Morgunblaðið - 28.09.2012, Side 36
36 MINNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2012
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Snyrting
Babaria-snyrtivörur loksins á
Íslandi.
Babaria er fjölbreytt vörulína sem er
unnin úr náttúrulegum hráefnum og
hentar þörfum allrar fjölskyldunnar
fyrir alla daglega umhirðu húðar.
Vörurnar fást í netversluninni
www.babaria.is
Sumarhús
Rotþrær, vatnsgeymar og alvöru
moltugerðarkassar
Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir
- réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300
til 50.000 lítra. Lindarbrunnar.
Borgarplast.is
Mosfellsbæ. S. 561 2211.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Viltu læra eitthvað nýtt?
Námskeið í japönskum
pennasaumi. Skráning í síma
848 5269. Pennasaums-myndir í
miklu úrvali - póstsendum.
Annora, sími 848 5269.
Vélar & tæki
PERKINS-LEORY-SOMER/STAM-
FORD-RAFSTÖÐVAR - VARAAFL
Útvegum á afar góðu verði rafstöðvar
/varaaflstöðvar, af ýmsum tegundum,
með eða án ATS-tengibúnaðar og
einnig í hljóðeinangruðum kassa.
Leitið upplýsinga.
www.holt1.is
Símar 435 6662 og 895 6662.
Bílar
VW Polo, árgerð 2004
Sjálfskiptur, ekinn 164 þús.
Skoðaður 2013. Verð kr. 550 þús.
Upplýsingar í s. 824 1200.
BMW 550i 6/2006 með
M Sport-pakka.
Ek. aðeins 37 þús. km. Einn eigandi.
368 hö., fjölskyldubíll sem eyðir 15 L
innanbæjar og það er sko hvers
dropa virði. Nýr bíll með þessum
búnaði kostar yfir 20 milljónir. Þú
færð þennan á aðeins 5.975 þús. ef
þú ert snöggur.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
Bílar óskast
Bílaþjónusta Hjólbarðar
Kebek-Nama-heilsársdekk
165 R 13 kr. 6.900
195/65 R 15 kr. 13.900
205/55 R 16 kr. 15.900
215/55 R 16 kr. 16.900
205/50 R 17 kr. 18.900
235/45 R 17 kr. 21.390
225/65 R 17 kr. 21.890
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Byssur
GÆSASKOT, 42 gr MAGNUM
Frábær gæði, hóflegt verð. Byssu-
smiðja Agnars, s. 891 8113. Dreifing:
Sportvörugerðin, s. 660 8383.
www.sportveidi.is
✝ Karl HelmutBrückner-
Kortsson, f. 17. okt.
1915 í Crimmitsc-
hau í Saxlandi.
Hann lést 18. sept-
ember sl.
Faðir: Curt
Brückner, dr. med-
.vet., borg-
ardýralæknir, f.
11. apríl 1874, d. 4.
júní 1925. For.:
Emil Brückner, prófessor,
kennaraskólastjóri í Schnee-
berg, f. 24. mars 1845, d. 8.
ágúst 1928, og k.h. Anna Brück-
ner, f. Bonitz, húsmóðir, f. 14.
febrúar 1845, d. 6. apríl 1914.
Móðir: Johanna Brückner, f.
Helling, f. 18. apríl 1883, d. 8.
nóv. 1960. For.: Albrecht Hell-
ing, stórkaupmaður í Plauen,
Saxlandi, f. 22. mars 1843, d. 20.
júlí 1933, og k.h. Alma Helling,
f.v. Watzdorf, húsmóðir, f. 21.
ágúst 1840, d. 21. nóv. 1913.
Námsferill: Tók stúdentspróf
eða ígildi þess frá Gymnasium
latínuskóla í Keilhau 1935.
Lauk háskólaprófi frá Tierärzt-
liche Hochschule í Hannover
16. mars 1940. Almennt lækn-
ingaleyfi 1. okt. 1980 á Íslandi.
Lauk doktorsprófi frá sama
skóla 30. mars 1940. Leyfi fyrir
dýralækna í opinberri þjónustu
félags Suðurlands 1966. Gekk í
frímúraregluna 1976. Formað-
ur heilbrigðisnefndar Rang-
árvallahrepps 1982. Ritstörf:
Ýmsar greinar í íslensk og er-
lend tímarit.
Viðurkenningar: Heið-
ursmerki 1940-1945. Heið-
urskross 1. stigs Sam-
bandslýðveldis Þýskalands
1971. Riddararkoss Hinnar ís-
lensku fálkaorðu 1986. Gull-
merki Dýralæknaháskólans í
Hannover 1990.
Maki I: Carmen Brückner, f.
Thony, f. 31. maí 1914 í Nice, d.
4. maí 1994 í Reykjavík.
Börn þeirra: a) Hans Brück-
ner-Karlsson, f. 4. febr. 1946,
verkfræðingur. b) Haraldur
Brückner-Karlsson, f. 25. mars
1947, verkfræðingur. c) Helgi
Brückner-Karlsson, f. 6. nóv.
