SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 32
Hvernig líður hægrimanni eins og þér í þjóðfélagi þar sem er vinstristjórn? „Ég tek það nú ekki inn á mig. En auðvitað er blóðugt að vita til þess að við höfum ekki nýtt tækifærin sem hafa boðist, t.d. í virkjunarframkvæmdum. Ekki er síður blóðugt að við skulum ekki hafa reynt að stokka upp spilin eftir hrun. Við erum mjög lítil þjóð, bara 300.000 manns, og við hefðum átt að nota tækifærið og hugsa allt þjóðfélagsdæmið upp á nýtt. Spyrja: Hvað getur 300.000 manna þjóð leyft sér að gera? Hversu réttlætanlegt er til dæmis að 300.000 manna þjóð taki þátt í miklu al- þjóðlegu samstarfi? Hvað ætti 300.000 manna svæði að hafa mikið af stofnunum sem þykja sjálfsagðar í 10 millj- ón manna landi? Hvers konar löggjöf hæfir 300.000 manna samfélagi? Við gætum haft það miklu betra ef við hugsuðum út frá slíkum sjónarhóli. Við þurfum ekki að taka þátt í öllu, þurfum ekki að vera með sérstakar ís- lenskar stofnanir fyrir hvaðeina og þurfum ekki að sam- þykkja eins og þægir seppar allt reglugerðafarganið frá Brussel vegna EES-samningsins. Því miður eru fáir sem leggja það á sig að hugsa á þessum nótum. Það er til- hneiging í nútímanum að fljóta með straumnum og víkja sér undan erfiðum ákvörðunum.“ Ljúfur sem lamb í pólitík Ertu harðlínumaður í pólitík? „Nei, það held ég ekki. Konunni minni finnst ég mjög víðsýnn og stelpunum mínum finnst ég vera mjög um- burðarlyndur! Yfirleitt er ég ljúfur sem lamb í pólitík sem öðru og alls ekki fyrir það gefinn að þröngva skoð- unum mínum upp á aðra. Ég skal að vísu kannast við það að ég á til að tala tæpitungulaust ef ég tek mér penna í hönd, en það er bara hressandi, er það ekki, í þessum yf- „blaði allra landsmanna“. Ég hélt blaðamanns- launum mínum meðan ég vann verkið og hef ég aldrei fengið jafn vel borgað fyrir nokkra bók sem ég hef skrifað. En eftir að bókin um Valtý kom út skildi leiðir. Það voru mér vonbrigði. Ég hafði hugsað mér Morgunblaðið sem minn framtíðarvinnustað. Mogginn var í mínum huga eina alvöru blaðið í landinu og ég gat ekki hugsað mér að vinna við blaðamennsku annars staðar en þar. En mér fund- ust ýmis sjónarmið ritstjóranna æði undarleg, ekki síst Styrmis, og eftir að hann varð einn ritstjóri var ljóst í mínum huga að ég ætti ekki framtíð á blaðinu. Ég fór því að sýsla við bókaútgáfu jafn- framt því sem ég tók að mér að skrifa hluta af miklu verki um sögu Stjórnarráðs Íslands 1964– 2004. Eftir það tók ég mig til og setti á fót eigin bókaútgáfu, Uglu, og hóf að gefa út mitt eigið blað, tímaritið Þjóðmál.“ Vinstrislagsíða í fjölmiðlum Af hverju fannst þér þörf á að stofna hægrisinnað tímarit? „Morgunblaðið var þá orðið vinstriblað í ýmsum skilningi. Nánast á hverjum degi lítilsvirti blaðið með einhverjum hætti fyrri afstöðu í helstu átaka- málum tuttugustu aldar. Vinstrisinnað fólk var ráðið inn á blaðið í stórum stíl. Í einstökum póli- tískum málum var Morgunblaðið vissulega ennþá hægriblað, en í öllu sem varðaði samfélags- umgjörðina, menninguna og söguna var blaðið vinstriblað. Eitt örlítið dæmi – af legíó: Þegar ég gaf út litla bók um sögu kommúnismans eftir heims- þekktan sagnfræðing, Richard Pipes, var kunnur vinstrimaður fenginn til að salla bókina niður í Morgunblaðinu. Þegar Þjóðmálum var hleypt af stokkunum var því ekkert hægriblað í landinu. Þjóðmál voru því frá upphafi hugsuð sem smá mótvægi við allsráðandi vinstrisjónarmið í íslensk- um fjölmiðlum. Þjóðmál hafa fengið góðar viðtökur og tímaritið er nú búið að festa sig í sessi. Áskrifendafjöldinn vex og upplagið er nú 1000–1100 eintök. Samt finnst mér stundum að oft ríki undarleg þögn um blaðið. Herðubreið var vinstrisinnað tímarit sem átti að vera nokkurs konar mótvægi við Þjóðmál. Það kom að vísu ekki oft út, en það brást ekki að þegar nýtt hefti af Herðubreið leit dagsins ljós var ritstjórinn mættur í viðtal í Kastljósi ríkissjón- varpsins. Ritstjóri Þjóðmála hefur aldrei verið kall- aður í Kastljós til að tala um blað sitt og hafa Þjóð- mál þó komið út samfleytt í átta ár. Þetta er til vitnis um vinstrislagsíðuna í íslensku fjölmiðlaum- hverfi. Ef mikill meirihluti starfsmanna fjölmiðla hneigist til vinstri í stjórnmálum þá sýnir það sig auðvitað í áhugaefnum þeirra og því sem þeir taka sér fyrir hendur, það er ekki flóknara en svo.