SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 30
30 9. september 2012 U mfjöllun Morgunblaðsins fyrir tæpum einum og hálfum ára- tug um breytingar á eign- arhaldi á Kögun hf. hefur dregizt inn í umræður um meiðyrðamál, sem er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því tilefni er rétt að halda til haga þeirri stóru mynd, sem bjó að baki þeirri umfjöllun. Þeir sem gengu fremstir í flokki í bar- áttunni fyrir veru bandaríska varnarliðs- ins á Íslandi í tæp 60 ár, sem voru for- ystusveit Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið, að hluta til Alþýðuflokkur og nokkrir einstaklingar innan Fram- sóknarflokksins, máttu ekki til þess hugsa að hér væri erlent herlið til þess að við gætum grætt á því. Í huga þessa fólks var varnarsamningurinn við Bandaríkin framlag okkar Íslendinga til sameig- inlegra varna hins frjálsa heims. Þegar upp komu raddir innan Sjálfstæð- isflokksins fyrir nokkrum áratugum á erfiðum tímum þess efnis að taka ætti einhvers konar gjald fyrir varnarstöðina í Keflavík, svonefnd aronska, tóku þáver- andi formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, og Morgunblaðið upp harða baráttu gegn þeim sjónarmiðum og höfðu sigur. Á níunda áratug síðustu aldar kom hins vegar í ljós, að fámennur hópur manna hafði hagnazt verulega á verktaka- starfsemi fyrir varnarliðið á Keflavík- urflugvelli. Um það sagði Morgunblaðið m.a. í forystugrein hinn 12. maí 1998: „Á fjórum áratugum varð þróunin sú, að eignaraðild að Sameinuðum verktök- um hf. færðist á hendur tiltölulega fá- menns hóps manna og erfingja þeirra. Síðar komu bæði samvinnuhreyfingin og íslenzka ríkið að þessari starfsemi, þegar Íslenzkir aðalverktakar voru stofnaðir með sameiginlegri þátttöku þessara þriggja aðila. Á svipuðum tíma og Kögun hf. varð til var orðið ljóst að fámennur hópur manna hafði hagnazt um milljarða á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli í skjóli einkaleyfis til framkvæmda.“ Nú má auðvitað segja, að það hafi verið barnaskapur að halda að verktaka- starfsemin á Keflavíkurflugvelli mundi ekki skapa mikinn gróða, þótt upp- haflega hafi verið gengið út frá því, að þær framkvæmdir yrðu á kostnaðarverði og eðlileg þóknun greidd til viðbótar. En þá er að læra af slíkum barnaskap. Það var ástæðan fyrir því að þegar Morgunblaðið vorið 1998 fékk vísbend- ingu um að verið væri að endurtaka þennan leik í skjóli Kögunar hf. sem hafði sérstakan samning við utanrík- isráðuneytið um rekstur og viðhald nýs ratsjárkerfis fyrir ratsjárstöðvar varn- arliðsins hóf blaðið skoðun á málinu, sem leiddi til birtingar á ítarlegri fréttaskýr- ingu í maímánuði þetta ár um það hvernig eignarhald á þessu félagi hefði þróazt. Í sömu forystugrein sagði ennfremur með tilvísun til ofangreinds: „Þessi reynsla varð til þess að áherzla var lögð á, að ekki færi eins um Kögun hf., fyrirtæki sem var stofnað til þess að veita bandarískum stjórnvöldum ákveðna þjónustu. Þegar fyrirtækið var stofnað var hugmyndin m.a. sú að það endurspeglaði að verulegu leyti hugbún- aðariðnaðinn í landinu. Lögð var áherzla á dreifða eignaraðild.“ Og loks sagði: „Það er alveg ljóst að með samningi ís- lenzkra og bandarískra stjórnvalda og með einkaleyfinu til Kögunar hf. verða til umtalsverð verðmæti, sem engum hefði dottið í hug í upphafi að afhenda fá- mennum hópi manna, eins og síðan hef- ur orðið raunin á. Það er óviðunandi með öllu að sagan frá verktakastarfseminni á Keflavíkurflugvelli endurtaki sig með þessum hætti.