SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 22
22 9. september 2012 Helsta hneykslunarhella launagreiðslnatil einstaklinga og heilagt viðmið hár-markslauna hefur, þegar þetta er skrif-að, ekki sagt bofs um nýjasta góðverk Guðbjarts, velferðarráðherra, eins og ráðuneytið heitir upp á sovéskan móð. Auðvitað er ekki hægt að finna að því þótt Guðbjartur auki velferð þjóð- arinnar með því að hækka mann um rétt tæp þing- mannslaun, sem hafði þau rúm þreföld áður. Hann ætlar augljóslega að auka velferðina í skrefum, taka einn og einn Íslending í einu og sjá hve langt hann hefur komist áleiðis við lok kjörtímabilsins. Orð í gegnum ullarlagð Það væri raunar gaman að taka saman þær skýr- ingar sem Guðbjartur hefur komist upp með að gefa ljósvaka-fréttamönnum síðustu ár um fjöl- breytileg álitaefni. Bréfritari er svo sem ekki vanari en aðrir að lesa úr stjórnmálaskýringum, en hann hefur sjaldnast skilið heila setningu frá Guðbjarti, ef hún fjallar um eitthvað snúnara en veðrið. Um síðasta velferðartiltækið sagði hann að það mál yrði örugglega rætt við Kjararáð næst þegar tilefni gæf- ist til að taka slík mál upp við það. Enda yrði að gera það, eins og Guðbjartur benti á, þar sem málið heyrði undir það. Þetta var a.m.k. það sem bréfrit- ari telur að Guðbjartur hafi hugsanlega sagt, og óhætt sé að vera með getgátur um það, þar sem ráðherrann virtist óvenju skýr í sinni framsetn- ingu. Mikið hefði þó Sir Humphrey orðið stoltur af Jim Hacker sínum, þótt hann hefði ekki nema einu sinni verið jafn óskýr í framsetningu um afleit mál og Guðbjartur er jafnan. Guðbjartur á sjálfur bæði fyrstu og önnur verðlaun í greininni. Þeim var skipt þar sem ekki var hægt að gera upp á milli þeirra. Það fyrra var er hann sagði frjálslega svo sem fjörutíu sinnum að ekkert nýtt hefði komið fram í umræðu um Icesave í fjárlaganefnd eftir mánaða þrotlausa vinnu í nefndinni, þar sem upp- lýsingar streymdu inn á borð dag og nótt. Og hitt sem var jafn flott var útskýring hans á því, hvers vegna hann stóð ekki með áliti sáttarnefndar um sjávarútvegsmál. Guðbjartur var formaður nefndarinnar, skrifaði undir álitið og hafði lýst ánægju með hversu langt menn höfðu teygt sig. Svo það var verulegt afreks- verk að útskýra þannig, að enginn skildi, að hann hlyti óhjákvæmilega að vera í fararbroddi óánægj- unnar um málið. Ekki er óhugsandi að komið hafi fram á næmustu skjálftamælum þegar þeir Hacker ráðherra og Sir Humphrey sneru sér ofsakátir í fleiri hringi í gröf sinni en Guðbjartur í málinu, sem þó var ekki auðvelt. Þetta er allt svo faglegt Nú er í tísku að líta svo á að því aðeins sé ákvörðun í lagi að „fagmenn“ hafi tekið hana en ekki hinir vafasömu fulltrúar almennings. Þó er nútímasagan yfirfull af dæmum um að síst eru þær niðurstöður farsælli eða óhlutdrægri sem „faghópurinn“ sér um, sem enga ábyrgð ber, enginn getur spurt né látið nokkurn svara fyrir gerðir sínar. Kjörnum fulltrúum fólksins hefur sjálfsagt mis- tekist margt og verið mislagðar hendur. Flokks- pólitísk viðhorf hafa örugglega stundum og kannski oft verið einn af þeim þáttum sem slíkir hafa litið til. En þeir þurfa að standa fyrir máli sínu. Það vita þeir vel þegar þeir ígrunda sína ákvörðun. Þeir verða yfirheyrðir af fjölmiðlum. Þeir verða kærðir út og suður. Þeir komast ekki hjá að standa berskjaldaðir í þinginu gagnvart sínum andstæðingum sem fara m.a. eftir þeirri óskráðu leikreglu að gera þann sem í hlut á sem allra tor- tryggilegastan. Áratugum saman hafa þeir einir, sem hafa haft aðstöðu til, séð hvernig „fag- mennskan“ birtist t.d. í fræðasamfélaginu og víðar, þar sem sömu aðilarnir sitja við katla áratugum saman. Þar þarf enginn að standa fyrir máli sínu. Orðinu „faglega“ er veifað og svo faglega misnotað. Og þeir einir sem þekkja til vita að innan opinberra stofnana sem lúta slíkum lögmálum, hvort sem er innan „fræðasamfélagsins“ eða Ríkisútvarpsins svo aðeins dæmi séu nefnd, að mestu varðar um frama einstaklings á slíkum slóðum, hvernig hann stend- ur innan klíkunnar. Og pólitísku tengslin eru þar ekki endilega svo fjarri heldur eins og upphafið tal um fagmennsku vill vera láta. Og hin faglega klík- ustarfsemi af þessu tagi snýst ekki aðeins um mannaráðningar, sem þar þykir faglegust þegar hún fer alfarið eftir „ánamaðkaaðferðinni“. Til að geta unað sæmilega í sínu starfsumhverfi þarf ann- aðhvort að vera innundir í klíkunni eða gæta þess að