SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 23
9. september 2012 23
Fyrir réttu ári héldum viðRagnar Axelsson ljósmyndarisem leið lá niður í Snar-farahöfn í Reykjavík til að
hitta að máli bandaríska skurðlækninn
og skútuskipstjórann Edmund „Ned“
Cabot og áhöfn hans á seglskútunni Cie-
lita. Skútan var þá nýkomin frá Fær-
eyjum og ákveðið að hún hefði vet-
ursetu í Reykjavík. Cabot sneri svo aftur
í júlí síðastliðnum og hugðist sigla skút-
unni vestur um haf. Um liðna helgi, eft-
ir 49 daga á sjó, fékk Cielita á sig brotsjó
og féll Ned Cabot útbyrðis og drukkn-
aði. Hann átti þá aðeins um 500 km
ófarna til Nýfundnalands. Lík hans
fannst daginn eftir. Hann var 69 ára.
Viðtalið við Ned og áhöfn hans, Finn Perry og hjónin Rick og Nonnie Burnes, var afskaplega
skemmtilegt og eftirminnilegt en það fór fram í káetunni á Cielitu. Okkur Ragnari var tekið með
kostum og kynjum og spjallað um alla heima og geima. Cabot og Ragnar deildu óbilandi áhuga á
norðurslóðum, ekki síst Grænlandi, og þurfti að gera drykklangt hlé á formlegum viðræðum meðan
þeir skiptust á reynslusögum. Sem var bara skemmtilegt.
Ned Cabot sigldi fyrst til Íslands á Cielitu árið 2005. „Fyrst ég var kominn til Grænlands, langaði
mig að halda áfram til Íslands og Færeyja. Ég hef lengi haft áhuga á þessum slóðum og langað að sigla
í kjölfar víkinganna. Ég var búinn að lesa mikið um Ísland, skoða kort og myndir, þannig að ég
renndi ekki alveg blint í sjóinn. Landið hefur staðið fyllilega undir væntingum,“ sagði hann í viðtal-
inu fyrir ári. Spurður hvernig vinir og kunningjar í Boston tækju þessu norðurhjaraflandri hans var
Ned fljótur til svars. „Þeir halda að ég sé galinn.“
Blessuð sé minning Neds Cabots!
Eins og fram kom í síðasta Rabbi voru viðbrögð lesenda við Akureyrarmyndum Eðvarðs Sig-
urgeirssonar mikil. Enn eru að berast ábendingar varðandi myndefnið. Þannig hefur myndin af
Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi ekki verið tekin heima hjá honum á Bjarkarstíg 1937, þar sem húsið
reis ekki fyrr en fáeinum árum síðar. Þá var í syrpunni mynd af blómarósinni Gunnhildi Snorra-
dóttur, sem kölluð var Hilda, hún var ranglega sögð heita Hulda. Þá telja fleiri en einn lesandi full-
víst að myndin af útsaumsnámskeiðinu hafi verið tekin í Húsmæðraskólanum en ekki verkalýðs-
húsinu. Þessu er hér með til haga haldið.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Rabb
Morgunblaðið/RAX
Ned heitinn Cabot á þilfarinu á Cielitu í Snarfarahöfn í fyrra.
Neds Cabots minnst
„Þá hefur þetta dregið úr trúverðugleika
mínum því ég var viðurkenndur sem
heiðarlegur og góður rekstr-
armaður. Þetta hefur í rauninni
tætt sundur líf fólks.“
Gunnlaugur M. Sigmundsson, í Héraðs-
dómi Reykjavíkur á miðvikudag.
„Nauðsyn brýtur lög.“
Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigð-
isstofnunar Austurlands, um af hverju
hann tók yfirdráttarlán, sem er ólög-
legt, til að fjármagna rekstur stofn-
unarinnar.
„Ég segi nú bara greyið
vélhjólamaðurinn, því
hann hélt að ég væri
steindauður.“
Kjartan Sverrisson hjólaði á raf-
hjóli í veg fyrir mótorhjól á Vest-
urlandsvegi í vor og slasaðist illa.
„Mogginn lýgur aldrei
nema þegar hann leiðréttir
rangfærslur sínar.“
Erla Skúladóttir lét þessi orð falla í málflutningi. Hún er
lögmaður Gunnlaugs M. Sigmundssonar, sem hefur
höfðað mál gegn bloggaranum Teiti Atlasyni fyrir æru-
meiðandi ummæli.
„Frétti af því að Björn Valur Gísla-
son hafi sagt frá því opinberlega að
hann hafi svæft mig barnungan með
munnhörpuleik. Kannski skýrir það
skammarlegt áhugaleysi mitt á
tónlist Arnold Schoenberg,
hver veit.“
Sagði Illugi Gunnarsson, nýr þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, á Facebook-síðu sinni eftir
ummæli Björn Vals fyrr í vikunni.
