SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 20
20 9. september 2012
Kristinn Ólason fyrrverandi stundakennari viðguðfræðideild Háskóla Íslands hefur haft gottorð á sér sem kennari, þykir fróður og glögg-skyggn og störf hans sem rektor í Skálholti
mæltust vel fyrir. Auk þess liggur eftir hann fjöldi rit-
verka sem hann hefur birt hér og á erlendum vettvangi,
svo og hefur hann staðið fyrir námskeiðum og gegnt öðr-
um ábyrgðarstörfum sem fræðimaður í Þýskalandi, Ís-
landi og víðar. Á þennan orðstír hefur nú borið skugga
vegna fréttaflutnings af fölsuðum doktorstitli, eins og það
er orðað í fréttum. En hvernig skyldi þetta mál vera vax-
ið?
Fréttaflutningur um séra Kristin Ólason hófst 13. ágúst í
sumar í DV með fyrirsögninni: „Fyrrverandi rektor í Ská-
holti laug til um doktorsgráðu.“ Í þeirri frétt segir Ástráð-
ur Eysteinsson, forseti hugvísindadeildar Háskóla Íslands,
m.a.: „Það er alveg augljóst að viðkomandi mun ekki
kenna lengur hjá okkur.“ Þá segir í fréttinni að Kristinn
hafi fengið hærri laun hjá HÍ vegna doktorsgráðunnar en
muni borga ofgreidd laun til baka og að háskólinn ætli
ekki að kæra Kristin.
Ég byrja á að spyrja Kristin hve háa upphæð ofgreiddra
launa hann borgi til baka.
„Rétt rúmar sextíu og tvö þúsund krónur,“ segir Krist-
inn. Þess má geta að stundakennari með MS-próf hefur
nú við HÍ 1.790 krónur á tímann, þeir sem hafa dokt-
orspróf fá nú 1.965 krónur á tímann. Næst spyr ég Kristin
hvernig þetta hafi gengið fyrir sig?
„Ég var í vor sem leið kallaður á fund hjá fulltrúum HÍ.
Ég var þá ekki skráður starfsmaður hjá Háskóla Íslands en
mætti á fundinn, þar sem þetta mál var rætt,“ svarar
hann.
Í fyrrgreindri frétt segir að Háskóli Íslands ætli ekki að
kæra þig. Var þér hótað kæru?
„Nei, það kom ekki til tals við mig.“
Doktorsferlið
Hefur þú fullnægjandi doktorsmenntun?
„Ég var í framhaldsnámi í Þýskalandi í tæp átta ár og
lagði stund á gamlatestamentisfræði. Ég lauk öllum til-
skildum námskeiðum og skrifaði ritgerð upp á tæpar 350
síður sem var frágengin vorið 2003.“
Í hverju liggur það þá að þú hefur ekki fullgilda dokt-
orsgráðu?
„Ég flutti heim til Íslands áður en ferlinu lauk. Það sem
á vantaði var hluti prófsins úr völdum námsgreinum, sem
og útgáfa ritgerðarinnar sem er nokkurs konar enda-
punktur doktorsferlis. Þess ber að geta að stærsti hluti
doktorsprófsins er ritgerðin sjálf sem ég hafði lokið sem
fyrr greindi.“
Hvers vegna lést þú ekki vita að doktorsgráða þín væri
ekki fullgild?
„Þar liggja mín meginmistök. Ég taldi mér trú um það
að ég mundi ljúka því sem upp á vantaði í prófunum og
prentun ritgerðarinnar innan árs frá því ég flutti heim.
Það tókst ekki. Ég varð fljótt upptekinn af nýjum við-
fangsefnum og próflok sátu á hakanum of lengi.“
Hefur þú fullnægjandi þekkingu til að kenna hebresku
og önnur þau gamlatestamentisfræði sem þú hefur kennt
undanfarin ár?
„Ég tel mig hafa staðgóða þekkingu í hebresku og
gamlatestamentisfræðum enda hef ég skrifað og sinnt
rannsóknum á vettvangi fræðigreinarinnar á und-
anförnum árum. Ég vil fullyrða að ég hafi lagt mig fram
um að miðla nemendum Háskóla Íslands mörgu af því
besta sem ég kann með góðum árangri.“
Skráði ekki sjálfur titil ritgerðar
Í frétt DV frá 13. ágúst segir ennfremur: „Doktorsritgerð
Kristins var einnig skráð á Landsbókasafni en þegar að var
gáð reyndist engin ritgerð vera að baki skráningunni. Hin
meinta ritgerð ber nafnið : Die Sprache des Vertrauens
sem þýðist lauslega á íslensku sem Tungumál traustsins.“
Er þessi ritgerð fyrirsögnin tóm?
„Fyrirsögn ritgerðarinnar er tilvitnun í Tómas frá Akv-
ínó, sem fjallaði meðal annars um tungutak trúarinnar.