“ J akob F. Ásgeirsson hefur frá árinu 2005 gef-ið út tímaritið Þjóðmál, ársfjórðungsrit umstjórnmál og menningu. Tímaritið, sem erhægrisinnað, hefur vakið athygli enda er þar að finna snarpar og ögrandi greinar eftir fræði- menn og stjórnmálamenn. Jafnframt tímarits- útgáfu rekur Jakob bókaforlagið Uglu sem sérhæfir sig í útgáfu á bókum um pólitísk efni, eins og Eng- an þarf að öfunda, um ástandið í Norður-Kóreu, og Stasiland, um líf fólks í Austur-Þýskalandi komm- únismans. Þýddar fagurbókmenntir hafa einnig verið áberandi á útgáfulista Uglu og má þar nefna bækur eftir F. Scott Fitzgerald, Thomas Hardy, George Eliot, Joseph Conrad og Muriel Spark. Sjálfur hefur Jakob svo skrifað fjölda bóka. Jakob hóf feril sinn sem blaðamaður á Morg- unblaðinu. Hann er beðinn um að rifja upp þau ár. „Ég byrjaði mjög snemma í blaðamennsku, var ekki búinn að ljúka stúdentsprófi þegar ég byrjaði á Mogganum, sem þá var í Aðalstræti, og var þar í tvö ár. Það var frábær tími. Þá voru Styrmir og Matthías á hátindi sínum sem ritstjórar. Þeir eru báðir einstakir menn og voru mér ákaflega góðir og gáfu mér fullt frelsi til að gera það sem mér sýnd- ist,“ segir hann. „Ég fór síðan í eins árs nám í blaðamennsku í Bandaríkjunum. Þegar ég kom heim fékk ég tækifæri til að skrifa bók, ævisögu Al- freðs Elíassonar, sem varð ein af metsölubókum ársins. Svo settist ég við fótskör Kristjáns Alberts- sonar og við settum saman litla viðtalsbók. Það var ómetanleg lífsreynsla að fá að hlusta á Kristján og sagnaheim hans. Síðan skrifaði ég bók um haftaár- in á Íslandi, Þjóð í hafti. En þá var komið að því að gjalda keisaranum það sem keisarans er. Ég var svo lánsamur að komast að í Oxford-háskóla á Englandi. Þar var ég í góðu yfirlæti í allmörg ár. Ég lærði fyrst P.P.E., sem er hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði, og svo hélt ég áfram í framhaldsnám í stjórnmálafræði. En ég fann það í framhaldsnáminu að akademían var ekki minn vettvangur. Ég sneri því heim og varð aftur blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá var Mogg- inn kominn í nýtt hús í Kringlunni. Þar var allt með öðrum brag en verið hafði í Aðalstræti. Ég hafði drukkið í mig ensk blöð á skólaárunum og hafði aðrar skoðanir á því hvað væri gott blað en mínir gömlu ritstjórar. Þá fannst mér þeir vera komnir á annan stall en verið hafði í Aðalstræti. Meðal helstu starfsmanna blaðsins ríkti svo óblandin aðdáun á ritstjórunum að mér var hálf ómótt. Ég sneri mér því að bókarskrifum á ný og skrif- aði ævisögu Péturs Benediktssonar, sendiherra og bankastjóra. En Morgunblaðsmennirnir gerðu vel við mig, eins og þeirra var von og vísa. Þeir réðu mig til þess að skrifa ævisögu Valtýs Stefánssonar ritstjóra, mannsins sem gerði Morgunblaðið að Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Syndi á móti straumnum Jakob F. Ásgeirsson útgefandi, ritstjóri og rithöfundur er vanur að tala tæpitungulaust og liggur ekki á skoðunum sínum. Í viðtali ræðir hann um árin í blaðamennsku, ís- lenska pólitík, bókaútgáfu og bókina sem hann er að skrifa um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra ’ Ég skal að vísu kannast við það að ég á til að tala tæpitungulaust ef ég tek mér penna í hönd, en það er bara hressandi, er það ekki, í þessum yfirþyrmandi rétttrún- aði sem umlykur okkur? Jakob Eftir því sem sjálfs- traust mitt hefur aukist með aldrinum hef ég haft vaxandi tilhneigingu til að segja og gera það sem mér finnst rétt. 32 9. september 2012

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.