SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 26
26 9. september 2012
Á flugleiðinni milli Sissimiut og Manitsoq er eins og mannshöfuð í miðjum klettahringnum til vinstri á myndinni sem horfir yfir fjallasalinn.
Vígalegir á flugvellinum í Upernavik. Friðrik Sigurmundsson flugmaður, Jóhannes Long tæknimaður, Örnólfur Lárusson deildarstjóri
flugprófana Isavia og Þorkell Jóhannsson flugstjóri eru farnir að gjörþekkja Grænland.
Samgöngur á Grænlandi eru annaðhvort í lofti eða álegi. Þær eru ekki auðveldar og aðstæður oft erfiðarí þoku, rigningu, blindbyl, roki, kulda og myrkri.Þá er öryggið fyrir öllu og það er í höndum Íslend-
inga. Þorkell Jóhannsson flugstjóri hefur undanfarin ár sinnt
eftirliti við flugvelli á Grænlandi. Hann var þar í liðinni viku
ásamt félögum sínum til að ljúka yfirferðinni yfir flugvellina
sem hófst fyrr í sumar.
„Við þurfum að yfirfara leiðsögubúnað allra flugvalla á Ís-
landi og samkvæmt samningi við dönsku flugmálastjórnina
líka í Færeyjum og á Grænlandi,“ segir hann. „Við þurfum
tvisvar á ári að koma við þar sem eru aðflugsgeislar, fara yfir
þá, mæla mótun, styrk og annað slíkt og að stefnan sé alltaf
rétt.“
Þetta er gert með flugprófunum og iðulega þarf að fljúga
margoft að flugbrautinni áður en stillingin er orðin rétt. Á
fimmtudag í þorpinu Pamiut þurfti 22 atrennur að flugvell-
inum, sem er sá nýjasti á Grænlandi og Ístak sá um að leggja,
áður en hægt var að „útskrifa“ ljósin á öðrum enda braut-
arinnar. Oft eru aðstæður þó erfiðari vegna þoku, roks og
rigninga og eitt sinn tók fimm daga að stilla ljósin í þessu
litla hafnarþorpi á vesturströnd Grænlands.
„Við fljúgum á geislana, eðlilegt aðflug, þvert í gegnum
þá, aðeins á skjön við þá og þannig koll af kolli til að mæla þá
og staðsetja rétt,“ segir Þorkell. „Hjá loftnetunum og bún-
aðinum á jörðu niðri eru alltaf tæknimenn til að stilla eftir
okkar fyrirsögn þegar mælingin fer fram. Við flugmælum
Eins gott að þessi
búnaður sé í lagi