SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 34
34 9. september 2012 Jón Margeir var greindur meðþroskahömlun á leikskólaaldriog þá voru tilsvör hans ætíð: Égget ekki, ég kann ekki og ég vil ekki. Síðan byrjaði hann í Öskjuhlíð- arskóla, sem í dag heitir Klettaskóli, og þá fór hann að blómstra,“ sagði Sverrir Gíslason, faðir Jóns Margeirs ólympíumeistara. Í skólanum var Jón Margeir byggður upp og það kom í ljós að hann er mikill keppnismaður sem lætur ekkert stoppa sig. Sverrir segir að þau foreldrarnir hafi valið sundið fyrir hann mjög fljótt og fundu þau strax að það átti vel við hann. Það var svo fyrir fjórum árum að Jón Mar- geir hætti nánast alveg að synda. „Ég sparkaði honum eiginlega í þetta aftur og var leiðinlegi pabbinn sem dró hann á æfingar. Ári seinna fékk hann síðan toppþjálfara og fór að æfa með ófötluðum og þá kom stóra stökkið. Faðir ólympíumeistara Sverrir Gíslasonfaðmar son sinnað sigrinum loknum. aðilar eiga stóran þátt í velgengni Jóns Margeirs. „Það er bara allur pakkinn sem skiptir máli þegar svona vel gengur. Ég hef verið með mjög góða stuðningsaðila, æft mjög mikið og fengið mikinn styrk frá fjölskyldu minni.“ Það voru 17.500 áhorfendur í höllinni þegar Jón Mar- geir synti og hefur hann aldrei áður synt fyrir framan svona mikinn fjölda af fólki. „Það er mikil spenna sem fylgir öllu þessu fólki. Það verða alltaf mikil læti þegar Bretarnir koma einhverjum í úrslit. Ég lét þetta samt ekkert trufla mig. Ég hlusta bara á tónlist áður en ég keppi og reyni að slappa af. Ég hlusta bæði á harða tón- list og techno-remix fyrir keppni.“ Langbest að taka á móti gullinu Það var því nokkuð afslappaður afreksmaður með skýr markmið sem tók sér stöðu á fimmtu braut fyrir viku. Skoti var hleypt af og Jón Margeir stakk sér til sunds. „Mér gekk strax alveg vel en þegar það voru svona 25 metrar eftir sá ég að Daniel Fox var að nálgast mig. Ég vildi ekki láta hann vinna mig þannig að ég reyndi bara eins og ég gat að pína mig áfram og fara hraðar. Þegar ég leit við og sá tímann og að ég hafði unnið og sett heimsmet var ég bara mjög ánægður. Ég var líka mjög ánægður að hafa náð að vinna Daniel Fox. Svo fékk ég bara fiðring í magann og það var svo mikil gleði inni í mér. Þetta er nátt- úrlega erfitt mót og það stærsta sem maður getur komist á. Ég var því bara ánægður að fá að komast á þetta mót og fá að keppa við erfiða andstæðinga,“ sagði Jón Margeir. Það var samt sem áður ekki erfitt fyrir hann að gera það upp við sig hvor stundin snerti hann meira; sigur- víman í lauginni eða að taka á móti gullinu sjálfu: „Það var eiginlega langbest þegar ég tók á móti gullinu. Öll fjölskyldan var að horfa á og þjóðsöngurinn var spilaður. Þetta var alveg magnað og ég mun aldrei gleyma þessu,“ sagði ólympíumeistarinn. Jón Margeir er þó hvergi nærri hættur, enda aðeins 19 ára gamall og stefnir ótrauður áfram. „Ég held núna áfram og reyni að bæta tímann minn. Svo ætla ég að reyna að ná lág- marki ófatlaðra fyrir 1.500 metra skriðsund svo ég komist á Ólympíuleikana í Ríó. Það er næsti stóri draumurinn. Ég veit alveg að það er mjög erfitt að ná því lágmarki en ég ætla að reyna við það og ég held að ég geti það alveg.“ J ón Margeir Sverrisson segir föður sinn hafa átt stóranþátt í því að hann byrjaði upphaflega að æfa sund þegarhann var sex ára. Hann hefur frá unga aldri verið mikillíþróttaáhugamaður og prófað að æfa ýmsar íþróttagreinar eins og fótbolta, fimleika og keilu. Sundið varð samt fljótlega ofan á sem hans helsta íþróttagrein. Jón Margeir hefur stefnt lengi á Ólymp- íuleika fatlaðra í London og hafa síðastliðin ár verið mörkuð af undirbúningi fyrir þá. Hann lauk stúd- entsprófi frá FB síðastliðið vor og má segja að hann hafi verið í lauginni nær sleitulaust síðan hann tók við prófskírteininu. „Ég hef æft níu til tíu sinnum í viku og æft alveg stanslaust. Ég hef æft óvenjumikið á þessu ári fyrir leikana. Stundum fer ég á morgunæf- ingar í einn og hálfan tíma og svo tveggja tíma kvöl- dæfingar,“ sagði Jón Margeir um æfingatímabilið. Ætlaði að vera undir tveimur mínútum Jón Margeir fékk ólympíugullið fyrir sigur í 200 metra skriðsundi en hann segir það ekki endilega vera sína sterkustu grein. „Skrið- sundið hefur alltaf verið mitt sund en ég er langsundsmaður og er bestur í 400, 800 og 1.500 metrum. Mér finnst betra að vera í sundi sem krefst mikils úthalds en stuttum sprettum. 200 metra sund er svolítið óvenjuleg lengd, eiginlega svona milli- vegalengd. Ég er líka alveg ágætur í bringu og flugi en baksund er mitt slakasta sund.“ Jón Margeir sagðist ekki endilega hafa átt von á þessum góða árangri en hann hafði samt sem áður sett sér það markmið að vera undir tveimur mínútum og vinna Daniel Fox. Markmiðunum náði hann og heimsmetið og ólympíugullið voru því ansi sætur bónus. „Ég vissi að það yrði erf- iðast að vinna Daniel Fox. Ég hafði sett met fyrr um morguninn sem hann bætti síðan þremur mínútum seinna. Það var kannski helst þess vegna sem mig langaði til að vinna hann,“ sagði Jón Margeir. Þrotlausar æfingar og dyggir stuðnings- „Ég mun aldrei gleyma þessu“ Þjóðarstoltið barðist um í hjörtum Íslend- inga þegar þeir fylgd- ust með Jóni Margeiri Sverrissyni vinna ól- ympíugull og setja heimsmet á Ólympíu- leikum fatlaðra í Lond- on. Eflaust vöknaði líka mörgum um hvarm þegar íslenski fáninn var dreginn upp, gull- drengurinn tók við verðlaununum og þjóðsöngurinn ómaði undir. Þessi 19 ára gamli afreksdrengur er samt sem áður bara rétt að byrja. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Sigurstundin, nýtt heimsmet og ólympíugullið tryggt. Kristjana Jóhanna Jónsdóttir, móðir Jóns Margeirs, grípur blómvöndinn frá syni sínum. ’ Svo fékk ég bara fiðring í mag- ann og það var svo mikil gleði inni í mér.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.