SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 6
6 9. september 2012 Eins og greint var frá hér að ofan útvegar UNICEF flóttafólkinu í Za’atari-flóttamannabúðunum vatn og fleiri nauðsynjar á hverj- um degi. Miða samtökin við að útvega hverjum og einum flóttamanni í búðunum um 50 lítra á dag. Er erf- itt fyrir Íslendinga að gera sér grein fyrir í hvað það magn dugar, enda hefur vökvinn blessunarlega ekki verið af skornum skammti hér á landi eins og í mörgum land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs. Samkvæmt útreikningum UNI- CEF duga 50 lítrar einni mann- eskju á dag til drykkjar og elda- mennsku, til að fara í sturtu og nota salernisaðstöðu. Sem stendur er vatnið sem not- að er í búðunum sótt í brunna við nærliggjandi bæi en þessum flutn- ingum fylgir mikið rót og stöðug umferð trukka, sem taka þús- undir lítra, er inn og út úr búð- unum á hverjum degi. Þrátt fyrir að Jórdanía sé eitt þurrasta ríki veraldar fannst nú nýverið ósnortið vatnsból alveg við flóttamannabúðirnar í Za’atari að sögn Steinu. Er sem stendur verið að grafa þar djúpan brunn. Mun vatnið í búðirnar verða sótt þangað um leið og hann er tilbú- inn. Binda menn vonir við fund- urinn verði til þess að verulega hægi á bílaumferð um búðirnar í kjölfarið. Vatnið dýrmætt í Za’atari-búðunum Steina Björgvinsdóttir ásamt börnum í Za’atari flóttamannabúðunum. Flóttafólki hefur fjölgað jafnt og þéttundanfarna þrjá mánuði en í júlí síð-astliðnum var á fjórða þúsund mannsfarið að bætast við suma dagana,“ segir Steina Björgvinsdóttir, sem starfar sem barnaverndarfulltrúi fyrir Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, UNICEF, í Za’atari flótta- mannabúðunum norðarlega í Jórdaníu. „Í mörgum tilvika er um að ræða mæður með börn, án eiginmanna sinna, sem sendar hafa verið af stað öryggisins vegna,“ segir Steina. Za’atari flóttamannabúðirnar eru þær fyrstu sem Jórdanar reisa fyrir flóttamenn frá Sýr- landi og opnuðu þær í júlí sl. Sem stendur dvelja um 27 þúsund manns þar í tjöldum, þar af yfir helmingurinn börn. „Fólkið er að koma hingað ólöglega frá Sýr- landi, þ.e. undir girðingar og slíkt. Er það oft á tíðum mjög þrekað eftir að hafa verið lengi á ferðalagi. Þegar í búðirnar er komið tekur Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna við því og skráir það, veitir aðhlynningu og mat o.s.frv.,“ segir Steina. UNICEF sér fólkinu fyrir vatni og hreinlæt- isaðstöðu auk þess að huga að menntun barnanna og sálgæslu. Samtökin hafa m.a. sett upp svokölluð barnvæn svæði í búðunum, þar sem börn eiga að geta upplifað sig örugg um stund. „Með barnvænu svæðunum getum við t.d. leyft börnunum að hvíla sig undir eftirliti starfsfólks, á meðan foreldrarnir sjá t.d. um skráningu inn í búðirnar,“ segir Steina. „Oftar en ekki er fólkið sem dvelur í búð- unum undir miklu álagi og hefur upplifað gíf- urlega streitu, sérstaklega börnin,“ segir Steina. „Það sem við reynum að gera er að styðja við þau en þau þurfa mjög sérhæfða umönnun eftir að hafa upplifað átök og of- beldi,“ bætir hún við. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður segir Steina að það komi sér alltaf jafn mikið á óvart hvað börn geta, þrátt fyrir allt, leikið sér og verið glöð og ánægð, fundist þau vera örugg. „Þau eru svo seig, þessir krakkar. Þrátt fyrir allt sem þau hafa gengið í gegnum njóta þau þess að geta rólað og sippað hér á svæðinu,“ segir hún. „En maður finnur vel hvað þau hafa mikla þörf fyrir að tala um það sem á dagana hefur drifið og segja manni frá.“ Unicef á Íslandi hefur blásið til neyðarsöfn- unar til styrktar aðgerðum sínum í Sýrlandi og nágrannaríkjum. Nánari upplýsingar um söfn- unina er að finna á www.unicef.is . Börn í skugga stríðs Sýrlensk börn eru meirihluti flóttamanna í Za’atari Mikið er um að sýrlenskar mæður hafi flúið yfir landamærin til Jórdaníu ásamt börnum sínum. AFP Vikuspegill Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Fjöldi Sýrlendinga hefur undanfarið flúið átökin heima fyrir og dvelst nú í flótta- mannabúðum í nálægum löndum. Í Jórdaníu eru sýr- lensk börn meirihluti flóttamanna í búð- unum í Záatari þar sem Steina Björg- vinsdóttir starfar. Börn í skugga stríðs Ertu þreytt á að vera þreytt? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.