SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 37
9. september 2012 37 Við erum í rauninni bara að halda við hefðinni frá móður minni ogömmu. Þær tíndu alltaf ber á hverju ári. Fyrstu árin þegar við Eyrúnfórum að tína saman var fólk hálfhneykslað á okkur og þá sér-staklega yfir því að karlmaður væri að standa í þessu. Berjamór var aðallega fyrir börnin,“ segir Einar. Með aukinni vitundarvakningu yfir þeirri auðlind sem bláberin eru og þeirri staðreynd að bláberin eru bráðholl hefur viðhorf ættingja og vina breyst í garð Einars. Foreldrar Einars sem nú eru bæði 87 ára gömul eru enn iðin við berjatínsluna og tína tugi lítra á hverju ári. Eyrún hafði margoft gert tilraunir með foreldrum sínum til að tína ber áður en hún kynntist Einari en alltaf þótt þetta óskemmtileg iðja. „Ég fór í mína fyrstu berjaferð með Einari fyrir 30 árum og tíndi ber með þá 85 ára gamalli ömmu hans Einars, Steinunni Hjálmarsdóttur. Það var fyrst þá sem ég skildi hvernig fólk nennti þessu því að þetta var í fyrsta skipti sem ég sá heilu hlíðarnar svart- ar af berjum,“ segir Eyrún. Tína yfir 100 lítra yfir eina helgi Þau hjónin sækja í gömlu sveitina hans Einars og tína oftast í sömu hlíðunum ár eftir ár. „Þegar við erum komin í Bröttubrekku byrjar Einar að stökkva út úr bílnum og athuga hvernig berin líta út. Hann rannsakar líka mikið hvernig lyngið lítur út. Þá er hann að spá í hvar snjórinn hefur legið og ef hann hefur legið á lynginu allan veturinn eru berin yfirleitt fleiri og stærri á þeim stað. Það má heldur ekki gleyma því að svona berjaferðum fylgir heilmikil hreyfing en við göngum um 5-7 kílómetra á hverjum degi,“ segir Eyrún. Þau hjónin við- urkenna að gangan til baka með berin geti stundum verið svolítið ströng. En þau setja berin í 10 lítra fötur sem þau bera sneisafullar til baka. „Við hellum svo berjunum yfir í grunna plastkassa þegar við erum komin í bílinn þannig að þau merjist síður,“ segir Einar. Eyrún og Einar tína um 100 lítra af aðalbláberjum yfir eina helgi og um 30 lítra af krækiberjum. Þau segja hinar einu sönnu íslensku berjatínur vera þær bestu en þær eru með taupokum og fara berin best í þeim. Í sumar þegar þau héldu í sína hlíð af gömlum vana sáu þau að hún iðaði af fólki. Aðspurð hvort þau hafi ekki verið svekkt yfir því svarar Eyrún: „Nei, alls ekki. Við erum bara fegin að fólk er farið að tína og öll þessi ber fari ekki til spillis.“ Aukinn gestagangur á berjatíma En hvað getur venjuleg fjölskylda, sem ekki selur afraksturinn gert við 100 lítra af berjum, einhverju hlýtur að vera hent? „Nei, við nýtum þetta allt sam- an. Mikið af þessu er borðað ferskt og fyrstu dagana eftir að við komum heim úr berjamó verður að viðurkennast að það er ansi mikið um gestagang. Þá kemur fólk í heimsókn og fær ber og rjóma hjá okkur. Svo sultum við mikið en nú er ég hætt að sulta allt í einu og geymi frekar berin í frysti og sulta jafn- óðum. Það geri ég einfaldlega til þess að ég sitji ekki uppi með of margar sultu- krukkur. Svo bý ég til berjakökur og aðra eftirrétti. Ég tek líka oft bláber með mér í eftirrétt ef okkur er boðið í matarboð. Við gerum líka aðalbláberjasaft og krækiberjasaft án sykurs. Krækiberjasaftin verður betri ef hún er sett í frysti og svo drekkum við hana eins og lýsi á morgnana. Við notum hana líka í súpur og út á grauta. Ég geri líka oft bláberjasósur sem ég set út á lambalæri og ég geri berjaþeytinga, bláberja-„chutney“, bláberjaedik og bláberjaís,“ segir Eyrún. Blaðamaður getur ekki annað en hlegið eftir þessa upptalningu og stenst ekki freistinguna að segja við Eyrúnu að þetta hafi óneitanlega minnt á eft- irminnilega rækjuupptalningu í myndinni Forrest Gump. Eyrún tekur undir það og segist ekki hafa áttað sig á því fyrr hvað hún notar berin á fjölbreyttan máta. Berjavínið sprakk í geymslunni En þessu er ekki lokið. Eyrún nýtir líka berin sem falla til þegar þau eru hreinsuð í krydd og kryddar gjarnan lambalæri með því kryddi. Hún þurrkar líka ber og gerir úr þeim te en þau Eyrún og Einar hafa gefið upp þá iðju að brugga vín úr berjunum. „Við bjuggum oft til vín. Eitt árið voru berin svo sæt að ég ætlaði aldrei að fá þau til að byrja að gerjast og svo gat ég ekki stoppað gerjunina eftir að ég setti á flöskur og það varð sprenging í geymslunni. Vegg- irnir urðu allir rauðir og við gáfumst upp eftir það,“ segir Eyrún og hlær. Af öllum þeim afurðum sem Eyrún og Einar framleiða úr berjunum eru berja- rúsínurnar líklegast það sérstakasta. „Þetta eru kallaðar afarúsínur á okkar heimili af því að þetta er sérgreinin hans Einars. Ásgeir sonur okkar smíðaði grind fyrir okkur sem við þurrkum berin á. Rúsínurnar notum við svo í múslí og út á morgungrautinn,“ segir Eyrún. Margir hafa fyllt ísskápa og frystikistur af berjum síðastliðnar vikur enda hefur berja- sprettan verið með eindæmum góð í ár. Hjónin Eyrún Anna Felixdóttir og Einar Kristinn Hauksson hafa síðastliðin 30 ár haldið í skipulagðar berjaferðir vestur í Reykhólasveit. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is 2½ bolli hveiti 2 bollar sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt 2 egg ½ bolli olía 1 bolli mjólk 150 g suðusúkkulaði 3-4 bollar af berjum Blandið þurrefnunum fyrst saman í skál. Setjið svo eggin, olíuna og mjólkina út í. Bræðið súkku- laðið við vægan hita og bætið því við. Hrærið vel. Þegar deigið er komið með fallega glansáferð blandið þá berjunum út í varlega. Bakið við 180° í 15-20 mín. (athugið, ekki nota blástur) Bláberja súkkulaðikaka Búbót í bláberjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Afarúsínur 1 lítri aðalbláber 1 tsk. sykur Sykurinn settur út í berin og hrist varlega svo að þau klessist ekki saman. Berin eru síðan sett inn í ofn á þurrkgrind. Ofninn er stilltur á 70 gráður og höfð er góð rifa á ofninum. Berin eru þurrkuð í ofn- inum í 15 klukkustundir. Rúsínurnar eru geymdar í frysti.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.