SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 12
12 9. september 2012 Mánudagur Bjarni Harðarson Hriflu-Jónas á alltaf við! Við megum ekki gleyma því að í land- inu hefur myndast hópur fjárglæfra- manna, sem aðallega gera sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina sem þeir forðast. Þess vegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt; þvílíkir ræningjar eru mestu skaðræðismenn samtíð- arinnar. – Jónas frá Hriflu, Skinfaxa árið 1913, 6. tbl. bls. 42. Rakel Magnúsdóttir Strong is the new skinny … ég ætla al- veg að hafa það bak við eyrað! Þriðjudagur Hrefna María Ómarsdóttir Smá heilræði … Ver- ið á jeppa tegar harð- sperrur pína mann … Alveg ágætis kvöl ad koma sér inn og út úr fólksbíl í tessu ástandi! Fésbók vikunnar flett Stafræn væðing tónlistar hafði í för með sér mikið hagræði, auð- veldara varð að senda tónlist á milli manna (oft ókostur reyndar fyrir þá sem eiga höfundarréttinn), auðveldara er að geyma tónlistina – þúsunda plötu safni má koma fyrir á minnislykli – og svo má telja. Fyrir þetta hagræði fórnuðu menn þó ýmsu og þar með talið gæðunum. Framan af var hljómur á stafrænu tónlistinni nefnilega hörmulegur, músíkinni þjappað svo saman og hún svo tíðnitálguð að botninn endaði suður í Borg- arfirði – ekkert varð eftir nema miðjumoð skreytt með hvellri há- tíðninni. Þjöppunin var aðallega til að minna færi fyrir músíkinni, sér- staklega þegar senda átti hana yf- ir netið, en eftir því sem netteng- ingar hafa batnað hafa skrárnar stækkað og gæðin því aukist. Gott og blessað: Nú er MP3- þjappaða lagið orðið nánast eins gott og upprunaleg skrá á geisla- diski, en kemur ekki að miklu gagni ef hún er spiluð í gegnum niðursuðuhátalara á við þá sem flestir eru með við tölvuna, að ekki sé talað um hátalaranefnuna sem er í tölvunum sjálfum. Almennt geta hljóðkort ein og sér ekki knúið hátalara og því þurfa þeir að vera tengdir magnara eða með slíkan innbyggðan. Þá skiptir eðlilega miklu að sá magn- ari sé almennilegur, en einna mik- ilvægast þó að hátalararnir séu sem stærstir og traustastir, enda komumst við ekki framhjá eðl- isfræðilegum eiginleikum hljóðs- ins; því minni sem hátalarinn er því minni bassi og minni miðja. Það eru ýmsar leiðir til að bæta hljómburðinn á því sem hlustað er á í tölvunni, hvort sem það er tónlist eða kvik- myndir. Hægt er að tengja tölvuna við heimilisgræjurnar, ef þær eru þá til lengur, en það er líka góð leið að fá sér hátal- ara með innbyggðum magnara eins og þessa M-Audio AV 40-hátalara. Meira að segja er hægt að stinga spila- stokknum í samband. AV 40 hátalararnir eru ekki beinlínis nettir, en fara þó vel á borði, ekki síst þegar búið er að kveikja á þeim. Þeir eru 22,2 cm á hæð, 15,2 á breidd og 18,4 á dýpt og hálft sjöunda kíló að þyngd. Kassinn utan um hátalarana er enginn pappi, svo mikið er víst, enda þarf góðan skrokk og sem stærstan til að gefa almennilegan botn. Það kemur ekki fram á vefsíðu fram- leiðandans en þó getið um það óbeint hjá söluaðilanum hér á landi, Tónabúðinni, að þetta er endurbætt útgáfa af AV 40. Hljómur í þeim er prýðisgóður, ekki eins góður og í millj- ónagræjum, nema hvað, en milljón sinnum betri en í dósag- arminum sem margir eru með við tölvurnar sínar. Þeir kosta 29.994 kr. í Tónabúðinni. Niður með óhljóðin! Tónlistin er komin í tölvuna, en þó að flestir séu að hlusta á þannig tónlist er best að skafa ekkert utan af því: Hljómburðurinn er almennt ömurlegur. Hann má þó bæta með græjum eins og til að mynda M-Audio AV 40. Græjur Árni Matthíasson arnim@mbl.is Stafræn óhljóð Gæðum fórnað fyrir hagræði Í Av 40 eru 4" wooferar og 3/4" tvíterar. Magn- arinn er 20 vött á rás, 4 Ohm, tíðnisviðið 85Hz til 20kHz. Aftan á vinstri hátalaranum eru TRS-tengi og Line-In tengi. Styrkstillir er framan á honum og þar er líka að finna heyrnartólatengi og Aux- tengi. Straumhnappur er aftan á hátalaranum sem er kjánaleg staðsetning. Þeir eru vel seg- ulskermaðir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.