SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 36
36 9. september 2012 Hjónin Einar Kristinn Hauksson og Eyrún Anna Felixdóttir með rúsínuþurrkgrindina góðu sem Ásgeir sonur þeirra smíðaði. Barnabarnið, Aðalsteinn Egill, fær sér kríu á berjabeði. ’ Ég fór í mína fyrstu berjaferð með Einari fyrir 30 árum og tíndi ber með þá 85 ára gamalli ömmu hans Einars, Stein- unni Hjálmarsdóttur. Það var fyrst þá sem ég skildi hvernig fólk nennti þessu því að þetta var í fyrsta skipti sem ég sá heilu hlíð- arnar svartar af berjum,“ segir Eyrún. 1 kíló aðalbláber 300 g agave-síróp 8 döðlur ½ dl púrtvín Allt sett í pott og soðið við vægan hita í um það bil 15 mínútur. Þá er hitinn hækkaður vel rétt undir lokin og látið bullsjóða í örskammastund til þess að skerpa á bragðinu. Sett í hreinar krukkur sem búið er að setja inn í ofn á 100 gráður í 10 mínútur. Þetta er gert til þess að sultan mygli ekki. Lokið sett strax á og látið kólna. Holl aðalbláberjasulta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.