SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 14
14 9. september 2012 Ólöf Nordal ætlar ekki að gefakost á sér fyrir Sjálfstæð-isflokkinn á næsta kjör-tímabili og hyggst hætta sem varaformaður á landsfundi flokks- ins næsta vor. „Um síðustu áramót bauðst mann- inum mínum, Tómasi Má Sigurðssyni, að taka við nýju starfi innan Alcoa sem fól það í sér að hann þyrfti að flytja af landi brott,“ segir hún. „Síðan þá höf- um við staðið frammi fyrir þeirri spurn- ingu hvað það hefði í för með sér, að hann væri kominn með heimilisfesti í öðru landi, og hvaða þýðingu það hefði fyrir fjölskylduna, enda erum við með börn á skólaaldri. Um leið eru auðvitað mikil tímamót í stjórnmálum á næsta ári. Þannig að ég hef tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér í komandi þing- kosningum og ekki á landsfundi á næsta ári sem varaformaður.“ Brennandi áhugi Ólöf segir það hugsjón að vera í stjórn- málum. „Maður gerir það af mikilli innri þrá og þarf að geta einbeitt sér að því. Ég vonast til að næstu kosningar feli í sér raunverulegar áherslubreyt- ingar fyrir stjórn landsins – að þeir sem veljist til forystu helgi sig því verkefni um langan tíma. Að óbreyttu á ég erfitt með að skuldbinda mig með þeim hætti. En áhuginn á stjórnmálum hefur hreint ekki dvínað. Ég hef brennandi áhuga á því að stefnumál Sjálfstæð- isflokksins nái fram að ganga og mun leggja mitt af mörkum til að svo verði. Ég verð öflugur málsvari fyrir Sjálfstæð- isflokkinn á þinginu í vetur, stefnu flokksins og sjónarmið, og vinn að því fyrir næstu kosningar að tryggja honum brautargengi. Það eru spennandi tímar framundan.“ – Hefur hvarflað að þér að stíga strax til hliðar? „Nei, það er nú engin þörf fyrir mig að fara strax af þinginu. Ég tók þá ákvörðun að gefa kost á mér og hyggst ljúka því verki sem kjósendur fólu mér. Þingið stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum í vetur og við sjálfstæð- ismenn munum tala fyrir breytingum sem við teljum nauðsynlegar á stefnu stjórnvalda. Sú skylda hvílir á varafor- manni flokksins að halda utan um póli- tíska stefnumörkun og byggja upp innra starfið. Það væri enginn bragur á því að Lífið kemur manni alltaf á óvart Ólöf Nordal varaformaður Sjálfstæðisflokksins stendur á krossgötum. Eftir þetta kjörtímabil ætlar hún að kveðja pólitíkina, að minnsta kosti í bili, og flytja með fjölskyldunni til Sviss. En við- burðaríkur vetur er framundan í þinginu og móta þarf stefnu fyrir næstu kosningar. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.