Danmörku og bjuggu þar í all-
mörg ár. Þegar heim kom fór
Inga að vinna hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins og starfaði
þar uns starfsævinni lauk. Inga
dvaldi á elli og hjúkrunarheil-
inu Grund síðustu átta mán-
uðina, eftir að heilsu hennar fór
að hraka.
Inga verður jarðsungin frá
Neskirkju föstudaginn 28. sept-
ember 2012. Hefst athöfnin kl.
11.
Elsku amma. Þú hefur alltaf
verið eins og annað foreldri fyr-
ir mig. Á hverjum einasta degi
þegar ég var í grunnskóla
komst þú og sóttir mig og við
löbbuðum heim saman og borð-
uðum og lærðum saman.
Hverja einustu helgi gerðum
við eitthvað skemmtilegt sam-
an.
Þú ert án efa ein besta
manneskja sem ég hef kynnst,
alltaf svo jákvæð og með lausn-
ir á hlutunum. Þú hefur alltaf
veitt mér skjól þegar ég hef
þurft á því að halda og án þín
væri ég ekki sú manneskja sem
ég er í dag.
Það er sárt að kveðja en ynd-
islegt að vita að núna ertu með
afa sem þú hefur saknað svo
sárt seinustu ár.
Ég elska þig alltaf.
Þín
Tinna.
Elsku amma mín, alla mína
tíð hefur þú verið mér innan
handar og hjálpað mér í gegn-
um svo mikið. Þú hefur verið
alveg ótrúlega stór hluti í lífi
mínu og ég hef alltaf getað leit-
að til þín og treyst þér fyrir
öllu. Þú hefur alltaf trúað á mig
og við eigum svo margar minn-
ingar saman.
Mig langar til að rifja upp
nokkrar af mínum uppáhalds-
minningum eins og það að á
hverjum degi sóttirðu mig í
skólann og við lásum saman og
allar skemmtilegu minningarn-
ar okkar úr bústaðnum þegar
við sátum úti að borða kökur og
fórum í bakaríið að kaupa okk-
ur eplaköku.
Það er skrýtið að þú skulir
vera farin frá okkur, en ég veit
að þú ert á betri stað núna og
með afa sem þú ert búin að
sakna svo lengi og ég veit þú
fylgist með okkur og verður
áfram hjá okkur alla daga.
Þú varst einstaklega góð
manneskja sem öllum þótti
vænt um, þú varst alltaf bros-
andi og jákvæð, þú studdir mig
alltaf í öllu sem ég tók mér fyr-
ir hendur og hafðir alltaf trú á
mér. Þú varst alltaf til staðar
fyrir mig og ég er svo þakklát
fyrir það.
Elsku amma mín, takk fyrir
allar góðu stundirnar okkar
saman og allt sem þú hefur
gert fyrir mig. Þú varst ynd-
isleg manneskja. Ég elska þig
elsku amma mín. Ég sakna þín.
Þín
Inga.
Nú er komið haust eftir sól-
ríkt sumar. Haustlitirnir eru í
ótal litbrigðum og gleðja okkur
mannanna börn. Inga vinkona
mín er búin að kveðja. Mig
langar að þakka henni sam-
fylgdina síðan við vorum stelpur
í Vestmannaeyjum. Inga var
greind kona, trygglynd, alvarleg
í bragði en stutt í brosið sem
náði til augnanna. Það var reisn
yfir henni. Hún fylgdist vel með
mönnum og málefnum og lagði
oft gott til málanna. Alla afmæl-
isdaga mundi hún hjá vinum og
vandamönnum og sparaði ekki
hringingarnar. Æskuárin í Eyj-
um liðu í félagsskap góðra vina
og skólafélaga. Við vorum fjór-
tán ára þegar við stofnuðum
saumaklúbbinn sem lifir enn
góðu lífi hér í Reykjavík. Við er-
um enn góðar vinkonur eftir öll
þessi ár, Ásta, Dúddí, Gunna,
Lea, Gústa og ég, og hugsum til
hennar með söknuði. Ung fór
Inga til Kaupmannahafnar og
vann þar um hríð, það var góð-
ur tími. Seinna þegar hún var
gift kona bjuggu þau Guðmund-
ur í Danmörku í nokkur ár.
Guðmundur var skipstjóri og
Inga sigldi oft með honum til
framandi landa. Þau eignuðust
tvö börn, Garðar og Sigrúnu, og
eftir það átti fjölskyldan hug
hennar allan.
Fyrir nokkrum árum veiktist
Inga. Það kom í ljós að um
heilabilun væri að ræða. Það er
erfiður sjúkdómur. Það var eins
og Inga færi í ferðalag þangað
sem við komumst ekki, stundum
staldraði hún við og svo hvarf
hún lengra og lengra í burtu.
Það var til fyrirmyndar hvað
Sigrún reyndist mömmu sinni
vel í veikindum hennar. Ég var
búin að kveðja Ingu fyrir löngu.
Guðmund missti Inga fyrir
fimmtán árum, hún saknaði
hans mikið. Síðast þegar ég
heimsótti Ingu talaði hún mikið
um hann, hún skildi ekki af
hverju hann hefði ekki samband
við sig þótt hann væri úti á sjó.
Ég vil trúa því að nú séu þau
búin að hittast á ný. Já, Inga er
komin á leiðarenda. Blessuð sé
minning góðrar konu.
Ragnheiður.
Inga
Sigurjónsdóttir