„Af hverju er Evrópu-
sambandið ekki búið að
neyða Apple til að nota
microUSB?“
Ummæli sem heyrðust nálægt kaffi-
stofu tækni- og tölvudeildar í Há-
degismóunum.
vilhjalmur@mbl.is
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
gjaldþrota, og gátu því ekki endurgreitt innlenda fyr-
irgreiðslu seðlabankans. Hundruð dæma eru um þetta
nær og fjær í Evrópu og Bandaríkjunum. Hvergi er því
haldið fram að seðlabanki evrunnar sé að fara á haus-
inn þótt hann hafi þegar lánað hlutfallslega miklu
meira en íslenski seðlabankinn og tekið margfalt tæp-
ari veð. Af hverju ekki? Og ef seðlabankastjórarnir
þrír höfðu virkilega sett bankann sinn á hausinn, af
hverju gerði Rannsóknarnefnd Alþingis það mál,
væntanlega eitt mesta stórmál og einsdæmi í heim-
sögunni, ekki að áfellisefni á hendur bankastjórunum,
í stað þess, eins og til að geta tínt eitthvað til, að ásaka
bankastjórana um að hafa ekki svarað munnlegri fyr-
irspurn stjórnarformanns Glitnis skriflega daginn áður
en Glitnir sagði sig til sveitar!? Þeir hefðu eins getað
áfellst þá fyrir að hafa ekki slökkt ljósið á kontórnum
þegar þeir fóru heim síðdegis.
Nú þegar gruggið er sest sér hvert barn hve „abs-
úrd“ slík athugasemd og „áfellisdómur“ er. Finni
rannsóknarmenn eftir að hafa fínkembt allt til að
þóknast lýðnum (sem margoft kom fram að þeir ótt-
uðust mjög) ekkert annað til að saka menn um, hljóta
bankastjórarnir að hafa verið líkastir hvítskúruðum
englum. Áfellisatriðin tvö snerust hvorugt um „að SÍ
hafi farið á hausinn“. Einungis um það sem sjá má í
dag að nær ekki einu sinni upp í að vera tittlinga-
skítur. En af hverju endursegja hinir sömu sífellt
klisjuna um að SÍ hafi farið á hausinn? Af hverju segja
þeir ekki að SÍ hafi orðið gjaldþrota? Það er einfalt, dr.
Watson. Það er vegna þess að bankinn, sem átti að
hafa farið á „hausinn“, skuldaði ekki nokkrum manni
krónu. Skuldabréfaframlag ríkisins var hreint bók-
haldsatriði. Skuldir ríkisins vaxa ekki um krónu við
að afhenda stofnun, sem hún á 100% eign í, skulda-
bréf til langs tíma. Seðlabankinn og ríkið geta ákveðið
á fimmtán mínútna fundi að það skuldabréf sé úr sög-
unni og það breytir engu um rekstur bankans. Fjöldi
seðlabanka hefur um áratugi verið rekinn með nei-
kvætt eigið fé. Miklu fleiri þeirra eru jafnan reknir á
núlli og allur hagnaður hvers árs er sendur í ríkissjóð.
Ef björgunaraðgerðir seðlabanka við lánastofnun í
sínu fé duga ekki og í ljós kemur að logið hafði verið
til um eignastöðu lántakandans hefur eingöngu farið
fram peningaprentunarleg aðgerð. Ef allir viðskipta-
bankarnir og sparisjóðir eiga í hlut gæti slík peninga-
prentunarleg aðgerð leitt til verðbólgu, en þó ekki
varanlegrar ef djúp efnahagsleg lægð fylgir. Þá rýrnar
gengi gjaldmiðilsins vissulega, sem getur á móti verið
lykilatriði við björgun efnahagslífsins eins og sagan
sýnir.
Fyrst reikningar viðskiptabankanna þriggja sýndu
sterka eiginfjárstöðu var SÍ skylt að lána þeim í
heimagjaldmiðli það sem þeir þurftu og reikningar
þeirra sýndu að þeir gætu staðið undir. (Endurskoð-
aðir af stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins og
FME taldi ekki ástæðu til að rengja.) Ella hefðu bank-
arnir allir farið samstundis í þrot. Þegar á daginn kom
að endurskoðaðir reikningar viðskiptabankanna voru
rangir þá vantaði auðvitað þar með upp á greiðslugetu
þeirra á endurhverfum lánum frá seðlabankanum.
Slíkar kröfur eru hvarvetna í heiminum forgangs-
kröfur. En eftir bankahrun var ákveðið, meðal annars
með neyðarlögunum, að setja þær sem almennar
kröfur í gömlu bankana. Þannig var komið til móts
við erlenda kröfuhafa og ríkissjóði jafnframt spöruð
framlög til nýju bankanna.
Góð ráð dýr
Hagfræðingurinn Jón Steinsson kvartaði yfir því op-
inberlega skömmu fyrir bankahrun haustið 2008, að
SÍ lánaði íslensku bönkunum ekki nóg! Eftir banka-
hrun lýstu hann og Már Guðmundsson og fleiri slíkir
því yfir við ríkisstjórnina að henda hefði átt gjald-
eyrisvarasjóði Seðlabankans lóðbeint ofan í bálið. Slík
dæmi um ráðleggingar hagfræðinga segja ekki alla
söguna um stöðu hagfræðinnar, en þær segja kannski
meiri sögu um þá sem þarna eiga hlut að máli og eru
enn að þenja sig.
Eftir þá breytingu sem gerð var eftir bankahrun,
meðal annars með neyðarlögunum og áður var rakin,
varð bókhaldslegt tap Seðlabankans um 2,5% af þeim
skuldum sem við bankahrunið hvíldu á þjóðarbúinu.
Hefði tjónið annars orðið um 1%. Er það, eins og nú
er oft haft á orði erlendis, kraftaverk, rétt eins og það
að Seðlabankinn tapaði ekki krónu af gjaldeyrisforða
sínum við bankahrunið, ef frá er talið það sem kann
að verða af því að bankinn dró í þrjú ár að selja FIH
bankann, sem við veðtöku 2008 var að mati danskra
yfirvalda þrefalt verðmeiri en veðið.