SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 4
4 9. september 2012 Það er ekki hlaupið að því að feta í fótspor Steve Jobs, en það þurfti Timothy D. Cook þó að gera þegar leiðtoginn féll frá á besta aldri í október síðastliðnum. Cook þykir þó hafa staðið sig vel, en hann hóf störf hjá fyrirtækinu 1998 og varð starfandi stjórn- arformaður þegar Jobs dró sig i hlé vegna veikinda í janúar síðast- liðnum og hefur því í raun stýrt Apple frá þeim tíma. Hann hefur reynst fyrirtækinu vel og ýmsir þakka samstarfi þeirra Jobs og Cook það að fyr- irtækið hafi náð jafn langt á síð- ustu árum og raun ber vitni; Jobs uppstökki hugsjóna- og spámað- urinn en Cook maður sátta og að- halds sem sá til þess að draumar Jobs rættust. Hann nýtur og mik- illar virðingar í viðskiptaheiminum og hefur þegar þreytt frumraunina að standa á sviði frammi fyrir blaðamönnum og heillað þá. Vissulega ekki eins algerlega og Jobs, en kannski tekst honum betur upp á miðvikudaginn. Maður sátta og aðhalds Tim Cook á sviði – svört skyrta en ekki rúllukragabolur. AFP Undanfarnar vikur hefur nafnApple-tæknirisans þá helstborið á góma að sagt sé frámálaferlum víða um heim þar sem Apple glímir við ýmsa keppinauta sína fyrir að hafa stolið frá sér hug- myndum og hönnun. Ýmist hefur fyrir- tækið tapað málum eða unnið, en í vik- unni birtist merkileg frétt vestan hafs: Mest seldi snjallsími Bandaríkjanna var ekki lengur iPhone 4 frá Apple, nýi Sam- sung Galaxy-farsíminn var kominn á toppinn. Skýringin á þessu er þó einföld þegar grannt er skoðað: Það eru allir að bíða eftir iPhone 5! Apple er frægt fyrir leyndarhyggju og passar vel upp á að enginn fái að frétta af tækninýjungum fyrr en fyrirtækinu hent- ar, hart er brugðist við frétta- og mynda- lekum til að skapa sem mesta spennu sem nær svo hámarki þegar nýir gripir eru kynntir á hátíðum sem eru nánast eins og vakningarsamkomur, eða voru það í það minnsta á meðan Steve Jobs var og hét. Ein slík samkoma er framundan, verður haldin næstkomandi miðvikudag. Svo mikil er leyndin að ekkert er gefið upp um hvað eigi að kynna, en allir telja víst að það verði ný útgáfa af iPhone og einnig að sú útgáfa muni heita iPhone 5, eða það lesa menn í það minnsta í myndina sem sést hér á síðunni og Apple sendi frá sér – er skugginn á myndinni ekki að segja okkur hvað síminn á að heita (að því gefnu að kynna eigi nýjan síma)? Öll leyndin sem er í kringum nýjan Apple-varning gerir erfitt að átta sig á hvernig hinn nýi sími verður en óhætt að spá tvennu: 1) Hann verður eins og iPhone 4, bara miklu flottari og betri og 2) Allir símar munu vilja verða eins og hann. Annað giska menn á af mikilli íþrótt á net- inu. Nokkur dæmi: Satt og logið Skjárinn verður stærri, sennilega 4 tommur (iPhone 4 er 3,5") ef marka má myndir sem birtust á franskri vefsíðu, Nowhereelse.fr. Eða kannski bara 3,95". Skjárinn verður líka mun þynnri en fyrri gerðir, enda styðst hann við nýja skjá- tækni, léttari og betri að öllu leyti. Og upplausnin meiri. Það verður í honum NFC-örgjörvi, en NFC er tækni sem gerir kleift að láta síma senda gögn sín á milli með því að láta þá snertast og einnig til að mynda að kaupa far- eða bíómiða án þess að slá eitthvað inn svo dæmi séu tekin. Það verður ekki í honum NFC-örgjörvi, það er ekki pláss fyrir hann. Síminn styður 4G LTE gagnaflutninga, sem eru margfalt hraðari en 3G; 4G getur skilað allt að 300 Mbitum á sekúndu í nið- urhal og 75 Mbitum á sekúndu í upphal. Rafhlaðan verður stærri, sem mun gleðja marga iPhone-eigendur. SIM-kortið verður minna, svokallað Nano SIM, sem er 12,3 mm x 8,8 mm og 0,67 mm að þykkt. Á símanum verður nýtt tengi, 9 pinna tengi. Eða kannski 19 pinna. Eða 8 pinna. Það bendir þó flest til þess að það verði í það minnsta ekki 30 pinna, eins og á eldri gerðum. Örgjörvinn verður fjögurra kjarna ARM. Myndavélin verður miklu betri og not- ast við 16:9 hlutföll. Myndavélin á fram- hlið símans tekur myndir í HD-gæðum, en myndavélin á bahliðinni verður áfram 8 Mdíla, en hámarksljósopið stækkar úr 2,4 to 2,2 = hægt að taka myndir í minni birtu. Beðið eftir uppljómun Nýr farsími frá Apple, iPhone 5, verður kynntur í vikunni. Eða kannski ekki. Vikuspegill Árni Matthíasson arnim@mbl.is Svona gæti síminn kannnski orðið, eða því spáir í það minnsta Makkavinur á MacRumours. Sími eða ekki sími - og hvað á hann að heita? Hvað segir skugginn? GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.