“ Í annarri forystugrein um málefni Kögunar hf., sem birtist hinn 3. júní 1998 sagði Morgunblaðið: „Einkaréttarsamningur Kögunar hf. rennur út eftir eitt ár. Miðað við þá þróun mála, sem lýst hefur verið í Morg- unblaðinu á undanförnum vikum er al- gerlega óhugsandi að þessi samningur verði endurnýjaður að óbreyttum að- stæðum. Krafan hlýtur að vera sú, að eignaraðild að fyrirtækinu verði endur- skoðuð frá grunni og tilraun gerð til að bæta úr því, sem misfarizt hefur á und- anförnum árum. Jafnframt getur vel komið til álita, að fyrirtæki, sem nýtur slíkrar sérstöðu á grundvelli samnings, sem íslenzk stjórnvöld hafa gert við er- lent ríki, verði látið greiða hæfilegt einkaréttargjald í almannasjóði og ekki úr vegi að það gjald taki m.a. mið af því, sem gerzt hefur í málefnum fyrirtækisins á undanförnum árum.“ Eins og sjá má af þessum tilvitnunum fer því fjarri, að Morgunblaðið hafi dregið í land með umfjöllun sína á þessum tíma. Þvert á móti. Hins vegar voru tvær meg- inreglur í heiðri hafðar. Færi blaðið með rangt mál var það leiðrétt og beðizt af- sökunar á þeim mistökum. Og jafnframt var auðvitað sjálfsagt bæði þá og síðar, að sá sem fyrir gagnrýni varð hefði greiðan aðgang að blaðinu til þess að koma at- hugasemdum á framfæri og svörum við þeirri gagnrýni. Á því byggjast auðvitað frjáls skoðanaskipti í lýðræðisríki. En það er misskilningur að í birtingu t.d. viðtals við þann aðila, sem gagnrýndur var í þessu tilviki fælist afsökunarbeiðni af hálfu blaðsins. Það er svo annað mál að í tilvikum sem þessum má kannski segja, að spjótunum eigi ekki síður að beina að stjórnvöldum, sem láta mál þróast í þann farveg, sem bæði gerðist með málefni verktaka á Keflavíkurflugvelli og í tilviki Kögunar. Um það sagði í forystugrein Morg- unblaðsins 3. júní 1998: „…að utanríkisráðuneytið er staðið að stórkostlegri vanrækslu í hags- munagæzlu fyrir íslenzkan almenning í málefnum þessa fyrirtækis. Sagan af Sameinuðum verktökum hf. og Regin hf. hefur verið endurtekin og er það með ólíkindum, þegar horft er til reynslunnar af fyrrnefndu fyrirtækjunum“. Það er svo umhugsunarefni að áþekk tilvik koma upp í samfélagi okkar aftur og aftur, þrátt fyrir góðan vilja, þrátt fyr- ir lög og þrátt fyrir lögskipað eftirlit. Hvað veldur? Hin stóra mynd Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Rokkkóngurinn Elvis Presley kom fram í fyrstaskipti af þremur í bandaríska skemmtiþætt-inum, The Ed Sullivan Show á CBS-sjónvarps-stöðinni. Sjónvarpsviðburðurinn hefur skráð sig í sögubækur fyrir margra hluta sakir; árið 2006 valdi, „The History Channel“, Sögu sjónvarpsstöðin, þennan viðburð sem hluta af einum af þeim tíu dögum sem breyttu Ameríku á augabragði. Þá er vísað bæði til þeirra gríðarmiklu vinsælda og útbreiðslu sem rokktónlist Elvis naut í kjölfarið en um 60 milljónir horfðu á goðið, en með tilkomu rokksins treysti unglingamenningin sig rækilega í sessi. The Ed Sullivan Show naut mikilla vinsælda vest- anhafs, helstu tónlistarmenn og skemmtikraftar komu þar fram og öðluðust frægð. Þátturinn var starfræktur á árunum 1948 til 1971. Í fyrsta þættinum 9. september kom Elvis tvisvar fram, í fyrra skiptið söng hann lágstemmd lög, Don’t Be Cruel og Love Me Tender, þá var myndavélunum eingöngu beint að mitti