SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 27
9. september 2012 27 Dökkir berggangar sem eldfjallafræðingurinn hreifst af liggja eftir fjallgarðinum eins og ormur. Upernavik er eins og Legoland á sumrin, gult og rautt og grænt og hvítt. eða flugstillum líka aðflugshallaljósin. Þau sýna flugmann- inum þegar hann er í réttum aðflugshalla að flugbrautinni. Það má nærri geta að eins gott er að þessi búnaður sé í lagi og taki menn eftir réttum ferlum niður að brautinni.“ Búnaðurinn var í lamasessi Til að gefa þessum orðum aukinn þunga rifjar hann upp flugslysið á Srí Lanka árið 1978 þegar vél Flugleiða hrapaði. „Á Srí Lanka reyndu menn að klína ábyrgðinni á áhöfnina á Flugleiðavélinni og fela alla sína galla og veikleika,“ segir hann. „En þeir voru nokkrir og m.a. kom upp úr dúrnum að þeir höfðu ekki gert flugprófun á flugvellinum í á annað ár vegna þess að indversk flugvél, sem hafði verið notuð til þess hafði brotlent og eyðilagst og ekkert kom í staðinn. Búnaðurinn var í lamasessi, en hann verður skilyrðislaust að vera í góðu lagi og miklar kröfur til hans gerðar. Fráviks- mörkin eru þröng og við þurfum að passa upp á þau.“ Þorkell og félagar forðast að mæla á veturna þegar myrkur ræður ríkjum á Grænlandi þótt vitaskuld verði að bregðast við þegar eitthvað bilar. „Þó vill þannig til að við erum að taka í notkun nýjan búnað, sem hefur verið viðurkenndur heima á Íslandi, en Danir hafa ekki gefið grænt ljós á enn,“ segir hann. „Með honum erum við ekki jafn háðir birtuskil- yrðum og veðri og við erum í dag með gamla búnaðinum. Nýi búnaðurinn byggist á GPS-tækni, en sá gamli byggist á því að á jörðu niðri sé tæknimaður, sem horfir á okkur í sér- stökum kíki á þrífæti og rekur ferð okkar. Búnaðurinn í kík- inum hans talar við búnaðinn um borð í vélinni hjá okkur. Á endanum fáum við línurit, sem segir okkur allt um hvort geislinn sé á réttum stað.“ Hann segir að ekki sé vitað hvers vegna Danirnir hafi tek- ið lengri tíma í að viðurkenna nýju tæknina en íslensk yf- irvöld utan hvað kerfið hjá þeim sé seinvirkara. Danir eru hins vegar hættir að framkvæma þetta eftirlit sjálfir, ekki aðeins á Grænlandi og í Færeyjum, heldur einnig í Dan- mörku. Íslendingar tóku við eftirlitinu í Færeyjum árið 1998 og á Grænlandi árið 2000 og í Danmörku er það á hendi Svía. „Auðvitað gefur auga leið fyrst við erum með vél á Íslandi að nærtækara er að sinna eftirlitinu þaðan en frá Skandinav- íu þar sem menn þurfa að koma lengra að,“ segir hann. „Samstarfið hefur virkað mjög vel og verið báðum hag- stætt.“ Þorkell starfar hjá Mýflugi, sem kemur inn í eftirlitið á Ís- landi árið 2007. Þáttaskil urðu þegar vélin, sem er af gerð- inni Beechcraft Super King Air 200 og hafði verið notuð til

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.