1950, sölustjóri. d) Kristjana
Brückner- Karlsdóttir, f. 24.
nóv. 1951, hótelrekstur.
Maki II: 24. nóv. 1997, Antje
Brückner-Kortsson, f. Lorenz,
f. 6. jan. 1944, sjúkraliði. For.:
Alfred Lorenz, útgerðarmeist-
ari Graal-Müritz, f. 27. sept.
1900, d. 3. mars 1959 og k.h.
Ella Lorentz, f. Peters, hús-
móðir, f. 30. jan. 1907, d. 17.
maí 1988.
Jarðarför Karls hefur farið
fram.
í Þýskalandi 1948.
Nám í hitabelt-
issjúkdómum í Uni-
versität, Berlín
1941; í búfjársæð-
ingu í Lübeck 1949;
í nautgripa-
sjúkdómum í Tier-
ärztl. Hochschule í
Hannover 1972; í
loðdýrasjúkdómum
frá háskólastofnun
Celle-Hannover
1981.
Starfsferill: Liðsforingi, vet.,
handlæknir á spítala fyrir hesta
1940. Yfirdýralæknir 18. loft-
herdeildarinnar 1942. Borg-
ardýralæknir í Flensborg 1945.
Sjálfstætt starfandi dýralæknir
í Hertogad., Láenborg í búfjár-
sæðingum, aðgerðum gegn
ófrjósemi, umsjón með kynbóta-
starfsemi 1947. Stofnaði Rauða-
krossdeildina til að liðsinna
flóttamönnum. Ráðinn héraðs-
dýralæknir í Rangárvallaum-
dæmi 20. maí 1950. Skipaður
ræðismaður Sambandslýðveld-
isins Þýskalands 1954.
Félags- og trúnaðarstörf:
Formaður þýsk-íslenska vina-
félagsins á Suðurlandi 1954. Í
stjórn Félags ræðismanna er-
lendra ríkja, Corps consulaire.
Stofnaði Rótarýklúbb Rang-
æinga 1965. Í stjórn Stúdenta-
Dr. Karl Kortsson, fv. hér-
aðsdýralæknir á Hellu, andað-
ist nærfellt 97 ára, aðfaranótt
hins 18. september 2012 á
Dvalarheimilinu Lundi, eftir
þriggja mánaða dvöl þar. Yfir
honum var sérstakur glæsi-
bragur alla tíð og hann hélt
krafti og heilsu lengst af, en
var á heimili sínu á Hellu og
fékk heimilishjálp, eftir að
hann missti Antje f. Lorenz,
seinni konu sína 2010. Þau voru
gift í 13 ár. Fyrri kona hans
Carmen f. Tony frá Frakklandi
dó 1994. Þau voru gift í 50 ár
og eignuðust 3 syni: Hans,
Harald og Helga, sem allir eru
búsettir erlendis, og eina dótt-
ur, Kristjönu, sem býr hér á
landi og hugsaði nærfærin um
föður þeirra.
Eiginkonur hans voru glæsi-
legar, hvor á sinn hátt, ynd-
islegar persónur, sem stóðu við
hlið bónda síns og studdu. Þær
hvíla báðar í kirkjugarðinum á
Selfossi, þar sem hann er jarð-
settur. Dr. Karl hafði aflað sér
fjölbreyttrar menntunar og
reynslu á sviði dýralækninga,
þegar hann varð héraðsdýra-
læknir í Rangárvallasýslu 1950.
Fyrst var hann í 3 mánuði með
Jóni Pálssyni dýralækni á Sel-
fossi og vann með honum til að
kynnast íslenskum aðstæðum.
Hann bætti við sig menntun
fram eftir ævi og lét sér annt
um að fræða aðra um nýjungar,
sem að gagni mættu verða.
Hann hafði veruleg áhrif í
framfaraátt. Hann var frábær-
lega skyldurækinn og nákvæm-
ur embættismaður og snjall
læknir.
Á fyrsta ári Karls í Rang-
árvallasýslu, er ég var 11 ára,
kom hann við sögu mína. Lína,
besta kýrin okkar í Hemlu,
steig á afturspena aðkonu-
megin og klauf hann frá rót og
niður úr spenaopi. Þetta var að
vetri, kolamyrkur úti, ekkert
ljós nema olíuluktir til að lýsa
dýralækninum, sem saumaði
spenann á básnum af slíkri
snilld, að hann varð jafngóður,
lak ekki einu sinni. Þetta varð
ógleymanlegt og átti þátt í því,
að ég valdi það að verða dýra-
læknir. Þessi sýnikennsla varð
mér að gagni. Sams konar slys
kom í mínar hendur á Mið-
húsum í Gnúpverjahreppi næst-
um 20 árum síðar og heppn-
aðist vegna kennslu Karls.