Presley og upp úr. Í seinna skiptið rokkaði hann af ástríðu og myndavélarnar skotruðu af og til upp og niður líkama hans en dvöldu þó ekki lengi við heldur héldu sig að mestu við myndefni fyrir ofan mitti. Algeng- ur misskilningur er að Elvis Presley hafi ekki verið myndaður allur og byggist líklega á þeirri staðreynd að hann kom tvisvar fram í fyrsta þættinum. Í hin tvö skiptin, 28. október 1956 og 6. janúar 1957 fengu þó sjónvarpsáhorfendur að njóta alls líkama goðs- ins, nánast allan tímann. Kóngurinn var þekktur fyrir líf- lega framkomu á sviði og mjaðmahnykki sem var mikil hneykslunarhella eldri kynslóðarinnar. Hreyfingar hans þóttu ögrandi og nýstárlegar í senn, slíkt hafði varla sést á sviði svo ekki sé minnst á í sjónvarpssal. Margir supu hveljur því kynþokkinn draup af kappanum, unglings- stúlkum til ánægju og yndisauka sem sýndu óbeislaðar tilfinningar sínar með skrækjum og öðru látbragði. Þáttastjórnandinn sjálfur, Ed Sullivan, hafði gefið út þá yfirlýsingu að hann myndi aldrei nokkurn tímann leyfa Presley að koma fram í þættinum. Kynferðislegar hreyf- ingar hans voru ekki boðlegar fyrir fjölskyldufólk sem horfði á þáttinn. Nokkru áður hafði Presley reynt að fá að koma fram í þættinum gegn 5.000 dollara borgun en var hafnað. Sinnaskipti urðu hjá Ed Sullivan eftir 1. júlí árið 1956 þegar Elvis Presley kom fram í skemmtiþættinum, Steve Allen Show á NBC-sjónvarpsstöðinni. Þátturinn mældist með mesta áhorf þá vikunna og sigldi fram úr aðal- keppinautnum, The Ed Sullivan Show. Síðarnefndi þáttastjórnandinn sat eftir með sárt ennið og sendi Steve Allen eftirfarandi símskeyti: „Steven Presley Allen, NBC TV, New York City. Stinker. Love and kisses. Ed Sulliv- an.“ Því næst sneri Ed Sullivan sér að Elvis Presley og bókaði hann í þrjú skipti í þáttinn og borgaði upphæð sem hafði aldrei áður sést í sjónvarpsgeiranum, 50.000 dollara. Þetta margborgaði sig því 60 milljón áhorfendur horfðu á þáttinn sem voru um 82,6% sjónvarpsáhorfenda. Kóng- urinn varð því bitbein sjónvarpsstöðva sem kepptust um áhorf í þessum tiltölulega nýtilkomna ljósvakamiðli. Ed Sullivan gat þó ekki stjórnað fyrsta þættinum þegar Elvis Presley kom fram vegna þess að hann lá á spítala og var að ná sér eftir alvarlegt bílslys. Breski leikarinn Charles Laughton leysti hann af. Eftir stutta kynningu sendi hann boltann yfir til Hollywood en þar var Presley staddur við tökur á myndinni Love me Tender og gat því ekki komist til New York. Það kom ekki að sök og hann birtist á skjánum og söng lögin Don’t Be Cruel og Love Me Tender og tryllti loks lýðinn með lögunum, Ready Teddy og Hound Dog; eitursvalur í köflóttum jakka með gítar- inn hangandi framan á sér, brilljantín í hárinu með tíma- laust blik í auga og ríflegan sjarma. thorunn@mbl.is Rokkkóng- urinn í The Ed Sullivan Show Elvis Presley að trylla lýðinn í fyrsta skipti sem hann kom fram í skemmtiþættinum The Ed Sullivan Show. ’ Hann birtist á skjánum og söng lögin Don’t Be Cruel og Love Me Tender og tryllti loks lýðinn með lögunum, Ready Teddy og Hound Dog; eitursvalur í köflóttum jakka með gítarinn hangandi framan á sér, brilljantín í hárinu með tímalaust blik í auga og ríflegan sjarma. Rokkabillí-söngvarinn í fullum skrúða, glysgjarn, litríkur með síða barta og óðafinnanlega hárgreiðslu. Á þessum degi 9. september 1956

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.