Hin rétta þýðing er ekki tungutak traustsins heldur
tungutak trúarinnar. En ritgerðin fjallar um þrjá Davíðs-
sálma. Ég skráði ekki sjálfur þessa ritgerð á Lands-
bókasafni heldur var ég inntur eftir titli ritgerðar minnar
sem ég skrifaði í Freiburg. Ég fékk með öðrum orðum fyr-
irspurn um heiti ritgerðarinnar og einhver annar hefur
því sett titilinn inn hjá Landsbókasafninu.“
Ritaði um Jobsbók fyrir styrk Rannís
Í frétt DV frá 13. ágúst segir: „Hann hlaut einnig styrk frá
Rannís til rannsóknarstarfa út á doktorsprófið.“ Hvernig
hefur þú varið styrknum sem þú fékkst frá Rannís?
„Ég vann ítarlega rannsókn á Jobsbók og fjallaði um
þær rannsóknir bæði í fyrirlestrum hérlendis og erlendis
og með birtingu greina. Eitt af því sem ég þarf að fá prent-
að er skýringarrit við Jobsbók sem ég vann fyrir þá pen-
inga sem ég fékk hjá Rannís.“
Hefur verið haft samband við þig frá Rannís vegna fjöl-
miðlaumfjöllunarinnar að undanförnu?
„Já, það hefur verið gert en meira veit ég ekki.“
Rektorsstarfið í Skálholti
Kristinn, þú varst haustið 2010 vígður prestur. Hafðir þú
þá hug á að sækja um prestsstarf – eða jafnvel stöðu
vígslubiskups?
„Ég var vígður til prests í Skálholti þegar ljóst var að
séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup var orðinn alvar-
lega veikur og þá gat ég létt undir í þjónustu staðarins
með séra Agli Hallgrímssyni sóknarpresti.“
Veistu hvað varð til þess að þessi umfjöllun um að þú
hefðir ekki fullgilt doktorspróf kom upp og hvenær það
gerðist?
„Nei, það veit ég ekki.“
Í frétt í DV frá 14. ágúst segir í fyrirsögn: „Sagðist vera
doktor þegar hann sótti um rektorsstöðuna.“ Í fréttinni
kemur fram að Kristinn hafi verið talinn hæfastur nokk-
urra umsækjanda. Skiptir máli að hafa doktorsnafnbót til
að verða rektor í Skálholti?
„Nei, það hefur ekki verið sett sem skilyrði fyrir stöð-
unni. Hins vegar getur akademísk tenging haft afar góð
áhrif á starfið í Skálholtsskóla. Ég tel mig hafa sýnt fram á
í starfi mínu þar margar leiðir sem nota má til að tengja
þennan sögulega stað alþjóðlegu og íslensku vísindastarfi.
Ég bauð sem rektor í Skálholti fjölmörgum erlendum
fræðimönnum á sviði guðfræði sem héldu þar námskeið
eða fluttu fyrirlestra á sviði guðfræðinnar fyrir presta og
annað áhugafólk um þessi efni.“
Lífsneisti átti að efla starf í Skálholti
Hvað segir þú um fyrirsögn fréttar DV: „Skuldbatt kirkj-
una án heimildar.“ En þar segir meðal annars að þú hafir
stofnað félagið Lífsneista ehf fyrir hönd Skálholts án þess
að hafa heimild til þess frá Þjóðkirkjunni og lofað 250
þúsund króna hlutafjárframlagi kirkjunnar. Er þetta rétt?
„Ég lít svo á að stjórn Skálholtsstaðar, en þá var biskup
Íslands, Karl Sigurbjörnsson, stjórnarformaður, hafi sam-
þykkt þátttöku og stofnun Lífsneista ehf á fundi vorið
2011, þar sem fulltrúi Lífsneista var einnig viðstaddur.
Hugmyndin um Lífsneista ehf byggðist á áralangri hefð
kyrrðardaga. Markmiðið var að efla starfið í Skálholts-
skóla með þessu félagi.“
Eru þessar 250 þúsund krónur stór hluti af veltu Skál-
holtsstaðar?
„Heildarvelta Skálholtsstaðar þegar ég vissi síðast var
nær 100 milljónir króna.“
Óskemmtileg reynsla
Hvernig hefur þér liðið eftir að þessi fjölmiðlaumfjöllun
um prófgráður þínar hófst?
„Þetta hefur verið óskemmtileg reynsla. Það er sárt að
þurfa að horfast í augu við afleiðingar af mistökum af
þessum toga. Það hefur komið mér á óvart hversu óvæg-
inn fréttaflutningur af þessu máli hefur verið. Ég neita því
ekki að mér finnst þetta líkjast því mest að verða fyrir
slysi sem maður að hluta til ber ábyrgð á.“
Hvað ætlar þú nú að taka þér fyrir hendur?
„Ég vil ljúka því doktorsferli sem hefði átt að vera lokið
fyrir löngu síðan. Ljúka því sem eftir er og gefa dokt-
orsritgerðina mína út.“
Tungutak
trúarinnar
Fyrrverandi rektor Skálholts, Kristinn
Ólason, hefur undanfarnar vikur siglt
krappan sjó í fjölmiðlaumhverfinu og
varla hefur nokkur sem fylgist með
fréttum verið þess óvitandi. Hingað til
hefur hann engu til svarað um ýmsar
ávirðingar sem á hann hafa verið bornar
en nú hefur hann ákveðið að segja frá sinni
hlið málsins á síðum Morgunblaðsins.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com
Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Kristinn Ólason hefur gegnt ýmsum
ábyrgðarstörfum, þykir góður kennari
og er þekktur fræðimaður.