SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 44
44 9. september 2012 Lee Child - A Wanted Man bbbnn Lee Child er konungur spennusagnanna nú um stundir, bækur hans seljast metsölu og kvik- mynd væntanleg eftir níundu bókinni, One Shot. Aðalpersóna bókanna er ævinlega sú sama, hörkutólið Jack Reacher sem á hvergi heima, en reikar um Bandaríkin í leit að ævintýrum. A Wanted Man hefst þar sem hann er staddur í Ne- braska að húkka sér far á leið til Virginiu til að heilsa upp á stúlku. Reacher er ekki árennilegur þar sem hann stendur, tæpir tveir metrar að hæð, heljarmenni, farangurslaus og með grátt límband yfir nefinu eftir að hafa nefbrotnað í síðustu bók. Fljótlega er hann þó tekinn upp í bíl hjá tveimur karlmönnum og konu, fólki á leið af ráðstefnu en Reacher áttar sig fljótt á að ekki er allt sem sýnist. Þetta er dæmi- gerð Reacher-bók um flest, mannvíg og átök, en líka óvenjuleg í uppbyggingu og ekki vanþörf á að hressa aðeins upp á seríuna þó ástæða átakanna sé heldur uppskrúfuð.. Peter Robinson - Watching the Dark bbbmn Ólíkt Lee Child þá er Peter Robinson lítið gefinn fyrir hasarbókmenntir; í bókunum um lög- regluforingjann Alan Banks er greitt úr fléttum af þolinmæði og þrautseigju, mikið hlustað á tónlist og mikið drukkið af maltviskíi. Hér fyrir ofan er sagt frá sautjándu bókinni um Jack Reacher en Watching the Dark er sú tuttugasta um Alan Banks og óneitanlega hætta á því að sögupersónan sé farin að lýjast. Hugsanlega var það Robison ofarlega í huga við skrifin því lög- reglukonan Annie Cabbot leikur stærra hlutverk í bókinni en oft áður, aukinheldur sem Banks bregður sér af bæ, heldur til Eistlands, í leit að óþokka. Matthew Quirk - The 500 bbmnn Því hefur verið haldið fram að fimmhundruð manns stjórni Bandaríkjunum séu allir taldir frá forseta og niðrúr. Ólíklegt er að nokkrum takist að ná tökum á slíkum fjölda en í þessari bók hefur óþokki lagt nótt við dag í áratugi að ná tökum á stjórnkerfinu, ekki síst til að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að allir séu til sölu finni maður rétta verðið. Söguhetja bókarinnar, ungur maður sem barist hefur úr fátækt og glæpum, ræður sig í vinnu hjá fyrirtæki sem starfar við að hafa áhrif á kjörna fulltrúa, en óþokkinn sem getið er í upphafi á það fyrirtæki og stýrir. Við tekur heldur ótrúverðug atburðarás, spennandi þó og lyktar með blóðbaði í lokin. Þokkaleg afþreying. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. Fifty Shades of Grey – E.L. James 2. Fifty Shades Darker – E.L. James 3. Fifty Shades Freed – E.L. James 4. Down the Darkest Road – Tami Hoag 5. Temple of the Gods – Andy McDermott 6. 1Q84 – Haruki Murakami 7. The Prague Semetary – Umberto Eco 8. Believing the Lie – Eliza- beth George 9. 11.22.63 – Stephen King 10. Disgrace – Jussi Adler- Olsen New York Times 1. Fifty Shades of Grey – E.L. James 2. Fifty Shades Darker – E.L. James 3. Fifty Shades Freed – E.L. James 4. Gone Girl – Gillian Flynn 5. Bared to You – Sylvia Day 6. The Inn at Rose Harbor 7. Where We Belong – Emily Giffin 8. The Light Between Oceans – M.L. Stedman 9. Black List – Brad Thor 10. The Boy in the Suitcase – Lene Kaaberbol Waterstones 1. The Hairy Dieters – Hairy Bikers 2. A Wanted Man – Lee Child 3. Bared to You – Sylvia Day 4. The Hundred-Year-Old Man – Jonas Jonasson 5. Fifty Shades of Grey – E.L. James 6. Fifty Shades Freed – E.L. James 7. Kingdom of the Wicked – Derek Landy 8. Fifty Shades Darker – E.L. James 9. Sweet Tooth – Ian McEwan 10. Eighty Days Yellow – Vina Jackson Bóksölulisti Lesbókbækur Bókin hefst svo: Fjöl-skylda hefur safnastsaman og bíður eftirþví að ættfaðirinn skilji við, en hann liggur bana- leguna saddur lífdaga. Sonur hans presturinn situr við hlið hans en í stássstofunni sitja tvær ógiftar dætur og ein dóttir til sem gift er aðalsmanni úr grenndinni. Þegar gamli mað- urinn hefur létt af samvisku sinni gefur hann upp öndina og fjölskyldan safnast að banabeð- inum til að rífa í sig líkið. Ótta- legt ekki satt, en málið er að sagt er frá drekafjölskyldu og sagan, Tooth and Claw, er sam- bland af viktorískri ættarsögu og ævintýrasögu. Höfundurinn, Jo Walton, velsk kona sem búið hefur í Kanada undanfarna áratugi, er gefinn fyrir slíkar flækjur, þ.e. að segja gamaldags sögur á nýj- an hátt líkt og sjá má til að mynda á bókunum Farthing, Ha’penny og Half a Crown sem gerast í heimi þar sem fasistar náðu yfirhöndinni í Bretlandi í seinni heimsstyrjöldinni og sömdu um frið við Þjóðverja. Nýjasta bók Waltons, Among Others, sem segir frá ungri stúlku sem býr yfir töframætti en er send í skóla fyrir venjuleg börn – Harry Potter afturábak eins og margir hafa lýst bók- inni. Því er sagt frá henni hér að Jo Walton fékk Hugo- verðlaunin í vikunni fyrir bók- ina, en það eru helstu verðlaun sem veitt eru ævintýra- og vís- indaskáldsögum. Þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem bókin fær, því hún hafði áður fengið Nebula-verðlaunin, sem eru ekki síður eftirsótt, og er til- nefnd til World Fantasy- verðlaunanna sem verða afhent í nóvember næstkomandi. Jo Walton er tæplega fimmtug, fædd í Aberdare í Cy- non-dal í Wales og ólst þar upp. Hún bjó um tíma í Cardiff, en fluttist síðar til Englands og bjó meðal annars í Lundúnum um tíma, en fluttist svo aftur til Wales. Hún settist svo að í Kan- ada í byrjun aldarinnar og er kanadískur þegn í dag. Æskuár- in í Wales eru henni hugleikin og sér til að mynda stað í Among Others, þar sem sögu- hetjan, stúlkan Morwenna Phelps / Markova, er einmitt ættuð frá Wales og óbeit á Eng- lendingum er henni í blóð bor- in. Eins og Walton rekur sög- una byrjaði hún að skrifa af kappi þrettán ára gömul, en fyrsta bók hennar, The King’s Peace, kom þó ekki út fyrr en hún var komin á fertugsald- urinn. The King’s Peace var upphaf þríleiks, eins og alsiða er í ævintýrabókmenntum, og í kjölfarið komu The King’s Name og The Prize in the Game. Næsta bók Waltons, áð- urnefnd Tooth and Claw, varð svo vendipunktur á ferli henn- ar, sló rækilega í gegn og vann til ýmissa verðlauna. Hún rekur aðdraganda bókarinnar svo á vefsetri sínu að hún hafi verið að lesa tvær bækur á sama tíma, ævintýrabók þar sem drekar komu við sögu og The Small House at Allington eftir Ant- hony Trollope. Hún kvartaði síðan við eiginmann sinn að höfundur ævintýrabókarinnar skildi ekki dreka nógu vel, en eiginmanninum fannst hún hafa verið að kvarta yfir skiln- ingsleysi Trollopes á drekakyni. „Þetta leiddi mig eðlilega að þeirri niðurstöðu að Trollope skildi dreka mjög vel og að lýsa megi frekar sérkennilegu eðli kvenna í bókum Trollopes með staðreyndum drekalíffræði.“ Ofangreindar bækur eru allar flokkaðar sem æv- intýrabækur, en næsti þríleikur Waltons, Farthing, Ha’penny og Half a Crown, sem komu út á árunum 2006-2008, flokka menn sem vísindaskáldskap, þótt ekki sé að finna í þeim há- tækni eða geimverur. Í sem stystu máli gerast bækurnar á fimmta áratug síðustu aldar í heimi þar sem flug Rudolfs Hess til Skotlands í maí 1941 verður til þess að enskir fasistar, og af þeim var nóg, ná undirtök- unum í bresku stjórnkerfi, en Bretar óttast stríð við Þjóðverja í ljósi þess að Bandaríkjamenn vilja ekki veita þeim aðstoð. Among Others kom svo út í byrjun síðasta árs og var vel tekið og verðlaunuð eins og getið er. Morwenna er fimmtán ára þegar bókin hefst, eilítið ut- angarðs í ensku umhverfi eftir æskuárin í Wales, mikill lestr- arhestur og áhugasöm um vís- indaskáldskap, sem gerir sög- una að nokkru leyti sjálfsævisögulega, því einmitt þannig hefur Walton lýst æsku sinni og unglingsárum. Grunn- þáttur í sögunni er það hvernig lestur getur skýlt manni fyrir stórsjóum unglingsáranna, en vísindaskáldskapur fær líka uppreisn æru í bókinni, eða í það minnsta er Morwenna, og Walton, óþreytandi við að upp- hefja bókmenntaformið sem al- siða er að gera lítið úr í bók- menntaheiminum. Í bókinni fær stúlkan meðal annars það hlutverk að fjalla um skáldsög- una Far From the Madding Crowd eftir Thomas Hardy og tekur því ekki vel: „Hann hefði getað lært margt af Silverberg og Delany,“ en þeir Robert Sil- verberg og Samuel Delany eru með helstu vísindaskáldsagna- höfundum vorra tíma. Velsk-kanadíski rithöfundurinn Jo Walton. Gamlar sögur verða nýjar Skáldsagan Among Others fékk hin virtu Hugo-verðlaun í vikunni. Bókinni hefur verið lýst sem Harry Potter aftur- ábak, en höfundurinn, Jo Walton, er fræg fyrir að segja gamaldags sögur á nýjan hátt. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.