styggja hana ekki á nokkurn hátt. Bréfritara er minnisstætt atvik úr fyrri störfum þegar embættismenn vildu að opinber stofnun greiddi reglubundið flugferðir fram og til baka um jól og sumarbyrjun og haust fyrir einn sem var innundir með þeirri skýringu að þá gæti snilling- urinn miðlað vinunum af yfirfljótandi snilli sinni í fríum sínum frá viðveru erlendis. Varð mikill fag- legur snúður á klíkubræðrum þegar þetta var ekki samþykkt orðalaust. Vantar eitthvað upp á vísindin? Þessa dagana eru nokkrar umræður á milli raf- skauta um hagfræðina og hversu traustum fótum hún standi á stétt vísindanna. Varla dettur nokkr- um í hug að halda að hagfræðin sé nákvæmnisvís- indi. Enda væri það verst fyrir hagfræðinga ef slíku væri haldið fram, svona fljótt eftir að uppnám varð í efnahagslífi á veraldarvísu og aðeins örfáir hag- fræðingar, sem annaðhvort voru taldir skrítnir eða a.m.k. sérvitrir, höfðu af því nokkurn pata fyrir fram. Á Íslandi hafði enginn andvara á sér, ef frá eru taldir einn og einn lögfræðingur, viðskipta- fræðingur og fjölmiðlungur. Hundruð þúsunda hámenntaðra hagfræðinga lofsungu evruna sem væri enn meira ósökkvandi en Titanic, allt þar til hún var komin fram af hengifluginu og hékk þar á litlaputta einum, seðla- banka evrunnar. Það var helst Milton Friedman og fáeinir aðrir (sem auðvitað voru fordæmdir sem frjálshyggjumenn eða nýfrjálshyggjumenn, sem er enn þá voðalegra), sem komu í veg fyrir að hagvís- indi yrðu endanlega flokkuð með kynjavísindum og álfafræðum, sem ekki er þó verið að gera lítið úr. Friedman hefur aldrei fengið nóbelsverðlaunin í hagfræði fremur en aðrir þeir sem haldið hefur verið fram að hafi fengið þau. Hann hefur hins vegar vissulega fengið verðlaun Sænska seðlabank- ans, sem afhent eru á hátíðarsamkundu Nóbels, þegar hin eiginlegu harðvísindaverðlaun sprengju- gerðarmannsins eru rétt úr konunglegri hendi og fjármunir með frá Nóbel. Seðlabankinn borgar hins vegar verðlaun hagfræðinganna úr eigin vasa. En svo merkilegt sem það er, þá hefur áróðursmask- ínan hér heima óbilandi trú á hagfræðingatali eftir fall bankanna. Hún samanstendur af samfylking- arfréttastofu ríkisins og systurstofu hennar, sem enn er rekin á grundvelli gamla Baugs og eftir óskeikulum siðferðisáttavita, sem hann lagði til. Og engu breytir þótt fráleitar fullyrðingar séu til í hrönnum í heilan áratug, þar sem ekki stendur steinn yfir steini, þá er haldið áfram að gapa yfir hverju nýju gjálmi sömu spekinga. Ósmekklegur oflátungur Nú nýlega er því slegið upp að einn þekktur oflát- ungur úr framantöldum hópi, sem til er haugur af fráleitum fullyrðingum eftir, sem sagan hefur þegar dæmt flestar, hafi fagnað, að vísu á viðeigandi stað, í blaði Baugs brottrekstri „seðlabankastjórans“ sem hann nafngreindi, nú rúmum þremur árum síðar. Hann mun vera að hrópa húrra fyrir árás Jóhönnu og Steingríms að seðlabankanum og frumkvæði að því að þrír bankastjórar voru reknir af pólitískum þingmeirihluta, án rannsóknar af neinu tagi. En þeir tveir, sem ekki eru nefndir, þegar hlakkað er yfir afrekinu, voru vammlausir heiðursmenn, með meira en 30 ára reynslu hvor í bankanum. Í banka- stjórninni gátu þessir tveir, samkvæmt lögum bankans, ráðið öllu sem þeir vildu. Hver banka- stjóranna fór aðeins með þriðjungs vald. Og af hverju voru þessir tveir heiðursmenn reknir án nokkurrar rannsóknar? Af því að pólitískt ofstæk- isfólk hélt að tími þess væri kominn og það gæti í því uppnámi sem orðið var í þjóðfélaginu farið fram með hætti sem enginn hefði getað hugsað sér áður. Það þurfti að grípa tækifærið til að ná per- sónulega til gamals andstæðings, stjórnmálamanns sem hafði haldið því fólki utan stjórnarráðsins í 16 ár, að mati þess sjálfs! Atlagan að bankanum, skrípaleikurinn við lagasetninguna og falsið og farsinn um ráðningu Más Guðmundssonar er næsta einstætt verk í sögu vestrænna lýðræðisríkja. En dapurlegast er þó að ofstækismenn víluðu ekki fyr- ir sér að fella „fagmennina“ tvo brott frá lífsstarfi sínu er þeir leituðu persónulegra hefnda fyrir póli- tískar ófarir í á annan áratug. Seðlabanki á hausinn Og svo er hin áróðurstuggan, sem óvitarnir éta hver upp eftir öðrum, að SÍ hafi farið á „hausinn“. Það fóru allir viðskiptabankarnir á hausinn, urðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Reykjavíkurbréf 07.09.12 Svo ofboðslega fínt og faglegt

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.