Ég var nýbyrjaður á dýra-
læknisnámi, ólærður í sára-
saumi, en hafði lært í barna-
skóla að fara með saumnál,
prjóna, hekla og sauma í. Þá
fékk ég það hlutverk að sauma
með kattargörn auga í kollóttan
kynbótahrút frá Jónasi á
Brekkum; uppi á heyvagni á
kaupfélagshlaðinu á Rauðalæk í
Holtum. Karl Kortsson leið-
beindi og léði mér búnað. Ég
fagnaði trausti hans. Ég varð
að duga, annars hefði þurft að
lóga hrútnum. Hann hafði lent í
slag við hyrndan dreka, sem
barði hann og braut augnum-
gjörðina. Augað hljóp út á kinn.
Saumaskapurinn tókst vel,
hrúturinn hélt auganu, sjóninni
og kvenseminni, renndi „hýru
auga“ til ánna sem aldrei fyrr
eftir aðgerðina.
Árin 1965 og 1966 bað Karl
mig skoða fjós og kýr í V-
Skaftafellssýslu. Ég notaði
ferðirnar til að líta á heimasæt-
ur á bæjunum. Dr. Karl gaf
mér bendingar um það hvar
best væri að gista. Í þessari
ferð rakst ég á einstæða perlu í
fjósinu á Kaldrananesi í Mýr-
dal, sem nokkru seinna varð
konan mín. Það er ljóst að ég á
Karli Kortsyni margt að þakka.
Ég votta fólki hans og vinum
samúð og bið þeim blessunar.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir.
Látinn er hátt á tíræðisaldri
nestor okkar íslenskra dýra-
lækna, Karl Helmut Brükner-
Kortsson, almennt kallaður
Karl Kortsson. Eftir ýmis störf
í Þýskalandi og þar á meðal í
stríðsátökum seinni heimsstyrj-
aldar, kom hann til Íslands í
lok fimmta áratugarins og var
ráðinn héraðsdýralæknir í
Rangárvallaumdæmi í maí
1950. Hann setti sig niður á
Hellu og bjó þar alla sína tíð. Í
raun náði svæði hans allt aust-
ur í Vestur-Skaftafellssýslu og
það var ekki fyrr en 1971 að
héraðsdýralæknir kom í Skóga
undir Eyjafjöllum, 1974 á
Kirkjubæjarklaustur og 1977 á
Hvolsvöll. Það var því mikið að
gera hjá Karli á þessum árum
og hann þekktur fyrir að keyra
mikið og hratt.
Ég minnist þess að á mínum
unglingsárum í sumarvinnu í
Gunnarsholti var hann iðulega
kallaður þangað og þá gekk oft
mikið á og eins gott fyrir okkur
vinnumennina að vera snöggir
að hlýða skipunum um heitt
vatn, sápu og handklæði, ann-
ars var von á miklum orða-
flaumi á ýmsum tungum. Jafn-
framt því að sinna erilsamri
dýralæknaþjónustu þótti hann
röggsamur embættismaður
með eftirliti í fjósum og slát-
urhúsum á sínu svæði. Síðar
sögðu starfsmenn mjólkurbús-
ins á Selfossi mér, að þeir
hefðu tekið eftir því að almennt
hreinlætisástand í fjósum hefði
verið mun betra á svæði Karls
en annars staðar og þökkuðu
það áhrifaríku eftirliti hans og
þannig var hann öðrum dýra-
læknum til fyrirmyndar. Marg-
ar sögur spunnust um Karl á
þessum árum og ein tengist
einmitt fjósaskoðunum og virð-
ingu hans fyrir öðrum embætt-
ismönnum. Þá mun hann hafa
verið að skoða fjósið á Breiða-
bólstað í Fljótshlíð og eitthvað
fundið að hreinlæti í fjósi hjá
presti, sem tók því ekki vel og
sagði Karli að biskupinn yfir
Íslandi hefði verið á ferðinni
nýlega og honum hefði fundist
fjósið ágætt. Við það hefði Karl
horfið á braut.
Margir íslenskir dýralæknar
nutu leiðsagnar hans á sínum
námsárum og voru hans aðstoð-
armenn og jafnvel leystu hann
af og öðluðust þannig dýrmæta
reynslu sem nýttist þeim síðar í
sínu starfi. Það var einnig gott
að hafa samband við Karl og
spyrja ráða, t.d. varðandi lyfja-
notkun og lækningar og því
kynntist ég sem héraðsdýra-
læknir á Kirkjubæjarklaustri.
Á þessum árum höfðu héraðs-
dýralæknar á Suðurlandi þann
sið að hittast hvor hjá öðrum
snemma á vorin áður en sauð-
burðartörnin hófst og bera
saman bækur sínar og
skemmta sér. Þær voru eftir-
minnilegar veislurnar hjá Karli
og Carmen, en þá veitti hann
vel í mat og drykk og var hrók-
ur alls fagnaðar. Hann var
virkur félagi í mörgum félaga-
samtökum og þar á meðal í
Dýralæknafélagi Íslands.
Það ber að þakka Karli
Kortssyni fyrir hans áratuga
löngu störf í þágu íslenskra
bænda og stuðningi hans við
dýralæknastéttina, en hann
vildi hag hennar sem mestan og
bestan. Afkomendum vottum
við samúð.
Halldór Runólfsson
yfirdýralæknir.
Karl Helmut
Brückner-Kortsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna
upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á
Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför
er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar