SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Qupperneq 41

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Qupperneq 41
9. september 2012 41 LÁRÉTT 1. Þrjóskupúkar vilja grænmetisflutningaskipi. (9) 4. Harðnað með einum tignarmanni. (7) 8. Vinur á sviði? (10) 9. Myndar skítahryssur. (8) 10. Kem Crosby í greiðslu. (7) 11. Standið upp með hrísgrjónin. (5) 12. Skyttna dramb getur endað með málverki. (12) 14. Drög að hæðum í húsi í lágum hólum. (8) 15. Kryddjurt en auk þess lútur. (8) 18. Sá sem kemst í golf er með það sem má fella. (7) 20. Hita ógleði. (6) 23. Drykkur trommara. (4) 24. Hlátur í Háskólanum á Akureyri. (2) 25. Nei, tabú á bóndabæ. (7) 27. Tala um brögðóttan mann og konu Þórs í undirgrein afbrotafræði. (10) 28. Kall á fanga sér til hjálpar með nafn á námskeiði. (11) 29. Rót fer til Nings sem stærðfræðihugtak. (11) 30. Skaða skoði þrátt fyrir mattleika. (8) 31. Rými ókeypis fyrir það sem skemmist ekki. (8) 32. Útbúnaðarnágranninn er til. (10) LÓÐRÉTT 1. Þolfall geri brjálaðan með líkamshluta. (7) 2. Það að búa til fljót með týpu. (6) 3. Mistekst en dregur andann með stoð til sérstakra nota. (11) 4. Herra fær ekki fimm þegar hann gabbar. (7) 5. Trunta og bófi hitta einhvern veginn þær sem hafa orðið fyrir skaða af dýrbít. (10) 6. Hafni að sögn þýskum peningum fyrir nautgripi. (9) 7. Ó æðir sinni sem bardagaskap. (11) 13. Varpa slöngu. (7) 16. Íþróttafélag á gamalli sjónvarpsstöð er skyndilega sjón. (10) 17. Fals með þúsund ristur af mjög hættulegum manni. (11) 18. Huldumaður veraldar kemur frá meginlöndum. (10) 19. Kindapiss er sagt vera gorkúla. (6) 21. Fæling fugla er viðbjóður. (9) 22. Beljuerfiði og minn lenda í listastefnunni. (9) 24. Halló, erindi kennitölu er yfirlætislaust. (8) 26. Ráðleggingar í hugrænni atferlismeðferð byggja á efa. (6) Verðlaun eru veitt fyrir kross- gátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismógum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 9. september rennur út á hádegi 14. september. Vinningshafi krossgátunnar 2. september er Magnús Pétursson, Lækjargötu 32, Hafnarfirði. Hann hlýtur í verðlaun bókina Hetjur og hugarvíl eftir Óttar Guðmundsson. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Drottningin er öflugasti taflmað- urinn á borðinu og við hlið hennar virðist kóngurinn fremur vesæld- arlegur og samband þeirra hjóna virkar stirt; það eru peðin sem skýla kónginum þar sem hann leitar skjóls úti í horni en drottn- ingin oft upptekin við landvinn- inga annars staðar á borðinu. Þetta hefur ekki alltaf verið svona; í arabískri skák fyrir meira en þúsund árum var við hlið kóngs- ins atkvæðalítill ráðgjafi sem gat fært sig einn reit á ská líkt og bisk- up. Þá breytingu sem varð á vægi taflmannanna má rekja til landa- fundanna miklu í lok 15. aldar og fyrirmyndin að drottningu skák- borðsins í öllu sínu veldi er engin önnur en Ísabella drottning Spán- ar, sem hafði ekki lítil áhrif á kóng sinn Ferdinand þegar Kristófer Kólumbus leitaði eftir fjárstuðn- ingi vegna ferðar sinnar til „Nýja heimsins“ árið 1497. Þegar við nokkrir félagar fórum í svolitla „pílagrímsferð“ til Portoroz í vor gaukaði Friðrik Ólafsson að mér 300 bls. bók, um þetta efni „Fæðing drottningar“ eftir Marilyn Yalom. Höfundur er þjóðfélagsrýnir sem tekst á við þá spurningu hvernig svo sterk kvenímynd gat náð fótfestu á miðöldum, í leik sem var ákaft stundaður af körlum, en Spán- verjar státuðu af fremstu meist- urum þess tíma þ. á m. prestinum Ruy Lopez sem spænski leikurinn er kenndur við. Það er kannski vegna þessarar sterku nærveru drottningarinnar að stundum sækir að okkur strákunum þörf til að fórna henni. Þröstur Þórhallsson stóð frammi fyrir þessu vali í skák sinni við Tyrkjann Dastan á Ól- ympíumótinu í Istanbul sem lýk- ur um helgina. Um byrjun þessar skákar er ekki mikið að segja, sik- ileyjarvörn þróast yfir í „spænsk- an leik“. Með 36. Bd4 hrekst svarta drottning til c7 og hin eig- inlega sviðsetning hefst. Leik- fléttan inniheldur ekki aðeins drottningarfórn heldur einnig línurof, hróksfórn og svikamyllu- þema: Ol 2012; 4. umferð: Þröstur Þórhallsson- Muham- med Dastan Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5 Rc6 4. c3 Bd7 5. O-O Rf6 6. He1 a6 7. Ba4 b5 8. Bb3 e5 9. d4 Be7 10. Rbd2 O-O 11. h3 Dc7 12. Rf1 cxd4 13. cxd4 Ra5 14. Bc2 Hac8 15. Bd3 Db8 16. b3 Hfe8 17. Bb2 Bf8 18. Dd2Rc6 19. Had1 Hcd8 20. Bb1 Bc8 21. a3 Bb7 22. Rg3 h6 23. b4 Da8 24. d5 Re7 25. Rh4 Rd7 26. Hf1 g6 27. f4 Da7 28. Kh1 Bg7 29. Rf3 Rc8 30. h4 He7 31. h5 Kh7 32. Rh4 Bf6 33. Rf3 Db6 34. Rh2 Bh4 35. Re2 exf4 36. Bd4 Dc7 37. Dxf4 Bg5 38. Dxf7+! Það er ekki hægt að sleppa svona tækifæri, hugsaði Þröstur. Ef allt bregst á hvítur þráskák í hendi sér. 38. … Hxf7 39. Hxf7+ Kg8 40. Hg7+ Kf8 41. Hf1+ Ke8 42. e5! Línurof! Hótar 42. Bxg6 mát. 42. … Re7 43. Hg8+! Rxg8 44. Bxg6+ Ke7 45. Hf7+ Ke8 46. Hh7+! Kf8 47. exd6! ( sjá stöðumynd ) Mögnuð tilþrif. Eftir 47. … Dxd6 kemur 48. Bg7+! Ke7 49. Be5+! og 50. Bxd6+. 47. … Dc1+ Betri leikur finnst ekki. 48. Rxc1 Rgf6 49. Hh8+ Rg8 50. Re2? Hvíta staðan er léttunnin en 50. Bg7+! Leiðir til máts, 50. … Kxg7 51. Hh7+ Kf6 52. Rg4 mát eða 51. … Kf8 52. Hf7+ Ke8 53. Hf1 mát. 50. … Bxd5 51. Rc3 Be6 52. Re4 Bf4 53. Hh7 Re5 54. Rf3 Rxg6 55. hxg6 Bc1 56. Hc7 Hc8 57. d7! og svartur gafst upp. Drottningarfórnin Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.